Morgunblaðið - 20.11.1984, Page 53

Morgunblaðið - 20.11.1984, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 61 munur á veðrinu hér og í Suð- ur-Evrópu? „Jú auðvitað er mikill munur, en mér finnst mikið betra að búa í miklum kulda en i mikl- um hita. Á Korsíku þurfti ég t.d. að loka stofunni milli kl. 12 og 17 vegna þess að hitinn var alveg að fara með mann. Hann fór stundum upp í 50° á celsí- us.“ Hve lengi hefur þú lagt stund á hárgreiðslustörf? Ég lærði hjá Vidal Sassoon í London árið 1965. Siðan fékkst ég svolítið við kennslu við skól- ann hans. Eftir það setti ég sjálfur upp stofu og vann mikið fyrir fólk í popp- og tískuheim- inum, t.d. Paul McCartney, Elt- on John, Olivia Newton-John og Twiggy. Einnig vann ég mik- ið fyrir blöð, sjónvarpsþætti og kvikmyndir og kom reyndar lit- ilsháttar fram í einni sjálfur. En eins og ég sagði áðan flutti ég hingað til lands árið 1974. Þá vann ég hjá Hárhúsi Leó. Ég MorgunblaÖift/RAX. Tony Sandy við mynd, sem hann málaði með háralit, á einn vegg hárgreiðslustofunnar Smart í Kópavoginum. Ánægður að vera kom- inn aftur til íslands Tony Sandy hárgreiðslumeistari HÁRGREIÐSLUSTOFAN Smart opnaði nýlega á Nýbýla- vegi 22 í Kópavogi. Það eru þeir Gauti Torfason og Tony Sandy sem reka stofuna í sameiningu. Tony Sandy, sem er breskur, er nýkomin aftur hingað til lands eftir að hafa búið á nokkr- um stöðum í Evrópu í um 10 ár. Tony kom reyndar fyrst hingað til lands árið 1972 til að taka þátt í hárgreiðslusýningu. Árið 1974 kom hann aftur og þá til þcss að búa hér og vinna. Blm. Morgunblaðsins ræddi við Tony og spurði hann m.a. um ástæðu þess að hann flutti hingað til lands. „Mér líkaði strax mjög vel við landið þegar ég kom hingað 1972. Ég fann fyrir einhverjum ótrúlegum krafti. Mér finnst allt hægt að gera hérna ef vilj- inn er fyrir hendi. Ég er giftur íslenskri konu og við eigum eina dóttur. Þegar við höfðum dvalið allan þennan tíma í Evr- ópu vorum við sammála um að best er að ala börn upp hér á íslandi. Hér er börnin miklu frjálsari. Á meðan við bjuggum á Korsíku var t.d. mikið um sprengjuárásir. Það er erfitt að ala barn upp á slíkum stað“. En finnst þér ekki mikill sagði ekki alveg skilið við popp- ara því ég greiddi meðlimum hljómsveitanna Slade og Naz- areth þegar þeir komu til landsins. En ég er mjög ánægður að vera kominn aftur til íslands og við erum ákveðin að setjast hér að. Ég bý í Mosfellssveit- inni og Esjan blasir við mér. Mér finnst mjög fallegt hér á íslandi. Hér er líka gott að vinna, því kröfurnar eru miklar og hárgreiðslufólkið mjög fært á sínu sviði. Ég held að það sé tími til kominn að íslendingar haldi alþjóðlega hárgreiðslu- sýningu, til að sýna hvað þeir hafa upp á að bjóða.“ Verður boðið upp á einhverj- ar nýjungar á Smart? „Þar er boðið upp á alla þjón- ustu, en við leggjum mikla áherslu á klippingar og einnig alla umhirðu hársins, t.d. nær- ingu. Það er mikil þörf fyrir að nota næringu, því hér er mikill kísill í heita vatninu, sem fer illa með hárið. Ég lít svo á að þetta tvennt, klipping og nær- ing hársins, séu mikilvægustu þættirnir í okkar þjónustu. Það verður að reyna að gera fólki til hæfis þegar það fær sér klipp- ingu. Hárgreiðslumeistarinn verður að reyna að sjá út per- sónuleika hvers og eins og hvers konar hárgreiðsla er við hæfi. Einnig skiptir miklu máli hvaða atvinnu viðkomandi stundar. Við bjóðum einnig upp á nýjung í strípum. Við notum tvo liti í hvert skipti, sem gerir hárið eðlilegra og fallegra. Við vonumst til að geta komið upp sýningu fljótlega, til þess að sýna fólki hvað við höfum upp á að bjóða,“ sagði Tony Sandy að lokum. FLUGLEIÐIR Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiða! Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og hóp- um tækifæri til að njóta lífsins á nýstárlegan og skemmti- legan hátt, fjarri sinni heimabyggð. Fararstjórnin er í þín- um höndum: Þú getur heimsótt vini og kunningja, farið í leikhús, á óperusýningu, hljómleika og listsýningar. Siðan ferðu út að borða á einhverjum góðum veitinga- stað og dansar fram á nótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.