Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 61 Fred K. Flick, adaleigandi, og Eberhard von Brauchitsch, fv. forstjóri Flick- fyrirtækisins. sem voru hliðhollir Flick; og hafa áhrif á útkomu innanflokksdeilna með ákveðnum peningagjöfum. „Wg.“ Brandt þarf því ekki að hafa farið beint tii hans heldur verið fært þannig í bókhaldið af því Flick-mennirnir höfðu hann í huga þegar þeir ákváðu að gefa SPD ákveðna upphæð. Ólögiegt er að gefa eða þiggja peningagjafir í Vestur-Þýskalandi ef það er gert með ákveðna greið- vikni opinberra starfsmanna í huga. Við rannsókn á bókhaldi Diehls kom í ljós að Friderichs, sem var viðskiptaráðherra í samsteypustjórn SPD og FDP 1972 til 1977, fékk 375.000 vestur- þýsk mörk frá Flick-fyrirtækinu frá desember 1975 fram á mitt ár 1977. Lambsdorff tók við embætti viðskiptaráðherra af honum í október 1977 þegar Friderichs hætti til að taka við bankastjóra- stöðu við Dresdner-bankann. Samkvæmt bókhaldi Diehls fékk Lambsdorff alls 135.000 mörk frá Flick-fyrirtækinu eftir að hann tók við ráðherraembættinu og eitthvað fram á árið 1980. Fride- richs og Lambsdorff neita báðir að hafa tekið við peningum frá fyrir- tækinu á meðan þeir voru ráð- Rudolf Diehl hélt nákvæmt bók- hald. herrar en viðurkenna að hafa þeg- ið peninga frá því fyrir flokkinn þegar þeir voru ekki ráðherrar. A þeim tíma sem bókhaldið bendir til að viðskiptaráðherrarn- ir hafi þegið fé átti Flick-fyrir- tækið mikið undir ákvörðun við- skiptaráðuneytisins komið. Fyrir- tækið seldi árið 1975 30% af eign sinni í fyrirtækinu Daimler-Benz fyrir samtals 1.934.563.811 vest- ur-þýsk mörk og vildi borga sem allra minnsta skatta af þeim. Um helmingur upphæðarinnar var endurfjárfestur í bandaríska efnafyrirtækinu Grace og hinn í ýmsum vélum, verksmiðjum og fyrirtækjum í Vestur-Þýskalandi. Samkvæmt venjulegum skatta- reglum hefði Flick-fyrirtækið átt að borga 56% í tekjuskatta af sölu hlutabréfanna eða um 450 milljón- ir marka. En samkvæmt skatta- bókstafnum getur viðskiparáð- herra með samþykki fjármálaráð- herra veitt tekjum sem eru fjár- festar „efnahagslífinu til eflingar og stuðnings" skattfrelsi. Sak- sóknari segir að von Brauchitsch hafi hafist handa fyrir hönd Flick-fyrirtækisins strax árið 1975 að reyna að hafa áhrif á Fride- richs, sem þá var viðskiptaráð- herra, og síðan á Lambsdorff, þeg- ar hann tók við embættinu. Lambsdorff skrifaði loks undir skattfrelsissamþykktina 1981 þótt nefnd sem fjallaði um málið í fjár- málaráðuneytinu væri ekki full- viss um hvort endurfjárfestingin félli undir bókstafinn sem Lambs- dorff fór eftir. Lambsdorff og Friderichs segja báðir að bókhald Diehls sé óáreið- anlegt og sanni ekki að þeir hafi tekið við peningum frá fyrirtæk- inu á þeim tíma sem þar segir. En dagbækur von Brauchitsch, sem afhenti flesta peningana sem Diehl skráði, benda til að hann hafi hitt Lambsdorff og Fride- richs í kringum þann tíma sem Diehl færði peningagjafirnar í bókhaldið. Samstarfsmenn Diehls segja um hann að hann sé „mjög nákvæmur, eiginlega allt of ná- kvæmur". Og dæmi um peninga- gjöf til Hilmar Selle, SPD-þing- manns í Nordrhein-Westfalen, bendir einnig til að Diehl hafi unnið sitt starf vel. Selle hafði samband við Kaletsch, fv. starfs- mann Flick-fyrirtækisins, og sagði honum að hann vantaði peninga af fjölskylduástæðum. Kaletsch var fljótur til og afhenti honum seinna umslag og sagði að í því væru 40.000 mörk. Selle taldi pen- ingana þegar þeim kom en þar voru bara 39.000 mörk. Hann lét Keletsch vita og fékk 1.000 mörk send um hæl. Nafn Selle var á lista Diehls yfir SPD-þiggjendur. Þar var fært „wg. Selle DM 40.000“ og „wg. Selle DM 1.000“. Riemer, sem er ákærður um að hafa þegið 145.000 mörk af Flick- fyrirtækinu á árunum 1974—1977, hafði yfirumsjón með styrkveit- ingum til rannsókna- og fram- kvæmdastarfa á kolavinnslusvæð- inu í Nordrhein-Westfahlen þar sem hann var viðskiptaráðherra á þessum árum. Flick-fyrirtækið