Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1984 35 Guðmundur R. Odds- son — Kveðjuorð Dómkirkjunni, þar sem hún söng sjálf við guðsþjónustur um árabil. Sr. Kolbeinn Þorleifsson, frændi hennar, flytur útfararræðuna, hennar góðu vinir og nágrannar síðustu og erfiðustu ár ævi hennar þau Margrét og Hjálmtýr Hjálm- týsson syngja henni kveðjuljóð, og frændur hennar bera kistuna úr kirkju. Þannig verður hún kvödd, hún Silla frænka, en geymd á góðu myndunum í minningabókum frændfólks, tengdafólks og góðra vina. Guð blessi minningu hennar. Sigríöur Ingimarsdóttir Sigrún Gísladóttir var í hópi þeirra manna sem oft eru nefndir „sérstæðir persónuleikar". Það var þó ekki vegna þess að hún í grandaleysi stuðlaði að stofnun tilveru minnar hér um árið — sem er löngu fyrirgefið — heldur vegna þess hvað hún sjálf átti brýnt erindi við þetta líf. f hennar augum var það enginn flótti und- an leiða, tómi og tilgangsleysi né heldur neins konar rósadans, enda bauð lífið henni ekkert upp á slík- an dans. Þar sem margur hver sér ekki annað en illa nauðsyn ellegar sjálfsagða hluti og hreint ekkert efni í ævintýr, átti hún til með að skynja sérstakt ákall og áskorun. Lífið var átök en ekki værð — átök við allt milli himins og jarðar — við sjálfan sig ekki síður en aðra menn, málefni eða þá sjálfa nátt- úru landsins sem hún glímdi ódeig við á ferðum sínum upp um fjöll og firnindi langt fram eftir ævi. Sigrún var tíður gestur á heim- ili mínu í bernsku minni og æsku og á þeim tíma kynntist ég þeirri Sillu sem ég þekkti til æviloka — mannbætandi persónuleika. Hún var heilsteypt, sjarmerandi og elskuleg manneskja, trölltrygg vinum sínum, glaðsinna og alvöru- gefin í senn, en umfram allt fannst mér allt hennar innra far einkennast af leit eftir einhverju því sem hún taldi öðru mikilvæg- ara. Mér varð þó aldrei fyllilega ljóst hvað það var, nema það hafi bara verið lífið sjálft. Silla hafði sterkar og ákveðnar meiningar og fannst það alveg ómaksins vert. Hún lét enda eng- an þagga niðri í sér þegar henni var mikið niðri fyrir. Og þótt hún væri fremur hægmælt þá tjáði hún sig á slíkum stundum með miklum innri þunga og ákafa og sterkri sannfæringu sem alltaf var borin uppi af virðuleik og vitni, hvort heldur hún var gagn- tekin hrifningu eða djúpri van- þóknun. Silla var mjög listelsk kona, en þó held ég að ljóðlist en umfram allt tónlist hafi hrifið hana meira en aðrar greinar lista. Oft kom fyrir að hún vitnaði í skáldskap góðskálda og kunni greinilega mikið fyrir sér í þeim efnum. En ATHYGLI skal vakin á því, ad afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera véirituð og með góðu línubíli. aðeins einu sinni minnist ég þess að hafa heyrt hana lesa eigin ljóð úr handriti. Það var á einni þess- ara góðu stunda sem Silla auðgaði heimili mitt að mannlegri hlýju og menningu. Kveðskapur hennar var ekki hefðbundinn en vizku- þrunginn og inntakið nokkuð í ætt við kveðskap Bjarna Thorarensen, sem hún mun a.m.k. á þeim tíma hafa haft meiri mætur á en öðrum skáldum. Kannski var það vegna þess hve sannleiksþrá Sillu var stór að henni varð svo tíðrætt um lífslyg- ina