Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 5 Guðrún GuðmundsdóMir Kaupmáttar- tryggingin var aðalatriðið — segir Guðrún Guð- mundsdóttir, hjúkr.fr. „Þetta eru hreint út sagt lélegir samningar. Fyrst kaupmáttartrygging- in náði ekki fram að ganga er augljóst mál, að þetta verður tekið til baka með gengisfellingu. Sú tregða stjórnvalda að semja ekki um kaupmáttartrygg- ingu er beinlínis sönnun þess að mein- ingin er að fella gengið,** sagði Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfraeðingur á Landspítalanum. „í mínum huga var kaupmáttar- tryggingin aðalatriðið. Hversu há prósentuhækkunin er skiptir ekki eins miklu máli. Hins vegar tel ég alrangt að blanda skattamálum inn í kjaradeilur, eins og gert hefur verið nú. Skattamálin eru i ólestri og þurfa endurskoðunar við, en það á að gera á öðrum vettvangi," sagði Guð- rún. MORGUNBLAÐIÐ leitaöi til talsmanna verkalýöshreyf- ingarinnar og vinnuveitenda og innti eftir áliti þeirra á samningum BSRB og ríkis- ins. Svör þeirra fara hér á eftir. Ekki náöist í Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ. Guðmundur J. Guðmundsson: Ottast að hækkanirn- ar renni út í sandinn „FÓLKI veitir örugglega ekk- ert af þessum kauphækkunum og giídir það um félaga í BSRB eins og aöra. Ég óttast þó, að með ekki betri trygg- ingarákvæöi renni allar hækk- anir út í sandinn. V ísitala hef- ur verið afnumin án þess að ég vilji nú mæla þesskonar fyrir- komulagi bót — en veikleiki BSRB-samningsins er í því fólginn, að hann er berskjald- aður gagnvart verðhækkunum og gengislækkunum. Því óttast ég að það verði varla komiö fram á mitt næsta ár þegar allur ávinningurinn er horfinn,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ís- lands, í samtali við blaðamann Mbl. um nýgerðan kjarasamn- ing BSRB og ríkisins. Guðmundur lagði á það áherslu, að hann teldi BSRB hafa sýnt mikinn styrk og mikla samstöðu í nýafstöðnu verkfalli bandalagsins. „Þeir verða metn- ir bæði sterkari og áhrifameiri eftir þessa deilu," sagði hann. „Verkamannasambandið og BSRB eru að sjálfsögðu ekki andstæðingar, þvert á móti eru báðir samtök launafólks þótt samvinna mætti vafalaust vera meiri. En það sem við höfum verið að reyna í viðræðum okkar við Vinnuveitendasam- band íslands, er að meta verð- lækkanir til kauphækkana. Við höfum viljað komast að sam- komulagi um lækkun vaxta, sem eru að drepa yngra fólk í landinu. Við höfum viljað fá tryggingu fyrir því, að opinber þjónusta verði ekki hækkuð. Hvað varðar verðlagningu bú- vara, þá höfum við verið and- vígir því sjálfvirka kerfi með vísitölugangverki, sem þar er.“ Hann minnti á, að VMSI hefði viljað semja um skatta- lækkanir „þótt sú leið hefði ver- ið ákaflega vandasöm í fram- kvæmd. Tekjuskattur er ekki helgur dómur, sem verkalýðs- hreyfingin á að standa vörð um. í rauninni er einna mest órétt- læti falið í gildandi skattstiga, sem gerir tekjuskatt að beinum launamannaskatti," sagði Guð- mundur. „Það er auðvitað ljóst," bætti hann við, „að við hefðum samið um talsvert lægri kauphækkan- ir en nú hefur verið gert. Ef maður lítur aðeins á kauphækk- anirnar í BSRB-samningnum, þá er hann góður. Þeir hafa unnið vel fyrir þeim hækkun- um. En ég er hræddur um að það verði auðvelt að hrifsa þær til baka — að þær liggi fyrir ólæstum dyrum. Hitt er svo annað mál, að þótt við séum með þennan „óskalista", sem ég var að minnast á, þá hefur reynst mjög erfitt að fá Vinnu- veitendasambandið til að semja um hann. Við erum enn ekki með neina samninga og Verka- mannasambandið er enginn dýrlingur. Enn getum við ekki státað af miklu,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. Guðmundur Þ. Jónsson: BSRB mun sterkara og áhrifameira en áður „ÉG SEGI eins og fleiri: mér líst illa á þennan samning BSRB og ríkisins. Auðvitað er Ijóst, að ýmsir opinberir starfsmenn þurfa ekki síður þessa hækkun en ýmsir í okkar samtökum, en í samn- inginn vantar alveg kaup- tryggingarákvæði. Kaup- hækkunin verður lítils virði þegar kemur fram á næsta ár,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Lands- sambands iðnverkafólks, í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins um kjarasamning BSRB og fjármálaráðuneytis- ins. Guðmundur sagði, að ef til vill mætti hugga sig við, að ákvæði í samningnum um endurskoðun eftir 1. júní á næsta ári sé nokk- ur trygging fyrir því, að launa- hækkunin verði ekki öll runnin út í sandinn þegar líður á samn- ingstímann. „Við verðum auðvit- að að vona, að ríkisvaldið verði reiðubúið að semja um að bæta þann halla, sem þá verður orðinn á, því að öðrum kosti gilda samn- ingarnir ekki nema til 1. sept- ember á næsta ári,“ sagði hann. „Það er augljóst, að fólk lætur ekki taka þetta allt af sér án þess að rísa upp til mótmæla." Hann sagðist sannfærður um, að eftir verkfallið væru samtök opinberra starfsmanna mun sterkari og áhrifameiri en áður. „BSRB hefur sannað sig. Sam- tökin hafa sannað, að þau geta lagt út í harða deilu og staðist hana. Það er vitaskuld gríðarlega mikils virði þegar til lengri tíma er litið," sagði Guðmundur Þ. Jónsson. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI: Fylgjum í kjölfarið MAGNÚS Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, sagði um nýgerða kjarasamninga BSRB og ríkisins: „Hér er verið að fara gömlu leið- irnar í kjarabaráttu. Menn hafa notað gömlu lausnirnar, sem færa okkur gömlu vandamálin. Og við eigum ekki annars úrkosta en að fylgja í kjölfarið.“ tökum viö upp mikiö úrval af barna og unglingafatnaöi í dag og á morgun. BARNA- OG UNGLINGADEILD KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI FRÁ SKIPTIBORDI 45800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.