Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 2
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/Desmond Tutu „Hugsjónamenn eru ekki alltaf sjálfum sér samkvæmir Uthlutun Friðarverð- launa Nóbels i ár til suður-afríska prests- ins Desmond Tutu gæti að margra dómi orðið málstað svertingja i landinu til framdráttar, en samt eru þær skoðanir líka á kreiki að Tutu sé of hófsamur í málflutningi sín- um, að stjórnin í Suður-Afríku muni hreinlega skella skollaeyr- um við þeirri viðurkenningu sem i úthlutuninni felst og þeirri gagnrýni sem hún er á stjórn- arstefnu landsins. Meðal svertingja í Suður- Afríku, sem eru 21 milljón tals- ins, eru deildar meiningar um málið, ekki síður en hjá hvítum. Samt halda ýmsir samstarfs- menn Tutu því fram, að þetta verði óhjákvæmilega til fram- dráttar kröfum svertingja um jafnan rétt í landinu og úthlut- unin sé mikið áfall fyrir aðskiln- aðarstefnu stjórnarinnar. Nthato Motlano, sem er í fyrirsvari svokallaðs Soweto- hóps, hefur til að mynda sagt að svertingjar hafi að miklum meirihluta fagnað óspart, og ekki blandist neinum hugur um að Tutu sé sá sem mests trausts nýtur og mestrar virðingar á al- þjóðavettvangi af forvígis- mönnum svertingja í landinu. Motlano fullyrðir að í augum svertingja sé Tutu talsmaður þeirra og hetja. í augum margra hvítra manna er litið á hann sem æsingamann. Það sýnir kannski öðru betur ofstækið meðal hvíta minnihlutans sem öllu ræður i landinu, því að Tutu hefur jafn- an hvatt mjög eindregið til að reynt væri að ná fram réttindum með friði og samningum. í brezka blaðinu Observer á dög- unum var sagt að innan hans eigin safnaðar séu margir sem staðhæfi kinnroðalaust, að þeir séu hatursmenn hans, vegna baráttu hans. Hvað ríkisstjórn landsins snertir er Tutu ekki að- eins öfgamaður og æsingasegg- ur, heldur hefur verið unnið að því leynt og ljóst að koma því inn hjá þorra fólks, að Tutu væri geðsjúkur og hygði á samsæri gegn stjórninni. Stjórnin hefur staðhæft að Tutu væri verkfæri í höndum erlendra aðila, meðal annars Sovétrikjanna, Samein- uðu þjóðanna, Alkirkjuráðsins og forsvarsmanna Þriðja heims- ins og ætti ekki hvað minnstan þátt i hversu mikilli gagnrýni Suður-Afríka hefur sætt á al- þjóðavettvangi og verið beitt að- gerðum sem hafa átt að duga eitthvað til að fá stjórnina til að breyta ósæmilegri aðskilnað- arstefnu sinni. Auðvitað hljómar þetta frá- leitlega en er engu að siður rétt. Og bendir þar með einnig til að stjórnvöld beri kviðboga fyrir þvi að landið einangrist enn meira en þegar er. Desmond Tutu er annar suð- ur-afríski svertinginn sem fær Friðarverðlaun Nóbels, en áður hafði Albert -Luthuli, leiðtogi Afriska þjóðarráðsins, hlotið þau árið 1960. Luthuli var aldr- aður orðinn þegar hann fékk verðlaunin, hann sætti alls kyns áreitni eftir úthlutunina og var að lokum komið fyrir kattarnef sjö árum síðar. Ýmsir álita að Tutu muni eiga á hættu að stjórnin reyni hvað hún geti til að torvelda honum að koma skoðunum sinum á framfæri, i enn ríkara mæli en gert hefur verið fram að þessu. Þó segja ýmsir, aö stjórnvöld muni ekki treysta sér til þess vegna þeirra breytinga sem hafi orðið i hinu alþjóðlega and- rúmslofti síðustu áratugina. Suður-afrísk stjórnvöld glíma við þann vanda að æ færri riki heims fást til að hafa samskipti við hana, og það myndi verða henni enn meiri hnekkir, ef Desmond Tutu yrði beittur ein- Grkibiskupinn af Kantarborg Robert Runice óskar Des- mond Tutu til hamingju eftir að tilkynnt hafði verið um út- hlutun Friðarverðlauna Nóbels. hverjum þvingunum eða áreitni sem gætu leitt til þessa. Desmond Mpilo Tutu er fimm- tíu og tveggja ára og fæddur í gullnámubænum Klerksdorp, sem er fyrir vestan Jóhannes- arborg. Nafnið Mpilo þýðir Iíf á Sisotho, móðurmáli hans, og hann var skírður því nafni, vegna þess að hann var veik- burða og var ekki búizt við að honum yrði