og fann hversu háan sess hún skipar í mannheimi. Sjálf leitaði Silla að kjarna hvers manns og hvers máls en hismi og sýnd áttu ekki samastað í hennar sál. Henni féll betur að ræða um málefni en menn og varð á innblásnum augnablikum skrafdrjúgt um til- gang tilverunnar. Og þá fór Silla á kostum. Um þessa hlið mála filós- óferaði hún betur en nokkur próf- pamfíll, því hún var fyrst og fremst innilegur aðdáandi lífsins. Það var einmitt við þess konar hugleiðingar Sillu sem ég barnung skynjaði í fyrsta sinn afstæði til- verunnar. Ég man að það varð mér þó nokkurt áfall í fyrstu að skilja það að lífið væri ekki annars vegar algott og hins vegar alvont, heldur færi nokkuð eftir því hvernig á það væri litið. Það var líka á einni slíkri stund sem ég kynntist lifsskoðun Sillu i hnotskurn, s.s. þeirri, að mennirnir leituðu gæf- unnar jafnan langt yfir skammt. Máli sínu til stuðnings fór hún með vísu sem hún taldi vera eftir Þorstein þorskabít: Þú leitar gulls, en gull ei fundið getur; Um gull er þig á hverri nóttu að dreyma. En lát þér hægar. Lfttu eftir betur — Það liggur undir fótum þínum heima. Eftir þá heimsókn fór ég svefn- laus í skólann næsta morgun, átakanlega minnislaus á spá- mannlegt innihald námsbókanna að vanda, en vísunni hennar Sillu hefur mér enn ekki tekist að gleyma. Þuríður Kvaran í dag er kvaddur Guðmundur R. Oddsson, bakarameistari og fyrr- um forstjóri Alþýðubrauðgerðar- innar. Guðmundur var innfæddur Reykvíkingur, fæddur hinn 17. janúar 1896, og var því 88 ára að aldri er hann lést. Aðeins 14 ára gamall hóf hann nám i bakaraiðn og valdist fljótlega til forystu og trúnaðar í iðngrein sinni. Hann varð yfirbakari í Alþýðubrauð- gerðinni 1920 og tók við forstöðu hennar áratug síðar. Því starfi gegndi hann allt til 1978 er starf- semin var lögð niður, eða í næst- um hálfa öld. Alþýðubrauðgerðin, sem Guð- mundur helgaði starfskrafta sína í svo ríkum mæli, var framtak at- hafnasamra manna á tímum styrjaldar og óðaverðbólgu til þess að mæta neyð alþýðufólks. Þegar svarf að sáu þeir enn betur en áð- ur hve hátt brauðverð var alþýðu- heimilium þungt í skauti. Tekin voru upp ný og hagkvæm vinnu- brögð og verð á brauðum lækkað. Alþýðubrauðgerðinni tókst þannig ætlunarverk sitt. Síðar fetuðu aðr- ir í fótsporin. Þetta var merkilegt átak hugsjónamanna, sem ekki má fyrnast og hlutur Guðmundar í því var mikill. Guðmundur var enda mjög traustur og dugandi stjórnandi og með afbrigðum ósérhlífinn. Jafnframt bakaraiðninni og for- stöðu Alþýðubrauðgerðarinnar gegndi Guðmundur margvíslegum félagsmálastörfum. Hann var m.a. formaður Bakarasveinafélags ís- lands og varaformaður og heiðurs- félagi í Landssambandi bakara- meistara. Hann sat í bankaráðum Landsbankans og Iðnaðarbank- ans. Og hann var um hríð bæjar- fulltrúi í Reykjavík fyrir Alþýðu- flokkinn. Guðmundur gekk ungur til liðs við jafnaðarstefnuna og var einn af frumherjum Alþýðuflokksins. Hann sat í miðstjón flokksins frá 1924 og í um fjóra áratugi og var síðan kosinn heiðursfélagi Al- þýðuflokksins. Alla tíð var Guð- mundur trölltryggur jafnaðar- maður og raunsannur máttar- stólpi