Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Viljum við — eftir Þuríði Vilhjálmsdóttur 1984 eru menn stoltir yfir að eina að baki 15 ára „friðartíma". Já, „friðartíma" þar sem 3 millj- ónir manna hafa verið drepnar að ótöldum slösuðum, heimilislaus- um og landflótta. Borgir, bæir og héruð hafa verið lögð í rúst. Bræð- ur, systur, feður, mæður og aðrir ástvinir hafa horft á sína nánustu deyja í hinum vitfirrta stríðsdansi friðartímanna svokölluðu. Jafnaðarmerki er sett á milli „friðartíma" annars vegar og und- irlægjuháttar, fjöldamorða, ofbeldis og blóðugra byltinga hins vegar. Fyrir mér er þetta ekki friður. Ég kalla það heldur ekki frið þegar menn þvinga hverjir aðra, virða ekki skoðanir hvers annars, hagnast hver á öðrum og berja hver annan. Á meðan þessi ófriður á milli manna varir líður mönnum ekki vel. Manninum líður vel þegar hann getur lifað í sátt og samlyndi við alla menn, hvort sem þeir eru hvítir, svartir, kommar, íhald, kaþólikkar, múhameðstrúar eða kristnir. Þegar honum er sama hvort háraliturinn er rauð- ur, svartur eða hvítur og þegar honum er sama um hvort menn- irnir í kringum hann eru kven- kyns, karlkyns eða hvorugkyns. Honum líður vel þegar hann treystir öðrum og sjálfum sér. Þegar samskipti hans eru góð og byggjast á virðingu fyrir því sam- eiginlega á milli manna og því sem aðskilur, þá líður honum vel og þá finnur hann til friðar. Ekki bara innra með sér heldur í öllu sínu umhverfi. Og þegar honum líður vel kemur honum ekki til hugar að fara með ófrið á hendur öðrum mönnum eða þjóðum vegna þess að hann veit hvað það er vitlaust. Hvað varðar stóru sprengjuna sem vofir yfir mannkyninu, þá er hún aðeins tæknileg framlenging á löðrungi. Og löðrungur verður til vegna slæmra samskipta. Þetta er ekki mjög flókið og þetta er verkefni Samhygðar í 50 löndum í dag. Árangur er þegar orðinn. T.d. áttu Samhygðarfélag- ar í Argentínu sterkan þátt í því að lýðræðisöfl komust aftur að eftir margra ára herforingja- „Ekki segja: „Mér kemur ekki viö hvernig öörum þjóðum eða ókunnugu fólki líður. Það eina sem skiptir mig máli er að ég og mínir hafi það gott.““ stjórn. í desember sl. fór fram í Argentínu, á vegum Samhygðar, undirskriftasöfnun til afnáms herþjónustu. Á fimm vikum söfn- uðust milljón undirskriftir. Samhygðarfélagar í nágranna- landi Argentínu, Chile, söfnuðu um sama leyti 520 þúsund undir- skriftum til að efla frið á milli þessara tveggja þjóða, sem hafa lengi átt í ófriði. í þessum tveimur löndum er Samhygð orðið félagslegt afl, sem þýðir að friðarvilji Samhygðar er farinn að sýna árangur. En hvað kemur okkur á Fróni það við sem gerist suður í hafi? Okkur kemur þetta við m.a. vegna þess að hugmyndin að þessum undirskriftasöfnunum er komin frá fslandi. (Dagur án ofbeldis 4. maí 1983.) Aðrar þjóðir taka sem sé okkur til fyrirmyndar í þetta sinn þó að oftast séum það við sem öpum eftir öðrum þjóðum og þá stærri. Reyndar skiptir ekki máli hvaðan jákvæðar fyrirmyndir koma en þetta skýrir e.t.v. það að Samhygðarfélagar um allan heim vinna saman sem ein heild og hjá þeim skiptir