Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Getsakir menntaskólanemans — eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Menntaskólaneminn Kristinn Jón Guðmundsson heldur upp- teknum hætti að þyrla um sig upplognum getsökum og dónaskap í grein sinni: „Oravegir stoltsins" hér í blaði 3. þ.m. og má segja að hann komist óravegu í þessari iðju sinni. Samt hafa fyrri skrif hans verið slík, að jafnvel stækasta trú- bróður hans blöskraði og gat ekki orða bundist, svo sem grein Hall- dórs Kristjánssonar frá Kirkju- bóli í sama blaði ber með sér. Það er nú orðið Ijósara en áður, að Kristinn Jón Guðmundsson kann ekki skil á því að reyna að skrifa blaðagrein um tiltekið efni annars vegar eða skáldsögur hins vegar. í fyrra tilvikinu ber að virða staðreyndir, en í síðara til- vikinu eru mönnum frjálsar hend- ur um alla sköpun. Kristinn Jón telur sig vera skáld og því megi hann vera með upplognar getsakir í skrifum sínum, svo sem umrædd grein er menguð af. Það leynir sér ekki að Kristinn Jón Guðmundsson telur prófessor Morris E. Chafetz uppfinningu mína svo sem þessi orð í grein hans bera vitni um: „prófessorinn hans dr. (>unnlaugs“. Þessi að- dróttun er tvítekin í grein hans með óviðeigandi ummælum; sem ekki skulu endurtekin hér. A öðr- um stað í blaðagreininni lýsir Kristinn Jón Guðmundsson „enn og aftur eftir skírskotun til dular- fulls prófessors“, eins og það er orðað. Kristinn Jón Guðmundsson verður að taka því að prófessor þessi er til og jafnþekktur og látið hefur verið í veðri vaka að ekki sé meira sagt. Þannig er hans getið í mörgum „Who is who“-útgáfum (Hver er maðurinn), sem gefnar eru út í Bandaríkjunum. Fær pró- fessorinn þar lengri umfjöllun en obbi þeirra, sem getið er. Mér þyk- ir rétt að birta ljósrit af klausu um manninn í útgáfunni frá 1980. Þess skal þó getið að vegna þess hve svona verk eru lengi í undir- búningi, ná upplýsingar um mann- inn aðeins fram til ársins 1976. Mér þykir ástæðulaust að þýða klausuna orð fyrir orð. Svo sem sjá má af þessum upp- lýsingum hefur próf. Morris E. Chafetz m.a. verið helsti ráðgjafi stjórnarinnar í Washington í áfengis- og fíkniefnamálum um áraskeið, hlotið viðurkenningar og gefið út nokkrar bækur um áfeng- ismál. Meðal bóka hans eru: „Why drinking can be good for you“ og „Liquor the servant of man“ (Áf- engi þjónn manns): Hann mun hafa nýtt verk í smíðum um sama efni. Þar sem Kristinn Jón Guð- mundsson er sýniiega ekki alveg viss hvort tilvist prófessorsins sé tómur uppspuni úr undirrituðum, hefur honum til vonar og vara þótt rétt að sýna honum fullkom- inn dónaskap. Mann sem hann hefur ekki heyrt nefndan áður og veit ekkert um, og er þar að auki búsettur í annarri heimsálfu, leyf- ir hann sér að uppnefna: „Líkj- öra-prófessor“, í þeirri „alvisku" sinni að orðið „liquor“ sem þýðir einfaldlega áfengi, þýði líkjör, en það orð er á ensku „liqueur“ og merkir sterkt vín bætt með bragð- efnum. Svo heldur Kristinn Jón Guð- mundsson í hinni „einstöku hóg- værð“ sinni að hann viti betur en þessi víðfrægi ameríski prófessor, en styðst þó aðeins