fékk milljónir í opinbera styrki á svæðinu á þessum tíma. Meðal skjalanna sem Diehl hélt saman var bréf frá Kaletsch þar sem seg- ir: „Viltu gjöra svo vel að láta herra Nemitz fá umslag með $5.000 í „óopinberum" peningum. Þessi upphæð er fyrir Riemer við- skiptaráðherra sem er að fara í ferð til Bandaríkjanna." Nemitz hefur einnig verið ákærður í Flick-málinu. Peningagjafir gömul saga Flick er eitt stærsta fyrirtækið í Vestur-Þýskalandi. Aðalskrifstof- ur þess eru í Miinchen, og þaðan er stjórnað um 100 dótturfyrirtækj- um heima fyrir og erlendis, sem hafa samtals næstum 10 billjón marka árlega veltu. Friedrich Flick eldri var bóndasonur sem las viðskiptafræði og vann sig hratt upp í forstjórastól hjá járniðnað- arfyrirtækinu Minden und Schu- atte. Hann gifti sig þegar hann fékk stöðuhækkunina 29 ára gam- all árið 1912. Frúin færði 30.000 mörk í búið og Flick hagnaðist síð- an mjög í fyrri heimsstyrjöldinni en hann var ekki kallaður í herinn vegna starfs síns í járniðnaðnum. Flick komst snemma í kynni við stjórnmálamenn. Hann borgaði t.d. einkaskuldir Stresemanns utanríkisráðherra og afhenti von Schleicher, fv. kanslara, 150.000 mörk upp úr 1930. Þetta kom hon- um vel árið 1932 þegar hann missti næstum allar eigur sínar í kreppunni. Brúning, þv. kanslari, kom honum þá til hjálpar og ríkis- stjórnin keypti upp stáliðnaðar- hlutabréf, sem hann átti mikið af, á þrisvar sinnum hærra verði en þau voru verð. Flick hélt greiðvikni við stjórn- málamenn áfram og lét sig litlu skipta hvar í flokki þeir voru. Hann gaf Nasistaflokknum 100.000 mörk árið 1933 og lét Gör- ing og Himmler fá miklu meiri peninga seinna. Hann hélt pen- ingagjöfum áfram eftir stríðið og gaf kristilegum demókrötum mik- ið fé á sjötta og sjöunda áratugn- um. Upp úr 1970 taldi einn elsti og traustasti starfsmaður hans, Kal- etsch, ekki lengur rétt að binda sig svo við einn flokk og hann og eftir- maður hans, von Brauchitsch, færðu út kvíarnar og fóru að gefa öllum stjórnmálaflokkunum mikið fé. Flick barðist ekki í seinni heimsstyrjöldinni en fyrirtæki hans unnu að vopnaframleiðslu og notuðu fjölda gyðinga við fram- leiðsluna. Hann var fundinn sekur í Núrnberg-réttarhöldunum og sat inni fimm ár af sjö ára dómi. Hluti hegningarinnar var að hann varð að selja hlut sinn í öllum fyrirtækjum en hann hafði þegar misst þrjá-fjórðu-hluta eigna sinna við skiptingu Þýskalands. Hann seldi það sem hann átti eftir með miklu tapi og þurfti þar af leiðandi ekki að greiða skatta af tekjunum. Þær reyndust mjög miklar þrátt fyrir tapið og Flick fjárfesti í fyrirtækjum í Frakk- landi, Belgíu og Vestur-Þýska- landi. Hann keypti t.d. upp 37,5% í fyrirtækinu Daimler-Benz og sú fjárfesting ein átti eftir að 3.000-faldast. Flick eldri lést 89 ára gamall árið 1972. Hann var þá talinn efnaðasti maður Þýska- lands, ef ekki allrar Evrópu. Sonur hans fetar nú í fótspor föður síns og veit að það er mikilvægt að halda stjórnmálamönnum góðum. (Heimild: Spiegel og „ííber die Deutschen“, ab.) Rætur íslenskrar menningar eftir Einar Pálsson. Allt ritsafnið, 6 bindi, fæst nú aftur á skrifstofu Mímis Þetta ritsafn hefur gjörbreytt viöhorfum í rannsókn íslenskrar menningarsögu. Á aöeins einum og hálfum áratug hafa allar megintilgátur ritsafnsins veriö staö- festar. Enginn getur lengur rökrætt uppruna íslenskr- ar menningar sem ekki hefur kynnt sér þessi rit. Útgáfa ritanna er mjög vönduö. Atriða- og tilvitnana- skrá fylgja. Semja má um greiðslu Mímir, sími 10004, kl. 1—5 síðdegis. w BRIO. -----I--—'j fyrir barnið HHfB ÖRYGGISHUÐ í STIGA0P 0G HURÐIR ÚR TRÉ 0G JÁRNI Járnhliö 90—115 cm. Tréhliö upp í 120 cm — má minnka BS3Ö BARNARIMLARÚM Færanlegur botn 55 cm x 117 cm BURÐARRÚM létt, nett og þægileg. KERRUR MEÐ 0G ÁN SKERMS BARNAVAGNAR Bjóðum einnig stórgott úrval fflQ af barnavörum. Póstsendum BABY-BJÖRN-BÚÐIN. Laugavegi 41, sími 29488.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.