Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 Fjör í aukaþingkosningunum: Á stefnuskránni aö skattleggja allar plötur Cliff Richards (’hcslcrfieW, Knglandi. 17. febrúar. AP. ALLS ERII 17 frambjóðendur skráöir vegna aukakosninganna í ('hest- erfield, en þar veröur kosiö 1. mars um laust þingsæti í fulltrúadeildinni. l»rír eru í kjöri fyrir þrjá stærstu flokkanna, en síðan eru 14 aörir frambjóðendur á eigin vegum og vakir fyrir flestum að gera gys að breskum stjórnmálum. Uetta er nýtt breskt met, frambjóðendurnir eru nú einum fleiri heldur en er kosið var í Bermondsey í Lundúnum á síðasta ári. Tony Benn, frambjóðandi Verkamannaflokksins, er talinn sigurstranglegastur í aukakosningunum. Stone segir af sér Washington, 17. febrúar. AP. RICHARD B. STONE, sérleg- ur sendifulltrúi Ronald Reag- ans Bandaríkjaforseta í Mið- Ameríku hefur sagt af sér því embætti, að því er virðist, vegna málefnalegs ágreinings við að minnsta kosti einn af háttsettum ráðamönnum Bandaríkjanna. Talsmenn Hvíta Hússins vildu ekki tjá sig um málið í dag, en ónafngreindir aðilar sem sitthvað vissu um hagi Stones sögðu að ágreiningur- inn hefði ekki verið við forset- ann sjálfan og hefði ekki snert málefni Mið-Amerfku þrátt fyrir allt. Dagblaðið Washington Post greindi frá því í dag, að það væri Longhorne A. Mot- ley, aðstoðarráðherra um málefni Ameríku, sem Stone gæti ekki sætt sig við. Sagði blaðið þá Stone og Motley hafa lengi deilt um ábyrgð- arskiptingu hinna ýmsu mála og sýndist sitt hvorum í þeim efnum. Að sögn blaðs- ins komst Stone undir það síðasta að því, að haldnir hefðu verið fundir sem hann var ekki boðaður á, vanda- mál afgreidd án hans vitund- ar og ákvarðanir teknar án ráðfærslu við hann, þó að í öllum tilvikum hafi málin varðað starfssvið hans. Sem fyrr segir, eru 14 fram- bjóðendur á eigin vegum. Þar af má nefna sjónvarpsleikarann Bill Maynard, rokksöngvarann Screaming Lord Sutch, Yoga- leiðtogann Jitendrai Jul Nim Bardawa, friðarsinnann John Connel og mann að nafni Sid Shaw, sem kallar sig fulltrúa Elvis Presley. Shaw segir að helsta stefnumál sitt sé að setja gífurlega skatta á allar hljóm- plötur poppsöngvarans Cliff Richard. Hann segir einnig: „Ef maður spyr íbúa Chesterfield hvort það kjósi heldur Möggu Thatcher eða Elvis Presíey, myndu 9 af hverjum 10 svara Elvis Presley; ég á því sigur næsta vísan.“ Fidel Castro t.h. faðmar Gonzales forsætisráðherra á flugvellinum í Madrid. Sfmamynd AP. Castro og Ortega ræddu við Gonzales Madrid, 17. febrúar. AP. ÞEIR Fidel Castro, forseti Kúbu, og Daniel Ortega, foringi her- stjórnar sandinista í Nicaragua, komu í óvænta heimsókn til Spán- ar á fimmtudaginn, er þeir voru á heimleið frá Moskvu þar sem þeir voru viðstaddir útfór Juri Andro- pov. I Madrid áttu þeir viðræðu- fund með Feiipe Gonzales, for- sætisráðherra Spánar. Ekki hef- ur spurst um hvað var rætt, en Castro kom þarna í fyrsta skipti til Spánar. Mitterand í skyndi- heimsókn í Danmörku Reynir að leysa fjárhagsörðugleika EBE Kaupmannahöfn, 17. febrúar. Frá fréttaritara Morgunblað.sin.s, Ib Björnbak. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, kom í skyndiheimsókn til Danmerkur í dag í því skyni að ræða við Poul SchlUter forsætisráðherra um hina erfiðu fjárhagsstöðu Efnahagsbandalags Evrópu. Claude Cheysson, utanríkisráðherra Frakklands, og Roland Dumas Evrópu- málaráðherra voru einnig með í förinni og ræddu þeir við Henning Christopherssen, fjármálaráðherra Danmerkur, og Uffe Ellemann Jen- sen utanríkisráðherra. Frakkar cru í forsæti fyrir EBE á þessu misseri og það kemur því í þeirra hlut að reyna að leysa hina miklu fjárhags- erfiðleika handalagsins nú. Ut- gjöld vegna landbúnaðarins innan EBE, sem býr við mikla offramleiðslu, valda mestu um þessa erfiðleika. Þessa offram- leiðslu verður að stöðva, sökum þess að birgðirnar eru að verða allt of miklar og það er alls ekki unnt að selja þær á viðunandi verði. Það myndi valda dönskum landbúnaði miklum erfiðleik- um, ef EBE drægi úr niður- greiðslum sínum á landbúnað- arvörum með þeim hætti, sem áformað hefur verið. Þetta gæti þýtt, að danskir bændur töpuðu allt að 500 millj. dkr. Deilurnar innan EBE á þessu sviði standa einnig í sambandi við kröfur Breta um að þeim verði endur- greiddur hluti af framlögum þeirra í sameiginlegan sjóð bandalagsins. Fljúgandi furðuhlutir tíðir í Grænlandi: Sáu þrjár verur í glóandi kúlunni (.odhavn, Jakobshavn, Grænlandi. 