við misjafn- lega velviljað og heiðarlegt brjóstvit. Þó eru getsakir Kristins Jóns Guðmundssonar verstar að því leyti að hann fullyrðir um prófess- or Morris E. Chafetz að hann. „þurfi að „afsaka“ það fyrir sér og öðrum að honum þyki sopinn góð- ur“, með öðrum orðum prófessor- inn er alkóhólisti samkvæmt skoð- un Kristins Jóns Guðmundssonar. Þetta er gott dæmi um rök- semdafærslur þessa ofstækisfulla bindindismanns. Gamla aðferðin er endurtekin: upplognar getsakir. Kristinn Jón Guðmundsson hafði t.d. fullan hug á því að geta stimplað mig sem alkóhólista, en hefur nú sýnilega gefist upp við þann þátt í rógsiðju sinni. Nú reynir hann hins vegar að læða því inn hjá þessum lesendum blaðsins að heimili foreldra minna hafi nánast verið drykkjumanna- heimili. Ástæðan fyrir þessari speki er sú að í grein minni 6. ág- úst sl. var sagt frá því að við ein- staka hátíðleg tækifæri fengum við unglingarnir á heimilinu að dreypa á víni. Þá á það greinilega að vera mér til háðungar að vera : „læknisson- ur frá Kleppi". Þetta er reyndar dæmigerð aulafyndni mennta- skólanema. Það var auðvitað merkileg og sérstæð reynsla að vera fæddur og uppalinn á Kleppi. Má vera að það hafi bæði gefið mér aukinn skilning og áhuga á málum þeim, sem hér um ræðir, ekki síst að hafa óafvitað og óbeint fylgst með því, er föður mínum tókst með aðferðum sínum að efla viljastyrk hinna áfengis- háðu manna, sem voru til með- ferðar á spítalanum, þannig að þeir unnu bug á löngun sinni. Frá þeim tíma hefur það verið skoðun mín, sem var álit föður míns, að viljastyrkurinn sé þyngstur á met- unum til þess að sigrast á fýsn sinni. Á æskuheimili mínu að Kleppi var okkur systkinunum öðru frem- ur innrætt í allri umgengni okkar við það fólk, sem var á spítalanum og ekki gekk heilt til skógar, að sýna því fyllstu nærgætni, skiln- ing og velvilja. Auðvitað ætti mað- ur að temja sér slíka framkomu við hvern og einn og ekki síst þar sem unggæðingsháttur lætur menn fara með rugl og dónaskap á prent líkt og hér hefur gerst, en auðvitað eru takmörk fyrir öllu. Þá var okkur kennt að skopast ekki að slíku fólki og mér er ómögulegt að skilja að böl ofdrykkju frekar en annað böl geti vakið hlátur, en sem betur fer eru ekki allir eins. — Bretar hafa t.d. mjög gaman af slíkri fyndni, þar sem skopast er að óförum annarra og kallast þeirra á milli „black comedy". Gunnlaugur ÞórAarson er hæsta- réttarlögmaAur í Hcykjavík. CHAFETZ, MORRIS EDWARD, physician; b. Worcester, Mt»., Apr. 20, 1924; s. Isaac and Rose (Handel) C.; B.S., Tufts U., 1944, M.D., 1948; m. Marion Claire Donovan, Sept. 2, 1946; children—Gary Stephen, Marc Edward. Adam Francu. Intem, U.S. Marme Hosp , Detroit, 1948-49; residcnt psychiatry State Hosp., Howard, R.I., 1949-51; fellow m neurophysiology Instituto Nacional de Cardiotogia, Mexico, 1951-52; dir. Alcohol Clinic, Mass. Gen. Ho»p , 1957-68, dir. acute psychiat. service, 1962-68, dir. clin. psychiat. services, 1968-70, asst. psychiatrist, 1957-58, asso. psychiatrist, 1958-64, psychiatrist, 1964-70; acting dir. div. alcohol abuse and alcoholum NIMH, 1970-71, dir. Nat Inst on Alcohol Abuse and Alcoholism, NIMH, 1971-73; dir. Nat. lnst. Alcohoi Abusc and Alcoholism, Alcohol, Drug Abuse and Mental Health Adminstrn., Rockvilie, Md., 1973-75; prin. research scientist, center for met. pianning and research Facuity Arts and Scis., Johns Hopkins U., Balt., 1975—; pres. Health Edn. Found., Washington. 