Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.11.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984 39 Béthir imsim Margrét Þorvaldsdóttir Heilbrigði er náðargjöf sem allir vildu geta notið. Leggið rækt við hcilsufarið og neytið fjölbreyttrar fæðu. Fiskur þykir kostafæða, svo er hann íslensk framleiðsla, þó að upp- skriftin sé: Portúgölsk lúöusteik 800 gr lúða 2 tómatar (skornir í bita) 1 laukur meðalstór (saxaður) 2 matsk. fersk paprika (söxuð) 3 matsk. smjörvi eða smjörlíki (bráðið) 'k tsk. basil V* tsk. timian V\ tsk. tarragon salt og pipar 1. Lúðan er skorin í hæfilega stór stykki og þau þerruð með bréfaþurrku. 2. Blandið saman smátt skornum tómötum, lauk, papriku, basil, timian, tarragon, örlitlu salti (og pipar) og að síðustu 3 matsk. af bráðnum smjörva. 3. Raðið steikunum á eldfast fat eða í álmót, setjið síðan tóm- atamaukið á steikurnar og setj- ið undir grill í 10 mín. eða þar til fiskurinn er orðinn laus í sér þegar stungið er í hann með gaffli. Berið fisksteikurnar á borð með soðnum kartöflum. Vökvinn sem kemur frá fiskinum í steikingu er borinn fram sem sósan. Með fiski er næstum nauðsyn- legt að bera fram einhvers konar hrásalat. Hér er uppskrift af kjarngóðu salati og ódýru gæða- salati. 1 rófa niðurrifin 2—3 gulrætur niðurrifnar safi úr einni sítrónu Vi bolli rúsínur Setjið rúsínurnar í skál og hell'ð yfir þær sjóðandi vatni. Látið þær standa í vatninu í 5 mín. Heita vatnið gerir rúsínurnar mjúkar og dregur fram sæta bragðið. Blandið saman niðurrifinni rófu, gulrót- um, safa úr sítrónu og rúsfnunum. Bætið sykri saman við eftir smekk. Salat þetta er einnig ágætt með kjötréttum. Verð á hráefni Lúða tómatar gulrætur rúsínur sítróna kr. kr. kr. kr. kr. 110,00 12,00 6,00 7,00 8,00 Kr. 143,00 í október kosta 1 kg tómatar kr. 96,00 1 kg sítrónur kr. 48,30 1 kg gulrætur kr. 57,50 1 kg rúsínur 79,90 _ % f-jróöleikur og 1 X skemmtun fyrirháa semlága! 1 SNOR Ásmundarsafn: 12 þús. gestir sóttu safnið í sumar 1 SUMAR hefur staðið yfir í Ás- mundarsafni við Sigtún sýning er nefnist „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar“. Skiptist sýningin í tvo hluta. Annars vegar er sýnd tækni höggmyndalistarinnar, tæki, efni og aðferðir. Og hins vegar eru sýnd myndverk, sem tengjast hugtakinu Vinnan. Sýningunni fylgir ítarleg sýningarskrá, þar sem gert er grein fyrir tækjum og efni, sem Asmundur notaði við listsköpun sína, auk þess sem fjallað er um hugmyndir lista- mannsins um Vinnuna. í sýn- ingarskránni er mikið af ljós- myndum, sem aldrei áður hafa verið birtar. Síðastliðið vor tók Ásmundar- safn upp þá nýbreytni að hafa safnið opið alla daga frá kl. 10—17. Hefur þessi opnunartími mælst vel fyrir og aðsókn í safnið verið einstaklega góð. Meira en 12.000 gestir hafa heimsótt Ásmundarsafn í sumar. í sept- ember tók gildi vetraropnunartími og verður þá safnið opið þriðju- dag, fimmtudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14—17. Aðgangs- eyrir er 50 kr. og er sýningarskrá- in innifalin í því verði. Ásmundarsafn hefur staðið fvrir afsteypugerð af verkum eftir Ásmund Sveinsson. Eru nú til í safninu átta gerðir af afsteypum í bronsi, gifsi og sementi. Þá mun koma á markaðinn í lok október litskyggnuröð sem sýnir yfirlit yf- ir listsköpun Ásmundar. Lit- skyggnunum fylgir ítarlegur skýr- ingatexti. Ásmundur vinnur við verkið Öldugjálfur. 1 Föt fyrir menn SNORRABRAUT 56 SIMI 1 35 05 GCÆSI8Æ SÍMI 3 43 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.