Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 • • Onnur land- grunnsbrún nær SA-landi Þegar litið er á nýútkomiö kort af íslandi og hafsvæðinu í kring, kem- ur fyrst fram í hugann fagurt mál- verk. Rauðar, bláar og svartar rend- ur mynda þar fallegt mynstur. En litir eru ekki settir þarna niður eftir smekk, heldur liggja þar að baki nákvæmar og umfangsmiklar seg- ulmælingar úr lofti og á sjó og hin nákvæma niðurstaða sem kortið sýnir, upplýsir aldurinn á jarðlög- unum á landi og á hafsbotni í Norður-Atlantshafi. Svona heillegt kort af stóru hafsvæði hefur ekki fyrr verið gert, enda munu hvergi í heiminum eins góðar aðstæður til þess og hér og hefur vakið mikla athygli. Hefur birst mikið af grein- um í alþjóðlegum vísindaritum um þessar segulmælingar, túlkun þeirra og niðurstöður. Þar má sjá nöfn ís- lenzkra vísindamanna sem unnið hafa að þessu ásamt nöfnum er- lendra vísindamanna, þvf mæl- ingarnar eru gerðar af bandarískum og íslenzkum aðilum ásamt tilleggi frá Dönum og Þjóðverjum. Kortið er teiknað af vísindamönnum í hinni frægu Lamont-rannsóknastöð í Col- umbia-háskóla í Bandarfkjunum í samvinnu við Raunvísindastofnun- armenn á Islandi. Því gengum við á fund Leós Kristjánssonar, jarðeðlis- fræðings í Raunvísindastofnun, til að fræðast um þessar rannsóknir og fá kortið sem til er hjá honum ásamt greinargerð. En á því má lesa undirstöðu okkar heimshluta, sem allar frekari rannsóknir hljóta að bygKja á og eru grunnur margvís- legra hagnýtra rannsókna, svo sem á landgrunni, við olíuleit o.fl. Hafa þegar komið á þennan hátt fram merkar og áður óþekktar upplýs- ingar um grunnið suðaustur af land- inu, þar sem Iandgrunnsbrúnirnar eru tvær, fundin önnur innar en sú sem mæld hefur verið hingað til. Kom fram við segulsviðs- mælingar Leó útskýrir að á þessu korti séu teknar saman allar segulmælingar sem til eru á Norður-Atlantshafinu. Segulmælingar á landinu sjálfu hef- ur próf. Þorbjörn Sigurgeirsson eðl- isfræðingur gert úr flugvél á sl. ára- tug og mikið af þeim komið út á kortum Landmælinga. Bandaríski flotinn hefur annast mikið af seg- ulmælingunum yfir hafsbotninum úr þar til gerðum flugvélum. Þá önnuðust nokkrar íslenzkar stofn- anir í samvinnu segulsviðsmælingar á landsvæðum sem á vantaði sunn- an og vestan við landið á árunum 1972—73. Var Leó Kristjánsson þá við þessar segulsviðsmælingar á varðskipinu Albert og Isborgu sem tekin var á leigu. Öllum þessum seg- ulsviðsmælingum hefur verið steypt saman og einnig mælingum frá Dönum og Þjóðverjum, sem mælt hafa í samráði við íslenskar stofn- anir. En til hvers eru þessar miklu og dýru mælingar og hvernig verða þær að liði við ákvörðun á aldri hafsbotnsins? — Gos hafa orðið á Miðatlants- hafshryggnum, og bergið segul- magnast í stefnu þess tíma er hraunið rann, hóf Leó skýringu sína. Segulsvið jarðar hefur verið að snúast við vegna breytilegra raf- strauma inni í jarökjarnanum. Ef maður veit á hvaða tíma það hefur snúist við, þá er hægt að reikna út hve gamalt bergið er. Og þá eins þótt það sé á hafsbotni. Þarf ekki sýni til, þótt þau hafi verið tekin. Þannig er hægt að kortleggja stór svæði með því að fljúga yfir þau og mæla segulstefnuna. Það gefur grófa mynd af því sem gerst hefur. Þarna hefur orðið mikil breyting og hana má lesa á þessu korti. Þegar jarðlögin eru rauð á kortinu, þá er undir berg sem er með segulsvið í sömu stefnu og það er nú. En síð- ustu 700 þúsund árin hefur segul- stefnan verið eins og hún er í dag. Blái liturinn sýnir berg frá tíma þegar það sneri öfugt við það og svart gefur til kynna að undir sé berg sem er óvenju sterkt segul- magnað. 