Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Um íslenska smásagnagerð 1983 — eftir Þorstein Antonsson Á nýliðnu ári komu út fjögur smásagnasöfn sem fengur er að þeim sem áhuga hefur á fram- vindu íslenskrar smásagnagerðar á líðandi stund. Bókum þeim fylg- ir krafa um fjölbreytni; þær eru til marks um uppreisn gegn hugs- unarhætti sem orðið hefur að fjörtjóni mörgum skáldverkum á umliðnum árum ef leiðir af líkum, t.d. Heimum Sigurðar Á. Frið- þjófssonar. Ritverkum sem fengu ekki að breiða úr sér, ná því formi sem helst hæfði efni þeirra vegna fordóma um smásögur yfirleitt. Ellegar vegna þröngs sjónarmiðs á hvað gæfi skáldsögu gildi. í stað slíkra ritkrypplinga undir kenni- heitinu skáldsögur og einfaldra frásagna um sérlundað fólk fyrr á tíð (Jón Helgason) hafa á síðustu árum verið til marks um heil- brigða þróun listgreinar form- fagrar mannlífsstúdíur mennta- fólks (Álfrún Gunnlaugsdóttir, Af mannavöldum), glettnar sögur með nýstárlegu sjónarhorni á hversdagslíf okkar (Þórarinn Eldjárn, Ofsögum sagt); slökun, aukið frjálsræði á sviðum hugar- flugs, málbeitingar, formgerðar, mannræktar; þessi eru einkennin. Sigurður Á. Friðþjófsson segir Sjö fréttir af mannlífi sem afhjúp- að hefur verið blekkingum sínum allt til nektar. Tíu myndir úr lífi þínu Vigdísar Grímsdóttur er djarfleg tilraun til að beita draumskyggni við mannlífslýs- ingar. Ólafur Ormsson sýnir með bók sinni Skringilegt mannlíf, að þrátt fyrir dómaraskrök frá vinstri og hægri lengur en nokkur kærir sig um að muna, er mannlíf til staðar. Og stílistinn Steinunn Sigurðardóttir varpar, vitað og óvitað, ljósi á afkáralega stöðu af- þreyingarsagna í þjóðlífinu. Merkast smásagnasafn sem út kom á síðasta ári er að mínu áliti Sjö fréttir Sigurðar Á. Friðþjófs- sonar. Sögurnar eru þvílíkar sem klappað hafi verið á steinvegg og fram streymi vatn þar sem lítið var af því fyrir. Eftir lestur þeirr- ar sem ber undirskriftina „Eins dauði er annars brauð" og þann rosalega titil „Mannæturnar" er venjulegum íslendingi ljósara en fyrr hvernig sú framvinda félags- mála er, sem leitt getur af sér Kröfluvirkjun og Krísuvíkurskóla. En bakgrunnurinn er ekki sagan. Höfundur greinir í þessari sögu frá manni sem hlýtur um síðir að horfast í augu við að fjarstæður verða ekki frá honum greindar. Með því að velja að söguvettvangi merkingalausa hælisbyggingu í Kapelluhrauni á Suðurnesjum sýnir hann meðfram að hlutverk skáldskapar er að eyrnamerkja ummerki ókunnugleikans, gera fjarstæður og hendingar aðgengi- leg mannlegri hugsun fyrir til- styrk skapandi hugvits. „Sjálfur var ég staddur þarna til að skoða afsprengi uppmælingakerfisins. Hælið. Banabita Gísla bróður ..." Sögumaður segir líka: „Hælið var tilbúið undir tréverk. Þannig skil- aði Gísli bróðir því fyrir tveimur árum. Hann hafði vonast til að fá innivinnuna líka en þegar til kom voru peningarnir þrotnir og eng- inn áhugi fyrir hendi að halda áfram byggingunni..." Og enn- fremur: „I hittífyrra þegar Gísli skaut sig fyrir framan altari í gamalli trékirkju þarna skammt frá, komst ég ekki til íslands til að vera viðstaddur útförina." Draumur og veruleiki eru eitt, vit má sín ekki gagnvart þeim fjarstæðum sem sagan hermir af. I niðurdrabbaðri hælisbygging- unni lendir sögumaður í hana- stélsboði, reisugilli eða einhverju ámóta. Hverju skipta nöfn ef skemmtun stendur fyrir sínu? Einhverjir hafa samtímis orðið til þess að nýta kjallarainngang hússins undir svín. „Það