Morgunblaðið - 29.12.1984, Side 17

Morgunblaðið - 29.12.1984, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 17 Ríkisrétturinn 1883—1884 að störfum. Óskar II konungur afhendir Björnstjerne Björnson bókmenntaverAlaun Nóbels 1903. Ekki var þeim vel til vina. að forsætisráðherrann. Fredrik Stang, hætti við allar fyrirætlanir sínar frá yngri árum um betri samvinnu við Stórþingið. í þess stað herti hann andstöðuna við þingið, og það sjónarmið kom nú æ oftar fram hjá stjórnarsinnum að óháð ríkisstjórn yrði að veita minnihlutanum tryggingu, vernda embættismennina gegn „alræði meirihlutans". Þetta væri því nauðsynlegra sem stjórnarskráin gerði ekki ráð fyrir íhaldssamri efri málstofu, eins og t.d. í heima- landi þingræðisins, Englandi, en slíka íhaldsstofnun töldu margir stjórnmálaspekingar á 19. öld nauðsynlega til þess að tryggja farsælt stjórnarfar. Prófraunin varð einmitt hug- myndin um að veita ráðherrum aðgang að Stórþinginu. Forsætis- ráðherrann, Fredrik Stang, hafði áður vcrið fylgjandi slíkri stjórn- arskrárbreytingu, jafnvel beitt sér sérstaklega fyrir henni. Vildi hann bæta samvinnuna milli stjórnar og þings, en gerði ráð fyrir að breytingin myndi veita stjórninni forystuhlutverk gagn- vart Stórþinginu. En nú var það stjórnarandstaðan sem flutti mál- ið, og aðstæðurnar orðnar allt aðr- ar. Stjórnarandstaðan hafði eflst, og þingið kom saman á hverju ári. Þessar aðstæður breyttu afstöðu margra þeirra sem áður höfðu verið fylgjandi setu ráðherra á þingi: Það var hætta á að breyting myndi styrkja stöðu Stórþingsins enn meira. En ríkti samt óvissa um áhrif slíkrar stjórnarskrárbreytingar. Sumir litu á hana nánast sem endurbót á þingsköpum, sem mundi auðvelda alla vinnu á þing- inu vegna betra sambands við rík- isstjórnina. En Johan Sverdrup var annarrar skoðunar. Hann var ekki í minnsta vafa um að breyt- ingin hefði í för með sér að staða Stórþingsins efldist þannig að „virk ráðherraábyrgð“ — eins og hann orðaði það — yrði niðurstað- an: Ráðherrarnir yrðu að taka þátt í umræðunum í Stórþinginu, verja frumvörp sín þar og alla stefnu ríkisstjórnarinnar; það væri trygging fyrir því að „aðeins duglegir menn og aðrir menn sem njóta trausts þjóðarinnar, verða meðlimir ríkisráðsins". Málið náði fram að ganga á Stórþinginu 1872, með miklum meirihluta. En stjórnin beitti neitunarvaldi. Nokkrir ráðherrar voru ekki sammála þeirri ráða- gerð og yfirgáfu stjórnina. í stað þeirra voru þá skipaðir menn sem voru eindregnir andstæðingar breytingarinnar. Ríkisstjórnin harðnaði þannig í andstöðu sinni gegn breytingunni og lét engan bilbug á sér finna þótt Stórþingið samþykkti vantraust á hana. Ljóst varð að langt stríð stóð fyrir dyr- um. „Litli herfor- inginn“ mikli í þessu stríði reyndi mest á Jo- han Sverdrup og forystuhæfileika hans. Honum tókst að halda stjórnarandstöðunni saman og stjórna stríðsrekstrinum þannig að andstaðan efldist og stjórnin veiktist. Hann reyndist meistari í því að nota mál, stór og lítil, til þess að ráðast á stjórnina og gera henni lífið erfitt. Afstaða hans í ýmsum málum virðist ekki alltaf byggð á sannfæringu, heldur á „taktík": það sem réð úrslitum hjá honum, var