Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Sjötugur: Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri í dag, 11. desember, er einn af mætustu sonum þessarar þjóðar sjötugur, en það ér Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- vátryggingafélags íslands. Hann hefur í tæpa fimm tugi ára fengist við fjölbreytt störf og þau mörg erfið og vandasöm. Með dugnaði og festu hefur hann stýrt stórfyr- irtækjum oft í gegnum brim og boða svo eftirtekt hefur vakið. Sigurður Jónsson fæddist í Hafnarfirði 11. desember 1913. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Gísladóttir og Jón B. Pétursson skósmiður þar í bæ. Sigurður ólst upp hjá foreidrum sinum og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg- arskólanum vorið 1930. Næstu tvö árin stundar hann ýmis störf bæði við fiskverkun og verslun. Haustið 1932 fór hann í Verslunarskóla Is- lands og lauk þaðan prófi með ágætiseinkunn vorið 1934. Rúm- lega tvö ár, eða þar til hann flytur til Siglufjarðar, vinnur hann á skrifstofu Sf. Akurgerðis í Hafn- arfirði, en Akurgerði gerði þá út tvo togara og starfrækti fiskverk- unarstöð. Á þessum árum voru krepputímar, útgerð dróst saman og víða var atvinnuleysi. Sigurður naut trausts hjá Akurgerðis- mönnum, en þegar bókhaldara- starf losnaði hjá Síldarverksmið- jum ríkisins í Siglufirði, átti ann- ar eigandi Akurgerðis, Þórarinn Egilsson, sem þá sat í stjórn verk- smiðjanna, hlut að því að Sigurður flutti norður og tók þar til starfa eins og fyrr segir. Þórarinn Egilsson, sem var mikill mannkostamaður, hafði oftar en einu sinni orð á því við mig, að hann hefði ekki eingöngu verið að hugsa um hlutskipti og framtíð hins unga Hafnfirðings þegar hann réð hann norður til Síldarverksm. ríkisins, heldur einnig um hag þeirra, því fátt kæmi fyrirtækjum, smáum sem stórum, betur en traustir, dug- miklir og heiðarlegir starfsmenn, en árin, sem liðin eru frá því þessi orð voru töluð, hafa sannað að ein- mitt þessir eiginleikar einkenna Sigurð. Ekki veit ég með vissu hvernig Sigurði var innanbrjósts þegar hann kom til Siglufjarðar í fyrsta sinn, en hitt veit ég, að við, sem þá unnum hjá SR, fögnuðum komu hans. Það eitt höfðum við af hon- um heyrt, að hann væri vel í stakk búinn til að takast á við þau störf sem biðu hans á skrifstofu þessa unga en stóra ríkisfyrirtækis, og störf hans fyrir Akurgerði hefðu einkennst af dugnaði og reglu- semi. Nokkrum mánuðum eftir kom- una til Siglufjarðar var Sigurður ráðinn gjaldkeri verksmiðjanna. Verksmiðjurnar voru þá orðnar þrjár í Siglufirði í eigu ríkisins, en auk þess átti SR verksmiðju á Raufarhöfn. Sigurði var sýnt mik- ið traust af stjórn SR þegar hann var ráðinn aðalféhirðir þessa um- fangsmikla iðnaðarfyrirtækis, hann sýndi það, eins og síðar verð- ur að vikið, að hann var traustsins verður. Það er freistandi hér og nú að rifja upp í þessum afmælis- skrifum, sem auðvitað enda með þakklætisorðum og árnaðaróskum — minningar frá Siglufjarðardög- um okkar Sigurðar og samstarfi 'hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, en ég leyfi mér það ekki í þetta sinn. Haustið 1944 varð Magnús heit- inn Blöndal, sá orðheppni ágætis- maður ráðinn framkvæmdastjóri SR eftir að hafa gegnt skrifstofu- stjórastarfi hjá fyrirtækinu allt frá 1930. Svo vel hafði Sigurður Jónsson reynst við gæslu fjár- muna verksmiðjanna, að hann var ráðinn eftirmaður Magnúsar Blöndal í skrifstofustjórastarfið. Magnúsar Blöndal naut ekki lengi við — hann andaðist 1945, þá tæpra 48 ára gamall. Eftirmaður hans varð Hilmar heitinn Krist- jónsson verkfræðingur, en hann hafði áður verið verksmiðjustjóri á Raufarhöfn, gegndi hann einn framkvæmdastjórastarfinu í eitt ár, en síðla árs 1946 var talið nauðsynlegt að framkvæmdastjór- arnir yrðu tveir, réð þá stjórn SR Sigurð Jónsson framkvæmda- stjóra frá 1. janúar 1947. Rúmur áratugur var þá liðinn frá því Sig- urður hóf starf hjá SR, fyrst sem vélritari og bókhaldari. Ekki veit ég hvort Sigurð hafi dreymt um það er hann kom í fyrsta sinn til Siglufjarðar að hann ætti eftir að verða fram- kvæmdastjóri þessa stórfyrirtæk- is sem SR var, en hafi svo verið þá rættist draumurinn svo sannar- lega og fyrst og fremst vegna þess að allir þeir sem fóru með yfir- stjórn verksmiðjanna, treystu Sig- urði Jónssyni til ábyrgðarstarfa. Hilmar heitinn Kristjónsson lét af störfum framkvæmdastjóra í lok árs 1947 og var þá ráðinn í starfið frá 1. janúar 1948 Vil- hjálmur heitinn Guðmundsson verkfræðingur. Samstarf Sigurðar og Vilhjálms stóð í tvo áratugi, eða allt til þess að Vilhjálmur