Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 14
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Ensk jólakaka Sú jólakaka sem boðið er upp á hér að þessu sinni á ekkert skylt við okkar hefðbundnu jólaköku nema nafnið. Svo miklu meira er borið í hana, enda látum við Breta hafa heiðurinn af henni og kennum hana við þá. Bretar baka þessa köku nokkrum vikum fyrir jól og hella öðru hverju yfir hana víni: koníaki, rommi eða sherry. Þegar hún er orðin vel mettuð af víni, geym- ist hún mjög vel í þéttum umbúðum. Bretar fullyrða að dæmi séu um að hún hafi geymst þannig í 25 ár og batnað með hverju ári. — Ekki væri amalegt að eiga eina tilbúna árið 2010. — Þeir hjúpa kökuna með marsipani og sykurhúð, skreyta hana síðan með marsipanskrauti eða öðru jólaskrauti og jafnvel borðum. Á mínu heimili hefi ég bakað eina stóra breska jólaköku fyrir hver jól, en sleppt öllum mat- armiklum tertum, en ég baka auðvitað smákökur. Við borðum svo mikið af góðum mat um jólin að fæstir hafa pláss fyrir rjómatertur. Áður fyrr var sætabrauð bakað á Islandi um jólin, einkum lummur og pönnukökur með sírópi, en sú jólakaka sem við þekkjum og er með lyftidufti hefur sennilega lítið verið bökuð fyrr en líða tók á þessa öld. Þó er í Kvennafræðaranum fjórðu prentun 1911 eftir Elínu Briem jólakökuuppskrift með lyftidufti án eggja, en Jóninna Sigurðardóttir frá Draflastöðum gefur út matreiðslubók árið 1916 sem í er Ifka jólakaka án eggja en með ölgeri. 1 þriðju útgáfu matreiðslubókar hennar frá 1927 er auk hennar jólakaka með lyftidufti og eggjum. í jólaköku Fjólu Stefáns frá 1916 er jólakaka með ölgeri án eggja, en Þ.A.N. Jónsdóttir sem gefur út matreiðslubók sína árið 1858 notar 6 egg í sína jólaköku og sömuleiðis ölger. I jólaköku hennar eru 3 pd af hveiti, 'k pd af nýju smjöri, 'k pd af steyttum hvítasykri og auk þess steyttar kardemommur, súkkat og súrsaður appelsínubörkur. Hún bakar sína jólaköku á „plötu eða lokpönnu eða í pjáturmóti." Þ.A.N. Jónsdóttir kallar þessa fínu jólaköku sína jólabrauð. Á Seyðisfirði heyrði ég oft í mínu ungdæmi jólaköku nefnda jólabrauð. Ég hélt að það stafaði af því að í kökuna væri lítið borið, en jólakaka Þ.A.N. Jónsdóttur hrekur þær hugmyndir mínar. Jólakaka með ávöxtum og hnetum Þetta deig er i 2 stórar kökur. 600 g jurtasmjörlíki og smjör blandað saman 600 g sykur 10 egg 'h dl mjólk 600 g hveiti 1 'k tsk. lyftiduft 250 g ljósar og dökkar rúsínur 250 g kúrennur 100 g þurrkaðar perur 200 g gráfíkjur 100 g döðlur 200 g súkkat 100 g orangeat 25 kokteilkirsuber 300—400 g blandaðar hnetur 1—2 dl. romm, koníak eða sherry. Eða blanda úr því. 1. Skerið ávextina smátt. Gott getur verið að klippa þá í sundur með skærum. 2. Saxið hneturnar. 3. Hrærið saman lint smjörið/smjörlíkið ásamt sykri, bætið einu eggi út í í senn og hrærið á milli. Setjið mjólk út í. 4. Takið frá hluta af hveitinu og setjið saman við ávext- ina og hneturnar. 5. Setjið lyftiduft út í hitt hveitið og hrærið út í deigið með sleif. Setjið síðan ávextina og hneturnar út í og hrærið sömuleiðis saman með sleif. 6. Smyrjið 2 kringlótt mót (springform). Setjið deigið i mótin. 8. Hitið bakarofninn í 160°C og bakið kökurnar neðst í ofninum í 1 'k —2 klst. 9. Kælið kökurnar örlítið, takið úr mótinu, setjið síðan á kökurist og látið kólna alveg. 10. Setjið kökurnar á álpappír og hellið víni yfir þær. 11. Setjið siðan álpappírinn þétt utan um kökumar og þrýstið vel að þeim. Geymið síðan í kökuboxi á köldum stað þar til kökurnar eru skreyttar skömmu fyrir jól. Jólakaka með ávöxtum og kryddi 300 g jurtasmjörlíki 250 g ljós púðursykur 1 msk síróp 5 egg 350 g hveiti 1 tsk lyftiduft 'k tsk kanill V* tsk múskat V* tsk negull V* tsk engifer 100 g ljósar og dökkar rúsínur 150 g kúrennur 25 kokteilkirsuber 'k krukka mincemeat, 125 g (ávaxtablanda sem fæst víða) 200 g blandaðar hnetur 1. Hrærið lint smjörlíkið með sykri og sírópi. Hrærið eggin út í eitt í senn og hrærið vel saman á milli. 