var eins og ég reikaði um í draumi eða á öðru tilverustigi." Nýslátraður göltur liggur á altari trékirkjunn- ar gömlu þar sem bróðirinn dó, kirkjan er í nágrenninu, tákn hefða, þangað hefur sögumaður hrakist við þessa vettvangskönn- un. Verðmætabrengl boðsgesta, ósnortinleiki þeirra gagnvart hefðbundnum lífsverðmætum ger- ir að hinar mögnuðustu draumm- yndir geta legið í vegi þess sem vill halda vöku sinni. Gölturinn, Gísli, Kristur sjálfur þjóna með einum og sama hætti hagsmunum kokteilgesta, fórnarlömb þeirra sem sjást ekki fyrir um eigin gerð- ir. Sigurði Á. Friðþjófssyni tekst að segja þónokkuð af íslenskum þjóðlífsaðstæðum með safni sínu, og sjónarhornið er óvenjulegt með hliðsjón af bókmenntum síðustu ára, stendur einn og hlífðarleysið við sjálfan hann og sögupersón- urnar er áberandi. Ekki að síður er bókin með bestu sagnasöfnum sem hafa komið út um árabil; á skilið ítarlegri úttekt en það fékk á útgáfutíð fyrir skömmu. Um- fjöllun sú öll minnti á hundinn stundarkornið meðan hann hring- ar sig og leggst. Hvað þessa bók varðar var hún kölluð svartsýn, hún þótti ekki notaleg og hvutti færði sig og fann sér annan mýkri legustað. Sjö fréttir eru sögur af fólki sem eins er komið fyrir, líf þess og lífsskilyrði ganga ekki upp hvort með öðru og framvinda hverrar sögu afhjúpar þessa stað- reynd. Svo ólíkar sem kringum- stæður þessara persóna virðast við fyrstu kynni standa þær í sögulok berskjaldaðar frammi fyrir lifssannindum, sem þær til þess hafa getað horft fram hjá en raunar ofbjóða þeim; afleiðingin verður örvænting. ónýti til lík- amlegrar eða andlegrar uppbygg- ingar: til kynferðislegrar eða list- rænnar sköpunar (Nápleis og Sjálfsmynd). Sjálfsvíg (Varúlfur og Væðing). Afturhvörf, eins og konunnar sem „lét sig sökkva ofan í móðurlíf sitt“. Stórkostleg sú saga, Eyða: einstæð móðir liggur andvaka og hugsar til manns síns fyrrverandi, hefur frétt að önnur kona beri barn hans undir belti. „Auðvitað átti henni að standa á sama. Það var rúmt ár síðan þau skildu að borði og sæng og tveir mánuðir frá því að löglega var gengið frá skilnaðinum. En henni stóð barasta ekki á sama. Inni í kvið sambýliskonunnar óx nú nýtt undur, sem var hluti af honum en ekki henni, heldur allt annarri konu. Það sveið sárar en hún hafði getað gert sér í hugarlund. Reynd- ar hafði hún aldrei leitt hugann að þessum möguleika, en hún mátti vita að svo hlaut að fara..." Sjónarhorn höfundar skiptir ekki máli um gildi bókar svo lengi sem hann er trúr sjálfum sér við iðju sína, í mesta lagi að það veki lítilsvirðingu fyrir prívatmannin- um eða á hinn bóginn virðingu eins og umtöluð bók. Sé það for- senda þessara frásagna að líf mannskepnunnar sé „eilíf kvöl og pína“, eins og segir í lokaorðum sögunnar Þegar sprengjan féll, er virðingarvert að úrræði höfundar þeirra skuli ekki vera kuldahlátur uppgjafamannsins eins og kon- unnar í þeirri sögu sem ein komst af undan helsprengjunni. Of margir íslenskra höfunda hafa á síðustu árum fallið í þá gryfju. Það er sérstaklega ánægjulegt um þrjú þeirra smásagnasafna sem út komu á síðasta ári að þau eru að mestu laus við slíkan kalsa, öðru nær um skáldsögurnar; því líkast sem mannleg nærvera sé aðeins afberanleg undir þröngu sjónar- horni, við enn frekari aga en skáldsögurnar með ríkari kröfu á listfengi og gildi hvers orðs fyrir heildina; smásagnagerð er heldur ekki eins háð bókmenntastofnun og efnahag sem skáldsögugerð. Vigdís Grímsdóttir