1200 jarðlaga stafli Frá Atlantshafshryggnum hefur verið stöðugt landrek í báðar áttir í a.m.k. 20 millj. ár, þar sem hann liggur suður frá íslandi, að því er Leó segir. Fyrir norðan landið er þetta ruglingslegra. Frá Kolbeins- eyjahryggnum hefur rekið verið reglulegt í a.m.k. 10 millj. ár. En áhöld eru um það hvort hryggurinn hafi fyrir þann tíma verið austar, í Noregshafi. Ef tekin er lína 5 á kortinu, þá er það berg um 10 millj. ára. Það liggur upp að Snæfellsnesi að sunnan og inni í Breiðafirði. Og kemur síðan aftur út af Húnaflóa. Og þá þarf að rekja legu þessa bergs gegnum ísland, finna hvar jafngöm- ul jarðlög liggja um Vestfirði. Að því hafa þeir Leó Kristjánsson jarð- eðlisfræðingur á Raunvísinda- stofnun, Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, og Leó Kristjánsson, jarðeðlisfræðingur Viðtal við Leó Krist- jánsson, jarðeðlis- fræðing, um víðtæk- ar segulmælingar á Iandi og hafsbotni í Atlantshafinu Haukur Jóhannesson, jarðfræðing- ur á Náttúrufræðistofnun, verið að vinna undanfarin ár. — Búið er að taka sýni norður eftir Ströndum og á Vestfjörðunum og gerðar eru mælingar á segul- stefnunni í berginu. Aldurinn greindur með því að mæla þau efni sem verða til við geislavirkni á myndunartíma, segir Leó. Einn flínkasti sérfræðingur í heiminum á því sviði, Ian Macdougall frá Ástr- alíu, hefur verið að gera þessar ald- ursmælingar á berginu með geisla- virkni. Hann hefur komið hingað 6—7 sinnum til að taka sýni og hundruð kílóa af grjóti hafa farið til Ástralíu þar sem mælingarnar fara fram. Þetta verður stærsta verkefn- Þetta kort sýnir aldur hafsbotnsins á stóni svæði í Norður-Atlantshafi, fenginn með segulmælingum úr flugvél og skipum. Undir rauðu jarð- lögunum á kortinu er berg, sem er með segulsvið í sömu stefnu og það er nú, en sú sama segulstefna hefur haldist sl. 700 þús. ár. Blái liturinn sýnir berg frá þeim tíma þegar seg- ulstefnan var öfug við það og því eldra. Og svart gefur til kynna að undir sé berg sem er óvenju sterkt segulmagnaö. Svo heillegt kort af stóru hafsvæði hefur ekki fyrr verið gert í heiminum, en hefur vakið mikla athygli í heimi vísindanna. Enda undirstaða margvíslegra hag- nýtrar vitneskju. Kortið er unnið af vísindamönnum í Lamont-rann- sóknastofnuninni í Bandaríkjunum í samvinnu við íslenzka vísindamenn hjá Raunvísindastofnun Háskólans. ið í bergsegulmælingum á hraunlög- um, sem gert hefur verið í heimin- um. Verða yfir 1200 hraunlög sem tekin hafa verið sýni úr til segul- mælinga. Þau liggja hvert undir öðru. Það elsta er 14—15 milljón ára og það yngsta, sunnan við Bitru, um milljón ára gamalt. Kemur semsagt fram að Vestfirðir eru frá 15—18 milljón ára gamlir. Jarðlögin hafa hlaðist upp nokkuð jafnt og stöðugt. Þó hraðar vestan til á fjörðunum en austan. Við Steingrímsfjörð finnum við þykka syrpu, sem virðist hafa myndast við gos á sama tíma og nefnd jarðlög, þ.e. á línu 5, voru að myndast í hafinu bæði sunnan og norðan við. Síðan erum við Haukur Jóhannesson á Náttúrufræðistofnun að halda áfram segulmælingum á vestanverðum fjörðunum. Erum ekki vissir um hvernig þau jarðlög tengjast strandlögunum. Erum að taka sýni við sunnanvert Isafjarð- ardjúp. Nokkuð er búið að skrifa um þetta í erlend vísindarit. Til dæmis er grein að birtast um bergsegulmæl- ingarnar á Vestfjörðum. En þeir fé- lagar eru byrjaðir á öðru stóru verk- efni á Snæfellsnesi, að kortieggja línuna frá Stykkishólmi í Borgar- nes. — I túlkun ruglar það dálítið fyrir að gosbeltin á íslandi eru svo breið og hafa einhvern tíma færst til, hoppað út frá meginlínunni gegnum ísland, segir Leó. Þeir fé- lagar hafa mest einbeitt sér að vest- anverðu landinu í þessum rannsókn- um sínum. Inn í það verkefni koma rannsóknir í Borgarfirði og á Esju- svæðinu, sem til eru á prenti, skrif- aðar af sama hópi vfsindamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.