Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 99 JakkðfÖt, bindi 09 skyrta fyriraðeins 6.595- Venjulegt Verð 6.950.- TOfOÐ AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211 SNORRABRAUT 56 SIMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SÍMI 3 43 50 Styrkið og fegrið líkamann DÖMUR OG HERRAR Ný 3ja vikna námskeið hefjast 26. nóvember. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértim- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun -f- mæling -^sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. ^ Júdódeild Ármanns Ármúia 32. Ólympíuhappdrætti: Vinnings- númerin DREGIÐ var í happdrætti ólympíunefndar íslands 8. sept- ember sl. Upp komu eftirfarandi númer: Pord Sierra bifreiðin 70723, 146689 og 180208. Ford Es- cort bifreiðir: 23155, 25056, 39803, 43621, 55686, 143306, 205639, 209366, 225622, 272603 og 277636. Vinningshafar hafi samband við skrifstofu fþróttasambands ís- lands. (FrétuUlkjrnninf.) Opið hús hjá Samhjálp kvenna „OPIÐ hús“ Samhjálpar kvenna verður í fyrsta sinn á morgun, mánu- daginn 26. nóvember, klukkan 8.30 1 húsi Krabbameinsfélags íslands í Skógarhlíð 8. Einnig verða viðtals- tímar á miðvikudögum frá klukkan 14 til 16. Samhjálp kvenna er hópur sjálfboðaliða, sem aðstoðar konur er gengið hafa undir aðgerð vegna krabbameins i brjósti. Þessi hópur hefur starfað í fimm ár hér á landi og hefur aðstöðu í hinu nýja húsi Krabbameinsfélagsins. „Opið hús“ er nýbreytni i starfi hópsins og verður öðru hverju í vetur fyrir þær konur, sem gengist hafa undir fyrrnefndar aðgerðir. Ósló: Fornar minjar í fangelsisglugga ÓbIó, 23. nóvember. Frá Jan Erik Laure, frétUriUra Mbl. í ÓSLÓBORG er tugthús, sem notað befur verið fyrir fanga, sem fengið hafa vægan dóm, en nú hefur verið ákveðið að nota það fyrir þá sem betra er að hafa á bak við lás og slá í langan tíma. Sá hængur er á þess- ari ákvörðun, að það er auðvelt að strjúka úr fangelsinu. Noregur: Blýlaust bensín á markaði 1987 ÓbIó, 22. uóvember. Frá Jan Erik- Laure, frétUriUra MbL FRÁ og með 1. janúar 1987 verður að öllum líkindum skyit að hafa blýlaust bensín til sölu á bensínstöðvum. Verði frumvarp umhverfismálaráðuneytisins samþykkt mun Noregur senni- lega verða fyrsta landið í Evr- ópu til að koma á þeirri skyldu. Með blýlausu bensini sam- kvæmt frumvarpinu er átt við að það megi aðeins innihalda 1,01 gramm af blýi á litra, en leyfileg mörk nú eru 0,15 grömm i hverjum lítra. Bensínstöðvarnar mega einnig halda áfram að selja venjulegt bensín, en sú krafa verður gerð til þeirra, að þær hafi jafnframt á boðstólum blýlaust bensín. Það tekur a.m.k. 20 ár að koma málum svo fyrir, að allir geti ekið á blýlausu bensini. Það verður ekki fyrr en eftir árið 2000, að bílvélar, sem þurfa blýið í bensíninu eða háa oktantölu, verða komnar á öskuhaugaaldurinn. Það mun kosta um 40 aura á hvern lítra að framleiða blý- laust bensín. Nú fyrir nokkru struku fjórir fangar úr fangelsinu með þeim hætti, að þeir surfu sundur gluggarimlana með þjöl, sem þeim hafði einhvern veginn tekist að komast yfir. Fangelisstjórnin hafði raunar beðið um, að sterkari rimlar yrðu settir fyrir gluggana en þjóðminjavörðurinn norski lagði við þvi blátt bann. Sagði hann, að gluggarnir i fangelsinu og rimlarnir fyrir þeim væru þjóð- minjar sem ekki mætti hrófla við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.