Morgunblaðið - 29.12.1984, Side 37

Morgunblaðið - 29.12.1984, Side 37
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 37 Á SKÍÐUM í FRAKKLANDI „Dalirnir þrír“ Þó að ýmsum íslendingum þyki snjórinn nægur hér heima á veturna eru aðrir sem kjósa um- hverfi og aðbúnað í fjarlægum löndum ef á að bregða sér á skíði. Undanfarin ár hafa margir brugðið sér t.d. í Austurrísku alp- ana og nú er nýverið búið að opna landanum leið til frönsku alpanna. Blm. hafði samband við einn úr fyrstu formlegu hópferðinni þang- að, Atla Vagnsson, og spurði hvernig ferðin hefði verið og um svæðið. „Við vorum um fjörutíu á vegum Úrvals sem fórum og fararstjórinn okkar var Valdimar örnólfsson sem flestir kannast nú við. Svæðið sem kallast „Dalirnir þrír“ er stærsta skíðasvæði heims suðvest- an til í Ölpunum og eru dalirnir samtengdir með lyftukerfi. Ég held að óhætt sé að fullyrða að hópurinn hafi notið ferðarinnar. Við dvöld- um á stað sem heitir Val Thorens og er á efsta hluta þessa svæðis í 2.300 m hæð. Nokkur hluti fólksins tók sér skíðafrí einn dag og fór til Lyon, næst stærstu borgar Frakk- lands, og eins og sést á meðfylgj- andi mynd heimsóttum við þá mat- reiðslumeistarann Paul Bocuse á meðan aðrir kusu heldur óperuna. Það var engin lognmolla í kring- um Valdimar fararstjóra og á kvöldin að loknum skíðadegi þá var stiginn dans og sungið í Kerlingar- fjallastíl. Það var oft undrunar- svipur á innfæddum yfir þrekinu sem við íslendingarnir höfðum.“ Svipmyndir úr ferðinni Á myndinni efst t.v. má m.a. sjá Björn Tryggvason að- stoðarbankastjóra, Valgarð Briem hrl., Þóru Kristjáns- dóttur forstöðumann Kjarvalsstaða og Valdimar Örnólfs- son og frú, en hann var fararstjóri. Myndin við hliðina er af matreiðslumeistaranum Paul Bocuse og sjá má í Ólaf Egilsson ásamt fleira fólki. Meðal fólksins á myndinni fyrir neðan er Inga I. Guðmundsdóttir landfræðingur, Ármann Ármannsson forstjóri Ármannsfells og Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í Dómsmálaráðuneytinu. COSPER — Ef þú dettur í sjóinn, pabbi, með hvaða strætisvagni á ég þá að fara heim? Nýja húsið hennar Tinu Tina Onaissis, milljónamær- ingur, og franski maðurinn hennar, Thierry Roussel, eignuð- ust nýlega þessa villu í þorpinu Gingins við Genfarvatnið í Sviss. Húsið heitir „La Bois- land“, hefur 18 herbergi og stendur á 40 þús. fermetra lóð. Það var áður í eigu fransks skóframleiðanda, en hann vildi selja í október. Omar Bongo, for- seti Gabon í Afríku, hafði mik- inn áhuga á húsinu og bauð 7 milljón sv. franka í það eða um 112 milljón ísl. kr. Bæjarfélagið í Gingins kom í veg fyrir að hann eignaðist húsið af því að íbúarn- ir óttuðust að það þyrfti að gera of miklar öryggisráðstafanir, ef forsetinn eignaðist hús í hverf- inu. Hann hafði þó boðist til að gefa bæjarfélaginu lóðina sem fylgir húsinu. — Tina Onassis á einnig hús í St. Moritz í Sviss. Að líkindum eignast hún sitt fyrsta barn í öðru hvoru svissnesku húsanna um áramótin. Sprengjuleit í Flugleiðaþotum AÐ KVÖLDI jóladags var hringt til varnarliðsins á Kenavíkurflugvelli og tilkynnti karlmannsrödd að sprengju hefði verið komið fyrir í þotu Flugleiða. Tvær Boeing-þotur Flugleiða voru á flugvellinum og var leit þegar hafin um borð í þeim, en fyrirhugað var að þær færu til Lundúna og Lúxemborgar. Leit var gerð í farangri farþega, en jafn- framt voru farþegar beönir að gangast við töskum sínum. Allar töskur gengu út nema ein og var hún opnuð en engin sprengja var í henni. Þótti ljóst að um gabb væri að ræða og fóru flugvélarnar skömmu síðar. Ekki hefur enn tekist að hafa uppá þeim, sem tilkynnti um sprengjuna, en grunur leikur á að Randaríkjamaður hafi verið að verki. Þá fór fram vopnaleit t þotu frá danska flugfélaginu Sterling, sem millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið frá Kaupruannahöfn til Kanada. Flugfreyja fann fimrn skot í sæti og fór flugstjórinn fram á vopnaleit. Leitað var í farangri farþega, en engin skotvopn fundust. Líklegast er taiið að öryggisvörður hafi skilið skotin eftir í sætinu, en vélin hefur að undanförnu verið í leiguflugi í Afríkuríkinu Chad, en þar hefur borgarastyrjöld geisað um langt skeið. FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA Sex bombur og skothólkur saman í pakka. Prumur sem segja sex. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.