það hvernig mætti nota málin gegn stjórninni og um leið efla og breikka stjórnarand- stöðuna á þingi — og með þjóð- inni. Að hafa þjóðina — almenn- ingsálitið — með sér var keppi- kefli hans: „ ... du ma være pá h;yden með ditt folk, verken mer eller mindre, hvis du vil være en dyktig politiker." Sverdrup var frábær leikari á stjórnmálasvið- inu og kunni að velja sér þau orð og rök sem hrifu, og ekki vantaði mælskulistina við málflutninginn! Enginn gat eins og hann haldið þingheimi hugföngnum þó ræðan ■ væri löng — íslendingum verður e.t.v. helst hugsað til Benedikts Sveinssonar sýslumanns til sam- anburðar hér á landi þegar þeir lesa lýsingar á mælsku hans og þau áhrif sem hún hafði. Ekki vantaði heldur valdaviljann hjá Sverdrup. „En politiker uten makt er en uting," sagði hann. Samt virðist hann ekki hafa haft neinn sérstakan áhuga á að verða sjálfur forsætisráðherra. Þegar hann mótaði slagorðið í stjórnarskrár- baráttunni á 8. tug aldarinnar: „All makt í denne sal!“ hafði hann miklu fremur í huga að sá salur, stórþingssalurinn, var hans vett- vangur. „Den lille general", litli herfor- inginn, eins og þessi smávaxni, dökkhærði maður hefur verið kall- aður, stjórnaði herferðinni gegn stjórninni með því að nota alla möguleika stjórnarskrárinnar til þess að gefa ríkisstjórninni fyrir- mæli. Réttur Stórþingsins til að hafa eftirlit með framkvæmda- valdinu var nýttur til hins ýtrasta. Nefndir þingsins ákváðu í smáat- riðum hvernig málum skyldi hátt- að. Einkum í fjárveitingum sýndi Stórþingið völd sín, ýmist með því að neita fjárveitingu, ýmist með því að samþykkja fjárveitingu á öðrum forsendum en stjórnin vildi, eða þá með því að veita fé til mála sem stjórninni voru þvert um geð, eins og þegar veitt var fé til stofnunar nýs pró- fessorsembættis handa vinstri- sagnfræðingnum Ernst Sars. Stórþingið sótti ekki aðeins inn á svið framkvæmdavaldsins með hjálp föstu þingnefndanna, heldur hafði einnig frumkvæði að nýjum málum og lét milliþinganefndir undirbúa þau. Þannig voru t.d. ný skattalög og lög um kviðdóma undirbúin. I löggjafarmálum sýndi þingið æ meiri tilhneigingu til að mæta lagasynjunum stjórn- arinnar með því að notfæra sér það að stjórnarskráin veitti kon- ungi aðeins frestandi synjunar- vald: við þriðju samhljóða sam- þykkt frumvarpa öðluðust frum- vörpin lagagildi þrátt fyrir and- stöðu stjórnarinnar. Rádherraniálid og synjunarvaldið Algera sérstöðu í þessari bar- áttu hafði ráðherramálið, eins og frumvarpið um að veita ráðherr- um aðgang að Stórþinginu var kallað. Stórþingið samþykkti þetta frumvarp til stjórnar- skrárbreytingar þrisvar sam- hljóða á 8. áratugnum, síðast 1880 með 93 atkvæðum gegn 20. Málið snerist nú í ágreining um synjun- arvald konungs í stjórnarskrár- málum. Grundvallarlögin nefndu aðeins frestandi synjunarvald í löggjafarmálum, en sögðu ekkert um neitunarvald í stjórnar- skrármálum. Á yngri árum hafði forsætisráðherrann, Fredrik Stang, verið þeirrar skoðunar að konungur hefði aðeins frestandi neitunarvald einnig í þeim málum. En nú var hann meðal þeirra sem héldu því fram að í stjórnar- skrármálum hefði konungur al- gert neitunarvald. Við þriðju samhljóða