flokksins, bæði í sókn og vörn. Hann trúði á hugsjónina, stefnuna og starf flokksins, án þess að sækjast eftir því að vera í fremstu víglínu. Hann var einn af þessum ómetanlegu atorkumönn- um, sem stóðu fast að baki foryst- unnar á hverjum tíma og hverjir sem þar voru, allar götur frá Jóni Baldvinssyni og þar til heilsan þraut fyrir nokkrum árum. Hann var hinn trausti trúnaðarmaður þeirra sem til forystunnar völdust. Slíkt var þeim og flokknum ómet- anlegt, enda var oft leitað liðsinn- is og ráða hjá Guðmundi. Traustleiki, áreiðanleiki, festa og atorka voru einkenni Guð- mundar. Sumum fannst hann hafa eldri dóttur okkar um músafjöl- skylduna er bjó í grennd við vinnustað hans, og hann sá far- borða um veturinn, enda hart í búi á þeim árstíma. Til að auka ævintýraljóma frásögunnar var svo gjarnan farið á staðinn og fjölskyldan heimsótt. Gjafmildi Harðar átti sér lítil takmörk, og gaf hann svo til jafn- óðum allt það er hann hafði milli handa, og nutum við góðs af þeirri mildi er við hófum búskap og æ síðar. AUtaf kom hann færandi hendi harðan hjúp, en það var aðeins á ytra borð. Hann var einkar hjálp- samur, mildur og góðviljaður. Það fengu margir að reyna. Eiginkona Guðmundar var Odd- fríður Steinunn Jóhannesdóttir, sem lést 6. ágúst 1975. Þá missti Guðmundur mikils og fljótlega upp úr því fór heilsunni að hraka. Hin seinustu árin háði Guðmund- ur langa og erfiða hildi við heilsu- brest sinn. Þegar Guðmundur er nú kvadd- ur er öllu Alþýðuflokksfólki inni- legt þakklæti efst í huga fyrir samveruna og mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu flokksins og íslenskrar alþýðu fyrr og síðar, í" flokknum og brauðgerðinni. Ég flyt aðstandendum öllum innileg- ar samúðarkveðjur mínar og Al- þýðuflokksins á brottfararstund þessa ágæta heiðursfélaga okkar. Kjartan Jóhannsson Látinn er í Reykjavík Guð- mundur R. Oddsson, bakarameist- ari, 88 ára að aldri. Guðmundur var einn af stofnendum Lands- sambands bakarameistara og sat í stjórn þess í fjölmörg ár. Hann átti sæti í fyrstu stjórn Lands- sambands bakarameistara. Guðmundur R. Oddsson tók sveinspróf í bakaraiðn árið 1917 og var yfirbakari í Alþýðubrauð- gerðinni í Reykjavík 1920—30 og forstjóri hennar frá 1930 og þar til hún var lögð niður fyrir nokkrum árum. Guðmundur hefur því starf- að við þessa grein iðnaðar í um 70 ár. Auk þess að vinna að hags- munum stéttar sinnar gegndi Guðmundur fjölda trúnaðarstarfa um ævina og var m.a. í bankaráði Landsbanka íslands og seinna í bankaráði Iðnaðarbanka íslands hf. Landssamband bakarameistara þakkar Guðmundi vel unnin störf í þágu bakarastéttarinnar á langri starfsævi og vottar ættingjum hins látna samúð sína. F.h. Landssambands bakarameistara, Jón Albert Kristinsson glaður í bragði, og gátum við aldr- ei endurgoldið allt það er hann gerði fyrir okkur. Vinnugleði Harðar var mjög mikil. Aldrei gat hann neitað að taka að sér verk ef til hans var leitað og voru því yfirleitt engir frídagar í vinnuviku hans og oft lítill munur dags og nætur. Oft ræddum við um það við hann, að hann tæki sér nokkurra daga frí, en aldrei mátti hann heyra á það minnst. Vinnan var hans líf og yndi. Við þessi skrif kemur fram van- máttur til að lýsa ástkærum vini á þann hátt er við helst kysum. Van- máttur vegna þungs trega er nú fyllir hjörtu okkar. 