Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 33 það vel að við lát Magnúsar er það eitt hið allra stærsta í sinni grein hér á landi. Enginn skyldi þó halda að slík velgengni komi af sjálfu sér. Mér eru enn í fersku minni þessi ár því við hjónin áttum heima í sama húsi, og ég fullyrði að það mun vera einsdæmi hversu sam- hent þau hjón voru bæði um að drífa fyrirtækið áfram og hversu hin þrotlausa vinna, þrátt fyrir veikindi Magnúsar, gat áorkað og skilað jafn árangursríku starfi og raun varð á. Auðvitað leiddi þetta til þess að frístundir voru nánast engar. Unnið var myrkranna á milli. Á þessum árum kom til starfa hjá Magnúsi Andrés Bjarnason, símritari. Það var mikið lán fyrir þau hjón að fá samstarf við slíkan öðlingsmann. Seinna varð Andrés meðeigandi að fyrirtækinu og starfar þar ennþá. Velgengni fyrirtækisins fór vax- andi með ári hverju og á tímabili komst Magnús til heilsu, sem gaf þeim hjónum báðum ráðrúm til að hleypa heimdraganum og njóta ánægjulegra ferðalaga. En fyrir 5—6 árum dró aftur ský fyrir sólu. Veikindin ágerðust og alla tíð síðan dvaldi Magnús á sjúkrastofnunum þar sem hann andaðist fimmtudaginn 2. febrúar. Mesta lán og blessun Magnúsar í lífinu var að eignast slíka eigin- konu, sem Margrét er. Hjónaband þeirra var farsælt. Hún var lífs- förunauturinn, sem í veikinda- stríðinu stóð eins og klettur við hlið hans, styrkti hann og studdi. Margrét er slíkum kostum búin að fátítt er. Hún átti til að bera umburðarlyndi sem engin tak- mörk þekkti, óeigingirni, þraut- seigju og tryggð, já umfram allt órofa elsku og tryggð, sem best lýsti sér í því að allt frá því að Magnús veiktist var hún hin styrka stoð, sem aldrei lét bugast. Á hverjum degi sl. 4 ár fór hún að sjúkrabeði Magnúsar og sat hjá honum allt til kvelds, enda þótt samskipti vegna sjúkdómsins væru nánast lítil. Magnús Ármann var hvers manns hugljúfi eins og hann átti kyn til. Hann var glaður á góðri stund, glettinn og spaugsamur. í vöggugjöf hafði hann hlotið góðar gáfur og metnað. Líf hans er dæmigert fyrir það hvernig vinna má sig upp af eigin rammleik. Áreiðanleiki og orðheldni í við- skiptum voru kjörorð hans. Orð skyldu standa. Hann hafði fast- mótaðar og ákveðnar skoðanir um menn og málefni. Aldrei heyrði ég hann kvarta um andsnúin örlög, heldur sótti hann styrk í trú sína. Hann var trúaður maður. Tvö af systkinahópnum eru nú fallin frá, en elsta systirin, Unnur, andaðist 12. september árið 1980. Eftir lifa þrjú systkini. Börn þeirra hjóna eru Arndís og Ágúst Már. Þau hafa sýnt í verki hvern mann þau hafa að geyma með alveg einstakri umhyggju fyrir foreldrum sínum. Árum saman hafa þau daglega annað hvort eða bæði heimsótt föður sinn í veikindum hans eða haft hann á heimili sínu. Makar þeirra systkina, Anna María Kristjánsdóttir og Björn Gunnarsson, hafa einnig sýnt þeim hjónum, Magnúsi og Mar- gréti, sérstaka alúð og umönnun. Sú fórnfýsi gleymist ekki. Fyrirtækið Ágúst Ármann, heildverzlun, er óbrotgjarn minnisvarði um þrotlaust starf Margrétar og Magnúsar. Því stjórna nú með miklum dugnaði þeirra góðu börn, Ágúst og Arn- dís, ásamt mökum. Megi þeim vel farnast með manndóm foreldr- anna að leiðarljósi. Að leiðarlokum þakka ég fyrir ljúf og góð kynni, sem aldrei bar skugga á. Ég þakka einnig fyrir einstaka velvild og