Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 Minning: Magnús Armann stórkaupmaður Fæddur 31. ágúst 1915 Dáinn 2. febrúar 1984 í dag kveðjum við hinstu kveðju Magnús Ármann stórkaupmann, sem andaðist fimmtudaginn 2. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið heilsubiiaður mörg undanfarin ár, og síðustu ár- in átt við mikla vanheilsu að stríða. Það kom því ekki svo mjög á óvart þótt kallið kæmi fyrirvaralaust. Hann var fæddur á Hellissandi 31. ágúst 1915, einn 5 systkina, og var því á sextugasta og níunda aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Arndís Jónsdótt- ir og Valdimar Ármann verzlun- arstjóri á Hellissandi. Valdimar faðir hans féll frá í júlí 1925, og stóð þá ekkjan uppi með 5 börn á unga aldri. Fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur árið 1930 og átti þar heimili síðan. Eins og að líkum lætur átti Magnús ekki kost á langri skóla- göngu að barnaskólaprófi loknu. Hann varð að fara að vinna fyrir sér ungur að árum, eins og svo margir ungiingar á kreppuárun- um. Hann starfaði í nokkur ár hjá heildverslun Nathan & Olsen, en stofnaði síðan ásamt Ágústi Ár- mann frænda sínum heildverslun, sem var gefið nafnið Heildversiun Ágúst Ármann, sem síðan varð stofninn að Ágúst Ármann hf. Magnús steig mikið gæfuspor er hann kvæntist 23. maí 1942 Mar- gréti Björnsdóttur frá Þorbergs- stöðum i Dölum, hinni ágætustu konu. Hefir hún staðið við hlið manns sins í blíðu og stríðu, allt til hinstu stundar. Þeim- varð tveggja barna auðið, sem eru Arndís, fædd 9. maí 1943. Hún er gift Birni Kr. Gunnarssyni og eiga þau 3 börn. Ágúst Már Ármann, fæddur 29. des. 1948. Hann er kvæntur önnu Maríu Kristjánsdóttur. Þau eiga 2 börn. Magnús Ármann veitti fyrir- tæki sínu forstöðu meðan heilsa og kraftar entust ásamt konu sinni Margréti. En á siðari árum komu börn þeirra hjóna og tengdabörn til starfa í fyrirtæk- inu og léttu ábyrgðinni af foreldr- um sínum. Ég kynntist fyrst þeim hjónum árið 1948 fyrir hreina tilviljun, og datt þá síst í hug að það yrði upp- haf áratuga langs náins samstarfs og vináttu. Sú varð þó raunin á. Þetta sýnir best hversu atvik og tilviljanir geta ráðið miklum um örlög og ævistörf. Heildverslun sú sem Magnús rak átti þá mjög erfitt uppdráttar. Hún hafði verið stofnuð af engum efnum, og hann mjög heilsuveill. Þau bjuggu við þröngan kost i lít- illi íbúð á Klapparstíg 38. Allur innflutningur og verslun var drep- in í dróma innflutningsleyfa, gjaldeyrisskorts og allsleysis. Og leyfi fyrir innflutningi lágu ekki á lausu. Þar sátu í fyrirrúmi grónari innflutningsfyrirtæki. Hinir nýrri og smærri aðilar áttu lítinn kost á að fá innflutningsleyfi til að geta rekið sín fyrirtæki. Magnús barðist á þeim árum af ótrúlegri seiglu og harðfylgi við að sjá sér og sínum farborða þrátt fyrir heilsubrest. Og verslun og viðskipti lágu mjög vel fyrir hon- um. Má þvi segja, að hann hafi verið á réttri hillu hvað ævistarf snerti. Hann stóð vissulega ekki einn uppi. Við hlið hans stóð eig- inkonan Margrét sem var og er einstök að mannkostum og dugn- aði. Hún starfaði í heildverslun- inni af miklum dugnaði og atorku- semi og átti sinn mikla þátt í vel- gengni fyrirtækisins þegar árin liðu. Auk þess þurfti hún að sinna og búa við erfiðar heimilisástæður lengst af. Það var því ótrúlegt hvað hún afkastaði og áorkaði miklu. Enda lagði hún nótt við