Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 Frá aðalfundi Stjórnunarfélags íslands. Stjórnunarfélag íslands: Sigurður R. Helgason endurkjörinn formaður Verkfallsboðun um borð í Fjallfossi: Aðgerðir vegna tveggja annarra skipa 15. mars AÐALFUNDUR Stjórnunarfélags íslands var haldinn 16. febrúar sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosin ný stjórn fyrir næsta starfsár. f stjórn félagsins eiga nú sæti: Sigurður R. Helgason, for- maður, Jón Kristjánsson, Steinar Berg Björnsson, Geir Magnússon, Davíð A. Gunnarsson, Guðmundur 75 ÁR ERU nú liðin frá því fyrsta vélstjórafélagið á íslandi var stofn- að. Verður tímamótanna minnst meö þeim hætti aö öllum fyrrverandi stjómarmönnum félagsins verður boðið til hátíðarfundar að Borgar- túni 18 í dag, laugardag, kl. 15.30. Á sama stað verður síðan opið hús fyrir alla félagsmenn og velunnara félags- ins frá kl. 14.00 á morgun, sunnu- dag. Opið hús í tilefni afmælisins verður einnig á Akureyri og á Reyð- arfirði. Fyrsta vélstjórafélagið var stofnað þann 20. febrúar 1909 og var formaður þess Sigurjón Stjörnubíó sýnir Martin Guerre snýr aftur STJÖRNUBÍÓ tekur nú til sýningar kvikmynd Daniels Vigne, MARTIN GUERRE SNÝR AFTIJR (Le Retour de Martin Guerre). Kvikmyndin hefur hlotið mikla athygli víða um heim og m.a. feng- ið þrenn Cesar-verðlaun. Sagan af Martin Guerre og konu hans, Bertrande de Rols, er sönn. Hún hófst í þorpinu Artigat í frönsku Pýreneafjöllunum árið 1542 og hefur æ síðan vakið bæði hrifningu og furðu heimspekinga, sagnfræðinga og rithöfunda. Dómarinn í máli Martin Guerre, Jean de Coras, hreifst svo mjög af því sem hann sá og heyrði, að hann skráði söguna til varðveislu. Björnsson, Jóhannes Sigurgeirs- son, ólafur Haraldsson og Þórður Friðjónsson. Á fundinum flutti Eyjólfur Konráð Jónsson alþingis- maður erindi er hann nefndi: „Þáttur fiskeldis í umsköpun ís- lensks atvinnulífs" og er það birt annars staðar í blaðinu. Kristjánsson. Eitt af fyrstu verk- efnum félagsins var að beita sér fyrir setningu laga um atvinnu- réttindi vélstjóra. Tvö iandsfélög, Vélstjórafélag íslands og Mótor- vélstjórafélag Islands, störfuðu samhliða frá árinu 1942, en 1968 sameinuðust þau í nýju félagi sem hlaut nafnið Vélstjórafélag ís- lands. Félagsmenn Vélstjórafélags ís- lands eru nú um 1800 og er félagið aðili að um 20 kjarasamningum. Um 90% félagsmanna starfa á kjarasamningum þess, til sjós starfa um 60% félagsmanna á kaup- og fiskiskipum, en í landi um 30%. Aðalskrifstofa félagsins er í Reykjavík, en auk þess rekur það skrifstofur á Neskaupstað og Akureyri. Vélstjórafélag Islands er aðili að tveimur sérsambönd- um, Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands og Vélstjóra- sambandi Norðurlanda. (Úr fréttatilkynningu.) FJALLFOSS, eitt skipa Eimskipafé- lags íslands, stöðvaðist ekki vegna verkfalls þess sem Sjómannafélag Reykjavíkur hafði boðað til um borð í skipinu á hádegi á fimmtudag, vegna þess að fjöldi háseta í áhöfn var ekki sá sem mælt er fyrir um í kjarasamningum. Skipið lagði af stað til Ostende í Belgíu á miðviku- dagskvöld og stöðvast því ekki af völdum verkfallsins fyrr en seinni- part mánaðarins, þegar það er aftur væntanlegt til landsins. Þórður Sverrisson, blaðafulltrúi Eimskipafélagsins, sagði að við- ræður hefðu staðið yfir um þetta mál að undanförnu, en samkomu- lag því miður ekki náðst. Nú væru 9 menn um borð, eins og rúm væri fyrir í klefum í skipinu, þar af 3 hásetar. Hann sagðist vonast til að samkomulag myndi nást áður en skipið kæmi aftur til landsins, svo ekki þyrfti að koma til verk- falls. „Við höfum viljað athuga hvort að einhverjar breytingar réttlæti það, að