Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 18
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 EINAR JÓHANNESSON Hver eða hvernig er þín drauraaefn- isskrá? EJ: Ég er nú á þeirri skoðun núna að hafa akkúrat enga línu, sulla öllu saman, bara þvi sem mig langar að spila. Ég reyni þó að gæta mín svolitið á hvernig er byrjað og hvernig endað. Mér finnst vont að byrja með látum, þarf helzt að fara varlega í sakirn- ar og finna hvernig landið liggur, já byrja þannig og enda kröftug- lega, en þar á milli er ég alveg skoðanalaus núorðið. Ég reyndi hérna áður að skipuleggja pró- grammið af mikilli nákvæmni, passa að allt félli saman en nú er ég alveg hættur því, geri bara það sem mig langar til. Hvað með gagnrýni í blöðum? EJJ: Gagnrýni er mikilvæg, skiptir miklu máli. Góður gagn- rýnandi getur alið upp, þroskað smekk. Eg sagði áðan að það þyrfti að gera miklar kröfur til stjórnenda, og þá ekki síður til gagnrýnenda. Þeir þurfa að vera svo vitrir menn. Það er fáum lagið að skrifa gagnrýni á því plani, sem eitt réttlætir gagnrýni yfirleitt. Hún þarf bæði að vera skrifuð af mikilli þekkingu og helzt nokkurri ást á efninu, og svo með eins kon- ar röntgensjón, sem sér strax hvar gæði eru og hvar ekki. En það er með gagnrýni eins og margt annað hérna hjá okkur, hún er á vissu stigi í þróun. Framfar- irnar eru miklar og þróunin ör. Mér finnst t.d. sinfóníuhljomsveit- in standa á miklum tímamótum. Það er kannski varla hægt að segja lengur að hún sé að slíta barnsskónum, en þessi kynslóð sem ruddi veginn er að hverfa. Starf þessa fólks hefur verið frá- bærlega óeigingjarnt og gott. í staðinn kemur ungt fólk, sem hef- ur verið svo lánsamt að eiga þess kost að geta menntað sig betur en oft var tækifæri til að hér áður, það hefur dvalizt erlendis og kynnzt atvinnumennsku af eigin raun og gerir háar kröfur til sjálfs sín og einnig annarra i sinu fagi. Hljómsveitinni hlýtur að fleygja mikið fram með slíku fólki. Ég er að fara eins og köttur i kringum heitan graut með gagn- rýnendur. Það má segja að hér hafi verið allur gangur á því hverjir skrifa gagnrýni, blöðin fera stundum ansi litlar kröfur. !g held að það hljóti að breytast. Tónlistarskólinn t.d. útskrifar fólk úr tónfræðideild með háskóla- gráðu og ég get ekki ímyndað mér annað en að út úr þessari deild eigi eftir að koma fólk sem getur lagt fyrir sig gagnryni, fólk með mikla kunnáttu og þekkingu og er jafnframt innstillt inn á þetta fag. Þetta er nefnilega alveg sérfag. Það hefur stundum verið sagt að einstaka menn i heiminum nálgist það að hafa það sem er kallaður absólútt smekkur. Þá er þeirra persóna ekki svo mikið að þvælast fyrir, þeir vita einfaldlega. Já, gagnrýnandi þarf að vera sérstakt samband listamanns og vísindamanns, akademíkers. Það eru auðvitað allir ánægðir með að fá hrós og i jafnmiklu rusli að vera skammaðir, sama hver gerir það. En það er ekki sama hvernig það er gert. Og oft er svo fáránlegt hvað gagnrýni stangast gjörsam- lega á. Stundum hef ég hugsað eft- ir lestur blaðagagnrýni að það væri skárra og mun heiðarlegra að einhver áhugamanneskja úti i bæ gæfi umsögn svona beint frá hjartanu og hún væri tekin sem slík, heldur en þau persónulegu og dyntóttu skrif, sem gagnrýnendur láta oft fara frá sér og eru hvorki fugl né fiskur. En líklega er absólútt smekkur eitthvað sem er ekki til frekar en rétti sjálflýsandi liturinn til að mála sólarskýin á himninum, eins og Jón í Möðrudal sagði einu sinni. En smekkur er orð sem ég held dálítið upp á. Það hefur svo breiða merkingu, þó fólk noti það oft í þröngri merkingu. Smekkur geng- ur út á það að velja og hafna. Og öll listsköpun er einmitt það. Saumastofa — Buxur ' Óskum eftir aö láta sauma 700—1000 stk. bux- ur strax. Buxnaefni fyrirliggjandi nú þegar. Uppl. í síma 75234. „Bráðum koma blessuð jólin og allar ■ ■ ■ ■ ploturnar Vorum aö taka upp spánnýjar plötur sem þú ættir aö pæla I strax á morgun. Gleymdu nú ekki sjálfum/sjálfri þór um jólin. Ekki er ráö nema í tíma só tekiö, eöa þannig sko. Líttu inn hjá okkur og viö aöstoöum þig viö valiö. WHAM — MAKE IT BIG Wham-platan er komin og þaö þarf ekki aö hafa mörg orö um yfirburöi hennar, enda fór hún beint á toppinn þegar hún kom út í Bretlandi. Make It Big inniheld- ur m.a. lögin: Freedom, Wake Me Up Before You Go Go, Careless Whisper og Heartbeat. Fáöu þér Wham-plötuna eöa kassettuna strax. Fyrsta sendingin veröur fljót aö klárast. Pax Vobis leikur viö hvurn sinn fingur á sinni fyrstu plötu. Þaö er tæpast hægt aö heyra að hér sé um byrjendaverk aö ræöa, slík eru gæöin. Allir þeir sem unna vandaöri rokktónlist ættu aö kunna vel aö meta PAX VOBIS og þá tónlist sem þessi plata ínniheldur. JULIAN LENNON — VALOTTE Þaö voru ekki margir sem spáöu Julian syni John Lennon vinsældum. Þaö er ekki létt verk aö fylgja slíkum snillingi eftir, en Julian hefur sannaö þaö svo ekki veröur um villst, aö hann er hæfi- leikaríkur ungur maöur sem vert er að fylgjast meö. Þetta sanna meöal annars hinar miklu vinsældir lagsins Too Late For Goodbyes og ekki er nýja lagiö Val- otte síöra, en þaö er jafnframt titillag stóru plötunnar. KIKK — KIKK Hin bráöhressa hljómsveit Kikk er nú búin aö senda frá sér fyrstu plötu sína. Hér er á feröinni hressilegt rokk sem kemur skemmtilega á óvart. Þaö verður enginn svikinn af hinum ferska Kikk- rokkanda sem svífur yfir vötnunum. Kýldu nú á eitt gott Kikk og fílaöu sánd- iö. SPILAVERK ÞJÓDANNA — NOKKUR LYKILATRIOI Nú getur þú eignast 16 laga plötu sem spannar feril Spilaverks þjóöanna frá 1975 til 1979 og geymir úrvalslög eins- og Sirkus Geira Smart, Egils appelsín, Sturla, Styttur bæjarins, Græna bylting- in, Melody lane, icelandic cowboy, Plant no trees, Blóö af blóöi o.fl., o.fl. Meö hverri plötu fylgir textablaö og á- grip af sögu Spilverksins. Þetta er því ágæt heimild um eina bestu hljómsveit okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.