Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Fjölbreytt útvarpsstarf Eins og sjá má af yfirliti Morgunblaðsins í gær yfir starfsemi frjálsra útvarps- stöðva á vegum einstaklinga, sem blómstraði eftir að starfsmenn Ríkisútvarpsins lögðu fyrirvaralaust niður vinnu, er það almennur vilji allra þeirra sem hafa haft eða geta haft not af annarri þjón- ustu en ríkisins á þessu sviði að fá að halda þeirri þjónustu. Hitt kemur einnig í ljós af þessu yfirliti að eitt og hið sama er ekki látið yfir menn ganga í þessu efni, misjafnlega er tekið á einkarekstri á út- varpi. Sú spurning sækir á þann sem þessi mál íhugar, hvort ekki séu allir jafnir fyrir útvarpslögunum. Eiður Guðnason, þingmaður Alþýðuflokksins, er kapps- fyllstur þingmanna í því að draga ráðherra og sérstaklega forystumenn Sjálfstæðiflokks- ins til ábyrgðar vegna þess sem gerðist í útvarpsmálum eftir útgöngu starfsmanna Ríkisút- varpsins. Eiður er þingmaður fyrir Vesturlandskjördæmi þar sem menn hafa um árabil notið þess, til dæmis í Ólafsvík og Borgarnesi, að horfa á stað- bundnar sjónvarpsstöðvar. Varla hefur það farið fram hjá jafn glöggum manni og Eiði Guðnasyni, að þessar stöðvar væru starfandi. Hefur hann beitt sér fyrir því í útvarpsráði að þessi starfsemi væri kærð? Þótt jafnaðarhugsjón Alþýðu- flokksins sé þingmönnum hans kær á stórum stundum virðist hún hafa gleymst núna þegar þeir láta gamminn geysa um „útvarpsglæpi" manna í Reykjavík. — Gilda útvarps- Iögin kannski ekki í Vestur- landskjördæmi? Morgunblaðið er síður en svo að hvetja til þess að lögregla verði send á vettvang til að loka sjónvarpskerfum í Vestur- landskjördæmi eða annars staðar. Þessi starfsemi hefur fengið að vera óáreitt svo lengi að óþarfi er að verkfallsskjálfti og pólitísk upphlaup raski henni. Áhugi einstaklinga á út- varpsstarfsemi er mikill. Óskynsamlegustu viðbrögð stjórnvalda og stjórnmála- manna við þeim áhuga er að reyna að brjóta hann á bak aft- ur með vísan til laga og réttar. Ríkiseinokun á öldum ljósvak- ans samrýmist ekki lengur réttarvitund almennings. Markús Örn Antonsson, ný- skipaður útvarpsstjóri, er mað- ur nýs tíma í þeim skilningi að hann stefnir að því að laga út- varp ríkisins að samkeppni eft- ir að einokuninni hefur verið aflétt. Á því er enginn vafi að ríkið hefur svo mikið forskot að þessu leyti að keppinautarnir þurfa að vera vel í stakk búnir til að brúa það bil. Æsingur örfárra þingmanna vegna frjálsrar útvarpsstarf- semi er í hróplegri andstöðu við vilja meginþorra manna um land allt. Þessi æsingur ber þess merki að menn sjáist ekki fyrir vegna pólitískra fordóma. Hið versta sem af þessu upp- hlaupi þingmanna getur leitt er að það tefji fyrir lögform- legu afnámi á ríkiseinokun á útvarpsrekstri. BSRB og ASÍ sættist Víða þarf að leita sátta í kjaradeilunum. Nú sýnist loks komið að því að forystu- menn BSRB og ASÍ átti sig á því að þeir verða að sættast innbyrðis um það hvort farin skuli launahækkunarleið eða skattalækkunarleið við lausn kjaradeilunnar. Fram til þessa hafa fulltrúar félaga í Alþýðusambandandinu og forystumenn sambandsins setið fund eftir fund með vinnuveitendum til að ræða skattalækkunarleiðina og fóta sig á lausn samkvæmt henni. Ríkisstjórnin hefur lýst fylgi við slíka leið. Opinberir starfs- menn vilja hins vegar fara launahækkunarleiðina. Það lýsir vel eðli kjaradeil- unnar nú, að til þess að for- ystumenn ASl og BSRB geti leyst úr ágreiningi sín á milli um það hvaða leið skuli farin að lokum þarf að efna til sátta- funda á vettvangi Alþýðu- bandalagsins. Ef