1976—; chmn. bd. Health Insts., Washington, 1977—; asst. in psychiatry Harvard Med. Sch., 1954-57, asso. clin. prof. psychiatry. 1968-70. Asst surgeon USPHS, 1948-49, sr. asst. surgeon. 1951-52; cons. Pan Am. HeaTlh Orgn., 1972—. Recipienl Gold medat Intemat. Film and TV Festival New Vork, 1972, Gold medal Mt. Airy Found., 1974. Maudsiev Bequest lcctr. U. Edinburgh, 1969, Moses Greelcy Parker icctr., 1969, Louis and Amelia Block lectr. Mt. Zion Hoap. and Med. Center. San Francisco, 1969. Corr. mem. Inat. for Study and Prevention of Alcoholism in Zagreb, 1971—. Diplomate Am. Bd. Psychiatry and Neurology. Fellow Royal Soc. Health; mem. Am. Psychiat. Assn., Am. Orthopsychiat. Assn., A.M.A., Am. Hosp. Assn., A.A.A.S., Sigma Xi. Author: Alcoholism and Societv. 1962; Liquot The Servant of Man. 1965; The Treatment of Alcoholitm: A Study of Prtyams and Problems. 1967; Frontiers of Alcoholism, Drinkina Can Be Good for You. 1976 fcditor: Procs. Alcoholism Confs. of Nat. Inst. on Alcohol Abuse and 1970; lst-4th Ann Alcoholism, I97J, 74; gucst editor Jour. of Nrrvnoa and Mcnlal Disrasc. 1971; edilorial adv. bd. Med. Insighl, Psychiat. Opiniofi, Lvalualion, I ahor Mgint Alcoholism Newsleller; Jour Alcohol Studics. Athugasemd vegna skrifa um klofning Fylkingarinnar — eftir Má Guð- mundsson í Tímanum 14. febrúar sl. er ég undirritaður titlaður hagfræðing- ur Seðlabankans í grein sem fjall- ar annars um alls óskylt efni, þ.e. klofning Fylkingarinnar og inn- göngu félaga hennar í Alþýðu- bandalagið. Síðast þegar ég vissi til var staða hagfræðings Seðlabankans laus til umsóknar. Mér brá því ekki lítið þegar ég sá að Tíminn var búinn að veita mér stöðuna, sérstaklega þar sem ég hafði ekki einu sinni sent inn umsókn. Þar sem ég vissi að þrýstingsmögu- leikar Tímans og Framsóknar- flokksins eru töluverðir um þessar mundir grennslaðist ég fyrir um það, hvort mér hefði verið veitt staðan. Reyndist það ekki vera, enda hefði það verið eins og að vinna í happdrætti án þess að eiga miða. Þessi misskilningur verður lík- lega að skrifast á reikning þess, að höfundur hennar, Oó, játar í upp- hafi hennar, að það sé margt sem honum gengur erfiðlega að skilja í þessum heimi. Ekki gefst færi á því hér að eltast við allan þann misskilning og ruglanda sem kem- ur fram í grein hans varðandi klofninginn í Fylkingunni, en von- andi hefur honum þó nú skilist, að það er óravegur frá því að vera bara einhver hagfræðingur í Seðlabankanum og hagfræðingur Seðlabankans. Það auðveldar hon- um kannski skilninginn ef ég upp- lýsi, að þessi mismunur var alls ekki fundinn upp af „theológum“ marxismans. Rætur þessa misskilnings liggja í upphaflegri frétt Þjóðviljans af klofningnum í Fylkingunni. Með