Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 Um veikasta hlekkinn þankafar um hljómtæki á líðandi stund Sígíldar skífur Konráð S. Konráösson Það má með sanni segja að framfarir og umbætur á hljóm- tækjum til heimilisnota hafi verið byltingarkenndar á síðustu árum. Má sem dæmi nefna fram- þróun í hönnun og smíð sifellt hljómbetri magnara, sem og annarra eininga í hljómtækja- keðjunni og þá ekki síst kynn- ingu CD-skifunnar eða LASER- disksins þar sem við aflestur af skifunni er notast við LASER- ljós í stað nálar og hljóðdósar, sem annars er að venjast, en meir um slíkt síðar. Hollt er að hafa i huga þegar hlýtt er á, og ekki sfður horft á, glitrandi og ljósum prýdd hljómtæki dagsins, skrýdd að því er virðist óhjákvæmilegri rofafjöld, að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Á það jafnt við um tækin sjálf og gæði þeirra, ekki síður en hvar hátölurum er fyrir komið m.t.t. hljómburðar og siðast en ekki sist raftaugar þær eða kapla sem tengja tækin innbyrð- is og hátalara við magnara. Það er einmitt hið síðast- nefnda, sem í auknum mæli hef- ir verið til umfjöllunar i blöðum og timaritum þeim, er fjalla um tóniist á skifum og tónböndum og endurflutning slíkrar i heimahúsum. Með sívaxandi gæðum hljómtækjanna hefir at- hyglin þannig beinst að tenging- um tækjanna innbyrðis, þvi aumt er að eiga góðan plötuspil- ara og það sem honum tilheyrir ef rafboðin bjagast á leiðinni i formagnarann og gildir hið sama um þann sem á aflmikinn magnara, en eyðir verulegu af afli hans í að yfirvinna viðnámið í lélegum og e.t.v. óhóflega löng- um hátalaraköplum. Allt á sér þó sín takmörk og má ekki skilja skrif mín svo að allir eigendur hljómtækja skuli bregðast hart við og afla sér með ærnum tilkostnaði þverhandar- þykkra og óhönduglegra kapla i þeirri von að ná þannig snöggt- um betri og fegurri hljóm úr tækjum sínum. Enda þótt ágreiningsefnin séu ætið til staðar þá eru ritfinnar þeir, sem um slíkt hafa skrifað sammála um að gæði og verð tenginga og kapla beri að vera í réttu hlutfalli við verð og gæði hljómtækjanna sjálfra, þannig að við einfaldari og ódýrari tæki má komast af með ódýrari teng- ingar, en þvi dýrari og vandaðri sem tækin eru, þeim mun betur þarf að vanda val og frágang allra tenginga og kapla. Athyglisvert er þó að við þær prófanir og athuganir, sem virt tímarit hafa gert á mismunandi köplum þá er síður en svo aug- ljóst samband milli verðs og gæða. Breska tímaritið HI-Fi News & Record Review (HFN&RR) birti nú snemmsum- ars athugun og samanburð tæknimanna þess á tuttugu mis- munandi köplum til tenginga ýmissa hljómtækja við magnara, s.s. plötuspilara, útvarps- og tónjafnara. Vekur þar athygli að kaplar þeir eða snúrur, sem oftast fylgja japönskum hljómtækjum fá hina verstu útreið. Við notkun þeirra þykir sem „haldið sé aftur af“ miðtónasviðinu, bassatón- sviðið sé óskýrt og hljómmynd- ina skorti djúp. Er því bætt við að allt nema verstu skrapatól, s.s. ódýr snældutæki og útvörp, myndu njóta sín betur með notk- un annarra kapla en slikra. Þeir kaplar sem hins vegar þóttu bera af fyrir kosta sakir voru annars vegar kapaltegund frá IBM, sem raunar er ætluð fyrir boðflutning tölva í milli, IBM 165 7265, og kostar á Bret- landseyjum l,25£/m og hins vegar kapall frá Bandaríkjunum: Randall TX Twin axial, verð: 48£/m. Er þannig nokkuð auð- sætt í hvorri raftauginni eru betri kaup. Um IBM-kapalinn segir að jafnvel með ódýrum tengiklóm hljómi tónlistin tært og