Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 53 Forystugrein og kaupmáttartrygging í FORYSTUGREIN Morgunblaðsins í gær segir að í hinu nýja samkomulagi BSRB og ríkisins sé að finna ákvæði um að „verði veruleg rýrnun á kaup- mætti á samningstímanum geti hvor aðili um sig óskað viðræðna eftir 1. júní 1985 um kaupliði samningsins“. Á ríkisstjórnarfundi, sem lauk um kvöldmatarleytið í fyrradag, var ákveðið að leggja til við BSRB að vísunin til „verulegrar rýrnun- ar á kaupmætti" félli niður úr samningnum og samdist um það síðar um kvöldið. í forystugrein- inni er tekið mið af samningsdrög- unum en ekki endanlegu orðalagi í 10. grein samningsins þar sem segir meðal annars: „Samningur þessi gildir til 31. desember 1985. Aðilar eru sam- mála um að fylgjast sameiginlega með þróun kaupgjalds og verðlags á samningstímanum og leggja mat á kaupmáttarbreytingar. Hvor að- ili um sig getur óskað viðræðna um kaupliði samningsins eftir 1. júní 1985.“ Þótt orðalag hafi breyst með þessum hætti á síðustu stigum samninga, sem segir sína sögu um viðleitni ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við ákvæðum um kaupmáttartryggingu, breytir það ekki gildi viðvörunarorðanna í forystugrein Morgunblaðsins ( gær um þetta atriði. Ritstj. Sýning Jakobs op- in til 4. nóvember Rúmlega tvö þúsund tollskýrslur lagðar inn Margt var um manninn í Toll- afgreiðslunni og myndaðist þar löng röð viðskiptavina strax um morguninn. Að sögn Karls Garð- arssonar, deildarstjóra Tollaf- greiðslunnar, voru rúmlega tvö þúsund tollskýrslur lagðar inn í gær, en undir venjulegum kring- umstæðum eru um fimm hundruð skýrslur lagðar inn dag hvern. Karl sagði að venjulega væru tollskýrslur afgreiddar innan sól- arhrings, en eins og ástandið væri nú, myndi afgreiðslan líklegast taka tvo til þrjá daga. Hjá borgarfógetaembættinu var sömu sögu að segja, menn biðu í langri röð eftir afgreiðslu. Sigurð- ur Sveinsson, borgarfógeti, sagði að mikið hefði verið um pantanir á veðbókarvottorðum og einnig hefðu verið lögð inn mörg skjöl til þinglýsingar. Kvað hann ærin verkefni fyrir höndum þar sem einnig lægi fyrir mikið af innlögð- um skjölum. Umferðin óvenju róleg Lögreglan hefur nú hafið störf af fullum krafti, en hún hélt sem kunnugt er einungis uppi öryggis- og neyðargæslu í verkfallinu. Því var ekki úr vegi að taka að lokum tali tvo lögreglumenn sem voru við hraðamælingar, þá Stein Karlsson og Atla Má Sigurðsson. Kváðust þeir ekki hafa unnið við hraðamælingar í verkfallinu held- ur hefðu þeir verið með mælinga- tæki í bílnum og aðeins stöðvað þá sem óku mjög glannalega. Sögðu þeir að umferðin hefði verið óvenju róleg að undanförnu og kenndu um bensínleysinu. Þeir höfðu verið við mælingar víða um bæinn þennan dag en aðeins stöðvað sjö bíla, sem væri mjög lítið. En ekki mátti tefja verði lag- anna við skyldustörfin enda mál fyrir blaðamann og ljósmyndara að halda aftur á ritstjórn. úr verkfallinu hversu geysilega langan tíma það tók að fá ríkis- stjórnina til að viðurkenna mannréttindi, eins og hún orðaði það. „Þá á ég við ákvæðið um að fólk verði ekki dregið fyrir lög og dóm, eins og gerðist til dæmis á ísafirði. Þar var ráðist á fólk sem vann fyrst og fremst af fyllstu samviskusemi samkvæmt ákvörð- un sinna samtaka og sinna stétt- arfélaga. Ég lít það mál mjög al- varlegum augum." Ragnhildur kvað samninginn ekki skila þeim kaupmætti sem að var stefnt. Verkfallið hefði hins vegar skilað árangri og leitt í ljós hvað BSRB og aðildarfélögin eru sterk samtök. Margrét Einarsdóttir, form. Sjúkraliöafélags Islands: „Lengra varð ekki komist“ „Ég tel að við höfum verið komin á jaðarinn og að lengra hafi ekki verið komizt í þessari lotu,“ sagði Margrét Einarsdóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands. „Hvað viðkemur þeim launa- flokkum sem mitt stéttarfélag til- heyrir, þá koma þeir einna best út úr þessum samningi. En hann skilar þó ekki þeim kaupmætti sem að var stefnt," sagði Margrét en kvaðst vona að tækist að halda þvf sem náðist. í samningunum væri ákvæði er gerði BSRB kleift að segja honum upp og endur- skoða hann, sem væri ákveðin trygging. Margrét sagði að verkfall væri ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja sýningu Jakobs Jónssonar í Listasafni ASÍ fram til 4. nóvember en þar sýnir hann 48 olímálverk og 5 teikningar. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14 til 22. Jakob er fæddur á Bíldu- dal 1936 og hóf hann mynd- listarnám 1965 á Ny Carls- berg Glyptotek, en stundaði að því loknu nám hjá próf- essor S. Hjort Nielsen og lauk þar námi 1971. Jakob hefur áður haldið tvær einkasýningar, í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1976 og í Listasafni ASÍ 1981. alltaf neyðarbrauð og fjöldinn all- ur af fólki sem tapaði jafnan á þeim. Þegar samningar væru gerðir sætu alltaf einhverjir eftir í sárum og fengju ekki alveg það sem beðið væri um. En þessi hópur launafólks hefði dregist langt aft- ur úr og sú staðreynd hefði orsak- að þá miklu samstöðu, sem var með verkfallsmönnum. „Fólkið þurfti virkilega að fá leiðréttingu á laununum," sagði Margrét. Einar Ólafsson, form. Starfsmannafélags ríkisstofnana: „Það fitnar enginn af þessu“ „Samningurinn út af fyrir sig er ekki gildur. Það fitnar enginn af þessu,“ sagði Einar Ólafsson for- maður starfsmannafélags ríkisstofn- ana. „En við urðum að fara í það að leysa okkar dæmi. Við vorum bún- ir að vera það lengi í verkfalli og ekki um annað að ræða en reyna virkilega að leysa þennan vanda. Og þetta leystist með það mikilli samstöðu innan samninganefnd- arinnar að ég trúi ekki öðru en ntenn sætti sig við lítið." Einar sagði samkomulag BSRB og fjármálaráðherra ekki skila þeim kaupmætti sem að hefði ver- ið stefnt. „Við gerðum nokkuð há- ar kröfur. En okkar vandamál er það að opinberir starfsmenn búa við launakerfi sem er ekki sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum almenna vinnu- markaði. Og við sættum okkur ekki við að fylgja ekki með þeim Jakob Jónsson almennu yfirborgunum, sem verið hafa áberandi á Reykjavíkursvæð- inu frá því samið var í fyrravetur, en þá fór af stað mikið launaskrið. En okkur tókst ekki að jafna bilið. Verkfallið skilaði því að BSRB eru miklu sterkari og samstæðari samtök en ég hef þekkt þau á þriðja áratug," sagði Einar. Þorgeir Ingvason, form. Póstmannafél. íslands: „Þetta var það sem hægt var að ná“ „Ég er ekki fyllilega ánægóur með samninginn, en mióað við aðstæður tel ég að þetta hafi verið það sem hægt var að ná, þannig að ég sam- þykkti hann í samninganefndinni," sagði Þorgeir lngvason, formaður Póstmannafélags Islands. „Það ætti kannski frekar að spyrja fjármálaráðuneytið að því hvort við höldum þeim kaup- mætti, sem náðist með samningn- um. Ég þori ekki að spá neinu um það en held að við verðum að treysta því að fjármálaráðherra hafi gert samning sem hann treystir sér til að halda. Og ég lít á það sem hrein svik ef hann rænir af okkur kaupmættinum. Tvímælalaust skilaði verkfallið tilætluðum árangri. Án þess hefð- um við aldrei náð þessum samn- ingi og það hefur sýnt þann styrk sem við höfum innan okkar raða. Ég er reyndar nýliði í þessari bar- áttu en þetta sýndi manni það að þegar virkilega þarf á því að halda þá heldur fólk saman og berst fyrir sínum málurn." SUÓRNUNARFÉLAG K ÍSLANDS S&H82ð3023 1 Tími: 13. —14. nóvember kl. 9.00—17.00, samtals 16 klst. TILKYNNID ÞATTTOKU í SÍMA 82930 Efni: — Fyrirtækið og stofnunin sem starfshópur — meginþættir hans. — Aðferðir til þess að sjá hvar eigin stjórnun er ábótavant og hvernig bæta má úr. — Stjórnunarmöguleikar og samskipti. — Akvarðanataka — mismunandi algengar gerðir og sam- stöðu — ákvörðun. — Umfjöllun og flæði og endurvarp upplýsinga og fyrir- mæla. — Hinar 4 mismunandi samskiptaaðferðir. Eigin aðferð, van- kantar hennar og styrkleiki. — „Tímaleysið" og „Pressan" í starfinu. Eðii þess og úrbæt- ur. Námskeiðið kallar á mikla virkni. Skoðanakannanir, hóp- vinna, video-upptaka, styrkja og skýra hinn fræðilega grund- völl, sem byggt er á. Þátttakendur: Námskeið þetta er ætlað stjómendum með a.m.k. 2 ára starfsreynslu sem slíkum. Æskilegt er að þeir hafi sótt einhver grunnnámskeið í stjórnun. £ Leiðbeinandi: Pétur Guðjónsson, stjórnunarráðgjafi hefur I rekið eigið rekstrarráðgjafafyrirtæki, Synthesis Institute í g New York síðan 1977. Hann hefur haldið föst námskeið fyrir i fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Asíu. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að: — Skilja og hafa lausnir við flestum algengum vandamálum stjórnunar (svo sem upplýsingaflæði, hlutverkaskipan, ákvörðunartöku og samræmingu starfa). — Skilja eðli samskipta — við yfirmenn, undirmenn og jafn- ingja — og þjálfa hagkvæman samskipta-stíl. — Skilja og þjálfa hópstarf og samstöðu — ákvörðun. — Vita hvernig „aðrir" sjá mann með aðstoð video-upptöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.