dag til að svo mætti verða. Eins og áður sagði, hefi ég átt náið samstarf og samvinnu við þau hjón um áratugaskeið, og ég minnist með ánægju margra gleðistunda sem ég og kona mín áttum með þeim hjónum og fjöl- skyldu þeirra fyrr og síðar. Svo og í daglegum störfum og erli dag- anna, þar sem skiptust á skin og skúrir. Ég tel mig gæfusaman að hafa komið til starfa hjá þeim hjónum, og er þakklátur fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig og mína fyrr og síðar. Magnús og Margrét voru elsku- leg hjón og gott að vinna með þeim. Sama er að segja um börn þeirra og tengdabörn sem standa trúan vörð um þá arfleifð og mannkosti sem Magnús hafði til að bera. Ég mun ávallt minnast Magnús- ar sem hins góða manns og trygga vinar, og votta Margréti, börnum og tengdabörnum og öðrum ætt- ingjum einlæga samúð mína. Gu blessi minningu Magnúsar. Andrés Bjarnason íslensk verslunarstétt hefur misst einn af sínum góðu fram- herjum í innflutningsverslun. Magnús Ármann stórkaupmaður andaðist 2. þ.m. eftir langvarandi veikindi. Hann fékk hægt andlát í Hjúkrunarheimilinu í Kópavogi eftir tveggja mánaða dvöl þar, en áður hafði hann verið í rúm tvö ár á öldrunardeild Landspítalans við Hátún í Reykjavík. Á báðum þess- um stöðum hafði hann notið sér- staklega góðrar umönnunar góðs starfsfólks. Þar áður hafði hann verið sjúkur heima í nokkur ár og verið þá í einstaklega ástríkum höndum konu sinnar, barna og tengdabarna. Kallið var nú í raun lausn trúuðum manni. Að Magnúsi stóðu sterkir og gáfaðir ættstofnar. Faðir hans var Valdimar Ármannsson Bjarna- sonar frá Viðfirði á Austurlandi, en Ármann var bróðir hins kunna gáfu- og lærdómsmanns Björns. Börn Ármanns tóku sér ættar- nafnið Ármann. Móðir Magnúsar var Arndís Jónsdóttir, hrepp- stjóra á Hellissandi, og þar bjuggu foreldrar Magnúsar. Hann var fæddur að Hraunprýði þar á staðnum. Arndís var fædd árið 1891 og andaðist á heimili Magn- úsar og konu hans, Margrétar, í Reykjavík árið 1945. Valdimar var fæddur árið 1888 og lést af slys- förum á Hellissandi í júlí 1925, langt um aldur fram frá fimm börnum. Magnús var þeirra næst- elstur. Elst var Unnur, fædd 1912 og dáin 1980, var gift Steinþóri Marteinssyni. í miðið var Knútur rafvirkjameistari á Akranesi, fæddur 1921, kvæntur Kristínu Jensdóttur. Yngstu börnin tvö voru systurnar Hanna, fædd 1922, gift Finni Björnssyni flugvirkja, og Katrín, fædd 1923, gift Þórhalli Arasyni forstjóra, öll búsett í Reykjavík. Valdimar, faðir Magnúsar, rak umfangsmikla verslun á Hellis- sandi og útgerð í samvinnu við Proppé-bræður. Strax á unga aldri mun Magnús hafa fylgst náið með störfum föður síns og tekið þátt í þeim af þeim eldlega áhuga, ein- lægni og ósérhlífni, sem einkenndi öll hans verk um ævina. Tengsl feðganna urðu þess vegna nánari en gengur og gerist yfirleitt. Frá- fall föðurins varð því þungbært áfall hinum tæplega 10 ára gamla dreng, ekki síður en móðurinni og hinum systkinunum fjórum. Næstu árin dvaldi Magnús í Reykjavík á vetrum og stundaði nám í Miðbæjarskólanum og kvöldskóla KFUM. Bjó hann þá að Klapparstíg 38, þeim stað, er síðar varð aðsetur hans og fjölskyldu hans og verslunar í mörg ár. Fyrst var hann hjá föðursystkinum sín- um, þeim Ágústi Ármann og Maríu, og síðan hjá Guðnýju Guð- jónsdóttur og Guðrúnu Jónsdóttur frænku sinni, er bjuggu þar á sama stað, eða allt þar til móðir hans