viðtali við mig birtist flennistór mynd og undir henni texti þess efnis, að myndin sé tekin af mér við vinnu mína í Seðlabankanum. Þessi myndbirting er þannig til komin, að blaðamaður Þjóðviljans taldi blaðið ekki hafa neina fram- bærilega mynd af mér og vildi því senda á mig ljósmyndara. Fram- reiðsla efnisins í Þjóðviljanum bendir hins vegar eindregið til þess, að markmiðið hafi ekki verið að taka frambærilega mynd af mér, enda sú mynd sem birt var verri en önnur þeirra mynda sem Þjóðviljinn hafði af mér fyrir, heldur að taka mynd af skrifborði mínu og auglýsa að ég ynni í Seðlabankanum. Mér detta helst í hug þrjár skýringar á þessu athæfi blaða- manns Þjóðviljans. í fyrsta lagi venjulegt menntasnobb og valda- dýrkun, og var þá markmiðið að auglýsa að hagfræðingur í Seðla- bankanum hafði gengið í Alþýðubandalagið. í öðru lagi, að blaðamaður hafi haft samúð með fjórmenningunum sem klufu sig út úr Fylkingunni, og hafi viljað nota þá slæmu ásýnd sem Seðla- bankanum hefur meðal margra vinstri manna til að veikja mál- stað meirihlutans. í þriðja lagi er hugsanlegt að blaðamaðurinn hafi sjálfur ekki komið náiægt upp- setningu efnisins og gerð mynda- texta. í frétt Morgunblaðsins af klofn- ingnum í Fylkingunni, sem birtist 11. febrúar, er ekki minnst á að ég vinni í Seðlabankanum. Hins veg- ar er það rækilega undirstrikað í Staksteinum sama dag. í þeim Reykingavarnanefnd hefur nú kært tímaritið Samúel fyrir brot á lögum sem kveða á um bann við tóbaksauglýsingum á íslandi. „Við lögðum fram kæru til sak- sóknara á fimmtudaginn," sagði Guðrún Guðlaugsdóttir, formaður reykingavarnanefndar, er Mbl. ræddi við hana nú fyrir skemmstu. „{ umræddu tölublaði sömu Staksteinum er því haldið fram, að Fjórða alþjóðasamband- ið, sem Fylkingin er aðili að, stefni að „marxísku alræði" um allan heim. Ég er nú búinn að vera með- limur í þessu alþjóðasambandi í nær 10 ár, en hef þó aldrei heyrt um þetta markmið fyrr en ég les það í Morgunblaðinu nú, enda flest í því álíka mikill hugtaka- ruglingur og ef rætt væri um „hayekískan sósíalisma" eða „friedmanískar bomsur". Ekki eru tök á því hér að útskýra markmið Fjórða alþjóðasambandsins, en vonandi gefast mér tómstundir til að skrifa um það blaðagrein á næstunni ásamt því að útskýra markmið inngöngu félaga Fylk- ingarinnar í Alþýðubandalagið og starf trotskyista í breska Verka- mannaflokknum, en um þetta rugla þeir báðir hreint ótrúlega, höfundur Staksteina og 0Ó á Tím- anum. Það • er ljóst hvað höfundi Staksteina gengur til þegar hann tengir saman „hagfræðinginn í Seðlabankanum" og „marxíska al- ræðið“. Það verður jafnvel enn ljósara þegar Staksteinar 15. febrúar eru lesnir, en þar er und- irritaður sakaður um að vilja koma á „alræði eins flokks“ hér á landi og jafnvel gengið svo langt að tala um „gæsagang alræðisins". Ég held að langt sé síðan annar eins sóðaskapur hefur sést í ís- birtist það, sem nefndin fær ekki annað séð en sé auglýsing á ákveð- inni tegund tóbaks og slíkt er brot á lögum um fortakslaust bann tóbaksauglýsinga á íslandi. Þessi lög eru í gildi