framlag lítillar þjóð- ar norður í hafi ekki minna máli en framlag stórþjóðanna. ísland er kallað velferðarríki (af fslendingum). Þar er sem sagt sett jafnaðarmerki á milli „Velferðar- ríkis“ og aukinnar fíkniefnaneyslu og afbrota, æ fleiri sjálfsmorðs- tilfella, metaðsóknar á geðdeildir, aukins ofbeldis og óhamingju manna. f „Velferðarríkinu" eru ailir að fara yfir um. Jafnvel börn og unglingar eru flúin á náðir eit- urlyfja (sjálfsflótta) og sum hver fara lengra í flóttanum með því að skera sig á púls eða taka of stóran pilluskammt. Hjónaskilnaðir aukast, samskipti versna og van- líðan og óánægja eykst stöðugt. Þekkir þú einhvern sem er að kikna undan álaginu eða jafnvel einhvern sem hefur ekki aðeins flúið land heldur flúið líf? Ein- hvern í fjölskyldunni, á heimilinu, í götunni eða í hverfinu? Einhvern góðan vin eða kunningja? Líklega þarftu ekki að hugsa þig lengi um og þess vegna spyr ég þig: Kemur þér þetta við? Ef svar þitt er nei er það annað hvort vegna þess að þú ert blindur og heyrnarlaus eða vegna þess að þú hefur hagsmuni af ofbeldinu og því sem fylgir því og styður það þ.a.l. Ekki segja: „Mér kemur ekki við hvernig öðrum þjóðum eða ókunn- ugu fólki líður. Það eina sem skiptir mig máli er að ég og mínir hafi það gott. Ég hef alveg nóg með mig.“ Svona svör eru siðlaus og ein meginástæðan fyrir ásig- komulagi „velferðarríkisins" ís- lands. Ef fólk heldur áfram að snúast aðeins um sjálft sig og láta sig engu varða líðan annarra, þá halda vandamálin áfram að hrannast upp og ófriðurinn að aukast. Og þar að auki er það ekki einu sinni hagkvæmt að vera eig- ingjarn, vegna þess að eigingirnin bitnar verst á eigingirniseggnum því hann býr jú í þvi umhverfi sem hann skapar sér. Það er okkar, mitt og þitt, að snúa blaðinu við og taka til við að gera eitthvað sem virkar fyrir manninn. Ef við vinnum skipulega að því að auka vináttu, traust og hjálpsemi okkar á milli þarf ekki mikla orku til að leysa vandamál mannsins, ÓFRIÐINN. Þuríður Vilhjálmsdóltir er leið- beinandi í Samhygð. AÐALFUNDUR VERZLUNARRAÐS ÍSLANDS 1984 - þriðjudaginn 28. febrúar, Átthagasal Hótel Sögu - Dagskrá: Mæting og móttaka fundargagna. 10:15-10:30 10:30-11:00 11:00-11:45 11:45-12:00 12:10-13:30 13:30-14:15 14:15-14:45 14:45-15:15 15:15-15:30 15:30-16:00 16:00 17:00-19:00 Setningarræða, RagnarS, Halldórsson, formaðurVÍ VERKLÝÐSFÉLÖGIN OG STJÓRNMÁLIN - Hlutverk ríkisvalds og verklýðsfélaga í viðnámi gegn verðbólgu - 1. Erindi, dr. ÞorvaldurGylfason, prófessor 2. Fyrirspurnir StarfsemiogfjárhagurVÍ 1982-1983, Árni Árnason, framkvæmdastjóri VÍ Hádegisverður í Súlnasal Styrkveiting úr Námssjóði Vl ATVINNULÍFIÐ OG STJÓRNMÁLIN 1. Erindi, Arthur Shenfleld, prófessor 2. Almennar umræður og fyrirspurnir STÖRF, STEFNA OC SKIPULAG Vl 1984-1985 1. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Almennarumræður 2. Laga- og skipulagsbreytingar Almennar umræður FRAMFARASJÓÐUR ÍSLANDS - kynning á undirbúningi KOSNINCAR 1. Kosning formanns VÍ 2. Úrslit stjórnarkjörs 3. Kosning kjörnefndar 4. Kosning endurskoðenda Önnurmál Fundarslit Móttaka í Húsi verslunarinnar, 7. hæð Fundarstjóri: Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12.00, 23. febrúar næstkomandi, í síma: 83088. Helgi Laxdal, formaður Véistjórafélagsins, tekur við gjöf frá kvenfélaginu Keðjunni, sem Sigríður Smith afhenti fyrir hönd félagsins. Vinstra megin á myndinni má sjá þá þrjá menn sem gerðir hafa verið að heiðursfélögum Vélstjórafélagins, þá Örn Steinsson, Daníel Guðmundsson og Ingólf S. Ing- ólfsson. Vélstjórafélag íslands 75 ára: Vel sóttur hátíðar- fundur um helgina Vélstjórafélag íslands varð 75 ára í gær, mánudaginn 20. febrúar, en Sig- urjón Kristjánsson stofnaði fyrsta vél- stjórafélagið árið 1909 og var jafn- framt formaður þess til írsins 1912. Félagið minntist þessara tímamóta nú um helgina í Borgartúni 18, þar sem aðalskrifstofa félagsins er til húsa. Á laugardaginn var boðið til hátíðar- fundar, þar sem öllum fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins var boðið, og á sunnudaginn var opið hús, öllum félagsmönnum og velunnurum Vél- stjórafélagsins. Sigurjón Kristjánsson stofnaði, sem fyrr segir, fyrsta vélstjórafé- lagið árið 1909 og var eitt af fyrstu verkefnum félagsins að beita sér fyrir setningu laga um atvinnurétt- indi vélstjóra. Á árunum 1942—1968 störfuðu tvö landsfélög samhliða, Vélstjórafélag íslands og Mótorvél- stjórafélag Islands, en árið 1%8 sameinuðust þessi tvö félög í nýju félagi sem hlaut nafnið Vélstjórafé- lag íslands. Formaður þess nú er Helgi Laxdal og hélt hann setn- ingarræðu á hátíðarfundinum, þar sem hann rakti sögu félagsins, af- henti heiðursskjöl og tók á móti gjöfum fyrir hönd félagsins. Heiðursfélagarnir þrír sem fengu afhent heiðursskjöl á fundinum eru Daníel Guðmundsson, sem var for- maður Mótorvélstjórafélagsins á ár- unum 1958—1968, Ingólfur S. Ing- ólfsson, formaður Vélstjórafélags- ins frá 1970—1984, og örn Steinsson en hann var formaður Vélstjórafé- lagsins frá 1%2—1970 og jafnframt fyrsti formaður Vélstjórafélags Is- lands eftir sameiningu félagana tveggja árið 1968. Vélstjórafélaginu bárust margar gjafir, sem afhentar voru á fundin- um. Sparisjóður vélstjóra færði fé- laginu málverk eftir Svein Björns- son, Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Aldan færði því loftvog, Ing- ólfur S. Ingólfsson færði Vélstjóra- félaginu mynd af Sigurjóni Krist- jánssyni, fyrsta formanni félagsins, í tilefni þeirra tímamóta, að nú eru liðin 75 ár frá því Sigurjón stofnaði fyrsta vélstjórafélagið. Margar fleiri gjafir bárust á fundinum, svo sem landabréfabók, silfurbréfahníf- ur, klukka, blómagjafir og fleira. Kvenfélagið Keðjan færði Vél- stjórafélaginu peninga að gjöf, 10.000 krónur, sem ráðgert er að nota til að bæta aðstöðu við orlofs- hús sem félagið á við Laugarvatn. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lagsins, sagði að í sumar stæði til að byggja sundlaug á útivistarsvæði fé- lagsins við Laugarvatn. Sjóður til þess verkefnis yrði fljótlega stofn- settur og yrði stofnféð þær 10.000 krónur sem kvenfélagið Keðjan af- henti á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.