Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 mmim MmyymímfnnaiiniHii -----------------------------LLL Jy Ar- jí> - ó - K&' ‘ , Ég-hef-þafr-gott -hvesn'tý he-fcjr-píi —pah f * ást er. C&> ... að synyja fyrir hana eflirlœtissönyinn hennar. TM Reo U.S. Pat Off.—all rigfits reserved c1984 Los Angeles Times Syndicate Hann hefur sUekkað svona á síðustu mánuðunum. Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVlSI Vímuefni — áfengismál: Það kemur fátt af sjálfu sér Heill og sæll, Velvakandi. Góðar konur hafa skrifað í dagblöðin undanfarið um ráð gegn vímuefnaneyslu. Kolbrún heitir ein og birtist í Dagblaðinu 6. febrúar. Nokkrum dögum áður var sú sem Inga nefndist í dálk- um Velvakanda. Báðir þessir höfundar halda því fram að ráðið sé að gera menn jákvæða í hugsun og hátt- um. Ég held að Inga nefni Sam- hygð í því sambandi. Þetta er nú gott og blessað. Eitt af því sem stuðlar að vímu- efnaneyslu er tómleiki og leið- indi og ráðið gegn því óláni er áhugi og ábyrgðartilfinning. Seint verður of mikið gert úr þeirri hættu sem leiðindum og kæruleysi fylgir eða þeim lífs- þrótti sem áhuginn vekur. En við skulum ekki einfalda þetta fyrir okkur um of. Inga segist reykja sígarettur í nokkuð stórum stíl. Þá dugar ekki hin jákvæða samhygð til að uppræta hjá henni þá tilfinn- ingu að hún þurfi að reykja. Sú staðreynd er verð umhugsunar. Nú er af mörgu að taka. Ég hef vitað stjórnmálaskörunga, skáld og hugsjónamenn af ýmsu tagi sem ofdrykkjan lamaði. Þeim dugði ekki að eiga fjölþætt áhugamál til að verjast drykkju- hneigðinni. Þess eru mörg dæmi að menn hafi byrjað neyslu vanabindandi efna fyrir félags- skap og orðið háðir þeim. Þess vegna er það fullsannað með fjölda dæma að menn geta orðið ofurseldir vímuefnum þrátt fyrir jákvæð viðhorf, samhygð og áhugamál. Það brá mörgum í brún þegar í ljós kom að athuguðu máli í Noregi að áfengisneysla var meiri meðal þeirra unglinga sem tóku mikinn þátt í félagslífi en hinna. Þarna var um að ræða fé- lög sem lögðu stund á íþróttir og ýmislegt sport. Menn héldu að þar væri þó að finna það lífsins krydd sem eyddi tómleikanum. En þess ber að gæta að í þessum félagsskap var venja að hafa áfengi um hönd við allan mann- fagnað. Og því fór sem fór. Það kemur fátt af sjálfu sér. Enginn þarf að halda að það eitt að vera jákvæður geri menn ónæma fyrir vímuefnum. Og ef sá jákvæði félagsskapur . sem þeir tilheyra notar áfengi eða önnur vímuefni við svo til öll hugsanleg tækifæri þá fer illa. Um það eru mörg dæmi. Þau eru svo mörg að af þeim mætti draga rökréttar ályktanir. H.Kr. Um sjónvarpsdagskrána og hundahald: Get ekki þagað lengur Velvakandi góður! Nú get ég ekki þagað lengur. Nokkrir strákar skrifa í Velvak- anda hinn 3. febrúar sl. og kvarta yfir breyttum tíma á þáttunum með Tomma og Jenna. Ég er þeim innilega sammála. Á mínu heimili missa flestir af þeim, því þetta er sá tími þegar maður er að borða og sumir ókomnir heim. Ef þetta hentar svona vel fyrir litlu börnin, því er þá ekki hægt að endursýna þáttinn eftir fréttir og veður- fregnir? Nú er farið að gagnrýna þætti Dave Allens og þeir sem það gera kalla sig kristna og skrifa sem umboðsmenn kristinna manna. Ég