andaðist 1968. Samstarf þeirra var með ágætum, til ómetanlegs gagns fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins. Á þessum tveimur áratugum unnu þeir saman að byggingu verksmiðjanna á Seyðisfirði og Reyðarfirði og að endurbótum á verksmiðjunum sem fyrir voru í eign SR, svo og að byggingu og skipulagi Hraðfrystihúss SR og síldarniðursuðuverksmiðju ríkis- ins. Ég hef áður látið þess getið á prenti, að þessir tveir ágætu menn hafi stýrt siglingu þessa stórfyr- irtækis með sóma, þó oft væri úf- inn sjór og krappur. Sigurð Jónsson hefur eins og að framan greinir aldrei skort verk- efni. Þau hrúguðust upp og voru leyst vel af hendi hverju sinni. Auk framangreindra starfa var honum falin framkvæmdastjórn Bæjarútgerðar Siglufjarðar frá 1. apríl 1953 og gegndi hann því starfi í 10 ár, eða til 1963 en þá var rekstri bæjarútgerðar Siglufjarð- ar hætt og stofnað Útgerðarfélag Siglufjarðar. Eigendur voru Siglu- fjarðarkaupstaður og Síldar- verksmiðjur ríkisins. Sigurður varð stjórnarformaður og leit eftir rekstrinum áfram sem slíkur. í starfi framkvæmdastjóra bæjar- útgerðarinnar ávann Sigurður sér traust bæjarbúa og sjómanna, og minnist ég þess ekki að togararnir Elliði og Hafliði væru nokkurn tíma bundnir við bryggju vegna vanskila eða fjárskorts þann tíma, sem hann hélt þar um stjórnvöl- inn. Úrræði hans og traust það, er bankastjórar viðskiptabanka bæj- arútgerðarinnar báru til hans, tryggðu það, vafalaust hefur hann í þessu starfi notið reynslu sinnar frá Hafnarfirði. Sigurður Jónsson er kvæntur ágætri konu, Guðnýju Jóhanns- dóttur frá Þrasastöðum. Er hún dóttir Jóhanns Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Gísladóttur, eiga þau tvo syni, Valtý héraðsdómslögmann og dr. Jóhann Ágúst lækni í Hafnarfirði. Þeir eru báðir kvæntir og eru barnabörnin orðin sex. Heimili Gyðu og Sigurðar í Siglufirði og síðar hér í Reykjavík hefur einkennst af myndarskap og hlýju. Á þeirra heimili hefur jafn- an verið gott að koma. Þau ár, sem Sigurður bjó í Siglufirði, lagði hann mörgu góðu máli lið. Hann var m.a. um ára- tuga skeið virkur félagi í karla- kórnum Vísi enda hefur hann fal- lega rödd og er mjög músíkalskur. Félagi í Rotary hefur hann einnig verið um árabil og gegnt þar for- setastörfum. f október 1971 urðu þáttaskil í lífi Sigurðar og fjölskyldu hans. Það ár sagði hann starfi sínu lausu, hafði þá verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Sjóvátrygginga- félags íslands hf. í stað Stefáns G. Björnssonar er þá lét af störfum framkvæmdastjóra. Mér er kunnugt um, að verk- smiðjustjórnarmenn og fleiri reyndu að fá Sigurð til þes að vera lengur framkvæmdastjóri verk- smiðjanna, en til þess var hann ófáanlegur. Hér skal þess getið, að eftir andlát Vilhjálms Guð- mundssonar var Jón Reynir Magnússon verkfræðingur ráðinn í hans stað. Samvinna hans og Sigurðar var einnig með ágætum, en engu að síður vildi nú Sigurður sigla suður. Hér í borg hefur hann stjórnað í 12 ár, og það með prýði sem fyrr, einu elzta og virtasta vátryggingafélagi landsins. Þeir, sem stóðu að þeirri ráðningu, vissu hvað þeir voru að gera. - O - Eftir nokkra daga lætur hann af stjórnarstörfum eftir farsælan feril norðanlands og sunnan. í 35 ár starfaði Sigurður í Siglu- firði. Samstarf okkar flest þessi ár var náið og ég minnist fjölmargra tillagna hans á fundum stjórnar SR þegar úr vöndu var að ráða. Stundum fannst mér hann of íhaldssamur og það af gamla skól- anum, en þegar litið er til baka eftir öll þessi ár, þá var það e.t.v. þessi varfærni Sigurðar með fjár- mál verksmiðjanna, sem urðu til þess á kreppu- og síldarleysisár- um, að endar náðu saman eins og það er kallað þegar rætt er um afkomu fyrirtækja. - O - Á þeim 47 árum, sem við Sig- urður Jónsson höfum þekkzt, hef- ur margt breytzt, en Sigurður er hinn sami, léttur í spori eins og hann var þegar hann kom fyrst til Siglufjarðar, harðduglegur eins og þá, fylginn sér og gerir hverju starfi góð skil eins og við upphaf starfsferils síns. Ég lýk svo þessari fátæklegu af- mæliskveðju, þar sem svo margt er ósagt, með því að þakka Sigurði Jónssyni fyrir vináttu, og sam- vinnu á liðnum áratugum. Fjöl- skylda mín og ég óskum afmælis- barninu alls velfarnaðar á kom- andi árum, svo og húsi hans öllu, afbragðs konu, góðum sonum, tengdadætrum og barnabörnum. Ég veit, að það verða margir gamlir samstarfsmenn hans og aðrir, sem taka undir þær óskir í dag, enda er Sigurður vinmargur og vinsæll. Núerf^taHe9urn' .. tré. ******* g út* Oróðurnús,nU ^0SiWaI' Jón Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.