umhyggju, sem Magnús sýndi jafnan mér og fjöl- skyldu minni. Innilegar samúðarkveðjur til Margrétar, barnanna og fjöl- skyldna þeirra. Góður maður og vammlaus drengur er genginn. Blessuð sé minning Magnúsar Ármann. Guðjón Guðmunds- son — Minning Fæddur 27. júní 1889. Dáinn 31. janúar 1984. Guðjón Guðmundsson, fyrrum bóndi, sjómaður og verkamaður, Stórholti 28, Reykjavík, andaðist að kvöldi þriðjudagsins 31. janúar sl., 94 ára að aldri. Þar lauk ævi- degi gamals manns, sem lifað hafði meiri breytingar í íslensku þjóðfélagi en ætla má að geti átt sér stað á einum mannsaldri. Hann fæddist á öldinni sem leið. Hann lifði tvær heimsstyrjaldir og kreppuna milli þeirra. Hann ólst upp í snauðu bændasamfélagi og lauk ævi sinni á véla- og tölvu- öld, þar sem fátæktin er orðin fá- tíð. Guðjón fæddist að Hrúti í Ása- hreppi 27. júní 1889, sonur hjón- anna Valgerðar Þórðardóttur og Guðmundar Jónssonar. Guðmund- ur var sonur Jóns Guðmundssonar frá Ægissíðu og konu hans, Sól- veigar Guðmundsdóttur, en Val- gerður var úr Landssveit, dóttir Þórðar Jónssonar og Valgerðar Árnadóttur. Að Guðjóni stóðu því Sunnlendingar í báðar ættir. Guð- jón átti tvær systur, þær Sólveigu, sem var tvíburasystir hans, og Valgerði, sem var fjórum árum eldri. Þær létust fyrir tæpum tveimur áratugum. Foreldrar Guðjóns bjuggu í Hrúti, en fluttu þaðan þegar bær- inn skemmdist í jarðskjálftunum miklu á Suðurlandi 1896. Þau fluttu að Ráðagerði í sömu sveit, og ólst Guðjón þar upp. að Vet- leifsholts-Parti þar skammt frá ólst þá upp amma mín, Þórunn Ólafsdóttir. Hennar foreldrar fluttu þangað frá Ytra-Hóli í Landeyjum árið 1906 vegna ágangs Hólsár, sem flæddi þar yf- ir. Þau Þórunn og Guðjón felldu snemma hugi saman. Erfitt var að fá jarðnæði til búskapar og var það því ekki fyrr en 21. febrúar 1915, að þau giftust, fluttust að Ragnheiðarstöðum í Flóa og hófu búskap. Ári síðar var jörðin seld. Þar sem þau höfðu ekki efni til að kaupa, fluttust þau í Vetleifs- holtshverfið að Gíslakoti. Þar bjuggu þau svo til ársins 1928, að þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. í Gíslakoti eignuðust þau börn sfn sjö. Af þeim eru sex á lífi, þau Vigdís, sem gift var Sig- urbirni heitnum Björnssyni, kaup- manni; Guðríður, sem gift var Grímari Jónssyni, kaupmanni; Valdimar, kvæntur Kristlaugu Ólafsdóttur; Ingibjörg, gift Stef- áni Þorgrímssyni; Ólafur, kvænt- ur Jóhönnu Gísladóttur; og Gunn- ar, kvæntur Hjördísi Georgs- dóttur. Yngsti sonurinn, Guð- mundur, lifði aðeins skamma hríð. Barnabörn þeirra Þórunnar og Guðjóns eru nú 15 og allir afkom- endur þeirra nálgast nú 50. I Gíslakoti var búið lítið. Því sótti Guðjón sjó á vertíðum í Vest- mannaeyjum, Þorlákshöfn, Garð- inum og síðast á togurum frá Reykjavík. Ætíð var róið upp á hlut og var útkoma vertíðanna ær- ið misjöfn, allt frá því að vera fá- einir fiskar upp i það að vera tæp árslaun fyrir þrjár vikur um páska í Eyjum. I Reykjavík vann Guðjón hjá Bergi sútara í tæpa tvo áratugi. Tæplega sextugur að aldri gerðist hann verkamaður í bæjarvinnunni. Þar vann hann svo enn um tvo áratugi útivinnu við nýbyggingu og viðhald á göt- um og gangstéttum Reykjavíkur- borgar. Áttræður að aldri hætti hann loks að vinna. Eftir það naut hann hvíldar í fimmtán ár. Heils- an var allgóð en sjónin dapraðist, og síðustu árin var hann