Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 ,Skjo '&ý \<em hálfhtma. ofseint1 Oj \p<xb'f' ást er... aí ... að sefya henni að þú getir ekki lifað án hennar. TM Rag. U.S Pal Otl all rights reservad C1983 Lo» Angeles Tlmes Syndlcale ___ , \ I t' \ \ \ \ I>að gat nú verið að þú eyðilegðir kvöldið fyrir manni! Með morgnnkaffínu o llæ hæ mamma. Ég er komin aft- ur! Grunnskólarnir hafa brugð- ist menntunarhlutverki sínu Minerva skrifar: „Velvakandi. í umræðu um skólamál að und- anförnu hafa eftirfarandi atriði orðið lýðum ljós: 1. Þekking nemenda á ýmsum mikilvægum námsgreinum hef- ur hrakað stórlega á undan- förnum árum. Dæmi: íslenska, sagnfræði, landafræði. Virtir og reyndir skólamenn lýstu t.d. áhyggjum sínum af þessu á ný- legu þingi BHM. 2. Þrátt fyrir mikla fjölgun starfsmanna skólarannsókn- ardeildar og námsgagnastofn- unar á undanförnum árum hef- ur kennslubókagerð varla snigl- ast áfram. Með sama framhaldi yrði fyrirhugað kennsluefni í „samfélagsfræði" tilbúið um miðja 21. öld. Ekki tjóir að bera við fjárskorti, enda mun orsaka frekar að leita í endalausum skeggræðum og hópvinnu of margra aðila. 3. Grunnskólanemendur eru ofurseldir námsefni því, sem menntamálaráðuneytið gefur út. Sjálfstæð útgáfa kennslu- bóka er nærri vonlaus í núver- andi einokunarkerfi. 4. Með námskrá í „samfélags- fræði" er ætlunin að afnema sagnfræði sem sjálfstæða kennslugrein og búta efni henn- ar í örfá smábrot. Landafræði á að gera svipuð skil. Vöruvöndun brestur Þessi öfugþróun, bæði orðin og væntanleg, á sér vafalaust. ýmsar orsakir, og hún er ekki bundin við ísland eitt. { Bandaríkjunum hef- ur t.d. lestrarkunnáttu farið jafnt og þétt hrakandi sl. 15—20 ár, þó að tvö síðustu árin hafi ástandið skánað lítillega. í háskóla einum í Svíþjóð voru nemendur á 4. ári enskunáms látnir ganga undir tíu ára gamalt stúdentspróf í ensku og féll nær helmingur nemenda. Ein veigamesta orsökin er lík- lega sú, að lítil hagsmunatengsl eru milli framleiðenda þekkingar (kennara) og neytendaþekkingar (atvinnulífs). Meðan framleiðend- ur fá ekki bágt fyrir frá neytend- um fyrir svikna vöru (nemendur), er varla von á vöruvöndun. Þá verður skiljanleg sú tilhneiging kennara að veigra sér og nemend- um sínum við erfiðum verkefnum, að finna þekkingarprófun (gæða- eftirliti) allt til foráttu og miða bekkjakennslu við lökustu nem- endurna. Menn hljóta að bíða með óþreyju álits nefndar, sem menntamálaráðherra hefur skipað til að treysta tengsl skóla og at- vinnulífs. Hvaö er almenn menntun? fslenskir foreldrar ætlast til þess, að börn þeirra kynnist höf- uðþáttum almennrar menntunar í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa brugðist þessu hlutverki, og ráðamenn í kennslumálum hyggja á enn frekari afmenntun. Þessi þróun er í blóra við vilja foreldra og hún hófst að þeim fornspurð- um. Nú þarf að snúa við blaðinu. Gefa þarf nemendum greinargott brotalaust yfirlit yfir sögu nútímasiðmenningar og eigin þjóðar, sömuleiðis hætti eigin lands og allra landa annarra, sem íslendingar eiga náin samskipti við, nálægra og fjarlægra. Leggja