Morgunblaðið - 29.12.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.12.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 7 Morgunblaðið/Bjarni. Forsætisráðherra tekur á móti undirskriftarlistum með nöfnum 4032 „áhugamanna um framfarir í Eyjafirði", frá vinstri: Jón Arnþórsson, Steingrímur Hermannsson, Steindór Steindórsson frá Hlöðum og Gunnar Ragnars. Næsta stóriðjufyrirtæki verði við Eyjafjörð Rúmlega 4000 íbúar við Eyjafjörð undirrita áskorun til stjórnvalda „Við undirrituð, íbúar á Akur- eyri og í Eyjafirði, teljum nauð- synlegt að næsta stóriðjufyrirtæki, sem byggt verður á íslandi, verði valinn staður við Eyjafjörð, enda verði talið tryggt að rekstur þess stefni ekki lífríki fjarðarins í hættu,“ segir meðal annars í áskorun, sem forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, veitti viðtöku í Stjórnarráðinu laust fyrir hádegi í gær. Áskorunin var undir- rituð af 4032 íbúum á Akureyri og í Eyjafirði að frumkvæði „Áhuga- manna um framfarir við Eyja- fjörð“, en listana afhentu fyrir hönd heimamanna Jón Arnþórs- son, Steindór Steindórsson frá Hlöðum og Gunnar Ragnars. Jón Arnþórsson hafði orð fyrir norðanmönnum og sagði hann m.a. að undirskriftasöfnunin hefði hafist í júní sl. og staðið í 4 vikur, en hefði þá verið hætt vegna sumarleyfa og að fyrir- huguð var ferð til Alcan í Kan- ada til könnunar á aðstæðum þar. Eftir þá ferð töldu „áhuga- menn um framfarir við Eyja- fjörð" næsta víst að kynntar yrðu niðurstöður ferðarinnar, þess efnis, að hvergi hefði fund- ist mengun hjá Alcan eftir 60 ára álvinnslu. Þegar ekkert gerð- ist hins vegar í kynningunni tóku áðurnefndir áhugamenn til sinna ráða í desemberbyrjun og gáfu út rit með helstu rökum fyrir stóriðjukostinum, sem dreift var á öll heimili í Eyja- firði. Jafnframt var hafist handa við undirskriftir á nýjan leik með þeim árangri, sem skilað var á skrifstofu forsætisráð- herra í gær. Steingrímur Her- mannsson kvaðst myndu koma þessari áskorun á framfæri við ríkisstjórn og iðnaðarráðherra og hafði jafnframt á orði að und- irskriftirnar væru ívið fleiri en undirskriftir álandstæðinga sem honum voru afhentar fyrr á þessu ári. Undirskriftalistarnir voru fluttir frá Akureyri til Reykja- víkur í peningakassa, og var það táknrænt fyrir þá skoðun undir- skriftarmanna, „að sterk efna- hagsleg rök séu fyrir því að stór- iðja verði efld í Eyjafirði í góð- um félagsskap við fjölbreytt at- vinnulíf þar, sem bíður fleirum til samstarfs, og í trausti þess að áliðja geti hér eins og víðar lifað í góðu samlyndi við gjöfula nátt- úru er þetta bundið í sauðskinn," eins og Jón Arnþórsson komst að orði er hann afhenti forsætis- ráðherra undirskriftalistana. Gunnar Ragnars lagði áherslu á, að það væri skoðun þeirra sem skrifuðu undir áskorunina, að ál- ver við Eyjafjörð myndi draga úr fólksflótta þaðan, sem fyrir- sjáanlegur væri á næstu árum yrði ekki eitthvað að gert í at- vinnumálum og ný atvinnutæki- færi sköpuð fyrir íbúa þar. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um tók í sama streng og kvaðst hann upphaflega ekki hafa verið ginnkeyptur fyrir hugmyndum um álver í Eyjafirði vegna meintrar mengunarhættu, sem mjög var haldið á loft af ál- andstæðingum. En eftir að niðurstöður hefðu legið fyrir um að mengunarhættan væri hverf- andi lítil sem engin hefði hann snúist á sveif með áhuga- mönnum um framfarir í Eyja- firði, enda mætti engu tækifæri til fjölgunar starfa í byggðarlag- inu kasta frá sér í bráðræði. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur: Omar Einars- son ráðinn framkvæmda- stjóri ÓMAR Einarsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og tekur hann við starfinu nú um ára- mótin. Stefán Kristjánsson lætur þá af störfum sem íþróttafulltrúi, en íþróttaráð og /Eskulýðsráð verða sameinuð í Iþrótta- og tóm- stundaráð, samkvæmt þeim stjórn- kerfisbreytingum sem samþykktar hafa verið í borgarstjórn. ómar Einarsson hefur um langt árabil starfað hjá Æsku- lýðsráði Reykjavíkur og undan- farin ár sem framkvæmdastjóri ráðsins. Samkvæmt þeim stjórn- kerfisbreytingum sem sam- Omar Einarsson. þykktar hafa verið í borgar- stjórn verður ráðinn einn fram- kvæmdastjóri íþrótta- og tóm- stundaráðs og mun ómar gegna því starfi til bráðabirgða þar til breytingarnar verða formlega staðfestar af ráðherra, en starfið verður þá auglýst laust til um- sóknar. Metsala Ásgeirs RE í Cuxhaven: Fékk 44 kr. fyrir karfa- kílóið SKUTTOGARINN Ásgeir RE fékk í gær hæsta meðalverð á kfló fyrir karfa, sem íslenzk fiskiskip hafa fengið í Þýzkalandi frá því skrásetn- ingar LfÚ hófust árið 1979. Meðal- verðið var 43,95 krónur. Ásgeir RE seldi alls 105,1 lest í Cuxhaven. Heildarverð var 4.617.800 krónur, meðalverð á kíló 43,95. Er þetta hæsta verð, sem um getur bæði talið í þýzkum mörkum og íslenzkum krónum. 3,42 þýzk mörk fengust fyrir hvert kíló að meðaltali, en áður hafði Engey RE fengið hæst meðalverð i þýzkum mörkum á þessu ári. Hún fékk 3,04 mörk í janúar síðastliðn- um. Gamla metið átti Karlsefni RE er hann fékk 3,20 þýzk mörk fyrir kílóið í janúar 1981. Utflutningur íslenskrar þekkingar: Fyrirhuguð verkefni í Indónesíu og Costa Rica „ÍSLENSKA ráðgjafarfyrirtækið „Ice-Fish-Co“ hefur að undanfornu átt í viðræðum við aðila á Costa Rica varðandi útgerð á íslenskum skipum þar um slóðir, en fyrirtækið er nú að hasla sér völl á alþjóðavettvangi með ráðgjöf og aðtoð um hvaðeina er lítur að sjávarútvegi og útgerð. Auk þessa verkefnis á Costa Rica er fyrirtækið aðili að norrænu sjávar- útvegsverkefni í Indónesíu. Ingimar Hansson, fram- kvæmdastjóri Rekstrarstofunnar, sem er aðili að hinu nýstofnaða íslenska ráðgjafarfyrirtæki „Ice- Fish-Co“, sagði í samtali við blm. Mbl. að fulltrúar fyrirtækisins hefðu átt viðræður við aðila á Costa Rica og kannað ýmis atriði varðandi þennan rekstur, svo sem skattamál og fjárhagsliði ýmiss konar auk þess sem markaðsmál í Bandaríkjunum voru könnuð. Ingimar sagði, að reiknað væri með að fulltrúar þessara aðila á Costa Rica kæmu hingað til lands í byrjun næsta árs til að kanna aðstæður hér og kvaðst hann vongóður um að samningar gætu tekist um þetta verkefni. Varðandi aðild „Ice-Fish-Co“ að norræna sjávarútvegsverkefninu í Indónesíu sagði Ingimar að hér væri um að ræða afar viðamikið verkefni, sem væri meðal annars fólgið í að koma upp höfnum, skip- um og aðstöðu fyrir fiskiflota með því lokamarkmiði að setja þar á stofn útgerð með innlendum aðil- um. Aðalsvæðið sem haft er í huga er eyjan Bali og nágrannaeyjarnar Lombok og Sumbawa. Hér er um að ræða samvinnu 8 norrænna fyrirtækja með stuðningi Nor- ræna verkefnasjóðsins i samvinnu við Norræna fjárfestingarbank- ann. í hlut hins íslenska fyrirtæk- is kemur skipulagning á veiði- tækni og vinnslutækni auk athug- ana á markaðsmálum. Magnús Þ. Torfa- son forseti Hæstaréttar MAGNÚS Þ. Torfason hæstarétt- ardómari hefur verið kjörinn for- seti Hæstaréttar frá 1. janúar 1985 að telja til ársloka 1986. Sig- urgeir Jónsson hæstaréttardómari var kjörinn varaforseti til sama tíma. trésskemmtun sunnudaginn 30. desember kl. 2—5 Öll fjölskyldan fer saman á jólaball. Jólasveinarnir mæta ásamt Grýlu. • Teiknimyndir, limbókeppni og húla-hopp og þeir bestu fá verö- laun. • Jólasveinarnir dansa í kringum jólatréö meö börnunum. • Allir krakkar fá jolapoka. • Bjarkirnar úr Hafnarfiröi leika listir sínar. • Verö kr. 225, fritt fyrir fullorðna. • Forsala aógöngumiöa er i Broadway i dag kl. 11 —17, simi 77500. Veriö öll velkomin á jólatrésskemmtun í Broadway.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.