nær blindur. Hann bjó heima í Stór- holtinu þar til yfir lauk og var aðeins tvo daga á sjúkrahúsi. Hann vildi búa heima og gat það vegna eigin þrautseigju og hjálp- semi barna sinna, en þó fyrst og fremst vegna umhyggju og hjálp- semi elstu dóttur sinnar, Vigdísar, sem var honum félagi og hjálpar- hella í ellinni. Hennar aðstoð við aldraða foreldra sína um 10 ára skeið verður seint fullþökkuð. Þór- unni konu sína missti Guðjón á Þorláksmessu 1978, þá á 90. ald- ursári. Þau höfðu verið gift í tæp- lega 64 ár og verið saman nokkuð lengur, en bæði voru þau fædd 1889. Hjónaband þeirra var að sama skapi gott og farsælt og það var langt. Er heilsu hennar hrak- aði síðustu árin sýndi hann mik- inn dugnað og þrautseigju við að annast hana. Afi minn, Guðjón Guðmunds- son, var mikill afbragðsmaður og hann prýddu margir góðir kostir. Hann var í uppvexti sínum með allra hæstu mönnum og þrekinn að sama skapi, þessi sunnlenski bóndasonur. Hann var hæglátur og æðrulaus stillingarmaður, sem aldrei skipti skapi. Hann var vinnusamur, duglegur og mikill þrekmaður, sem sést best á því að fram til áttræðisaldurs stundaði hann erfiðisvinnu. Með því síðasta sem hann vann voru miklar hellu- lagnir á Hlemmi 1968, vegna þess að þá skyldi breytt yfir í hægri umferð. Hann hafði stálminni. Hann mundi staðhætti á virkjanastöð- um frá smalamennsku í æsku. Hann mundi hlutaskipti frá ótal vertíðum, verð á brennivíni hjá kaupmanninum á Eyrarbakka og eftir mönnum og málefnum á fyrstu tugum aldarinnar. Fyrir skömmu sagði hann mér frá því, þegar bærinn að Hrúti hrundi í jarðskjálftunum á Suðurlandi 18%. Systkinin voru sett út um gluggann á baðstofunni. Hann stóð á hlaðinu. Jörðin gekk í bylgj- um, hestar hneggjuðu og hann sá móður sína koma hlaupandi út úr bæjargöngunum með fullan pott af flóðari mjólk, rétt í þann mund að göngin hrundu saman. Það var eins og þetta hefði gerst í gær. Hann las mikið meðan sjónin ent- ist en lét innsigla sjónvarpið, þeg- ar sjónin var farin. Það var ekki verið að borga afnotagjald af gagnslausu tæki. Ró og æðruleysi einkenndu þennan gamla mann. Hann var skýr allt til hinstu stundar, hlust- aði mikið á útvarp og fylgdist vel með öllu sem gerðist innanlands og utan. Hann var góðviljaður og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Það lengsta sem hann komst í þeim efnum, var umsögn um skip- stjóra nokkurn: „Hann var hálf- gert hross karlinn." Á heimili ömmu og afa í Stór- holti 28 var ávallt gott að koma. Heimilið var mikið reglu- og myndarheimili. Þau voru mjög samhent og lögðu mikið kapp á að halda fjölskyldunni saman. Af gestrisni og hlýju fengu ríkulega allir, sem þangað komu. Oft var glatt á hjalla, þegar öll fjölskyld- an safnaðist þar saman á jólum og páskum. Allir þurfa að glíma við elli kerlingu og allir lúta að lokum lægra haldi. Mjög er það þó mis- jafnt, hvernig sú glíma gengur. Hann Guðjón afi minn glímdi vel. Hann skilaði óvenju miklu ævi- starfi erfiðisvinnumanns. Hann stundaði búskap, hann sótti sjó, hann sútaði skinn og byggði götur og torg. Honum voru gefnar góðar gáfur, rósemi og æðruleysi, og því öllu hélt hann óskertu til hinstu stundar. Hann var nægjusamur og undi vel við sitt. Hann vildi standa á eigin fótum og uppréttur, og það gerði hann svo sannarlega. Samferðamenn hans eru flestir