fluttist til Reykjavíkur árið 1930. Á þessum árum var hann hins vegar á sumrin hjá móður sinni á Hellissandi og var henni þar stoð og stytta. Byggðin undir jöklinum var honum ávallt mjög kær og hún hreif jafnan hina þýðu strengi í hjarta Magnúsar. Sagt er, að snemma beygist krókurinn að því sem verða vill. Verslun og viðskipti áttu hug Magnúsar allan frá unga aldri, ekki aðeins vestur á Hellissandi. Jafnskjótt og til Reykjavíkur var komið, leitaði starfsgleði hans út- rásar á þeim vettvangi. Ágúst, föðurbróðir hans, sá hvað í drengnum bjó. Hann setti upp lít- ið afdrep fyrir litla frænda sinn á lóðinni sinni á horninu á Klapp- arstíg og Grettisgötu. Þar fór Magnús litli að höndla með ís og fleira. Hann stóð þar löngum stundum sjálfur, glaður og reifur og hrókur alls fagnaðar og sýndi þá strax þjónustulund hins sanna verslunarmanns. Eins og gildir um góð fyrirtæki og góðan for- stjóra var leitað fast eftir störfum hjá hinum unga kaupmanni, enda þurfti hann á aðstoð að halda. Margir voru kallaðir en fáir út- valdir, þeir duglegu og áreiðan- legu. Hann hafði ávallt aðeins hið besta lið í störfum hjá sér, hvort sem það var í litla afdrepinu á horninu eða við stóru heildversl- unina í Sundaborg. Hin alvarlegri verslunarstörf Magnúsar hófust, er hann réðst sendill hjá stórfyrirtækinu Nath- an & Olsen í Reykjavík haustið 1930, þá 15 ára gamall. Hann starfaði þar í 15 ár í hinum ýmsu deildum þess og síðustu árin hafði hann með höndum alla umsýslu innflutningsskjala fyrrrtækisins. Það starf var umfangsmikið og meira en nú gerist, því að íhlutun hins opinbera var jafnvel meiri en nú er og innflutningur háður margvíslegum leyfisveitingum. Reynsla hans í störfum hjá Nath- an & Olsen kom honum að miklu gagni, er hann hóf að reka sína eigin heildverslun. Ágúst Ármann, föðurbróðir Magnúsar, hafði staðið fyrir út- flutningsverslun. Á árinu 1942 hófu þeir í sameiningu að flytja inn vörur í litlum mæli og sinntu því með sínum aðalstörfum. Þau umsvif jukust þó brátt og á árinu 1945 stofnuðu þeir saman sérstakt fyrirtæki á því sviði, þegar Magn- ús hætti störfum hjá Nathan & Olsen og helgaði starfskrafta sína hinu nýja fyrirtæki. Það var til húsa að Klapparstíg 38 í Reykja- vík fram til ársins 1973, er öll starfsemi þess var flutt i hluta stórbyggingarinnar Sundaborg við samnefnda götu í Reykjavík. Fyrirtækið átti aðild að byggingu þess húss ásamt ýmsum öðrum innflutningsfyrirtækjum. Magnús varð einkaeigandi heildverslunar- innar Ágúst Ármann við lát föð- urbróður síns, Ágústar Ármanns, árið 1949. Þá hafði starfað um skeið í hlutastarfi við fyrirtækið Andrés Bjarnason, sem síðar varð fastur starfsmaður þess og varð einn af stofnendum hlutafélagsins Ágúst Ármann, er tók við rekstri einkafyrirtækis Magnúsar á árinu 1958. Magnús veitti fyrirtækinu forstöðu af festu, drenglund, stórhug og myndarskap allt þar til hann varð að draga sig í hlé vegna veikinda. Þá tóku við forystunni sonur hans Ágúst Már Ármann og dóttirin Arndís. Þau hófu störf hjá fyrirtækinu árið 1971 og hafði þá Ágúst lokið framhaldsnámi erlendis í verslunarfræðum. Eig- inmaður Arndísar, Björn Gunn- arsson, hafði hafið störf hjá fyrir- tækinu á árinu 1962 og síðustu sjö árin hefur eiginkona Ágústs, Anna María Kristjánsdóttir, einn- ig unnið við fyrirtækið, auk ann- ars einvalaliðs karla og kvenna. Magnús hafði lag á því alla tíð að laða til sín öndvegis starfslið. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður við stofnun fyrirtækisins á stríðsár- unum dafnaði það og stækkaði, ekki síst eftir að hömlum var létt af versluninni og eigin dugnaður manna fékk að njóta sín. Þá kom best í ljós hversu mikilvægt það er hverri þjóð að hefta ekki framtak einstaklingsins, útsjónarsemi og viðskiptaþekkingu. Þá fyrst nutu hæfileikar Magnúsar sín til fulls, þegar höftunum hafði verið létt af og hann gat beitt sér óheftur fyrir innkaupum á góðum vörum á hag- stæðu verði. Það var hagur fyrir- tækisins sem byggðist á dómi viðskiptavinanna, þeirra sem gátu valið og hafnað. Vörurnar hans voru ávallt vandaðar og verðið hagstætt. Bætt lífskjör þjóðar geta einnig verið fólgin í því að leysa hæfileika snjallra kaup- sýslumanna úr læðingi. Heiðar- leiki hans, góðvild og trúmennska við hið góða og göfuga birtist i öllu hans starfi eigi síður en einkalífi. Magnús Ármann var gæfumað- ur, ekki aðeins í starfi heldur einnig í fjölskyldulífi, enda þótt heilsuleysi væri honum lengst af nokkur fjötur um fót. Gæfan fólst í því að hasla sér völl í starfi, sem hann vann heilshugar að, sinnti í einlægri trú á hið góða og göfuga, í krafti trúarvissunnar, kristin- dómsins. Hann var einlægur trúmaður allt sitt líf og áhrif Friðriks Friðrikssonar í starfi KFUM voru sterk og ævarandi. Hann var jafnlyndur, glaðlyndur, skipti ekki skapi svo séð varð, jákvæður og mannbætandi. Gæfa hans í fjölskyldulífinu var ekki að- eins atlætið í heimahúsum á Hell- issandi og hjá frændfólkinu á Klapparstígnum á uppvaxtarár- unum. Gæfan mesta og verðskuld- uð var kvonfang hans, börn, tengdabörn og barnabörn. Hinn sterki, einlægi, fórnfúsi, hógværi og göfugi förunautur var kona sú, er hann gekk að eiga hinn 23. maí árið 1942, Margrét Björnsdóttir frá Þorbergsstöðum 1 Laxárdal í Dalasýslu. Samrýmdari hjón verða vart fundin. Þau stóðu sam- an í baráttunni við fátækt og veik- indi. Sigruðu saman hið fyrr- nefnda og héldu uppi sterkum vörnum í sameiginlegu trúar- trausti gagnvart hinu síðar- nefnda. Þau deildu óspart út gjöf- um til vina, vandamanna og sam- ferðafólks. Gáfu þeim hlutdeild í afrakstri af striti sínu. Margrét kom snemma við sögu í fyrirtækinu auk þess að sinna sín- um heimilisstörfum. Samvinna þeirra þriggja, Magnúsar, Andrés- ar og Margrétar, var einstök. Hvergi bar á skugga. Verkaskipt- ingin var þannig, að hvert þeirra um sig gat notað hæfileika sína með frábærum árangri. Magnús var hið leiðandi afl og Margrét hinn trausti bakhjarl, sem þó sinnti í senn i upphafi vali á vör- um til innkaupa og sölu þeirra og stjórnaði síðan þeim þætti fyrir- tækisins uns hún dró sig smátt og smátt í hlé til þess að geta betur annast um Magnús i veikindum hans. Þar var hún árum saman hinn hugljúfi og tryggi félagi og líknandi hönd, hinn einlægi og sanni ástvinur. Nú skilja leiðir þeirra Margrét- ar og Magnúsar um sinn eftir fjóra áratugi. Þau trúa og treysta á endurfundi. Uppskera þeirra nú er ekki síst sá andi góðvildar og gæsku, sem skyldmenni, vinir og kunningjar finna hið innra með sér, þegar þeir minnast Magnúsar Ármanns og votta Margréti konu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúð sína. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Grétar Áss Sigurðsson Dáinn er góður maður. Ég man hann fyrir um 40 árum. Þá labbaði ég fyrir hann með litla tösku í verslanir í Reykjavík, með sýnishorn af ýmsum varningi. Þá var heildverslunin lítil, nú er hún orðin stór, vegna dugnaðar Magn- úsar og fleiri góðra manna. Að loknu starfi var oft sest inn til Magga og spilaður bridge. Þar kynntist ég ýmsum góðum félög- um, meðal annars Andrési Bjarnasyni, Steingrími hjá Ell- ingsen o.fl. Þá var oft glatt á hjalla, enda Maggi hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Mikill er söknuður vina og kunningja. Innileg hluttekning til systur minnar og allra aðstand- enda frá mér og fjölskyldu minni. Magnús Björnsson Hversu oft erum við ekki minnt á hve lífið getur verið miskunnar- laust. Sumir eru þeir, sem verða fyrir slíkum veikindaáföllum í blóma lífsins og verða að búa við þau alla æfi, að maður undrast grimmd slíkra örlaga. Þessar hugleiðingar setjast að mér, þegar ég nú sest niður til að rita nokkur minningarorð um mág minn, Magnús Ármann, stórkaup- mann, sem í dag verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni. Magnús, sem hét fullu nafni Karl Magnús Ármann, fæddist á Hellissandi 31. ágúst árið 1915 og var því 68 ára er hann lést. For- eldrar hans voru Valdimar Ár- mann, kaupmaður og útgerðar- maður á Hellissandi, sonur Ár- manns Bjarnasonar, verzlunar- stjóra frá Viðfirði, og konu hans Katrínar Sigfúsdóttur, og eigin- kona hans Arndís Jónsdóttir, dótt- ir Jóns Jónssonar, hreppstjóra frá Munaðarhóli og eiginkonu hans Jóhönnu Jóhannsdóttur. Magnús ólst upp í glöðum systkinahópi þar til faðir hans andaðist árið 1925, en þá var Magnús á 10. ári. Má geta nærri þvílíkt áfall það hefir verið fyrir viðkvæmt barn á þeim aldri að missa föður sinn. Árið 1930 fluttist móðir Magn- úsar með börn sín til Reykjavíkur. Skömmu síðar byrjaði Magnús að vinna að verzlunarstörfum og mun hafa létt undir með móður sinni við að sjá sér og sínum farborða. Árið 1942, hinn 23. maí, giftist hann eftirlifandi konu sinni Mar- gréti Björnsdóttur Ármann frá Þorbergsstöðum í Dölum. Árið 1931 réðst Magnús starfs- maður á skrifstofu Nathan & Olsen hér í borg. Hann vann þar allt til ársins 1944 er hann varð fyrir alvarlegu veikindaáfalli, sem mótaði lífshlaup hans upp frá því. Magnús mun hafa byrjað verzl- unarrekstur upp á eigin spýtur ár- ið 1946. Var hann þá nýfluttur með fjölskyldu sína í hús föður- bróður síns, Ágústs Ármann, á Klapparstíg 38. Með aðstoð Ágústs, sem vildi styðja við bakið á frænda sínum í veikindum hans, stofnsettu þeir fyrirtæki árið 1947, sem hlaut nafnið Ágúst Ármann, heildverzlun. Voru þeir báðir eignaraðilar að fyrirtækinu. Eftir lát Ágústs árið 1949 rak Magnús fyrirtækið einn og stjórn- aði því allt til þess tíma er veik- indi hans ágerðust. Það var ekki um auðugan garð að gresja í viðskiptum árið 1947. Allur innflutningur var háður innflutningsleyfum, innflutn- ingshöft í algleymingi og skömmt- un. Sýnir það dugnað og áræði Magnúsar að enda þótt sjúkdóm- urinn hefði lamað starfsþrek hans mikið, þá hafði hann kjark og þor til að hasla sér völl á þessu starfssviði. Ugglaust hafa ráð og reynsla Ágústs verið notadrjúg, en mig grunar einnig að hinn framúr- skarandi dugnaður og ósérhlifni Margrétar, konu Magnúsar, hafi ráðið hér nokkru um. Eftir að innflutningsverzlunin var að nokkru gefin frjáls árið 1952 afnaði fyrirtæki þeirra hjóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.