lýsir tilfinn- ingum undur vel í bók sinni „Tíu myndir úr lífi þínu“. Af smekkvísi. Og hlédrægni. Svo að bók hennar er hin ljúfasta lesning þrátt fyrir að hún lýsi einkum söknuði, ör- yggisieysi, hræðslu, einmanaleika og fólki sem dreymir dagdrauma þrátt fyrir að allar óskir þess hafi ræst. Þessar kenndir eru í fyrir- rúmi, saga er meira og minna til staðar en í forgrunni er persóna, tilfinningar hennar; virðingin fyrir mennsku þessa fólks og tæru máli er hafin yfir aðra. í nafni óræðileika, hendinga, hins óhefta ímyndunarafls er uppreisn gerð, ritun þessarar bókar, lesandinn er, samkvæmt upphafs- og loka- orðum, seiddur inn í vef úr ímynd- um, svo myndrænn og náinn er hann að minnir á ofskynjanir. Þetta er ein leið frá raunsæi sem hefur gengið sér til húðar, skáldskapur sem fer ekki dult með að hann sé það. Með einföldu máli, stundum eintali barns, eru töfrað- ar fram þekkilegar svipmyndir úr lífi kvenna, kyrrlætislegar: ljóslif- andi er hún gamla konan við gluggann sem telur sjálfri sér trú um að ungi maðurinn sem dokað hefur við handan götunnar eigi erindi við hana. Hver veit, kannski átti hann það. Strax í upphafi er skýrsluraun- sæi gefið langt nef en í ljós kemur að kortlagning þess mannheims, sem hermt er af, er agaðri en svo að gefinn sé kostur á annarri und- ankomuleið en einkalífsins, dag- drauma eða annarskonar hugar- bríma, s.s. skáldskapar sem ætlað er að standa undir sjálfum sér að því marki að höfundur getur lýst hann eitt saman úrræði við ein- semd: „mér er sama hvað þér finnst svo framarlega sem þú heldur áfram að vera til og lest lengur", eru lokaorð bókarinnar. Fyrir vikið hefur hún mjög per- sónulegt svipmót. Við bætist að ljóð, myndræn en óljós um merkingu, eru höfð í stað fyrir- sagna sem vísi á innihald þátt- anna. Dæmigerður fyrir þættina er sá um gömlu konuna sem komin er í hornið hjá syni sínum eftir fyrstu vistaskipti ævinnar og þá fyrst hefur öðlast getu til að tæma hug sinn, á hinum nýja stað hefur sérhver hlutur merkingu af til- gangi sínum en er ekki sjálfstæð- ur um merkingu eins og á gamla staðnum þar sem lúðar stiga- tröppur og barnagrind í stigaopi sögðu sögu kynslóða. Meginmál þáttarins er nærfærin „mynd“ af söknuði konunnar á kveðjustund; margræði sitt fær þátturinn af lokaorðunum þegar umskiptin eru orðin og gamla konan hefur loks náð takmarki sínu að verða ráð- andi eigin hugsana en er um leið svipt öllu sem gætt hefur líf henn- ar merkingu. Felast ekki í lýsing- unni sannindi um kynslóða- mun ... ? í síðasta þætti bókarinnar segir af ræstingakonu í banka sem verð- ur fyrir barðinu á ómannúðlegum yfirboðurum, bankastýru og „hinni aðfinnslusömu". Þær fyrir sitt leyti láta stjórnast af hræðslu við að missa starf sitt, af stefnu- miði stofnunarinnar að þrífast sem best á kostnað alls annars. Með þessari lengstu sögu bókar- innar sýnir Vigdís Grímsdóttir lífsvanda þeirra persóna sem hún af svo mikilli alúð lýsir í hinum þáttum þessarar bókar; sýnir stofnun sem fyrirbæri, eðlisóskylt mannlífi, menn hljóta að firrast slíkt bákn í nafni óræðileika síns, „Sú svartsýni sem ein- kennt hefur umfjöllun um skáldsögur á líðandi stund í fjölmiðlum takmarkast við þær, samtímis eru skrifaðar af djörfung formprúðar, efnisríkar smásögur og ekki sjáanlegt annað en sú þróun geti færst í aukana.