skýrt og hljómmyndin sé djúp og skörp. Tímaritið HFN&RR ber einn- ig í þessum greinaflokki sínum saman sautján tegundir raf- tauga til tenginga hátalara við magnara. Er þar svipað uppi á teningnum þegar athuguð eru gæði „venjulegrar rafmagns- snúru“, sem raunar er oftast notuð í heimahúsum til slíkra tenginga. Eru gæði hennar talin slök hvort sem snúran er 2 eða 10 m á lengd. Hátónarnir „snarka“ og bassatónarnir eru „sljóir". Hljómmyndin truflast bæði hvað snertir skerpu og dýpt. Er niðurstaðan sú að með notkun slíkra raftauga sé eyrir- inn geymdur en krónunni kast- að. Tvær raftaugar bera nokkuð af hinum: Annars vegar svissn- esk framleiðsla — The Absolute Wire (Force Four), sem kostar 3,25£/m og hins vegar sænsk raftaug — Supra 4mm, verð: l,50£/m. Segir um Supra 4 Omm-raftaugina að tónlistin hljómi skýrt og áheyrandinn skynji vel dýpt og rýmd í hljómmyndinni. Er raunar einn- ig til samanburðar ódýrari út- gáfa af Supra-tauginni: Supra 2,5 mm, sem kostar á Bretlands- eyjum 0,99$/m. Þykir gæðamun- ur á þeim lítill ef lengdin er 2 m og telur HFN&RR þar um að ræða einna bestu kaupin í hátal- araköplum. Hér hefir verið vikið að niður- stöðum prófunar HFN&RR sem raunar er í ýmsu samhljóða dómum ýmissa annarra tíma- rita, s.s. danska blaðsins Popul- ær Elektronik 12/83. Ekki er hér rými eða ástæða til að fara nán- ar út í fræðilega grunnþætti slíkrar umræðu, s.s. spanstuðul, rýmd og viðnám hinna ýmsu raftauga. Hlýtur að vísa þeim sem frekari fróðleiks óska í þau tæknitímarit sem um slíkt fjalla. Er það þó von mín að lesand- inn hafi við ádrepu þessa orðið þess áskynja að ekki er sama hvaða snúrur hann velur til þess að skeyta saman hljómtæki sin. Kirkjuþing hefst á þriðjudag ÁRLEGT Kirkjuþing þjóðkirkj- unnar verður sett á þriðjudag, 30. október. Hefst það með guðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju kl. 14.00 og mun einn þingfulltrúa, sr. Þor- bergur Kristjánsson, predika. Fundir þingsins verða haldnir i Safnaðarsal Hallgrímskirkju og mun þinghald standa í 10 daga. Þingfulltrúar eru kjörnir úr kjördæmum landsins, og eru jafnmargir leikmenn og prestar. Auk þess eru fulltrúar frá Guð- fræðideild Háskólans og prest- um i sérþjónustu. Vígslubiskupar og kirkju- málaráðherra eiga sæti á Kirkjuþingi auk biskups sem stýrir þinginu. Alls eru kirkju- þingmenn 23 í ár. Helstu mál þingsins Kirkjuráð mun leggja sex mál fyrir Kirkjuþing til umfjöllunar. Má þar nefna svonefnt starfs- mannafrumvarp kirkjunnar, sem kveður á um verksvið og stöðu hinna ýmsu starfsmanna kirkjunnar, þá verður fjallað um innheimtulaun almennra kirkjugjalda, undirbúning há- tíðahalda árið 2000 vegna 1000 ára kristni á íslandi, um breyt- ingu á skipan prestakalla og eina feröina enn verður fjallað um veitingu prestsembætta en það frumvarp hefur dagað uppi á Alþingi. Þá leggur Kirkjuráð fram þýðingu á einu mikilvægasta plaggi í átt til einingar kirkj- unnar, sem Alkirkjuráðið hefur sent frá sér. Fjallar það um sakramenti og þjónustu kirkj- unnar, og hefur dr. Einar Sigur- björnsson prófessor þýtt verkið sem Kirkjuþing mun fjalla um og ákveða um frekari kynningu þess hérlendis. Einstakir þingmenn munu að ■sjálfsögðu leggja fram mál fyrir þingið og er frestur til að skrá þau fram á þriðja dag þingsins. Námskeið um tjáskipti í ólíkum hópum Kirkjufræðslunefnd efnir til námskeiðs í tengslum við Kirkjuþing. Meðal kennara eru fjórir prestar sem eru nýkomnir frá framhaldsnámi og munu fjalla um tjáskipti