tekið er mið af afstöðu Svavars Gestssonar og félaga er Ijóst að þeir vilja ekki fara skattalækkunarleið- ina, þeim finnst hún líklega of hagkvæm fyrir ríkisstjórnina — en það er einmitt staða rík- isstjórnarinnar sem skiptir kommúnista meira máli í kjaradeilunum en afkoma launþega. Enginn þarf að fara í grafgötur um það. Morgunblaðið hvetur for- ystumenn BSRB og ASÍ til að komast sem fyrst að niður- stöðu um það hvort þeir ætli nú að standa saman um lausn í kjaramálunum eða togast á um hana. Opinberir starfsmenn hafa verið tæpar fjórar vikur í verkfalli. Mörgum þeirra er misboðið og það rennur upp fyrir æ fleirum að staðan á heimavígstöðvunum, sundur- lyndi verkalýðsrekenda, hefur tafið fyrir lausn þess og gerir Kristófer í Kalmanstungu annlífið í Borg- arfjarðardölum fyrir rúmum þremur áratugum var eftirminnilegt þeim aðkomu- mönnum er því kynntust. Á nán- ast hverjum bæ í Flókadal, Lundarreykja- dal og Reykholtsdal bjuggu bændur, sem voru svo sterkir persónuleikar margir hverjir, að þeir líða ekki úr minni. Þetta voru — og eru — góðar sveitir. Uppbygg- ing var mikil á húsum og híbýlum og rækt- unarstarf svo öflugt, að á hverju sumri bættust við nýir túnblettir á flestum bæj- um. Það var auðvelt fyrir unglinga að heillast af þessu fólki og því lífi, sem lifað var í þessum sveitum. Kalmanstunga var fjarlæg, efsti bær í byggð, yfir henni hvíldi dularfullur blær. Orð fór af því, að Kalmanstungubændur væru svo miklir búmenn, að þeir ættu fyrningar frá því fyrir stríð, enda veitti sjálfsagt ekki af að vera sjálfum sér nógur, þegar búið var á jörð sem Kalmanstungu. Aðdrættir hljóta að hafa verið erfiðir mik- inn hluta úr ári. Kristófer ólafssoii, bóndi í Kalmans- tungu, sem nú er látinn, var einn þeirra bændahöfðingja í Borgarfirði, sem höf- undi þessa Reykjavíkurbréfs eru eftir- minnilegastir frá þessum árum. Hann var mikill fyrir mann að sjá. Yfir honum hvíldi sérstæð reisn. Það var og er gott að koma í Kalmanstungu. Einhvern tíma á sjötta áratugnum var það sannreynt að fyrningar frá því fyrir stríð voru til. Síðari árin mátti oft sjá Kristófer í Kalmanstungu á götu í Reykjavík. Þar skar hann sig úr. Hann var einn þeirra manna, sem settu svip á umhverfi sitt. Verkfall BSRB Verkföll opinberra starfsmanna eru rek- in af meiri hörku en tíðkazt hefur í verk- föllum hér, líklega frá 1955. Þetta hefur komið berlega í ljós nú, alveg eins og 1977. Komið hefur til átaka af því tagi, sem eru að verða óþekkt fyrirbrigði í verkföllum á hinum almenna vinnumarkaði. Að einhverju leyti stafar þessi harka af því, að samtök opinberra starfsmanna eru einfaldlega óvön því að standa að verkföll- um. Stríðsgleðin verður meiri en hjá þeim sem langa reynslu hafa á þessu sviði. Að öðru leyti er ástæðan sú, að löggjöf um samningsrétt opinberra starfsmanna er gölluð og línur óljósar um það hvað ber að stöðva og hvað ekki. Loks má nefna, að BSRB hefur hvað eftir annað neitað að viðurkenna úrskurði kjaradeilunefndar, þótt þeir lögum samkvæmt eigi að vera bindandi fyrir báða aðila. Það er að sjálf- sögðu mikið alvörumál og gersamlega óviðunandi fyrir ríkisstjórn. Löggjöfin um samningsréttinn byggir á samkomulagi, sem gert var í þá tíð við samtök opinberra starfsmanna. Þess vegna hefði mátt búast við því, að þau mundu standa við sitt, en svo hefur því miður ekki orðið. Harkan í verkföllum opinberra starfs- manna er hættuleg fyrir margra hluta sakir. Hún kallar á mótaðgerðir af ann- arra hálfu af svipuðum toga. Þótt þeirra hafi ekki orðið vart að ráði í vinnudeilum á