Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 37 Vinarkveðja: Grimur Gríms- son, Svarfhóli Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hjer hinn síðsta blund. (V.B.) Grímur Grímsson fyrrum bóndi á Svarfhóli í Geiradal í Austur- Barðastrandarsýslu fæddist á Gestsstöðum í Strandasýslu 16. maí 1903. Hann var sonur hjón- anna Bjargeyjar Símonardóttur og Gríms Ormssonar frá Miðdals- gröf í Tungusveit. Ætt Gríms ætla jeg ekki að rekja hjer. Það munu aðrir mjer færari gera. Það eina, sem hefur nokkurt gildi í ættar- tölu þegar kallið kemur er það, sem skrifað er í Jóhannesar- guðspjalli, 1. kapítula, 12. versi: „En öllum þeim, sem tóku við Jes- úm Kristi gaf hann rjett til að verða Guðs börn. Þeim, sem trúa á nafn hans.“ Þennan rjett vona jeg að Grímur hafi verið búinn að eignast. Og þá eru aðrar ættartöl- ur gagnslitlar. Þó skal jeg geta þess, að amma Gríms var Elín í Miðdalsgröf, dóttir sjera Jóns að- stoðarprests í Tröllatungu Björnssonar prests í Tröllatungu Hjálmarssonar Þorsteinssonar. En þeir feðgar, sjera Björn og sjera Jón, voru á sínum tíma svo fram á vora daga umtalaðir, sem sjerstakir guðs menn, svo að jafn- vel var sagt að kraftaverk hefðu gerst fyrir bænir þeirra, en um það skal ekki meira sagt hjer. Þó er það mikið til að þakka Guði fyrir að hafa átt svona biðjandi forfeður, því að Guð er trúr, og hann heyrir bænir þeirra, sem biðja fyrir afkomendum sínum. Og Guð auðsýnir miskunn í marga liðu afkomendum þeirra, sem elska hann og varðveita boðorð hans. Grímur var snemma talinn mjög efnilegur unglingur. Hann hafði áhuga fyrir að drífa sig áfram. Gáfur hafði hann nógar af Guði þegið og góða námshæfi- leika, en fjármagn hafði hann takmarkað til að komast á skóla því að þá var ekki mikið um opin- bera styrki til skólanáms. Samt gat hann með dugnaði og sparsemi farið á Núpsskólann í tvo vetur. Og taldi hann sig hafa haft mjög gott af dvöl sinni þar. Þegar hann var um tvítugsaldur flæddi berklaveikin yfir landið okkar og lagði Grím á sjúkrabeð. En Guð reisti hann við aftur, svo að hann hóf búskap á Svarfhóii í Geiradal árið 1932. Kona hans var Svafa Þórólfsdóttir frá Fjarðarhorni. Þau eignuðust fimm börn, mann- vænlegt og gott fólk, sem öll eru á lífi. Oft voru margir gestir á Svarfhóli, enda var gott að koma til Svöfu og Gríms. Jeg kom þar oft og naut þar gestrisni þeirra. Altaf þegar jeg var þarna á ferð kom jeg að Svarfhóli og allir þeir, sem með mjer voru. Oft gistum við þar, og stundum fleiri nætur. Alt- af var þar tími til að tala við Drottin og lesa hans orð. Að heim- sækja Svöfu og Grím var eins og að koma til systkina. Árið 1967 hætti Grímur að búa og flutti til Reykjavíkur. Gjörðist hann þá starfsmaður í Alþingi. Núna síðustu árin fór heilsu hans að hraka mjög, svo að hann þurfti þá oft að vera um tíma á Vífils- stöðum. Þar fanst honum vera sitt annað heimili. Eg held að hann hafi elskað læknana og hjúkrun- arfólkið þar eins og sína bestu vini. Núna, 24. janúar 1984, kvaddi hann þetta jarðlíf þar á Vífilsstöð- um í höndum þessara vina sinna. Börnin hans senda því læknunum og hjúkrunarfólkinu á Vífilsstöð- um kærar kveðjur með innilegu þakklæti fyrir sjerlega góða hjúkrun og umhyggju, sem þau sýndu Gími Grímssyni meðan hann þurfti á því að halda. Já, mjer finnst vera höggvið stórt skarð í frændahópinn þar sem Grímur er nú horfinn, og jeg sakna hans. Og jeg sendi konu hans og börnum innilega samúð- arkveðju. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt.“ (V.B.) Eggert Th. Jónsson í Mjóuhlíð 16. Borgþór Einar Oddsson - Kveðja 4. september 1923 31. janúar 1984 í marsmánuði 1963 kom ég aust- ur á Akurhól sem vistmaður í fyrsta sinn. Þar tók ég fljótt eftir einum vistmanni sem átti þann eiginleika til að taka hælisvistinni á skynsamlegan hátt, þannig séð að hans afstaða gagnvart öðrum á hælinu mótaðist af falslausri framkomu og tillitssemi, en sá eiginleiki er einmitt þungamiðja þess að samstilling náist frekar og gerir öðrum aðilum dvölina mun léttari. Svo langt sem ég man var framkoma hans gagnvart mér og öðrum ætíð á hinn sama jákvæða veg. Fals, ásamt lúmsku orðavali, sem fljótlega séð virðist mein- laust, en á bak við það getur samt oft verið um dulbúna illkvittni að ræða og neikvæða afstöðu gagn- vart þeim sem því er beitt gegn. Þann hugræna ókost átti Borgþór Einar Oddsson ekki til. Eftir því sem ég best veit var hann starf- andi maður alla sína lífstíð og hef- ur eflaust átt margar litríkar minningar frá bjartari dögum ævinnar, en hann stóð einnig við þá lágmarkskröfu sem gerð er í sambandi við hvern vinnudag austur á Akurhóli, þótt svo að það gæfi ekki þá peningaupphæð og þau lífsþægindi sem margir sækj- ast eftir, en hann gat þrátt fyrir það verið ánægður með sitt hlut- skipti hin síðustu ár sín á þeim dvalarstað. Ég vil að endingu þakka hinum burtfarna 'kunningja fyrir góða viðkynningu frá liðnu tímabili austur á Ákurhóli, og fleiri sem þar voru samtímis, og eru enn, munu eflaust taka undir þau kveðjuorð mín. „Grátnir til grafar göngum vér nú héðan fylgjum þér vinur, far vel á braut. Guð oss það gefi glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut.” (Vald. Briem). Þorgeir Kr. Magnússon Bílasýning í dag frá kl. 10—5. Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu % LADA bílar hafa sannað kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti (könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðararo.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð. Verð við birtingu auglýsingar kr. 213.600,- Bifreiðar& sífeiid þjonusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 Verölisti Lada 1300 163.500 Lada 1300 safír 183.000 Lada 1200 station 175.500 Lada 1500 station 196.500 Lada 1600 198.500 LadaSport 299.000 IJ 27 15 sendibíll . 109.500 UAZ 452 frambyggður 298.000 UAZ 452 m/S-kvöö . 234.100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.