þarf áherslu á meginhugtök menningararfsins: Gildi einstakl- ingsins, frelsi manns og þjóða, listræna sköpun, mannúð og krist- ið siðgæði. Þekkingartækin þarf að brýna og hamra: íslenska tungu, stærðfræði, ensku og eitt Norðurlandamál. Sagan sýnir, að menningar- þróun gengur í bylgjum. Engin há- menning varir endalaust og engin afmenntun er varanleg. Því er von til þess, að Eyjólfur hressist. En þeir, sem eiga lítil börn í skóla á Islandi í dag vilja ekki bíða. Nú þarf að bregðast við með tvennum hætti: 1. Fengin verði nefnd óháðra val- inkunnra menntamanna sem meti æskilegt innihald al- mennrar grunnskólamenntunar og það hvernig núverandi kerfi samrýmist því mati. 2. Gert verði óháð mat á almennri þekkingu nemenda, sem nú eru að ljúka prófum úr grunnskól- um. Með slíka úttekt að vopni, eru líkur til þess, að góðviljuðu starfs- fólki í menntamálum verði nokkuð ágengt í því viðreisnarstarfi sem hlýtur að fara í hönd.“ HÖGNI HREKKVÍSI ENö'A SAMNIN-3A." Þessir hringdu . . . Mætti sex ein- eygðum bifreið- um á 12 km L.Kr. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það er komið að lokum norræns umferðaröryggis- árs og börnin manns hafa verið að koma heim með endurskinsmerki, sem þeim hafa verið gefin í skól- anum. Og gamla fólkinu hafa einnig verið færð endurskins- merki. En það virðist alveg hafa gleymst að huga að einum þætti í þessu máli, þ.e.a.s. þeim sem snýr að bílunum. Ég tók eftir því um daginn, þegar ég setti kílómetra- mælinn á hjá mér í bílnum, að á 12 km aksturslotu innan borgar- markanna mætti ég sex eineygð- um bílum. Það hlýtur að vera ljóst, að það þýðir lítið að vera að dreifa endurskinsmerkjum til gangandi vegfarenda, ef mikið er um, að ökumenn leyfi sér að aka um á bílum með hálfu ljósmagni. Nú er það einn ódýrasti þáttur- inn í viðhaldi á bifreið að hafa ljósabúnað hennar í lagi. Það kostar um 200 krónur að ljósa- stilla bíl og perur kosta kannski 20—30 krónur eða þar um bil. En svo virðist sem ökumenn sinni þessu ekki og komist upp með það. Eftirlit hrekkur ekki til að menn gæti sín að þessu leyti. Þó man ég að hafa þó nokkrum sinnum heyrt ökumenn bera fram þá skýringu, þegar svo illa hefur til tekist, að fólk hefur orðið fyrir bílum, að þeir hafi ekki séð viðkomandi vegfaranda fyrr en hann lenti á bílnum. Manni dettur í hug, hvort þarna geti ekki í sumum tilvikun- um verið um að ræða eineygðu bíl- ana; að ónógu ljósmagni hafi verið um að kenna. Eða fór peran við höggið? Hvað er unnt að gera til úrbóta? Einhvers staðar las ég um það, að í Þýskalandi væru ökumenn um- svifalaust sektaðir, væru þeir ekki með öll ljós á bíl, nema því aðeins að þeir væru með varaperu í bíln- um, þegar lögregla stöðvar þá. í svona málum dugir ekki, að menn geti sagt brosandi við löggæsluna eða vegaeftirlitið: Peran var að fara. Þeir eru einfaldlega skyldir til að hafa varaperu í bílnum eða hljóta sekt ella, séu þeir stöðvaðir. Sé ekki tekið á þessu fast og ákveðið, sitjum við uppi með ástand eins og ég lýsti hér áðan, að stór hluti bílaflotans sé með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.