þessu hausti, hefur þó flogið fyrir, að eitt fyrirtæki t.d., hafi ráðið í sína þjónustu sérþjálfaða átakamenn til þess að verja ákveðinn vinnustað. Þegar svo er komið erum við náttúrulega komin a.m.k. eina öld aftur í tímann, þegar reynt var að berja verkalýðinn til hlýðni. Væntanlega eru þeir fáir, sem hafa áhuga á að mál þróist með þeim hætti hér. Um þetta ættu BSRB-menn að hugsa. Verkföll BSRB koma með miklum þunga niður á fólki, sem ekkert hefur til saka unnið. Nægir þar að nefna, að stöðvun framhaldsskóla um skeið getur haft al- varleg áhrif á skólahald og valdið því, að skólar verði starfræktir lengur fram á sumar með þeim afleiðingum, að tekju- möguleikar skólanema rýrna verulega. Annað dæmi af svipuðum toga má nefna. Erlendis hafa íslenzkir námsmenn beðið vikum saman eftir lánum frá Lánasjóði íslenzkra námsmanna. Ekki þarf að hafa mörg orð um þau vandræði, sem af því hljóta að leiða fyrir þetta unga fólk að tafir verði á þessum greiðslum. Vestur við ísafjarðardjúp er veturinn fyrr á ferðinni en hér í Reykjavík og samgöngur teppast fyrr. Þá er síminn eina leiðin til þess að halda uppi samskiptum og sambandi milli fólks. Af einhverjum ástæðum hefur stað- ið stríð um það, hvort þessi fámenna byggð í afdölum við Djúp má vera i símasam- bandi við umheiminn eða ekki. Hér eru dæmi um áhrif verkfalls BSRB sem engu máli skipta um framgang kjaradeilunnar en valda verulegum búsifjum. Eftir verkfall opinberra starfsmanna 1977 urðu ekki mörg eftirmál. Nú er óhjákvæmilegt, að ríkisstjórn og Alþingi hafi forystu um að sníða þá vankanta af lögum um samningsrétt opinberra starfsmanna, sem framkvæmd þessa verk- falls hefur berlega leitt í ljós. Það þjónar ekki síður hagsmunum BSRB en almanna- valdsins, að þetta verði gert. Sundrungí laun- þegahreyfingu Staðan í vinnudeilum á þessu hausti hef- ur verið óvenjulega flókin. Það er eins- dæmi, að saman fari harðar vinnudeilur opinberra starfsmanna og annarra laun- þega. Snemma í september var jafnvel hægt að búast við, að saman gætu farið verkföll opinberra starfsmanna og á hin- um almenna vinnumarkaði. Þá hefði þjóð- félagið stöðvazt gersamlega. Af því hefur ekki orðið. Hins vegar gæti farið svo að verkföll almennra launþega tækju við af verkföllum opinberra starfsmanna í nóv- ember og er álitamál hvort það er nokkuð betri kostur. Mesta athygli vekur þó, að launþega- hreyfingin hefur í þessum vinnudeilum stefnt í tvær gjörólíkar áttir og lítið fer fyrir samstöðu í röðum samtaka launa- fólks. BSRB leggur mikla áherzlu á að ná fram háum kauphækkunum i þessum samningum. Á sama tíma hafa fulltrúar Verkamannasambands íslands og Land- sambands iðnverkafólks setið vikum sam- an við samningaborðið með fulltrúum Vinnuveitendasambandsins til þess að ræða allt aðra leið í kjaramálum, þ.e. hóf- sama kauphækkun gegn miklum skatta- lækkunum af hálfu ríkisvalds og sveitarfé- laga. Margar ástæður eru fyrir gjörólíkum viðhorfum launþegahreyfingarinnar til kjaramála nú. Forystumenn almennra verkalýðsfélaga hafa langa reynslu af því, að miklar kauphækkanir segja ekki alla söguna. Þeir finna áreiðanlega sterkan vilja félagsmanna sinna fyrir því, að verð- bólgan fari ekki á skrið á ný. Á hinn bóg- inn er það útbreidd skoðun meðal opin- berra starfsmanna, að launakjör þeirra séu orðin mun lakari en tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði og hafa þeir vafa- laust nokkuð til síns máls. Þess vegna hafa forystumenn BSRB talið, að stefna sam- takanna hlyti að vera sú að ná fram veru- legum kauphækkunum. Þetta eru