Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 Sinfóníutónleikariiir í kvöld Tónlist Jón Ásgeirsson Sinfóníuhljóms’’eit íslands heidur aðra tónleika sína á þessu starfsári og flytur verk eftir Jón Leifs, Lalo og Prókofféff. Geysir heitir verk Jóns með undirtitlin- um „Forleikur fyrir hljómsveit". Þetta tuttugu og þriggja ára gamla verk Jóns (7. apríl 1961), hefur ekki verið flutt áður og eru það í raun nokkur tíðindi, að ekki skuli vera búið að frum- flytja stóran hluta af verkum Jóns, sem var einn mesti „orgin- al“ Íslendinga og auk þess svo framsýnn um ýmis mál tón- skálda, að íslenskir tónlistar- menn munu eiga eftir að njóta góðs af framlagi hans á þeim vettvangi um langt skeið. Tónverkið Geysir er tónsetn- ing á hljóðrænni reynslu höf- undar að vera viðstaddur Geys- isgos. Verkið hefst á djúpum tóni „kontra-bé“, leikið á kontra- fagott og smám saman bætast við fleiri hljóðfæri. Þessi þáttur minnir á drungalega morgun- kyrrð. Smám saman birtir til og þá blasir við blundandi náttúru- skepnan, nærð af frumkrafti eldsins í átökum við vatnið. Er þessi öfl hefja átök sín, tekur vatnið í hvernum að hníga og rísa og er þessi átaksmögnun túlkuð með strengjasveitinni og hefst sá þáttur í þrítugasta takti. Næsta stigmögnun hefst í takti 63, en þá heyrast drunur í Jón Leifs trommum utan sviðs, er eiga að túlka átökin djúpt í iðrum jarð- arinnar. ólgan eykst og í takti 79 og síðar i 81 eru gostilburðirnir túlkaðir, með „glissando“. Síðan hefst gosið og það síðan hjaðnar og verkið endar á sama tóni og það hófst á. í fjarska heyrist klukkuhljómur eins og til að minna á að yfir þessu öllu vakir almáttug eilifðin. Verk Jóns Leifs er hreinrækt- að „prógram“-verk, skáldleg tónlýsing á frægasta hver í heimi, svo frægum, að nafn hans er alþjóðlegt tegundarnafn. Það Edouard Lalo er ekki nokkrum vafa undirorpið að gera má glæsilega kvikmynd um Geysi og áreiðanlega hægt að klippa þá mynd að tónverki Jóns. Annað verkið á tónleikunum er Spánska sinfónían eftir Lalo. Symphonie Espagnole, eftir Edouard Lalo, er samið fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit og er það án efa eitt af vinsælustu viðfangsefnum fiðlusnillinga heimsins. Verkið hefst á eins konar inngangi þar sem upp- hafstónar stefsins (Tónmynd 1) eru leiknir fyrst af hljómsveit- inni og þá teknir upp af ein- leiksfiðlunni og í takti 17 leikur hljómsveitin stefið í heild (Tónmynd 2). Það sem einkennir aðalstefið er þríóla, sem setur næstum taktskiptablæ á það og er þessi hrynskipan mjög ráð- andi í öllum þáttum verksins. Eins konar viðbót við aðalstefið kemur fram í fiðluröddinni eftir að hafa leikið aðalstefið (Tón- mynd 3). í takti 92 er skemmti- legur samleikur tveggja radda, sem oftlega bregður fyrir bæði sem undirleikur og í samleik (Tónmynd 4). Fyrsti kaflinn er glæsilegt verk, sannkallaður sin- fónískur konsert. Annar þáttur nefnist „Scherzando“, hraður og fjörugur þáttur, þar sem leikið er með „stutttóna" (staccato) hljóðfallsleik á móti líðandi tónferli. f þessum hrynleik er tríólan mjög þýðingarmikil. Upphaf kaflans er skemmtileg hugmynd, þar sem ætlast er til að tónhendingin endi með sterkri áherslu (Tónmynd 5). Á móti þessum hrynleik kemur hægferðugt lag (Tónmynd 6), sem leikið er með á ýmsa vegu út kaflann. Þriðji kaflinn ber yfir- skriftina Intermezzo og þekkist það, að þessum kafla sé sleppt í konsertuppfærslum. Intermessó- ið er bæði teknískt og hrynrænt erfitt og hefst á sérkennilegu hrynstefi er gengur eins og rauð- ur þráður í gegnum kaflann (Tónmynd 7). Aðalstefið í fiðl- unni kemur eftir smá forleik í hljómsveitinni (Tónmynd 8). Fjórði kaflinn er hægur og ekki með aðra yfirskrift en Andante. Hann hefst á stuttu forspili en síðan kemur stef er minnir mjög á annað stef í síðasta þættinum, stef sem er nærri því eins og þekkt drykkjuvísa. „Hann var sjómaður dáðadrengur" (Tón- mynd 9). Framhald tónmyndar- innar er stefbrot, sem margir muna eftir fyrstu heyrn (Tón- mynd 10), vegna þess hve ein- kenni þess eru sterk og reyndar áhrifamikil. Síðasti kaflinn ber yfirskriftina Rondo og hefst hann, á hrynstefi sem hljóm- sveitin leikur fyrst og er svo not- að sem undirleikur við fiðlustef- ið. Fyrst er rétt að sýna hryn- stefið (Tónmynd 11) og síðan samleik stefjanna (Tónmynd 12). Úr þessum stefjum er unnið langt mál og um miðjan kaflann heyrist það fræga stef „Hann var sjómaður dáðadrengur" (Tónmynd 13). Verkinu lýkur með glæsilegum „endaspretti", þar sem fiðlan hefur yfirtökin í framvindu verksins. Síðasta verkið á efnisskránni er Svíta nr. 1 úr Ballettinum Rómeó og Júlía. Svítan hefst á Dansi alþýðunnar og eru tvö stef þar virkust, það fyrsta (Tón- mynd 14), sem er leikið af óbó og ensku horni en seinna stefið af „Cornetto" (Tónmynd 15). Annar þátturinn ber yfirskriftina Sýn (Tableau) og hefst hann á fag- ottsóló (Tónmynd 16), sem er uppistaða kaflans og endar hann sömuleiðis á þessari fagottsóló. Þriðji þátturinn heitir Madrigal og hefst hann með leik strengja- sveitarinnar (Tónmynd 17). I flautunni kemur fram stefhug- mynd er síðar tekur á sig ýmsar myndir (Tónmynd 18a og 18b). Fjórði kaflinn er Menuett og er aðalstefið ein frægasta tónhug- myndin eftir Prókofféff (Tón- mynd 19). Menúettinn er smell- inn og alls konar stef og hug- myndir koma þar fram. Fimmti þátturinn er grímu- dans og þar heyrist ráðandi stef í fiðlunni (Tónmynd 20) en ann- ars er þátturinn mjög hryn- sterkur og í göngutakti. Sjötti þátturinn fjallar um elskend- urna, Rómeó og Júlíu. Þar má heyra ýmsar stefhugmyndir sem sumar hverjar hafa mjög vítt tónsvið. 1 þessum kafla er til- finningum elskendanna lýst sem sterkum geðsveiflum og bera stefin og úrvinnslan þess merki. Nokkur stef eru tilgreind undir einu merki, sem tónmynd 21. Síðasti kaflinn fjallar um dauða Túbalts og er einn veigamesti kafli svítunnar. Stef, sem mest koma þar við sögu, eru rituð 1 þeirri röð sem þau birtast (Tón- mynd 22). Svítunni lýkur með þessum kafla. Svíta nr. 1 var fyrst flutt árið 1936, 24. nóv- ember, fyrir tæplega hálfri öld, en ári seinna samdi Prókofféff Svítu nr. 2, sem nýtur meiri hylli meðal áheyrenda en sú fyrsta. Til eru drög að þriðju svítunni, sem átti að vera sex þættir og enda á dauða Júlíu. Stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tón- leikum verður Jean-Pierre Jacquillat en einleikari á fiðlu verður Pierre Amoyal. Góða skemmtun. Tónmynd 1 uj-if s 3 Tónmynd 2 fy jj i 1 ^ j jijjS i j | J j í f f f mTrV firr Tónmynd 4 Tónmynd 15 Tónmynd 5 8 ]?Uji l i r? Tónmynd 6 Tónmynd 7 71n i^p n i Tónmynd 8 $ ” r r; > i* X) 11 f n í ið n i j Tónmynd 9 f+l ‘ ir r i r r Tónmynd 10 itrf tr i r rittfftr itMttÉÉ Tónmynd 11 H tóo:m7 tí-r n in ? Tónmynd 14 S •>' 1 ru-f LZJ iTÍ tlf t-T í ?) (rttf i f tu irjj m i jg p g Tónmynd 16 Tónmynd 17 (,'ínm Di'tj.trfut-1 Tónmynd 18a og b Tónmynd 19 Tónmynd 20 D P r U(P ^ fÍTf Tónmynd 21 £3 7'UIl‘f 1 JJ,J-ji,fjl S -'tV lr f t*r r r Jl 7 rrs:jf %Ír/77iJJA t! Tónmynd 22 sm7 otJifi ií stfftru,"J u u 1 $ JTO- 1 I Uu A W ,'f I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.