“ kuldalega rökfestu þess, ómann- eskjulega nákvæmni og kröfur um óskeikulleika, skilyrðislausar kröfur um að hagnýt sé hver gerð. Fáránleg, gjörsamlega órökvís er uppreisn ræstingakonunnar, en um það er lýkur er mest manns- mót af henni af þeim sem við sögu koma þrátt fyrir að hún hefur misst atvinnuöryggi sitt og heim- ilisfesti. Samskonar er uppreisn höfundar gegn stofnanabundnum ritvenjum. Greinilega á betur við ólaf Ormsson að skrifa smásögur en skáldsögur, hans besta bók til þessa kom út í fyrra, Skringilegt mannlíf, skemmtilegar og allt að því ofboðslega einfaldar frásagnir úr þjóðlífinu á líðandi stund. Það efni sem sagt er af berum orðum innihalda sögur Ólafs Ormssonar og alls ekkert umfram það eins og góður blaðamannsstíll. Vel til fundin er aðferð hans við að finna sögunum tengsl við reynslu vænt- anlegra lesenda, í þeim efnum fer ekkert milli mála fremur en öðr- um. „Blá „Mazda" fólksbifreið ár- gerð „1979“ ók á mikilli ferð niður að raðhúsinu að Meistaravöllum í Mosfellssveit." Snertipunktar einkum við veruleika hins grunn- færna manns eða hvað? Vitundar- miðjan er heiti bíla, manna, veð- rið, heiti daga í almanakinu, klukkuskífan. „Ertu með farmið- ana á Costa del Sol? Og tímaritin Hjemmet, Rapport og hann Andr- és önd minn? kallar Arnþrúður ofan af svölunum." Persónusafnið talar allt eins og það vilji ljóstra því upp um sjálft sig að innræti þess sé eins og vinstri róttækl- ingar hafa borið á þvílíkar mann- eskjur um langt árabil. „Já, hun- angsfluga, ég er líka með nýjar kassettur í myndsegulbandið. Ég lifi ekki af lokun sjónvarpsins fram á haustmánuði.“ — „Hvers vegna loka þeir fyrir Dallas og skrúðgarðsþáttinn?" En lengra nær ekki líkingin: það er ekki ver- ið að hýða þessar skringilegu manneskjur opinberlega í nafni steinrunnins raunsæis, persónu- safnið er ekki af þvílíkum ástæð- um hraktara í lok sagnanna en í upphafi þeirra. Mögnuð er sú af Felix, síldarkónginum sem komst á vonarvöl, samúð höfundar aug- ljóslega með honum og þó án við- kvæmni. Skrásetningarviðmótið sem einkenndi skáldsögur ólafs, Stútungspunga og Boðið upp í dans, er til staðar í þessum sögum en ofgerir þeim ekki, aftur á móti skáldsögunum. Ofgerir þeim ekki Hudson’s Bay London., Uppboð á refaskinnum og fleiru 12.—17. febrúar 1984. Frá London fur Group: Tegund: Fjöldi: selt% Toppverö: Skýringar: Blárefur 180.755 100 3.753,- Hækkun 30—70% frá des. 1983 í þessum blárefaskinnum voru um 7000 skinn frá Islandi, um 1000 skinn voru seld í London í des. 1983, og eftir er aö selja um 2000 skinn héðan, en alls hafa um 65 loödýrabændur sent um 11.000 refaskinn til London í vetur frá íslandi. Aöalkaupendur blárefaskinnanna voru Austurlönd fjær í stærri og betri skinnunum en ítalía í stærö 1 og lélegri gæöum. Uppboðsmeðalverð í „167, London Label“, og I. flokk kr. 1360,- Shadow-refur 33.663 100 3.584,- Verö óbreytt frá I þessum shadow-refaskinnum voru um 1000 skinn frá Islandi. Helsingfors, jan. 1984. Aðal kaupendur: ítalía. Silfurblár 3.249 85 7.380,- Sama verö og í Silfurrefur 2.305 88 9.909,- Helsingfors í janúar 1984. Sama verð og í Platníurefur 137 80 7.590,- Helsingfors í jan. 1984. í heild voru boöin upp 354.500 refaskinn frá ýmsum löndum og um 500 .000 lambaskinn auk fjölda annarra loöskinnategunda. Loöskinnamarkaöurinn hefur styrkst mjög mikiö frá því í desember og reiknaö er meö enn frekari hækkunum í mars. Um 1.000.000 minkaskinn veröa boöin upp hjá Hudson's Bay í London dagana 23. til 28. febrúar 1984. Sýning hefst þann 17 febr KjÖrbOr hf./SkÚIÍ SkÚlaSOn, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.