hinar málefnalegu forsendur, sem geta legið til grundvallar mismunandi stefnumiðum verkalýðshreyfingarinnar og BSRB að þessu sinni. En jafnframt er augljóst, að það er ASÍ og Verkamanna- sambandinu metnaðarmál að þessir aðilar marki stefnuna í launamálum en láti ekki opinbera starfsmenn verða til þess. Það er líka skoðun Vinnuveitendasambands ís- lands, að eðlilegra sé að það leggi línurnar í launamálum en að sveitarfélög eins og t.d. Reykjavíkurborg, eða ríkisvaldið, geri það. Til viðbótar þessu fer ekki á milli mála, að verulegur ágreiningur er milli forystu Alþýðusambands íslands, Verkamanna- sambands íslands og Dagsbrúnar. Þessir aðilar hafa átt í hörðum deilum sín í milli allt þetta ár og kannski lengur. Lítið hefur farið fyrir foringjum Alþýðusambands ís- lands í þessari vinnudeilu, en forystan ver- ið í höndum Guðmundar J. Guðmundsson- ar og Þrastar ólafssonar. Nú sýnast tvímenningarnir komnir í tímaþröng og alþýðusambandsforystan að koma inn í myndina af meiri krafti. Þessi mismunandi viðhorf og sá mál- efnalegi og persónulegi ágreiningur, sem hefur verið til staðar innan launþega- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 33 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 27. október hreyfingarinnar, hefur tafið fyrir lausn vinnudeilna. Þessi átök endurspeglast að sjálfsögðu í Alþýðubandalaginu og hafa lamað það að töluverðu leyti. Það hefur lítið Iátið til sín taka í þessum kjaradeil- um. Augljóst er, að ríkisstjórnin hefur ekki átt hægt um vik að ganga til samninga við opinbera starfsmenn um háar kauphækk- anir á sama tíma og hún hefur boðið fram miklar skattalækkanir til þess að stuðla að hófsömum kauphækkunum á hinum al- menna vinnumarkaði. Þess vegna hefur sá mikli tími, sem farið hefur í að ræða skattalækkunarleiðina milli VSÍ og Verka- mannasambandsins, að sjálfsögðu tafið fyrir því, að gengið yrði til alvarlegra samninga milli BSRB og ríkisstjórnarinn- ar. En vel má vera, að BSRB hafi ekki verið tilbúið í slíkar viðræður fyrr en nú. Ekki er hægt að búast við því, að ríkis- stjórnin bjóði fram miklar kauphækkanir, ef hún þarf einnig að leggja fram miklar skattalækkanir. Að vísu hefur ríkisstjórn- in nú þegar boðið BSRB ívið hærri samn- inga en samið var um hjá Reykjavíkurborg og raunar mjög svipaða samninga og gerð- ir voru við Félag bókagerðarmanna á dög- unum, en það tilboð kom fram á þeim timapunkti, þegar talið var að skatta- lækkunarleiðin væri úr sögunni. Hún hef- ur hins vegar reynzt býsna lffseig og segir það út af fyrir sig töluverða sögu um ríka löngun manna til þess að gera þá samn- inga í þessum kjaradeilum, sem hleypa ekki verðbólgunni á skrið. Hlutur ríkisstjórnar Ríkisstjórnin getur ekki firrt sig ábyrgð á því, hvernig komið er. Það er hennar hlutverk að stjórna landinu og þegar þjóð- félagið nánast leysist upp á nokkrum vik- um er hennar ábyrgð mikil. Til þess eru stjórnmálamenn m.a. að koma í veg fyrir stöðvun þjóðfélagsins eins og við höfum horft á undanfarnar vikur. Þeir eiga að meta hvernig landið liggur hverju sinni, hvað er hægt og hvað er ekki hægt. Þeir hafa bersýnilega lagt kolrangt mat á það síðla sumars. Um það eru fá dæmi í verkalýðssögu landsins að hófsam- ir samningar hafi tekizt upp úr löngum verkföllum. Þeir hafa hins vegar oft verið gerðir án verkfalla. Ríkisstjórnin lagði í upphafi ferils síns mikla áherzlu á afnám vísitölutengingar kaupgjalds, sem varð kjarninn í baráttu hennar gegn verðbólgunni. Launþegar sættu sig við það og árangur í verðbólgu- baráttunni varð ótrúlega