langra lífdaga auðið. Hann hefur sjálfur sagt, að þetta hafi orðið til að kveikja með honum heita trú. Þegar hann óx úr grasi hafði hann þó fyrst í hyggju að leggja fyrir sig læknisfræðinám. Hann fékk inn- göngu í skólann, en foreldrar hans höfðu ekki efni á því að greiða þau skólagjöld sem til- skilin voru. Hann varð þá kenn- ari og vann einnig að ýmsum trúboðsskólum fram til 25 ára aldurs. Árið 1957 ákvað stjórnin að leggja trúboðsskólana undir ríkið og koma upp sérstöku og aöskildu skólakerfi fyrir svert- ingja. Þetta varð til þess að Tutu lagði kennsluna á hilluna. Hann hefur sjálfur sagt í við- tali nýlega, að hann hafi ekki talið sig hafa fengið köllun til að ganga í þjónustu kirkjunnar. Hins vegar hafi sér fundizt liggja beinast við að hann freist- aði þess að leggja fyrir sig guð- fræðinám. Hann hafði engu að síður hlot- ið kristið uppeldi. Móðir hans var trúuð kona, að hans sögn, og hann dáðist mjög að dugnaði hennar. Hún hafði enga mennt- un hlotið, en vann eins og ber- serkur við ræstingar og fleiri störf sem til féllu. Faðir hans, sem var kennari, var strangur og hélt uppi aga á heimilinu. Hon- um var gjarnt að gripa til lík- amlegra refsinga, ef börnin óhlýðnuðust, en móðirin reyndi þá jafnan að sefa reiði hans og sætta börnin. „Kannski ég hafi erft einhverja þá eiginleika frá henni," segir hann sjálfur. „Eða ég tileinkaði mér þá, því mér fannst framkoma hennar vit- urmannleg og bera vott um víð- sýni og þroska." Fjölskyldan hafði flutzt til Jó- hannesarborgar, þegar Tutu var tólf ára. Móðir hans réð sig þá að mötuneyti skóla fyrir blind börn og fjölskyldan bjó í íbúð við skól- ann. Hann segir að þá hafi hann fengið áhuga á málefnum þeirra sem bjuggu við fötlun af ein- hverjum toga. Um þetta leyti hitti hann einnig þann mann sem hann segir að hafi haft meiri áhrif á sig en nokkur ann- ar, Trevor Huddleston, sem var hvítur prestur í svertingjagettó- inu í Soffíubæ. Huddleston er nú erkibiskup i ensku kirkjunni og forseti samtaka þeirra í Bret- landi sem berjast gegn kyn- þáttastefnu Suður-Afríkustjórn- ar. Tutu nam við prestaskóla í grennd við Jóhannesarborg. Hann hélt síðar til London og var þar við framhaldsnám. Þeg- ar hann sneri aftur til Suður- Afríku varð hann fljótlega bisk- up af Lesotho og árið 1978 varð hann framkvæmdastjóri kirkju- ráðs Suður-Afríku. Þar með varð hann talsmaður þeirra 13 millj- óna kristinna sem búa í landinu. Að vísu drógu þrenn samtök sig út úr ráðinu þegar hann tók við í mótmælaskyni. Tutu segir aðspurður að hann beri ekki kala til hvítra manna, þrátt fyrir allar þær þjáningar sem svartir meðbræður hans hafi orðiö að þola af þeirra völd- um. Tutu segir, að hann hafi ver- ið svo lánsamur, að á uppvaxtar- árum sínum hafi hann kynnzt mörgum hvítum mönnum, sem reyndust honum betur en nokkr- ir aðrir á ævinni og það kunni að hafa haft sín áhrif. Tutu segist vera hugsjóna- maður. Og þar með sé hann held- ur ekki praktískur og ekki held- ur alltaf sjálfum sér samkvæm- ur. „Hugsjónamenn geta ekki verið sjálfum sér samkvæmir, og það hefur á stundum gert mér erfitt fyrir," viðurkennir hann. Hann segist ekki líta á sig sem pólitískan leiðtoga heldur and- legan. En væntanlega vikst hann efeki undan þeim kröfum sem landar hans svartir og hvftir fylgismenn gera til hans nú. Og þrátt fyrir hugsjónir er hann samt að eigin sögn raunsær og fjarri því að vera málskrúðs- maður né lýðskrumari. Umfram allt er hann heiðarlegur og ein- lægur með ákaflega sterka rétt- lætiskennd. Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir VÖRUBÍLAR TIL SÖLU: Höfum til sölu eftirtaldar Scania vörubifreiöar: Scania LBT-141, árgerð 1980, ekinn 195 þús. Scania T-112, árgerö 1981, ekinn 137 þús. Scania LBT-141, árgerð 1979, ekinn 300 þús. Góð greiðslukjör á öllum bílum ímifitf h.f. Skógarhlíö 10, Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.