Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 43 Eins og svo margra ungra manna lá leið hans í verið. Tvær vertíðir var hann í Vestmannaeyj- um hjá Friðrik í Gröf, að minnsta kosti tvær í Herdísarvík og eina í Garðinum. Eftir það fer hann til Vífils- staða og vinnur á búinu þar. Á Vífilsstöðum kynnist hann konu sinni, Sigmundu, sem hann kvæn- ist 26. október 1926 og hefja þau hjón búskap í Reykjavík. Til að byrja með búa þau á ýmsum stöð- um, m.a. á Breiðabóli í Vatnsmýr- inni en um 1938 flytja þau á Bergstaðastræti 54, þar sem þau bjuggu til dauðadags. Börn þeirra eru fjögur: Guðrún Fjóla, starfsstúlka í Hafnarbúð- um, gift Vilhjálmi Hjálmarssyni frá Siglufirði. Sigurgeir, múrari og hljóðfæraleikari, kvæntur Jónu Pétursdóttur frá Vestmannaeyj- um. Ingunn Hlín, sjúkraliði, gift Friðrik Sophussyni frá Eskifirði, og Jódís, sem er þeirra yngst og hefur búið hjá foreldrum sínum og síðan föður eftir lát móður sinnar. Eftir að afi og amma hefja búskap, gerist hann eyrarvinnu- maður og var það alla tíð. Lengst af hjá Kveldúlfi og síðan hjá Torg- araafgreiðslunni eftir að hún var sett á stofn þar til honum var gert að hætta fyrir aldurs sakir, þá 75 ára gamall. Þá hélt hann áfram við aukavinnuna sína, sem var að slá og snyrta garða fyrir fólk. Sinn síðasta garð sló hann nú í sumar þótt heilsu hans hafi þá mjög ver- ið farið að hraka. Kannski minnast hans flestir fyrir hreinskilni hans og hispurs- leysi, en hann sagði meiningu sina við hvern sem var umbúöalaust. Einnig hefur mér verið sagt, að hann hafi verið mjög vinsæll með- al starfsfélaga sinna. Ekki svo ótrúlegt, því lundin var létt og bjartsýnin ódrepandi. Svo var hann söngmaður mikill, kunni ógrynni laga og texta og var jafn- an forsöngvari, hvar sem lagið var tekið. Ég man sérstaklega eftir því að alltaf þegar við gáfum afa jóla- eða afmælisgjafir voru viðbrögðin jafnan á þessa leið: „Þetta var ein- mitt það sem mig vantaði" eða „Þetta er nú alveg sallafínt". En lífið var nú ekki alveg áfalla- laust. Fyrir 22 árum varð alvar- legt slys í fjölskyldunni. Yngsta dóttirin, Jódís, þá 29 ára gömul, lendir í bílslysi og slasast svo al- varlega að henni er vart hugað líf, og hún liggur meðvitundarlaus vikum saman, sködduð á heila. Smám saman vaknar hún til lífs- ins, en verður aldrei söm og þegar hún eftir 4—5 mánaða sjúkra- húsvist fær að koma heim, kemur i ljós að hún gengur með barn. En kraftaverkin eru enn að gerast. Þann 13. júní 1963 fæðist dóttir hennar, alheilbrigð og er skírð Hjördís Björg í höfuðið á henni sjálfri og afa. En þar sem Dísa getur ekki sjálf hugsað um barnið sitt, taka föðurafi hennar og amma hana að sér og ala upp með miklum myndarskap og sóma. Dísa er síðan heima hjá foreldr- um sínum, en 4 árum eftir slysið deyr móðir hennar og eftir það halda þau saman heimili afi og Dísa. Þarna hugsar hann um dóttur sína allt til dauðadags og féll þar aldrei styggðaryrði, heldur hlúði hann að henni af alúð og um- hyggjusemi. En nú er hann dáinn og kominn á „Eyjuna bláu“, þangað sem hann vissi að hann færi, og var sann- færður um að þar væri til nóg pláss handa öllum og uppsker nú verkamaðurinn laun sín, en við sem eftir lifum söknum hans því skarðið er stórt sem hann skilur eftir, en minningarnar margar og góðar. Þegar ég ákvað að skíra son minn Björgvin í höfuðið á honum, var það vegna þess að hann var besti maður sem ég þekkti. Síðan eru liðin 12 ár og ekkert hefur breytt þessari skoðun minni. Ég kveð hann og ég veit að hon- um líður vel og við Björgvin þökk- um honum allt sem hann var okkur. Hans sonardóttir, Rúna. Bflvelta í Borgarfirði (■rund 28. október. UMFERÐARÓHAPP varð skammt fri Hesti í Borgarfirði, iaugar- dagskvöldið 27. október. Þar lenti fólksbifreið útaf veginum og stöðvað- ist á hvolfi við vegakantinn. Vegna of mikils hraða hefur ökumaðurinn misst stjórn á bifreiðinni á vegamótum með ofangreindum afleiðingum. Ökumaður og farþegi voru í bifreiðinni og sluppu þeir að mestu ómeidd- ir. Var það mikil mildi, þar sem bifreiðin