mikill. Vilji al- mennings til þess að halda verðbólgunni á núverandi stigi er áreiðanlega mikill. Stuðningur við þá hugmynd að leysa kjaradeilurnar með miklum skattalækk- unum er verulegur. Jafn ljóst er, að al- menningur telur að kjaraskerðingin sé orðin of mikil og að færa verði fórnir með einhverjum öðrum hætti einnig. Hér í Morgunblaðinu hefur, allt frá því að ríkisstjórnin tók við völdum, verið lögð á það mikil áherzla, að forsenda fyrir raunverulegum og varanlegum árangri í verðbólgubaráttunni væri sú að takast á við vandamál sjávarútvegsins. Sjávarút- vegur okkar íslendinga er kominn í ná- kvæmlega sömu stöðu og hefðbundnar at- vinnugreinar í vestrænum iðnríkjum á síð- ustu áratugum. Þær hafa orðið úreltar og ekki fylgzt með breytingum. Þetta hefur kallað á algjöra uppstokkun i atvinnulífi Vesturlanda. Sjávarútvegur okkar er þjak- aður af of mikilli fjárfestingu og of mikl- um rekstrarkostnaði. Bylting i samgöng- um kann einnig að kalla á grundvallar- breytingar í uppbyggingu hans. Ríkis- stjórn og Alþingi hafa gersamlega van- rækt að snúa sér að þessu vandamáli, kannski vegna þess, að þessir aðilar treysta sér einfaldlega ekki til þess, af pólitískum ástæðum. Þessi vanræksla er ein af meginástæðunum fyrir þvi, að svo er komið sem raun ber vitni. Það hlýtur að vera mikið umhugsunar- efni fyrir forystusveit Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að þetta er í annað sinn á nokkrum árum, sem ríkisstjórn þessara tveggja flokka stendur frammi fyrir stórfelldum vandamálum á vinnu- markaðnum, sem lama þjóðlífið að veru- legu leyti og stöðva hjól atvinnulífsins. Stjórnlistin er auðvitað fólgin i því að koma í veg fyrir uppgjör af þessu tagi. Ríkisstjórn getur aldrei unnið sigur í slíku uppgjöri. Raunar á það ekki að vera henn- ar markmið. Hún á að koma í veg fyrir að stríðið hefjist. Það eru alvarleg mistök í landstjórn að láta mál þróast á þennan veg. Sá eldur brennur á núverandi ríkis- stjórn og stjórnarflokkunum. Vinnulag og vinnuagi í sex vikur stöðvaðist allur prentiðnaður í landinu, þ.ám. dagblöðin. Sú stöðvun hafði að sjálfsögðu keðjuverkun í för með sér annars staðar. Verkfall opinberra starfsmanna hefur staðið á fjórðu viku og að sjálfsögðu haft lamandi áhrif á at- vinnulifið. Til viðbótar við sérstæðan munað af þessu tagi tökum við okkur lengstu sumar- frí, sem þekkjast, og aðrir frídagar eru fleiri hjá okkur en algengt er annars stað- ar. Þessar miklu fjarvistir frá vinnu hafa að sjálfsögðu áhrif á þjóðarframleiðslu. Vinnan er undirstaða efna og auðs. Það á jafnt við um þjóðir sem einstaklinga. Við íslendingar höfum lengi haldið því fram, að við vinnum meira en aðrar þjóðir. Þetta er rangt. í nálægum löndum beggja vegna Atlantshafs hefja menn vinnudag- inn fyrr en við og halda sér betur að vinnu en hér tíðkast. Þar er algjör undantekning, að farið sé af vinnustað í vinnutíma, og þá þykir sjálfsagt að sá timi sé unninn upp. Vinnuagi er mun meiri en hér. Sumarfrí eru í mörgum löndum styttri en hér. Við kvörtum undan því að búa ekki við jafn góð lífskjör og aðrar þjóðir. Ein að- ferðin til þess er að vinna jafn mikið og þær og auka vinnuaga. „Þaö hlýtur að vera mikið um- hugsunarefni fyr- ir forystusveit Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, að þetta ^ er í annað sinn á nokkrum árum, sem ríkisstjórn þessara tveggja flokka stendur frammi fyrir stórfelldum vandamálum á vinnumarkaðn- um sem lamar þjóðlífíð að veru- legu leyti og stöðvar hjól at- vinnulífsins/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.