Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Dýr mundi Skafti allur ... — eftir Jóhannes Jónasson Þúsundir manna skemmta sér á öldurhúsum Reykjavíkur um hverja helgi. Ýmsum þeirra verður þó gleðin nokkuð enda- siepp. Suma nær Bakkus að bera ofurliði, aðrir ná að rífa ofan af sorgum sinum, reiði eða afbrýði og enn öðrum reynist erfitt að hafa stjórn á skapbrestum sín- um. Þannig mætti lengi telja. Stór hluti þessara manna eru góðborgarar sem dagfarslega mega ekki vamm sinn vita. Eftir á tekur endurminningin á sig annarlegan svip sjálfsréttlæt- ingar. Þetta á ekki síst við þegar málin enda með afskiptum lög- reglu. Lögreglan þarf að sinna fjölda slíkra tilfella hverja helgi. Þetta er að jafnaði rútínuvinna, tilvik- in oftast ótrúlega lík hvert öðru, misskilningur, tillitsskortur eða smámunasemi langt umfram það sem annars gerist. Flest málin má leysa með mátulegri lipurð og festu án reiði eða æs- ings. Stundum þurfum við að beita valdi svo tóm gefist til að greiða úr snuðrunni. Aðeins stöku menn eru svo ærir að við þurfum að vista þá til að þeir verði ekki til skaða sjálfum sér eða öðrum. Af handtöku Skafta blaða- manns Jónssonar og kæru hans um illa meðferð hafði ég litlar spurnir áður en ég las frásögn hans sjálfs af atburðunum. Bragurinn á frásögninni var næsta kunnuglegur. Atburðirnir áttu að hafa verið á þann veg að illa samræmdist mannlegu eðli. Ég get ekki ætlað Skafta Jóns- syni það að sárna, reiðast eða spekjast á annan hátt en aðrir dauðlegir menn. Allar fregnir af málunum síð- an hafa aðeins náð að styðja þessa skoðun mína. Það er erfitt að henda fullar reiður á hvernig áverkar hafa myndast á þeim manni sem margsinnis nær að lenda í átök- um samkveldis. Fyrir kemur að í lögrelguna ganga menn sem fara fram af nokkru offorsi á vettvangi. Oftast er þetta vegna reynslu- leysis þeirra, óstyrks eða jafnvel ótta. Slíkir menn hafa ekkert í lögreglustarfið að gera og þeir kemba þar heldur ekki hærurn- ar. — Þeir sem sóttu Skafta Jónsson í Þjóðleikhúskjallarann umrætt kvöld tilheyrðu ekki þessum hópi. Þeir voru allir reyndir menn og þekktir að ró- semi. í frásögn sinni bar Skafti Jónsson sig upp undan fram- göngu ákveðinna lögreglumanna en var ekki að reyna að skella skuld á heila stétt manna. En þegar frekar var um málið fjall- að í þeim blöðum er næst stóðu þeim hjónum var eins og hlaupið hefðu í menn illir andar. Það getur verið erfitt fyrir blaðamenn að höndla sannleik- ann. Þeir vita þetta manna best sjálfir. Hraðinn sem þarf við fréttaöflun, nýnæmið og vand- inn við að fá yfirsýn yfir það sem e.t.v. er ekki um garð gengið, allt þetta og fleira gerir þeim erfitt fyrir. Kröfurnar til þeirra verða sífellt meiri en þeir hafa í flest- um greinum náð að svara þeim með prýði. Þrjár gryfjur þurfa blaða- menn sérstaklega að varast er „í skrifum fyrrgreindra blaöa hafa verið teknir upp þeir siðir, sem helzt tíðkast í innstu myrkvið- um kosningabaráttu, al- hæfingar, dylgjur og af- flutningur mála. Gróa gamla hefur verið sett á fréttavaktina og Hildiríð- arsynir við að skrifa.“ þeir flytja lesendum sínum fréttir. Þeir þurfa að gæta sín á því að sannleikurinn lýtur oft öðrum lögmálum en söluhæfni frétta, í annan stað að láta ekki einkaskoðanir eða hleypidóma skekkja frásögnina og í þriðja lagi getur sú verið freistingin að láta stjórnmálaskoðanir eða önnur þjóðfélagsviðhorf lita frásögnina. Sem betur fer hefur blaðamennska af þessu tagi ver- ið á hröðu undanhaldi. Það er þeim mun sorglegra að sjá alla gömlu ósiðina tekna upp. Mörg- um blaðamönnum mun hafa blöskrað skrif Tímans og DV undanfarna daga. Sumir þeirra hafa ekki getað orða bundist. f skrifum fyrrgreindra blaða hafa verið teknir upp þeir siðir sem helst tíðkast í innstu myrkviðum kosningabaráttu, al- hæfingar, dylgjur og afflutning- ur mála. Gróa gamla hefur verið sett á fréttavaktina og Hildiríð- arsynir við að skrifa. Slíka áróðursblaðamennsku hafa menn víst réttlætt með því að telja að tilgangurinn helgi meðalið. Mér verður hins vegar spurn hvaða tilgangur helgi meðalið núna. Grófustu skrifin eru þó í for- ystugrein DV, ritaðri af Jónasi Kristjánssyni. í greininni tutlar hann aftur til ummæli af sama tagi og blað hans