skipverjum um borð fækki og við viljum að það sé byggt á sjónarmiðum beggja aðila á jafn- réttisgrundvelli," sagði Guðmund- ur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, er blm. Morgunblaðsins bar undir hann þetta mál í gær. „Um það eru ákvæði í kjara- samningum hve margir hásetar eiga að vera um borð í tilteknum stærðum skipa. Við athugun virð- ist það vera staðreynd að íslenskir farmenn sinni fleiri og margþætt- ari störfum en kollegar þeirra í öðrum löndum. Það kemur meðal KRISTILEGT félag heilbrigðisstétta heldur sinn mánaðarlega fund á nk. mánudag kl. 20.30 í Laugarnesk- irkju. Aðalefni fundarins verður um hlutverk fyrirbænar fyrir sjúkum. Sigurbjörn Einarsson, biskup og annars til af samsetningu farms og því hversu mikil dekklest er á íslenskum farskipum. En það virð- ist því miður vera svo að þegar kostnaðarauki verður í landi, þá einblíni útgerðarmenn á áhafnar- fækkun um borð í skipunum. Það má aldrei verða svo að meira sé hugsað um peninga, en öryggið um borð í skipunum og sjómannafé- lögin verða að varast það að gefa þetta svo frjálst að skipin verði vanmönnuð," sagði Guðmundur ennfremur. Guðmundur sagði að þeir væru til viðræðu um einhverja fækkun áhafnarmeðlima ef eitthvað kæmi i hlut áhafnarinnar í staðinn. Hann sagði að þeir hefðu boðað til aðgerða af sömu ástæðum vegna tveggja annarra skipa Eimskipa- félagsins 15. mars næstkomandi. Það eru skipin Bakkafoss og Lag- arfoss. Jafnframt sagði Guðmund- ur að athugun myndi fara fram á fjölda undirmanna í áhöfn á kaup- skipum annarra útgerða. Félagið stofnad 1959 en ekki 1962 í frásögn Morgunblaðsins í gær af stofnfundi sjálfstæðisfélags í Bessastaðahreppi er sagt að sjálfstæðisfélagið í Garðabæ hafi verið stofnað 1962. Þetta er ekki rétt. Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ var stofnað 1959 og verður því 25 ára í ár, en 1962 gerðust sjálfstæð- ismenn í Bessastaðahreppi þátt- takendur í félaginu í Garðabæ. Guðrún Jónsdóttir, geðlæknir, flytja framsöguerindi, en að þeim loknum verða fyrirspurnir og frekari umræður. Úr fréttatilkynningu. Thilemans í „BIuesette“ Belgíski munnhörpusnillingurinn Toots Thilemans hélt tónleika í Gamla Bíói á miðvikudag. Fjöl- menni varð vitni að leik hins 62 ára „virtúóss“ og voru undirtektir áhorf- enda frábærar að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Jazzvakningu. Á myndinni sést Toots leika á gítar í laginu „Bluesette", sem hann samdi árið 1962 og varð heimsfrægur fyrir. Að baki hans er Guðmundur Steingrímsson, trommuleikari. Morgunblaðid/KEE „Afburða- greind börn“ — opinn fundur „Afburðagreind börn“ er yfir- skrift opins fundar sem Samtök áhugafólks um uppeldis- og mennta- mál, SÁUM, efna til á Hólel Borg á morgun, sunnudag, ásamt Kennara- félagi Reykjavíkur. Á fundinum, sem hefst kl. 15.00, verða framsögumenn þau Bragi Jósepsson, Andri fsaksson, Elín Ólafsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Að loknum framsögu- erindum verða pallborðsumræður og gefst þá fundargestum kostur á að beina spurningum til fram- sögumanna. Leiðrétting f frétt í Morgunblaðinu í gær, um tillögu stjórnar Framkvæmdastofn- unar ríkisins um forstjóra stofnun- arinnar meðan Sverrir Hermanns- son gegnir ráðherrastörfum, varð sú leiða villa að nafn hins nýja for- stjóra, Kristins Zimsen, misritaðist og var rangt stafsett út í gegnum fréttina. Er hann beðinn velvirð- ingar á þessum mistökum. Borgarstjórn Reykjavíkur: Enn spurt um ísfílm hf. Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtu- dag voru aftur á dagskrá fyrirspurn- ir í nokkrum liðum frá borgarfull- trúum minnihlutans um hlutafélag- ið ísfilm. Davið Oddsson, borgarstjóri svaraði fyrstu spurningunni, sem var um það hvort orðalagið í sam- þykktum að ísfilm hf., „ ... ýmis önnur þjónustustarfsemi á sviði fjölmiðlunar," vísaði til stofnun- ar og reksturs sjónvarpsstöðvar, á þann veg að sjónvarpsstöð gæti heyrt undir þetta orðalag, ef lög varðandi slíkar rekstur í landinu breyttust. Spurningu um dag- skrárstjórn slíkrar stöðvar kvað hann ekkert hægt um að segja, enda væri óvíst hvort slík stöð kæmist á laggirnar. Spurningu um það, á hvern hátt ísfilm hf., geti opnað stórkostlega mögu- leika fyrir samkeppnisaðila sína sagði Davíð, að félagið gæti vegna burða sinna, fremur skap- að verkefni fyrir þá sem á þéssu sama sviði starfa, fremur en tek- ið verkefni frá þeim. Spurningu um nauðsyn leyndar þann tíma, sem samningar við ísfilm stóðu yfir, svaraði Davíð að á meðan málið var aðeins á viðræðustigi og óljóst um hvort niðurstaða næðist hefði ekki verið ástæða til opinberrar umræðu um málið. Spurningu um merkingu orða borgarstjóra og forseta borgar- stjórnar um að ísfilm muni veita Ríkisútvarpinu samkeppni, svar- aði hann á þann veg, að ef að stofnun útvarpsstöðvar yrði á vegum félagsins, þá vonaði hann að það framtak skapaði Ríkisút- varpinu verðuga samkeppni. Þorbjörn Broddason, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, sagði m.a. við umræður um málið, að ljóst væri að það yrði flokks- stjórn Sjálfstæðisflokksins sem mundi stjórna sjónvarpsstöð, ef að stofnun slíkrar stöðvar yrði staðið af hálfu ísfilm hf. Sagði hann það hlutverk Reykjavíkur- borgar að stuðla að lýðræðislegri fjölmiðlun í borginni, en ekki að þjóna hagsmunum Sjálfstæðis- flokksins. Þá hafði hann orð um stefnubreytingu hjá Davíð Oddssyni í átt til opinberrar for- sjár í fyrirtækjarekstri. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins sagði það hafa komið fram að m.a. ( Alþýðublað- inu, að ekki hefði borgarstjóri haft fullt samráð við borgar- stjórnarmeirihlutann í þessu máli. Vitnaði hann enfremur í ályktun frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem skorað er á menntamálaráðherra að stuðla að því að frjáls fjölmiðl- un næði fram að ganga hér á landi. Kvað Sigurður það vís- bendingu um þrýsting til hags- bóta fyrir ísfilm hf. DavíA Oddsson sagði að efnisleg umræða um aðild borgarinnar að Isfilm hf., færi fram þegar málið yrði afgreitt í borgarstjórn. Minnihlutinn hefði óskað eftir fresti á þeirri afgreiðslu, en tæki það eftir sem áður ítrekað á dagskrá í borgarstjórn. Væntan- lega yrði málið afgreitt á fundi borgarstjórnar eftir hálfan mán- uð. Málflutningur borgarfulltrú- anna Þorbjörns og Sigurðar væri einkennilegur á þessum fundi. M.a. þegar SÍS og fleiri aðilar að Isfilm hf. væru gerðir að félögum í einkaklúbbi Sjálfstæðisflokks- ins. Áhyggjur Þorbjörns Brodda- sonar af því að borgarstjórinn væri að svíkja hugmyndir frjáls- hyggjumanna væru líka sér- kennilegar. Samstarf borgarinn- ar við Isfilm um skamman tíma væri sjálfsagt að sínu mati, en þeir aðilar aðrir sem að Isfilm hf. standa hefðu allir talið mikilvægt að borgin gerðist aðili að hlutafé- laginu. Enda fordæma fyrir slíku að leita víða í nágrannalöndun- um. Það sannaði líka hvað hug- myndin væri góð, að í fréttum í blöðum hefði komið fram að fjöl- margir aðilar hefðu hug á sam- starfi við borgina á þessum vett- vangi. Það væri rétt að tæmandi um- ræða hefði ekki farið fram um málið innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi skoða málið út í ystu æsar, en mál væru seint tæmandi rædd. Vélstjórafélag íslands 75 ára: Opið hús í Borgartúni 18 Kristilegt félag heilbrigðisstétta: Hlutverk fyrirbæna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.