Morgunblaðið - 29.12.1984, Page 20

Morgunblaðið - 29.12.1984, Page 20
20 MORGUNBLAÐIQ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 MANNÞRONG A UTSOLU Þegar dyr Selfridges verzlunarinnar í London voru opnaðar í morgun þusti inn mikill mannfjöldi, sem beðið hafði utandyra í þeirri von að gera kjarakaup þar sem ýmsir munir voru boðnir á niðursettu verði á útsölu hjá verzluninni í kjölfar jólaverzlunarinnar. „Friðarveizla“ haldin á Kýpur Nikisíu, 28. desember. AP. SfTJÓRNMÁLAMENN og blaðamenn af grískum og tyrkneskum ættum sungu og drukku saman á dansleik á Kýpur í fyrsta skipti í tíu ár í gærkvöldi. Síðdegisblað grískra Kýpurbúa kallaði í dag þessa sögulegu stund „friðarveizlu" og „góðan fyrir- boða“. Spyros Kyprianou forseti og ráðherrar hans sátu saman við borð og röbbuðu við leiðtoga Kýpur-Tyrkja og blaðamenn fram undir morgun. Vel fór á með þeim og önnur eins eindrægni er eins- dæmi á Kýpur. Átta hundruð gestir, sem sóttu þennan áramótadansleik, klöpp- uðu Kyoprianou og Rauf Denkt- ash, leiðtoga tyrkneskra Kýp- urbúa, lof í lófa þegar þeir hvöttu báðir til sátta á eynni í stuttum ávörpum. „Nú er rétti tíminn fyrir okkur að verða föðurlandsvinir í stað þjóðernissinna... Við höfum ver- ið vondir hver við annan sem Tyrkir og Grikkir, en ættum að sættast og sameinast sem Kýp- urbúar." „Ég barðist gegn ykkur 1974, en ég vil ekki berjast við ykkur aft- Útganga Grænlendinga úr EBE tefst í mánuð Kaupmaniiahöfn, 28. denember. AP. SAMKVÆMT samningum áttu Grænlendingar að ganga úr Efna- hagsbandalaginu um áramót en vegna þess, að þjóðþing sumra aðild- arríkjanna hafa ekki enn samþykkt útgönguna formlega mun hún lík- lega dragast í mánuð. Grænlenska landsstjórnin krefst þess þó, að við fyrri samþykktir verði staðið en stjórnvöld í Danmörku hafa beðið hana að „sofa“ á þeirri kröfu um sinn. Það var ráðherranefnd EBE, sem samdi um það við Grænlend- inga, að þeir gengju úr bandalag- inu 1. janúar 1985 en þjóðþing sumra aðildarríkjanna hafa þó ekki enn samþykkt útgönguna, t.d. ekki írska þingið og það franska. í gær mótmæltu svo Frkakar sam- komulaginu og sökuðu ráðherra- nefndina um að hafa sniðgengið þjóðþingin. Formleg útganga Grænlendinga mun því líklega dragast í mánuð. Grænlenska þingið kom saman í gærkvöldi vegna þessa máls og samþvkkti þá að fara þess á leit við Dani, að þeir greiddu fyrir út- göngunni nú strax um áramótin hvað sem liði formlegri samþykkt þjóðþinganna. Jonathan Motz- feldt, formaður landsstjórnarinn- ar, bað dönsku stjórnina líka að sjá til þess, að fiskiskip EBE- þjóðanna hyrfu strax um áramót- in af grænlenskum miðum. Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Dana, hefur svarað þessari málaleitan og biður Græn- lendinga um „að sofa á málinu um sinn til þess að gera ekki vont verra". Sagði hann, að fyrirsjáan- legt hefði verið, að svona gæti far- ið og öllum fyrir bestu að stilla sig. Útganga Grænlendinga úr EBE verður þeim um margt erfið. Hingað til hafa þeir getað flutt út fisk og rækju til EBE-landanna án þess að greiða nokkurn toll en nú missa þeir þau réttindi. Þeir munu einnig verða af 20 milljónum doll- ara, sem EBE-þjóðirnar hafa greitt þeim fyrir veiðiheimildir, og þeir verða að endurnýja alla samninga við EBE. Er þá hætt við, að þeir verði óhagstæðari en fyrr. Áhrifin á Efnahagsbandalagið við útgöngu Grænlands eru þau helst, að það minnkar um helming í ferkílómetrum talið. Enn hækkar dollar Japan: Aukin útgjöid til varnarmála Tokyo, 28. desember. AP. í DAG, föstudag, ákvað japanska stjórnin aó auka útgjöld til varnarmála fjárhagsárið 1985 um 6,9%, og ætti svo mikil aukning að draga úr gagnrýni bandarískra aðila á varnarmátt Japans. En víst er, að heima fyrir mun þessi ákvörðun kalla á harða gagnrýni frá andstæðingum japanskrar hernaðar- “PPbyggingar. London, 28. desember. AP. BANDARÍSKUR dollar sem hækkað eftirspurnar eftir vöru, hélt í morgun evrópskum gjaldeyrismörkuðum annan Gull féll í verði í Hong Kong, en hækkaði í Evrópu. Fáeinum klukkustundum eftir að evrópsku gjaldeyrismarkaðirn- ir opnuðu í morgun, föstudag, var dollarinn sagður hafa náð met- stöðu gagnvart breska pundinu, franska frankanum og ítölsku lír- unni og hafði ekki staðið jafnhátt hefur nú í árslok vegna aukinnar áfram metsveiflu sinni upp á við á daginn í röð. gagnvart hollenska gyllininu í 13 ár og svissneska frankanum í 7 ár. Þá hefur dollar ekki staðið hærra gagnvart vestur-þýska markinu síðan í septembermán- uði, þegar vestur-þýski seðla- bankinn lét til sín taka á opna peningamarkaðinum svo að um munaði til þess að vinna á móti hækkun dollarsins. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþana Barcelona Bertín Brussel Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Hefsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupmannahöfn Lss Palmas Lissabon London Los Angeles Luxemborg Malaga Mailorca Montreal Moskva New York Osló París Pefcing Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Sydney Tókýó Vínarborg bórshöfn 0 skýjaó 3 skýjaö 16 skýjaó 6 Mttskýjaó +2 skýjaó 4 heióskírt • rigning 8 skýjaó 5 rigning 3 rígning 4 skýjaó +3 snjókoma 13 skýjaó 14 skýjaó 1 snjókoma 19 skýjaó 14 heióskfrt 4 skýjaó 15 heióskírt 1 þokumóóa 13 léttskýjaó 10 skýjaó 25 skýjaó 0 rigning +15 heióskirt 1 skýjaó 0 skýjaó 5 skýjaó +3 heióskfrt 2 alidda 28 skýjaó 8 rfgning 0 skýjað 23 heióskírt 8 skýjaó +1 skýjaó 3 léttskýjaó Frá aprílbyrjun fær varnar- málaráðuneytið u.þ.b. 12,56 millj- arða dollara (um 502 milljarða ísl. kr.), en fékk á síðasta fjárhagsári 11,72 milljarða dollara (um 469 milljarða ísl. kr.), samkvæmt upp- lýsingum ónafngreinds embætt- ismanns í ráðuneytinu. Fyrir viðbótarfjárveitinguna er m.a. áætlað að kaupa 14 F-15 or- ustuþotur, 10 P3C kafbátaleitar- flugvélar, 3 tundurspilla og nýtt loftvarnakerfi. Kristniboða vísað úr landi Santiago, ('hile, 28. deoember. AP. HERSTJÓRNIN í (’hile hefur vísað bandarískum kristniboðspresti úr landi fyrir að mótmæla opinberlega pyntingum á pólitískum föngum í landinu. Presturinn er fyrsti ein- staklingurinn sem er gerður land- rækur samkvæmt mánaðaragamalli reglugerð um viðurlög útlendinga við því að skipta sér af innanríkis- málum. Presturinn heitir Denis O’Mara og var hann sagður hafa skipulagt þær aðgerðir sem hér er lýst: Nokkrar prestar, allir heimamenn utan O’Mara, stóðu fyrir utan kirkjur í Santiago og dreifðu jóla- kveðjum til fólks. í kveðjunum var fólkinu óskað farsælt komandi ár án pyntinga. í kirkjudyrum hjá hverjum presti hékk svo borði með áletruninni: „Látið af pyntingum". Talsmaður stjórnarinnar, Francisco Cuadra, sagði að O’Mara hefði tekið þátt í pólitískri starfsemi sem vinnur gegn stjórn- völdum í landinu, það hefði því ekki verið annað að gera en að reka hann úr landi. Khadafy Líbýuleiðtogi: Bauð milljarð í verk- fallssjóð námumanna Lundúnablaðið The Times greindi frá því í vikunni, að Khad- afy Líbýuleiðtogi hefði verið reiðu- búinn til að styrkja breska kola- námumenn, sem verið hafa í verk- falli í marga mánuði, með allt að 20 milljón stcrlingspunda fjár- framlagi (jafnvirði tæplega eins milljarðs ísl. króna). Hefur blaðið þetta eftir ónafngreindum heimild- armanni sínum í hópi leiðtoga námumanna í Yorkshire. Fyrir tveimur mánuðum fór Roger Windsor, framkvæmda- stjóri Samtaka breskra kola- námumanna, til Trípólí í Líbýu og átti þar fund með leiðtogum hins opinbera verkalýðssam- bands um möguleika á fjár- stuðningi við verkfallsmenn, en slíks stuðnings hafa samtökin leitað víða um heim, þ.á m. í Sov- étríkjunum. Fundurinn í Trípólí átti að fara leynt, en vikublaðið The Sunday Times komst á snoð- ir um hann og vakti frétt blaðs- Khadafy Líbýuleiðtogi. ins í október sl. gífurlega athygli og reiði í Bretlandi. Er talið að uppljóstrunin hafi átt verulegan þátt í því að veikja baráttuþrek og samstöðu verkfallsmanna. Samkvæmt heimildum The Times áttu leiðtogar kolanámu- manna ekki von á svo höfðing- legu boði um fjárstuðning, sem kom frá líbýsku verkalýðsleið- togunum í viðræðum þeirra við Windsor. Munu þeir aðeins hafa gert sér vonir um hundrað sinn- um lægri upphæð, og í því sam- bandi er bent á að þegar Khad- afy veitti hryðjuverkamönnum Irska lýðveldishersins fjárstuðn- ing á sínum tíma var upphæðin tíu sinnum lægri, en kolanámu- mönnum stóð til boða. Forystumenn Samtaka kola- námumanna neita því að erind- rekar Khadafys hafi boðið þeim fjárstuðning og segja að samtök- in hafi engar greiðslur fengið frá Líbýustjórn. Þeir segjast ekki munu þiggja fjárframlög frá stjórnvöldum erlendis, en hins vegar muni þeir ekki hika við að taka á móti fé frá erlendum verkalýðssamtökum, þ.á m. líb- ýskum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.