2. Saxið hneturnar. Blandið saman við rúsínurnar og kúrennurnar. Setjið síðar örlítið hveiti saman við. Sker- ið kirsuberin í tvennt. 3. Setjið lyftiduftið og kryddið í hveitið. Hrærið síðan saman við deigið ásamt mincemeat. Hrærið saman með sleif. 4. Bætið rúsfnunum, kúrennunum, kirsuberjunum og hnetunum út í. 5. Smyrjið kringlótt mót (springform), setjið deigið í mótið. 6. Hitið bakarofninn í 160°C og bakið kökuna neðst f ofninum í l'k—2 klst. 7. Látið kökuna kólna örlftið, takið úr mótinu, setjið síðan á kökurist og látið kólna alveg. 8. Setjið kökuna á álpappír og hellið víni yfir hana. 9. Setjið síðan álpappfrinn þétt utan um kökuna. Setjið sfðan í kökubox og geymið á köldum stað þar til kakan er skreytt skömmu fyrir jól. Skreyting á eina köku 400 g marsipan 3 dl flórsykur saman við marsipanið 'k eggjahvíta saman við marsipanið nokkrir dropar rauður ávaxtalitur nokkrir dropar grænn ávaxtalitur 3 dl flórsykur í sykurhúðina 2 msk romm, koniak eða sherry f sykurhúðina. 1. Hnoðið 3 dl af flórsykri og 'k eggjahvftu saman við marsipanið. Takið tæplega helminginn frá til að búa til blómin og borðann úr. 2. Fletjið hinn helminginn út milli tveggja plastfilma. Setjið síðan yfir kökuna og niður með hliðunum. Ef erfitt reynist að fletja þetta út í heilu lagi, gerir ekkert til þótt það sé skeytt saman. 3. Hrærið saman flórsykur og vín og setjið yfir marsi- panhjúpinn. 4. Setjið grænan ávaxtalit út í meirihluta þess marsi- pans, sem þið skilduð eftir. Geymið hluta af ólituðu marsipani í berin. Fletjið græna marsipanið út f langa ræmu, skerið hana á brúnunum með kleinuhjóli og legg- ið utan með kökunni. 5. Búið til lauf eins og lauf á kristþirni og leggið ofan á kökuna. 6. Setjið rauðan ávaxtalit út f það sem þið skilduð eftir af marsipani. Búið til ber úr því og leggið ofan á laufin. íþróttasalur ÍR-húsiö viö Túngötu er meö lausa tíma í íþróttasal á kvöldin. Upplýsingar í sími 14387. Dalakofinn tískuverslun tilkynnir Vorum aö taka fram samfestinga í fjórum litum, 3 stæröir. Verö kr. 1000.- Tökum fram næstu daga jakka, úlpur og loöfóöraöar kápur meö hettu. Dalakofinn tískuverslun. Linnetstíg 1. Hafnarfirði. Sími 54293. Dalvík: Fjórir sóttu um stöðu spari- sjóðsstjóra Dalvík, 21. aívenbcr. STARF sparísjóðsstjóra Svarfdæla á Dalvík hcfur verió auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 15. nóvember sl. Fjórar umsóknir bárust Á stjómarfundi föstudaginn 16. nóvember voru umsóknir opnaðar og eru umsækjendur eftirtaldir: Kristján Jóhannsson bankastjóri f Grundarfirði, Friðrik Friðriksson skrifstofustjóri Sparisjóðs Svarf- dæla, Runólfur Sigurðsson banka- starfsmaður og Vignir Sveinsson bókari. Gunnar L. Hjartarson, sem gegnt hefur stöðu sparisjóðs- stjóra sl. sex ár, hefur nú tekið við starfi útibússtjóra Búnaðarbank- ans á Akureyri. Fréttaritarar LEIÐSÖGN SF „Þrjú hjól undir bílnum?“ Námskeiö fyrir almenning í viöhaldi bifreiöa veröur haldiö aö Þangbakka 10 (jaröhæö, vesturhliö íbúöarblokkarinnar í Mjóddinni, Breiöholti I). Námskeiðið hefst fimmtudaginn 29. nóvember og stendur í 3 vikur. Kennt veröur á mánudags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 20.30 til 22.30. Námskeiöiö er ætlaö þeim konum og körlum sem vilja vita meira um bílinn sinn og miöar aö því aö gera þá færari um aö bjarga sér sjálfar/ir ef bilanir veröa og koma í veg fyrir þær. Verkleg kennsla á bifreiöaverkstæöi er hluti nám- skeiösins. Fjöldi þátttakenda er takmarkaöur. Leiöbeinandi er Elías Arnlaugsson, kennari viö lönskólann í Reykjavík. Innritun aö Þangbakka 10 virka daga og um helg- ar kl. 15.30 til 18.30. Upplýsingar í síma 79233 á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.