samþykkt ráðherramálsins 1880 var stjórn- arandstaðan ekki aðeins fjöl- mennari en nokkurn tíma áður, heldur var hún betur sameinuð undir forystu Johans Sverdrup. En nú framkvæmdi hins vegar ríkisstjórnin synjunina á sérlega ögrandi hátt, með því að staðhæfa að engum vafa væri undirorpið að grundvallarlögin Veittu konungi algert synjunarvald í stjórnar- skrármálum. Á stjórnarandstöð- una kom hik. Yrði málið látið þar við sitja, væri stjórnarandstaðan sigruð í þessu mikla deilumáli; á hinn bóginn voru stjórnarand- stæðingar hræddir við að gera eitthvað sem túlka mætti sem stjórnarskrárbrot. Því var reynt bak við tjöldin að komast að sam- komulagi, málamiðlun, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. En til- raunirnar báru engan árangur, og þrýstingurinn frá róttækum aðil- um i þjóðfélaginu var mikill og sívaxandi. 9. júní 1880 tók Stór- þingið af skarið og samþykkti með 74 atkvæðum gegn 40 að stjórn- arskrárbreytingin væri gildandi grundvallarlög. En samþykktin var þrátt fyrir það orðuð þannig að hægt var að túlka hana í þá veru að Stórþingið benti aðeins á staðreynd, en væri ekki þarmeð lögformlega að birta stjórnar- skrárbreytinguna sem grund- vallarlög. Þar að auki var í sam- þykktinni beint óskað eftir því við ríkisstjórnina að hún birti stjórn- arskrárbreytinguna. Ríkisréttur — stofnun Vinstri og Hægri Málið var komið í hnút. Ríkis- stjórnin varð ekki við ósk Stór- þingsins um að birta stjórnar- skrárbreytinguna, og enginn ráð- herra notfærði sér þann „aðgang" að þinginu sem Stórþingið hafði heimilað þeim. Ekkert var gert til að leysa þennan hnút. Forsætis- ráðherrann, Fredrik Stang, lét að vísu af embætti, þreyttur og vonsvikinn eftir samþykktina 9. júní. En í hans stað var skipaður eindreginn andstæðingur breyt- ingarinnar, Christian August Selmer. Ekkert annað úrræði virtist nú vera stjórnarandstæðingum til- tækt en að beita ríkisréttinum gegn stjórninni. Þessi dómstóll, sem dæmdi í ábyrgðarmálum ráðherra, var hálfgert pólitískt tæki í höndum mikils þingmeiri- hluta. Hann var nefnilega skipað- ur þingmönnum Lagþingsins, þ.e. fulltrúum efri deildar Stórþings- ins, og hæstaréttardómurum, og stjórnmálamennirnir voru þar í meirihluta. Fyrst um sinn var samt ekkert gert í málinu. Til þess að tryggja dómfellingu þurfti að efla stjórnarandstöðuna enn bet- ur, þannig að hægt væri að velja örugga stjórnarandstæðinga til Lagþingsins og um leið halda meirihlutanum í Óðalsþinginu, neðri deild þingsins, sem fór með ákæruvaldið. Því var nauðsynlegt að bíða kosninganna 1882, þar sem stjórnarandstaðan gat búist við að auka þingfylgið, því greinilegt var að hún átti vaxandi fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Enda varð sig- ur hennar í kosningunum yfir- þyrmandi. Eftirtektarvert er að þátttakan var mun meiri en áður hafði tíðkast. Um það bil 100.000 manns höfðu kosningarétt 1882, og 72.000 neyttu hans. Við kosn- ingarnar 1879, þar sem þátttakan var einnig meiri en áður, höfðu 42.000 af 87.000 neytt kosninga- réttar síns. Hér var því um mikið stökk að ræða. Einkum í bæjunum var þátttakan mikil, og dæmi er SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.