Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 61 Fáránleg staðhæfing Guðrúnar Helga- dóttur um kartöflurækt á íslandi „Kaeri Velvakandi. Alveg var ég yfir mig hissa að heyra til Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns í umræðuþætti sjónvarpsins um íslandssögu- kennslu sl. laugardag. Þar setti Guðrún fram þá fáránlegu stað- hæfingu að almenningur á íslandi hefði ekki bragðað kartöflur fyrr en eftir 1930 — það hefðu aðeins verið höfðingjar og venslamenn Björns í Sauðlauksdal sem borð- uðu kartöflur allt til 1930. Taldi hún það mikla villu í íslandssög- unni að þessu væru ekki gerð skil þar. Ég er sjálf aldamótamanneskja og ólst upp í sjávarþorpi sem var eins og flest þorp á þeirri tíð. Þar voru flestir með garðhoiur þar sem ræktaðar voru kartöflur með- al annars og voru kartöflur stór hluti af daglegri fæðu manna. Þá var ég á sveitaheimili árin 1915 til 1916 og er mér það minnisstætt því ég hafði ekki verið í sveit áður. Þar var maturinn skammtaður að fornum sið og var meirihlutinn af matnum sem fólkið fékk einmitt kartöflur og eitt fiskstykki eða kjötbiti með. Móðir mín var fædd á 19. öld- Nýbylgjugengið gengur ekki í skrokk á þunga- rokksunnendum Flosi hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Á Járnsíðunni hinn 15. febrúar er viðtal við strákana í hljómsveitinni Drýsill. Ég get alls ekki verið sammála þeim um að fólk sem hlustar á nýbylgju, og svo þetta nýbylgjugengi, eins og þeir orða það, hafi troðið þunga- rokksunnendur niður í svaðið. Þetta er ekki rétt hjá þeim. Það er allt morandi í þungarokksunnend- um — varla hægt að þverfóta fyrir þeim, og þungarokkið heyrir mað- ur nær hvar sem vera skal. Þá er ég ósammála því sem sagt er í viðtalsgreininni um hljóm- sveitina Centaur — að hún sé ein- hver þungarokkshljómsveit. Þessi hljómsveit ætti fremur að flokk- ast með hljómsveitum sem flytja Suðurríkjarokk, sem er töluvert léttari útgáfa af rokki en þunga- rokkið." „Hart að borga fyrir rútuferð sem maður notar ekkiu Jóhann Þórhallsson hringdi og óskaði aö koma eftirfarandi á fram- færi: — „Ég ætlaði að taka mér far með rútu frá Austurleið frá Stein- um undir Eyjafjöllum til Reykja- víkur fyrir nokkru. En vegna þess að vegur var í sundur við Mark- arfljót féll rútuferð niður og kom rútan ekki fyrr en daginn eftir. Ég var þá keyrður út að Markarfljóti í einkabíl og þar fór ég í rútuna. Var ég látin borga 250 kr. frá Markarfljóti, sem er sama verð og fratSteinum. Svo hringdi ég í Bifreiðastöð ís- lands og spurðist fyrir um þetta, og var mér þá sagt að það kostaði 215 kr. frá Markarfljóti. Ég hafði semsé verið látinn borga eins og ég hefði farið upp í rútuna hjá Steinum. Mér finnst það ansi hart að maður sé látinn borga svona fyrir rútuferð sem maður notar ekki." inni og ég man að hún talaði um að kartöflur hefðu verið hafðar til matar í sinni heimabyggð, og þóttu ekki herramannsmatur frekar en margt annað. Satt að segja held ég að um aldamótin hafi kartöflur verið algengari sjón á borðum þeirra efnaminni heldur en hinna sem voru efnaðri." Nnr: 7250-4658. Duran Duran á Lista- hátíð Kæri Velvakandi. Við erum hér sex stelpur úr Garðabæ og viljum við ein- dregið.taka undir það sem stelpurnar fimm og stelpurn- ar tvær skrifuðu um Duran Duran, en þær vildu fá Duran Duran á Listahátíð og erum við sammála þeim. Við þekkj- um marga aðdáendur hljóm- sveitarinnar og við vonum að þeir hristi nú af sér feimnina og láti til sín heyra. Sex stelpur. Innileyar þakkir til allra sem heiðrudu miy með heim- sóknum, yjöfum oy skeytum á 80 ára afmæti mínu lj. febrúar sl. Sérstakleya þakka éy börnum mínum, tenydabörnum oy barnabörnum sem yerðu mér dayinn óyleymanleyan. Lára Jónasdóttir. V______________________________________________________________ MAZDA bílar halda verðgildi sínu betur en flestar aðrar gerðir bíla og engin furða. Til dæmis MAZDA 323: • Hann er þrautreyndur, vandaður og vel smíðaður. • Hann hefur miklu meira rými en svokallaðir „smábílar" og kostar samt svipað. • Hann er með aflmikla 1300cc vél, sem er ótrúlega sparneytin. • Honum fylgir 6 ára ryðvarnarábyrgð. • Hann hefur sérstaka LLPC lakkhúð, sem er sérstaklega högg og veðrunarþolin. Vandaðu valið, veldu MAZDA mazDa BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23 sími 812 99 Alm«nna auglyslngaatofan hf. 10.8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.