gjöreyðilagðist eins og með- fylgjandi mynd sýnir. DP Minning: Haraldur Sveinbjarn- arson kaupmaður Að hafa lifað með þessari öld frá því fyrir aldahvörfin er í sjálfu sér býsna merkilegt. Hvorki úti í hinum stóra heimi né hér uppi á Islandi hafa orðið eins miklar og örar umbyltingar í þekkingu, lífs- háttum og lífsskilyrðum, eins og á þessu tímabili. Haraldur Sveinbjarnarson, tengdafaðir minn, var barn þess- arar aldar. Hann fæddist að Nesj- um á Miðnesi 2. desember árið 1899. Aldur hans svaraði því ávallt til ártalsins, nema síðasta mánuð ár hvert þegar hann fór fram úr því. Hann andaðist að morgni 24. október sl. og átti þá aðeins rúman mánuð eftir til að komast fram úr ártalinu í 85. sinn. Þegar ég kynntist Haraldi var hann liðlega á miðjum aldri og enn I fullu starfsfjöri, þó mestu umsvif hans væru þá að baki. Hann hafði strax sem ungur mað- ur tekið kappsfullur og heils hug- ar þátt í þeim breytingum og þeirri uppbyggingu sem átti sér stað í landinu. Nýir atvinnumögu- leikar höfðu skapast og þar með nýir möguleikar til sjálfsbjargar. Hvert nýtt framtak einstaklings- ins styrkti jafnframt efnahags- undirstöðu og afkomu þjóðarinnar allrar. Það er að miklu leyti verk- um þessara framtakssömu frum- herja í atvinnuuppbyggingunni sem við eigum velferð okkar að þakka í dag. Haraldur var stórlyndur maður og skapríkur, eins og þeir eru oft sem mikinn dugnað og metnað hafa til að bera. Én hvað sterkast- ir þættir í eðlisfari hans voru hvötin til þess að vera efnalega sjálfstæður og starfsviljinn, sem entist honum til síðasta dags. Hann var með ólíkindum þessi mikli starfshugur. Löngu eftir að getan til starfa var í rauninni bú- in, snérist hugurinn enn um það sem honum fannst hann þurfa að koma í verk. í stórlyndi hans fólst einnig rausn og greiðvikni við þá sem hann vissi að einhvers þurftu með. Ég veit að hann liðsinnti mörgum á ýmsa vegu um dagana, þó sjaldan minntist hann á það sjálfur. Fyrstu búskaparár okkar Ing- þórs áttum við heima í lítilli íbúð í húsi Haraldar á Snorrabraut 22. Það var ekki auðvelt fyrstu árin að vera tengdadóttir í húsinu og búa undir handarjaðri hans þar. Réð þá stundum meira sjónarmið þess sem vildi ráða fyrir en um- burðarlyndi og skilningur manns á tilfinningum ungrar móður. En eftir því sem árin liðu jafnaðist bilið milli okkar og með okkur skapaðist góð vinátta. Velferð barnanna okkar Ingþórs og barna- barnanna hans bárum við sameig- inlega fyrir brjósti. Hann var þeim afskaplega góður og litla sonarsonardóttirin var honum eins og gleðigeisli síðustu tvö árin. Haraldur var svo lánsamur að vera heilsuhraustur nær alla sína ævi, þó sögðu veikindi til sín allra síðustu árin. Þá reyndi á trygg- lyndi og þolinmæði þeirrar konu sem deildi með honum lífinu I 40 ár. Kærleikurinn birtist í mörgum myndum og í samskiptum þeirra Haraldar og Petru Guðmunds- dóttur þessi erfiðu ár í lokin birt- ist hann á þann hátt sem verða mun mér bæði lærdómsríkt og eft- irminnilegt. Hún gerði það besta sem hægt var að gera. Hún talaði við hann, hlustaði á hann, hjúkr- aði honum — i stuttu máli; hún var hjá honum. Við erum henni innilega þakklát. Haraldur verður jarðsettur við hlið móður sinnar og bróður að 'Görðum á Álftanesi í dag, 1. nóv- ember. Ég vil fyrir hönd okkar Ingþórs, Haraldar, Daníels, Grétu, Hall- dóru og litlu Örnu Sigrúnar þakka honum allt það góða sem hann var okkur. Guð blessi hann f þeirri vistarveru guðsrikis sem hann nú dvelur. Þorbjörg Danfelsdóttir Tæp vika í forseta- kosningarnar. Demókratar flykkjast til borgarinnar í lokahrinunni gegn Reagan forseta. Walter Mondale heldur fjörlegan fjöldafund. Geraldine Ferraro talar til bandarísku þjóðar- innar í viðamikilli sjónvarpsútsendingu. Blaðamenn Helgar- póstsins, Hallgrímur Thorsteinsson og Jim Smart eru staddir á staðnum og lýsa í máli og myndum póli- tíkinni, andrúms- loftinu og baráttu- aðferðunum á síðustu dögum kosninga- baráttunnar. HELGARPÓSTURINN ELSKAÐUR, HATAÐUR, en lesinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.