Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 69 „Opnið strax!“ — Það eru hugsan- ir af þessu tagi sem leita á gesti þegar þeir ráfa í þögn milli her- bergja í húsi önnu Frank. Því bet- ur sem maður þekkir söguna því meiri eru áhrifin: „Ég hélt að það ætlaði að líða yfir mig þegar ég sá skápinn, ég titraði og skalf og þurfti að styðja mig við vegginn," sagði Guðrún. „Og það var undarleg tilfinning að standa við gluggann i herbergi önnu og horfa út i garðinn. Mig hefur alltaf langað að vita hvernig garðurinn leit út, eina snerting hennar við náttúruna úti.“ VÍTI TIL VARNAÐAR Sagan af Önnu Frank þykir ein- hver skýrasti vitnisburður um þær hörmungar sem gyðingar liðu undir ofsóknum nasista í seinni heimsstyrjöldinni — ekki vegna þess að örlög tiltekins hóps hafi verið hrikalegri en almennt gerð- ist — miklu frekar vegna sjónar- hornsins sem sagan er sögð út frá. Þetta er upplifun þroskaðrar Herbergi önnu Frank. Guðrún stendur við ghiggann, en f vinstra borni er höfuðmynd af önnu. Á veggjum má sjá leifar af leikaramyndum sem Anna skreytti herbergi sitt með. í stórum stíl á stríðsárunum. Og þeir boða að Dagbók önnu Frank sé aðeins einn áróðurshlekkurinn í viðleitni gyðinga að sverta nasista og þjóðernishyggju almennt. Þetta eru hópar öfgafullra þjóð- ernissinna, Nýnasista, sem víða er að finna í Gvrópu og hafa það að einu helsta baráttumáli sínu að ala á kynþáttahatri. Þegar minjasafn önnu Frank var formlega sett á laggirnar árið 1957, var markmiðið ekki aðeins það að standa vörð um húsið í sinni upprunalegu mynd, heldur einnig og ekki síður að láta þessa örlagasögu vera komandi kynslóð- um viti til varnaðar. „Það er eitt af hlutverkum safnsins að minna á þá staðreynd að kynþáttahatur og fordómar gagnvart minnihluta- hópum eru hlutir sem engan veg- inn heyra sögunni til,“ sagði for- stöðumaður minjasafnsins, Wout- er van der Stuis, um leið og hann sýndi blaðamanni anddyri safns- ins, þar komið hefur verið fyrir úrklippum úr nasista- og fasista- blöðúm samtímans. Það er ótrú- legt en fróðlegt að lesa þessar úr- MorgunblaAið/ól.K.M. Guðrún og forstöðumaður safnsins, Wouter van der Stuis, standa við bókaskápinn, sem huldi innganginn að leynifbúð- inni. klippur; óspart er gert grín að þeirri „fráleitu firru“ að gyðing- um hafi verið smalað í gasklefa eins og lömbum til slátrunar. „Það eru hræringar i samtímanum sem ala á sams konar kynþáttafor- dómum og leiddu til gyðingaof- sóknanna á sínum tíma,“ sagði forstöðumaðurinn. „Það er ekki aðeins gyðingahatur, minnihluta- hópar af öllu mögulegu tagi verða fyrir aðkasti, svertingjar og inn- flytjendur eins og Tyrkir eru með- höndlaðir sem annars flokks borg- arar. Við viljum benda fólki á skyldleika þessarar aðskilnaðar- stefnu við það sem átti sér stað i Þýskalandi á valdatímum Hitlers. 1 okkar litla og þéttbýla landi eru sterk öfl sem segja að Holland sé fyrir Hollendinga og ekkert rúm sé fyrir aðkomufólk. Þetta viðhorf kemur fram í þjóðlífinu í formi afskiptaleysis gagnvart innflytj- endum og útilokun þeirra á ýms- um sviðum. En skrefið þaðan yfir í ofsóknir og likamsárásir er styttra en margir ætla, eins og dæmin sanna bæði hér í Hollandi og annars staðar í Evrópu," sagði forstöðumaðurinn. Þegar hér var komið sögu í ferðinni var Guðrún að ljúka við að skrifa i gestabókina og tími var kominn til að halda aftur út á flugvöll. Við þökkuðum fyrir okkur og kvöddum, fylgdum Magnúsi Oddssyni fararstjóra okkar inn i bilinn, rúntuðum einn hring í kringum miðbæinn, skut- umst inn i eitt stórmagasín og svo rakleiðis út á flugvöll, inn i frí- höfn og á barinn. Gott að hreinsa rykið úr kverkunum og áleitnar hugsanir úr kollinum með köldum bjór. GPA Þeðsi mynd er tekin í berbergi Frank-hjónanna. Guðrún og kærasti hennar, Gnnnar, skoða líkan af húsakynnunum, forstöðumaðurinn, Wouter van der Stuis, og Magnús Oddsson, sölu- og markaðsstjóri Arnarflugs, standa hjá. Hollenskur Ijósmyndari notar gott tækifæri en blaðakonan við hlið hans bíður færis. Shelly Winters fékk Óskars- verðlaunin fyrir túlkun sína á móður Önnu Frank í kvikmynd sem gerð var eftir dagbókinni 1959. Að öðru leyti þótti mynd- in mislukkuð, Winters gaf Óskarinn til safnsins með þeim orðum að þar og hvergi annars staðar ætti hann heima. í anddyri safnsins er sýningar- salur þar sem vakin er athygli á kynþáttamisrétti nútímans, for- dómum og kúgun, í máli og myndum. - Dagbók önnu Frank hefur verið þýdd á um 50 tungumál og þarna er Guðrún að virða fyrir sér safn af útgáfum bókarinnar á mismunandi málum. Á innfelldu myndinni sést gamla íslenska útgáfan. unglingsstúlku á innilokaðri til- veru í þröngu samfélagi óttans, skrásett dag frá degi. Setningin „Þjóðverjar drápu sex milljónir gyðinga" hefur ekki fulla merkingu nema studd reynslusögu af því tagi sem Anna greinir frá i dagbók sinni. Vel á minnst, þeir menn eru til sem halda því fram að það sé þjóðsaga sem gyðingar hafi komið á kreik að Þjóðverjar hafi myrt þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.