17. lebruar. GRÆNLENDINGAR hafa verið glöggskyggnir á fljúgandi furðuhluti að undanfornu og tvívegis, með tveggja sólarhringa millibili, hafa greinileg fyrirbæri sést sveima yfir bæjunum Godhavn og Jakobshavn. Nýlega var greint frá atvikun- um, en það fyrra átti sér stað 24. október á síðasta ári. Klukkan 5 um morguninn voru tvær hjúkr- unarkonur að horfa út um glugga á sjúkrahúsinu i God- havn. Þær sáu strax skært ljós á himnum og töldu í fyrstu að um þyrlu væri að ræða. En ljósið nálgaðist mjög og þá sáu þær stöllur strax að hluturinn var miklum mun stærri en þyrla og gaf auk pess ekkeri nijoo íra »er. Hluturinn var nærri hringlaga og átta minni kúlur sveimuðu í kringum aðalkúluna. Stóra kúl- an lýsti sterku hvítu ljósi, en þær litlu voru í ýmsum litum. Kúlurnar virtust allar tengdar saman. Fyrirbærið kom loks svo nærri, að um annað útsýni út um gluggann var ekki að ræða og þá sáu konurnar þrjár verur inni í stóru kúlunni. Voru þær svipað- ar mönnum í öllum útlínum, ein þeirra var í rauðum kyrtli, hinar tvær í svörtum kyrtlum. Andlit þeirra voru í skugga. Við þetta urðu konurnar svo hræddar að þær forðuðu sér frá glugganum og voguðu sér ekki að gægjast aftur út fyrr en löngu seinna, en þá var hluturinn horfinn. Tveimur sólarhringum síðar sá starfsmaður við Fram- kvæmda- og skipulagsstofnun Grænlands fljúgandi furðuhlut snemma að morgni á sveimi yfir bænum Jakobshavn. Ekki komst hann í sama návígi og hjúkrun- arkonurnar, en horfði hins vegar við annan mann á fyrirbærið sveima yfir bænum í hálfa aðra klukkustund. Maðurinn gat ekki hafa heyrt lýsingu kvennanna tveggja á sýn sinni skömmu áð- ur, en lýsing hans var eigi að síður furðu lík: Næstum kúlu- laga, lýsandi sterku hvítu ljósi. Tvær minni kúlur fylgdu hlutn- um hvert sem hann fór og virt- ust þau tengd með einhverjum hætti. Yuri Orlov áfram und- ir eftirliti Moskvu, 17. febrúar. AP. SOVÉZKI eðlisfræðingurinn Yuri Orlov, sem á sínum tíma stofnaöi samtök í Sovétríkjunum til þess aö fylgjast með því, aö Helsingfors- sáttmálanum um mannréttindi yröi framfylgt þar, hefur nú verið fluttur frá nauðungarvinnubúöum þeim í Úralfjöllum, þar sem hann hefur dvalizt undanfarin fimm ár. Hann veröur hins vegar aö dveljast næstu fimm ár til viðbótar í útlcgð frá hcimkynnum sínum. Skýröi Irina kona hans frá þessu í dag. Orlov, sem er 59 ára að aldri, var árið 1978 fundinn sekur um áróður gegn Sovétríkjunum og dæmdur í 7 ára fangelsi og 5 ára útlegð. Sagði Irina kona hans í dag, að í síðustu viku hefði hún fengið símskeyti frá yfirmanni nauðungarvinnubúðanna í Perm, þar sem því var haldið fram, að Orlov væri nú undir eftirliti yfir- valda í Yakutia, sem er eitt af Sov- ét-lýðveldunum í Austur-Síberíu. Gleymdist að panta WC-pappír Osló, 16. febrúar. Frá fréttaritara Morgunblaósin.s, Jan Krik Lauré. HERMENNIRNIR í varðstöð einni í Norður-Noregi eru nú heldur illa á vegi staddir, því að allur salernispappír þeirra er búinn. „Einhver hlýtur að hafa gleymt að panta nýjar birgðir, því að það eru ekki nema örfáir dagar síðan, að við uppgötvuðum, að birgðirnir voru á þrotum. Nýjar birgðir koma ekki fyrr en 7. marz nk., en hvað með það, við verðum að bjarga okkur þangað til með einhverju móti," er haft eftir einum hermannanna. „Setjið son minn í fangelsi“ Osló, 17. febrúar. Frá frétUritara Morgunblaðsins, Jan Krik Lauré. „SETJIÐ son minn í fangelsi," var bón föður 14 ára gamals pilts í Kristjánssandi í Noregi og dómar- inn hikaði ekki við að verða við þessum tilmælum, þrátt fyrir að pilturinn hafi enn ekki náð lög- aldri sakamanna. Ástæðan er sú, að pilturinn hefur að baki sér eigi færri en 60 afbrot og eru flest þeirra innbrot. Fyrir skömmu slapp pilturinn úr fangelsinu og þá náði hann að fremja 5 innþrot, áður en lögreglan handtók hann aftur. í gær var hann settur á ný í fang- elsið. Barnaverndarráðið í borg- inni heldur því fram, að það sé ekki á neins manns færi að hjálpa piltinum og er fylgjandi fangelsisrefsingu, enda þótt sumir kunni að telja, að með því sé verið að misþyrma barni. „Það er hreint og beint útilokað að binda enda á afbrot piltsins," er haft eftir einum af með- limum barnaverndarráðsins. „Glæpahneigð hans er óstjórn- leg.“ ■ ■■ \¥/ ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.