birti um lög- regluna í skrifum vegna neitun- ar læknis að taka blóð úr starfs- bróður sínum. — Hitt lætur Jón- as liggja milli hluta að fyrir skrifin um það mál var hann dæmdur fyrir róg um heila stétt. í forystugreininni telur hann sig styrkja sinn málflutning með tiivitnunum til annarra. Hann tilfærir öfugsnúin ummæli úr skýrslu sem tekin var saman vegna óeirðanna í Brixton og segir hún meira um hleypidóma bresks þjóðfélags en um lögregl- una. Þessa skýrslu virðist Jónas hafa lesið á sama hátt og skratt- inn les biblíuna. í annan stað fullyrðir hann að ofbeldismenn sækist eftir störfum við lög- gæslu og segir það „alkunnugt vandamál um allan heim“. Hér þykist ég kenna að hann sé að vísa til gamallar og þekktrar hjáfræðiskýrslu sem átti að sanna að í lögregluna sæktu ofbeldismenn, í kennarastéttina óféti en sadistar í hjúkrunar- kvennastétt. Hún ætlar að reyn- ast lífseig þessi tröllasaga. Tvennu ná þeir fram, Jónas Kristjánsson og þeir hinir sem í þessum skrifum hafa staðið. Annars vegar ná þeir að sverta lögregluna almennt. Það eru ætíð nógu margir tilbúnir að trúa hinu versta. Hins vegar eru þeir blaðamannastéttinni í heild til skammar með þessum skrif- um. Það er eins og þeir sjálfir vita og byggja málflutning sinn á, að heildinni er iðulega kennt um asnastrik einstaklinga. Ófræging tveggja stétta, — dýr mundi Skafti allur ef svo skyldi hver hinna. Ýmis fleiri innlegg hafa komið í málið frá einstaklingum, sumt næsta skondið. Það er til dæmis erfitt að sjá samhengið milli Þorgeirs greinar Þorgeirssonar og þess máls, sem hann mun þó hafa ætlað sér að fjalla um, sbr. frétt í Morgunblaðinu 9. desem- ber, bls. 13. Enn skondnari fannst mér þó yfirlýsing Ástu Svavarsdóttur vegna fréttatilkynningar frá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ég sá ekki betur en að hún gerði sig bera að ritstuldi. Þarna virðist aftur komin þjóðsagan um karl- inn sem þóttist blindur en féll á því að hann sagði að sér hefði hevrst svartur ullarlagður detta. I ummælum Skafta og Ástu eftir fréttatilkynninguna er hún sögð einhliða og hlutdræg. Af þessu mætti ráða að á henni væri slagsíða stéttvísrar hlut- drægni. Haldi einhver það skýt- ur sá hinn sami langt yfir mark- ið. Þeir sem tilkynninguna skrifa munu ekki vera mínir kollegar, heldur stéttarbræður við föður Skafta. Fer þá víst skörin að færast upp í bekkinn ef slíkum röksemdum á að beita. Af sumum skrifum í þessu máli má ráða að lögregluna muni skipa menn með næsta annarlegar hvatir. Fyrir það getur mér reynst erfitt að sverja. Það kann flestum að þykja eitthvað bogið við menn sem eru tilbúnir að gera að ævistarfi vinnu á tíma sem gengur þvert á þarfir eðlilegs fjölskyldulífs og eiga aðeins al- mennileg jól með sínum nánustu á 6—8 ára fresti, starf sem í besta falli er hundsað en oftast vanþakkað. Vera má að sumum finnist og þeir menn skrýtnir sem hafa nennu til að vinna við að aðstoða það fólk sem afgang- urinn af samfélaginu hefur hrint frá sér með viðbjóði, koma því í húsaskjól, veita því einhverja aðhlynningu og reyna, ef fært er, að leita eftir betri samastað fyrir það, eða þá að standa í að hafa vit fyrir mönnum sem eru um það ófærir sökum ölæðis eða andlegs uppnáms. Sér í lagi kynni flestum að þykja þeir menn furðulegir sem hafa að ævistarfi svo heilsuspillandi vinnu og lýjandi að hún veitir þeim mun styttri ævidaga en öðrum mönnum, þar sem vakta- vinnumennirnir geta búist við meðalævilengd vel undir sex- tugu. Jóhannes Jónasson er lögreglu- maður í Reykjavík. Hver man ekkí eftir Elíasi úr Stundinni okkar ? ELÍAS — fyrirmynd annarra barna (eöa hitt þó heídur) er á förum til Kanada med pabba og mömmu. En Magga móða — sem raunar er móöursystir mömmu — er ekkert á því aö slefiþa þeim úr landi. Og auövitaö lendir þaö á Elíasi aö glíma viö Möggu. ELÍAS — Hver man ekki eftir stráknum úr Stundinni okkar? Nú hafa Auöur Har- alds og Valdís Óskarsdóttir samiö bók um stráksa sem Brian Pilkington myndskreytir afsinni alkunnu snil/d. EI.ÍAS — er liötœkur viö margt og lcetur engan vaöa ofan í sig. Svo mikiö er víst. Kr. 348.2 S AUK hf Auglysingastofa Kristinar 83 82 121 Reykjavík Sími 12923-19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.