er kristin og hef þó mikla ánægju af þessum þáttum. Þeir sem ekki þola að hlusta á þennan húmorista ættu bara að slökkva á tækjum sínum í staðinn fyrir að sitja und- ir þessum bröndurum og ergja fyrst sjálfa sig og síðan alþjóð með sínum leiðinlegu skrifum. í Velvakanda annan febrúar skrifar dönsk kona frá Danmörku um hundahald. Þegar hún hefur lýst óþrifunum eftir hundana, seg- ir hún að ef eigendur hunda yrðu látnir greiða háan hundaskatt, færi ástin á hundinum að dvína. vera skilyrði fyrir veittum leyfum til hundahalds. Það er reynsla okkar. Fyrir rúmu ári var ég í Ilanmörku, bæði í Kaupmanna- höfn og víðar, og fannst mér hundahald þar til fyrirmyndar, ekki sá ég lausa hunda þar þennan tíma, og óþrifin varð ég ekki vör við — gekk ég þó víða. Hundarnir virtust flestir vel siðaðir og hlýðnir. Ef banna á hunda, því þá ekki að banna líka hesta — stærri eru óþrifin frá þeim. Og í framhaldi af því mætti banna fólk sem hendir rusli út um allt og brýtur flöskur á gangstétt- um. Og því ekki að banna bíla sem menga andrúmsloftið, — svona mætti lengi telja. Bðnn bæta ekki, reyna þarf að finna skynsamlega lausn mála, svo sem flestir geti orðið ánægðir. Kona í Garðabæ Popphljómsveit á Listahátíð: Duran Duran — en ekki Dire Straits Til Velvakanda! Við erum sammála þeim mörgu sem skrifað hafa og beðið um Duran Duran á Listahátíð. Um daginn var grein í Járnsíðunni um þær hljómsveitir sem kæmu sterklega til greina á Lista- hátíð. Onnur þeirra var Dur- an Duran en hin var Dire Straits. Við urðum alveg orð- lausar þegar við sáum að Dire Straits kæmi til greina — það hefur ekkert verið beðið um þá í blöðunum og þeir hafa heldur ekkert verið á vinsældalistum í lengri tíma. Ef forráðamenn Listahá- tíðar vilja fá hljómsveit sem hefur örugga aðsókn, þá mælum við með Duran Dur- an, og hvetjum forráðamenn Listahátíðar til að gera upp hug sinn, því það er ekki auð- velt að fá svona hljómsveitir hingað. Og að lokum viljum við senda öllum Duran Dur- an-aðdáendum bestu kveðjur með von um að draumurinn rætist. 7 stelpur Hver var Helgi Guðmundsson? Þannig er það kannski í Dan- mörku, og þó. Við eigum hund og borgum af honum skatt og ekki hefur ástin á honum dvínað. Hann veitir okkur ánægju og við honum. Hundur sem alinn er upp í bæ eða borg og á þar sína fjölskyldu, sem hugsar vel um hann, er ánægður. Hunda á ekki að banna, heldur á að setja reglur og eftirlit sem greitt væri með hundaskattinum. Hlýðninámskeið fyrir hundaeig- endur og hundana þeirra ætti að Játvarður Jökull Júlíusson Miðjanesi A-Barðastrandarsýslu óskaði eftir að koma þessari fyrirspurn á framfæri vegna bókar sem hann hefur í smíðum: Hver var Helgi Guðmundsson, búfræðingur 1898? Hér með er leitað upplýsinga um búfræðing sem útskrifaðist vorið 1898 frá skólanum í Ólafs- dal, Helga Guðmundsson að nafni. Hann lauk námi eftir 1 árs (vetrar?) veru í skólanum, með aðaleinkunn 5,41. Hvaðan var Helgi? Hverra manna? Hvenær fæddur? Hver varð ævi hans? Viti einhverjir skil á Helga Guðmundssyni búfræðingi, niðj- ar hans, aðrir ættingjar, sýsl- ungar eða fræðimenn, eru þeir beðnir umfram allt að láta mig vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.