og eru frá árinu 1977. Þessi sama tóbakstegund hefur verið auglýst á stöðum þar sem tóbak er selt og er þá auglýst á lenskri stjórnmálaumræðu, og dæmalaus kokhreysti I málgagni flokks sem hefur lengi stefnt að því leynt og ljóst að geta einn myndað ríkisstjórn á íslandi, og er jafnframt sá núlifandi stjórn- málaflokkur íslenskur, sem mest daðraði við þá hreyfingu alræðis- sinna, sem þekkt var fyrir gæsa- ganginn. Það er eins og Morgun- blaðið hafi fyllst taumlausri bræði við það að félagar Fylkingarinnar ákváðu að ganga í Álþýðubanda- lagið. Staðreyndin er hins vegar sú, að höfundum Staksteina og mörgum skoðanabræðrum hans finnst full- komlega óeðlilegt að yfirlýstur sósíalisti vinni sem hagfræðingur í Seðlabankanum. En til að fá aðra til að finnast hið sama, verða þeir að hylja þessa ólýðræðislegu skoð- un sina á bak við þá röngu kenn- ingu að marxískir sósíalistar stefni að því að skerða lýðréttindi almennings. Hér er hlutum auð- vitað stillt algjörlega á haus, þvi sósíalistar stefna að því að stór- auka lýðréttindi almennings og þátttöku hans í ákvarðanatekt á öllum stigum samfélagsins, þ.m.t. í efnahagslífinu og í fyrirtækjum, en í þeim efnum þurfa þeir að tak- ast á við Morgunblaðið og þá sem fylgja skoðunum þess. Miðað við þessa áróðursherferð Morgunblaðsins er það nánast smámál þótt OÓ hafi ruglast á „hagfræðingi í Seðlabankanum“ og „hagfræðingi Seðlabankans". Innan Seðlabankans fer hins veg- ar aldrei á milli mála hvor er hvað. Mir GuAmundsson er hagíræAing- ur og vinnur í SeAlabankanum. þykkum pappaspjöldum sem á sumum sölustöðum eru látin standa á afgreiðsluborðum. Við höfum vegna þessa, ritað lögreglustjóranum í Reykjavík bréf, þar sem farið er fram á að spjöld þessi verði tafarlaust fjar- lægð,“ sagði Guðrún Guðlaugs- dóttir að lokum. Reykingavarnanefnd kærir Samúel Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: Herra Klein KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Francaise sýnir í kvöld, miðviku- dagskvöld og annað kvöld frönsku kvikmyndina Herra Klein (Monsieur Klein) sem Joseph Losey gerði árið 1976. Myndin gerist í París 1942, þar sem Robert Klein hagnast á Gyðinga- ofsóknum. Honum verður þó órótt þegar upp kemst að til er alnafni hans, sem er Gyðingur og á skrá hjá lögreglunni. í aðalhlutverkum eru m.a. Alan Delon, Jeanne Moreau, Suzanne Flon og fleiri. Herra Klein verður aðeins sýnd í þessi tvö skipti, en sjö aðrar fransk- ar kvikmyndir eru á dagskrá klúbbsins fram til 30. maí nk. og eru sýningar á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 20.30 í Regnbog- anum. Þær myndir eru Á flótta frá siðmenningunni, Síðasta þekkta heimilisfang, Vincent, Francois, Paul og hin, Liðþjálfi gómaður, Kalt borð, Kalið hjarta og Stór- þvottur. Allar myndirnar eru með enskum texta. Aðgangur að kvikmyndasýning- um Alliance Francaise er ókeypis gegn framvísun félagsskírteinis, sem kaupa má á skrifstofu félags- ins að Laufásvegi 12 á milli 17.00 og 19.00 alla virka daga og fyrir sýn- ingar í Regnboganum. Úr rrétUtilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.