1 lok þessara fátæklegu orða, birtum við vísu úr ljóði er var Herði einkar hugleikið fyrir margra hluta sakir. „Þú veist í hjarta þér, kvað vindurinn, að vegur drottnarans er ekki þinn, — heldur þar sem gróandaþytur fer og menn þerra svitann af enni sér og tár af kinn.“ (Þorsteinn Valdimarsson) Guelph, Kanada, 30. janú- ar 1984. Jóna Björg og Yngvi. Útför Harðar Stefánssonar var gerð frá Dómkirkjunni 7. febrúar. Hörður Stefáns- son — Minning Fæddur 9. mars 1936. Dáinn 26. janúar 1984. Aldrei hefur okkur þótt fjar- lægðin milli íslands og Kanada meiri, en er við fréttum lát ást- kærs móðurbróður og vinar, Harð- ar frænda eins og við ávallt köll- uðum hann. Hörður var fæddur á Húsavík 9. mars 1936, sonur hjónanna Stef- áns Halldórssonar og Jónínu Brynjólfsdóttur í Traðagerði. Hann var næstyngstur fjögurra systkina. Hugur hans beindist til sjávar, og lauk hann prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Eftir það var hann á ýmsum fiski- skipum á annan áratug. I byrjun sjöunda áratugarins fór hann að vinna í landi við ýmislegt óskylt sjósókn. Undanfarin ár var hann með sjálfstæðan atvinnurekstur og fór þá oft ótroðnar slóðir í framkvæmd verka, er bæði gerði þau auðveldari og árangursríkari. Síðast sáum við hann glaðan í lok ágúst er hann af gamalkunnri hjálpsemi aðstoðaði okkur við flutninga. Við slík verk var hann ávallt sá sem fyrstur rétti hjálp- arhönd. Erfitt verður að trúa því að aldrei framar verði bankað á dyrnar og sagt: „Áttu kaffi", svo oft kom hann til okkar að loknu löngu og erfiðu dagsverki. Þrátt fyrir þreytu var hann ávallt reiðu- búinn að taka þátt í umræðu dag- legs lífs, og þess sem hæst bar hverju sinni. Mjög fróður var hann og víðlesinn, enda átti hann mjög gott bókasafn sem ekki var notað til skrauts heldur gjörlesið, og kunni hann oftast orðréttar setningar úr bitastæðustu bókun- um. Allt ritað mál var honum hug- leikið, og hafði hann einkar gam- an af að vitna í kveðskap við ólík- legustu tækifæri. Hörður var mjög barngóður og hændust börn að honum hvar sem hann kom. Hann tók þau gjarnan á hné sér og sagði þeim eitthvað er þau fýsti að heyra, eða laumaði að þeim góðgæti. Einkum eru minn- isstæðar sögurnar er hann sagði Síldarævintýri 9.-16. febr. Nú er það orðinn jafnárviss atburður að drekkhlaðnir síldarbakkar séu lagðir á borðin í Blómasalnum og að drekkhlaðnir síldarbátar Ieggist að bryggju fýnr norðan og austan. Sfldin í sfldarbátunum er ósköp svipuð frá ári til árs, en það eru alltaf einhverjar nýjungar á sfldarbökkunum: Stldarbollur, gratineruð síld og fjöldinn allur af öðrum ljúffengum síldarréttum. Að auki er svo laxakæfa. hörpuskelfiskskæfa og marineraður hörpuskelfiskur. Sfldarævintýrið verður í Blómasal á kvöldin alla daga frá 9.-16. febrúar. Borðapantanir í símum 22321 og 22322. VERIÐ VELKOMIN' HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL ÍSLENSK MATVÆLI H/F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.