við mismun- andi aðstæður. Námskeiðið verður þrjú kvöld, til húsa í safnaöarheimili Langholts- kirkju, og hefst öll kvöldin kl. 20.30. Það er öllum opið en sér- staklega ætlað prestum og starfsliði safnaða. Fyrirkomu- Akureyri: Akurejri, 25. október. NÚ í sumar hafa staðið yfir fram- kvæmdir við stækkun Hótels KEA á Akureyri, jafnframt því sem miklar breytingar er verið að gera á hús- næði því sem bættist við þegar Brauðgerð KEA flutti sig um set upp í Kaupangsgilið. Allt eru þetta þarfar og góðar breytingar, sem væntan- lega skila sér í bættri aðstöðu fyrir gesti hótelsins. Á neðstu hæð hótelsins hefur verið rekin um árabil vinsæl kaffi- tería, sem afar mikið er sótt af bæjarbúum og gestum. Hefur rask það sem umræddar framkvæmdir hafa haft í för með sér vissulega valdið gestum óþægindum f sumar, svo sem þegar höggborar hafa verið í gangi við framkvæmd- irnar, og desíbelamælar myndu hafa sprungið ef þeir hefðu verið í gangi, en allt um það, gestir hafa látið sig hafa það og sótt „terfuna" ekki minna en verið hefur. En ölium framkvæmdum fylgja lag verður sem hér segir: Miðvikudagur 31. okt.: „Hvernig boðin berast, skiljast og misskiljast“, sr. Bernharður Guömundsson flytur inngangs- erindi um almenn tjáskipti í hópum, fjölmiðlum og manna á milli. „Fagnaðarerindið og hinir útskúf- uðu“, sr. Birgir Ásgeirsson sem lokið hefur ársþjálfun í þjón- ustu við áfengissjúklinga við Hazelden-stofnunina í Banda- rikjunum, fjallar um tjáskipti við þann hóp manna. ýmiss konar aukahlutir, svo sem eins og það að reisa verður vinnu- palla til þess að okkar ágætu fag- menn geti unnið sitt verk. Og vinnupalla reistu þeir snemma sumars við hótelið. Og þar varð meisturunum það á f messunni, að ein af stoðum vinnupallsins lenti einmitt beint fyrir framan neyð- arútgang á „teríunni" og neyðar- útgangurinn vill opnast út — en stoðin kemur í veg fyrir slíkt. Á þetta var umsjónarmanni bygg- ingarframkvæmdanna bent strax eftir að verkið var unnið, fyrir nokkrum mánuðum, en þrátt fyrir það situr allt við það sama. Komi til eldsvoða eða annars óhapps á „teríunni" verður væntanlega að byrja á því að brjóta niður vinnu- palla áður en hægt verður að hleypa fólki þar út. — En, auðvit- að, það brennur aldrei hjá mér — eða hvað? GBerg Fimmtudagur 1. nóvember: „Lausn á ágreiningi innan kirkju“, sr. Jón Bjarman fanga- prestur, sem nýlokið hefur meistaraprófi í kennimannlegri guðfræði, sérstaklega sálgæslu á stofnunum, við guðfræðiskóla New York, annast fræðslu þessa kvölds og stýrir umræðum. Mánudagur 5. nóvember: „Guðfræði og gamla fólkið“, sr. Sigfinnur Þorleifsson, sem lauk í sumar meistaraprófi í málefn- um aldraðra við guðfræðiskól- ann í St. Paul Minnesota, mun ræða tjáskipti og boðun meðal aldraðra. „Sálgæsla í hópum“, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson kynnir efn- ið og leiðir umræður, en hann er nýkominn frá ársdvöl við Mod- um Bad-geðsjúkrahúsið í Noregi þar sem hann var við nám og störf. Kvenfélag Langholtskirkju býður kaffiveitingar öll kvöldin. Námskeiðið er í tengslum við Kirkjuþing og var því frestað er Kirkjuþingi var frestað, en það átti að hefjast um miðjan októ- ber. Upplýsingar sem berast til manna um námskeiðið þegar bréf verða borin út að nýju eru því ógildar. (FrétUUIkyaoinf frá Binkupwtafu.) Vinnupallur lokar neyðarútganginum Stoóin er beint fyrír utan neyðarútganginn eins og myndin sýnir. Morgunblaöiö/G Berg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.