horfnir, en í dag kveðja afkomend- ur hans, tengdafólk og vinir Guð- jón Guðmundsson hinstu kveðju. Með fjölskyldunni mun lifa minn- ingin um æðrulausan dugnaðar- mann. Fyrir land sitt og þjóð sína hefur hann eins og þúsundir ann- arra íslendinga í aldanna rás unn- ið verk sín í kyrrþey en unnið þau vel. Hann er nú lagður til hinstu hvílu við hlið ástkærrar eiginkonu sinnar. Megi hann hvíla í friði og hafi hann þökk afkomenda sinna fyrir allt. Blessuð sé minning Guð- jóns Guðmundssonar. Viðar Olafsson Guðjón Guðmundsson Fæddur 27. júlí 1889. Dáinn 31. janúar 1984. Þórunn Ólafsdóttir Fædd 7. ágúst 1889. Dáin 23. desember 1978. Afi, Guðjón Guðmundsson, og amma, Þórunn Ólafsdóttir, eru bæði dáin og heimili þeirra horfið mér sem öðrum. Þetta heimili sem alla tíð hefur veitt mér öryggi. Það er ekki fyrr en á seinni árum, sem ég hef fullkomlega gert mér grein fyrir iánsemi minni, að fá að alast upp í sama húsi og þau. Það var alltaf sjálfsagður hlutur að geta farið inn til afa og ömmu hvenær sem var. Það var mitt annað heimili. Þegar ég lít til baka er eins og flestar af mínum bestu bernskuminningum séu tengdar afa og ömmu. Þá skil ég hvað þau hafa verð mikilvægur þáttur í uppeldi mínu. Þau hafa mótað mig ekki síður en sín eigin börn. Þá öryggistilfinningu sem þau og heimili þeirra gáfu mér sem barni og unglingi reyni ég nú á fullorð- insárum að varðveita með mér, hvar sem ég bý. Auður Sigurbjörnsdóttir. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag V-Hún. Hvammstanga Að loknum 3 umferðum af 5 í aðaltvímenningskeppni félagsins er staða efstu para þannig: Karl og Kristján 549 Guðmundur og Hringur 540 Baldur og Eggert 531 Sverrir og Aðalbjörn 527 Eggert og Flemming 506 Örn og Einar 496 Sigfús og Bragi 495 Meðalskor 495. Bridgeklúbbur Akraness Meistaramóti Akraness í tvímenningi er nýlokið með sigri Ólafs G. Ólafssonar og Guðjóns Guðmundssonar. Hlutu þeir félag- ar 612 stig. Alls spiluðu 20 pör í keppninni og var spilað í fimm kvöld. Röð næstu para: Guðmundur Bjarnason — Bjarni Guðmundsson 581 Alfreð Viktorsson — Eiríkur Jónsson 574 Karl Alfreðsson — Þórður Elíasson 564 Karl Alfreðsson — Erlingur Einarsson 561 Nk. fimmtudag verður bænda- glíma. Keppir Uppskagi gegn Niðurskaga og verða bændur Ólafur G. Ólafsson og Alfreð Kristjánsson. Spilað verður í Röst nk. fimmtudag og hefst keppnin kl. 19.30. Ath. breyttan spilatíma. Aðalsveitakeppnin hefst svo fimmtudaginn 16. febrúar. Bridgefélag kvenna Eftir 5 kvöld í aðalsveita- keppni félagsins eru þessar sveitir efstar: Sigrún Pétursdóttir 147 Aldís Schram 144 Guðrún Bergsdóttir 139 Alda Hansen 116 Guðrún Halldórsson 116 Ólöf Ketilsdóttir 105 Sigríður Ingibergsdóttir 105 Næst verður spilað mánudag- inn 13. febrúar. Falleg hús eiga skilið það besta - líka þessi með flötu þökin. Breytum ekki útliti þeirra að óþörfu. Sarnafi/ þakdúþur hefur þegar leyst vanda fjölmqygra húseigenda til frambúðar. Það er allt að helmingi ódýrara að endurnýja þakið með Sarnafilþakdúki en að hœkkaþað upp með sperrum og klœðningu. Auk þess heldur húsið upphaflegu útliti, útlitinu sem arkitektinn ætlaðist tilaðþað héldi um aldur og œvi. 10 Ara Abyrgð. FAGTÚN HF„ LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVlK, SlMI 28230 Þórhallur Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.