Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 30 Afmæliskveðja: Haukur Óskars Það er erfitt að hugsa sér, að sutnir menn eldist — einkum og sér í lagi ef þeir eru hvatir og frískir eins og hann Haukur Óskars, sem er fjandakornið ekk- ert eldri nú en fyrir tíu árum eða jafnvel tuttugu. Sumir menn eru fæddir með slíka tíðni og slíka sveiflu, að það er lífsins ómögulegt að horfast í augu við þá staðreynd, að þeir taki allt í einu upp á þvi að eiga sjö- tugsafmæli eins og hann Haukur — öllum að óvörum. Það er glæsi- legt að sjá menn halda sér vel. Það er eins og sumir geti aldrei fengið á sig gamalmennis-blæ eða litið út eins og gamlingjar þrátt fyrir langa og jafnvel á stundum harða lifssiglingu að baki. Að muna eftir leikaranum og músíkantinum og knattspyrnu- kappanum honum Hauki hár- skurðarmeistara við Kirkjutorg frá því fyrir tæpum fimmtíu árum norður á Akureyri í gamla MA — jafn-þrælmögnuðum eins og hann var — vaðandi uppi með knöttinn í hörðum knattspyrnuleik ásamt með öðrum kappa úr Reykjavík honum Brandi Brynjólfs — það var sko ekkert lítið að sjá fyrir *strákling, sem hafði gaman af hasar og keppni. Haukur og Brandur (báðir úr Víkingi) voru sarnan í norðlenzka skólanum og hefðu orðið samstúdentar 1937, ef Haukur hefði ekki verið nauð- beygður til að hætta námi eftir fimmta bekk og koma til liðs við föður sinn, óskar Árnason, í rak- araiöninni. Hárskurðar- og rakar- alistin hefur verið hefð í fjöl- skyldu Hauks allt frá afanum, Árna Nikulássyni, frumherja þessarar atvinnugreinar hérlend- is, sem var ættaður úr Rangár- vallahlíðinni — af Víkingslækjar- ætt — en til þeirrar ættar teljast ýmsir dugnaðarforkar og víkingar bæði konur og karlar (nægir að benda á valkyrjuna Árnýju sálugu Filip^usdóttur, skólastýru i Hveragerði; Minnu Breiðfjörð (al- ias Thorberg) leikkonu og hár- greiðsludömu, sem hefur jafnan farið gegnum lífsins ólgusjó með sigurbros á vör þrátt fyrir við- kvæmnina; Böðvar sáluga léns- herra á Laugarvatni og Bjarna heitinn skólastjóra Bjarnason á sama stað — allt saman mann- eskjur með hörkulegan lífsstíl). Vel á minnzt — þessir tveir sunnanmenn — þeir Haukur Óskars og Brandur Brynjólfs (sem er starfandi hæstaréttarlögmaður í Reykjavík) — komu eins og gæð- Afmæliskveðja: Afmæli og fagnaður í tilefni þess er í raun og veru undirstrik- un á gleði og þakklæti fyrir alla dagana sem gefist hafa til lífs og starfs. í dag er heiöurskonan Hulda Jensdóttir forstöðukona Fæð- ingarheimilis Reykjavíkur 60 ára. í tilefni þess sendi ég henni hug- heilar hamingjuóskir — með gleð- ina og þakklætið efst i huga. »Ég veit ekki hvað bíður þín litla barn en ég vona að þú sért velkomið og hendurnar sem 'snertu þig fyrst hafi verið kær- leikans hendur." Þessi orð Huldu sjálfrar er hún sagði á ári barns- ins 1979 hljóma í eyrum mér nú. Ég trúi því að ljósmóðurhend- urnar sem tóku á móti litiu stúlk- unni Huldu í Jökulfjörðum 5. janúar 1925 hafi verið hlýjar — en hitt veit ég að móðirin tók á móti “henni með kærleika. Hulda er fædd aö Kollsá f ingar af framandlegu hestakyni inn í sveitina og andrúmsloftið þar nyrðra — og furðulegt nokk féllu piltarnir, þessir „æði reyk- vísku“ strákar, alveg gjörsamlega inn í skrýtilegheitin og hefðirnar og strangleikann í þessum arftaka Hólaskóla ins forna, þ.e. MA. Sú var tíðin og árin liðu ... Haukur stundaði brauðstritið — hárskurðariðnina, en hugur hans hneigðist til tónmennta og söng- listar og leiklistar. Hann hafði dvalizt í Þýzkalandi rétt fyrir stríð og fengið ýmislegt bæði sterkt og jákvætt út úr því. Og alltaf beið hans vinna heima á Fróni. Hann var fjögur ár í leik- listarnámi í skóla Lárusar Páls- sonar leikara, náfrænda síns. Þeir Guðjón, móðurafi Hauks, sjómað- ur í Reykjavík og suður með sjó, og afi Lárusar leikara, sem hét Lárus og var Pálsson og kallaður hómópati — þeir voru hálfbræður. Kynsæld er í ættinni og einn frændinn í ættir fram gat tuttugu og fjögur börn. Guðjón Sigurðsson, afi Hauks og faðir Stefaníu, ekkju Lárusar Jóhannessonar, þess blöndælska afreksmanns, og Guðnýjar móður Hauks, var fæddur á Borgarfelli í Skaftártungum og var fimmti maður frá Guðnýju, elztu dóttur Jóns Steingrímssonar eldprests; Guðný er sjötta manneskja frá síra Jóni og Haukur, afmælisbarn- ið, er sjöundi maður frá eld- klerkinum — og er það út af fyrir sig nóg meðmæli með manni dags- ins. Haukur lék nokkur ár bæði hjá Þjóðleikhúsinu og einnig hjá Leik- félagi Reykjavíkur i gamla Iðnó. Hann söng og lék m.a. í Vermlend- ingunum og í Meyjaskemmunni. 1950 er hann eitt ár við söng- og leiklistarnám í Salzburg i Austur- ríki — í fæðingarstað Mozarts — nam þar við Mozarteum — tón- mennta- og leiklistarakademíu, sem er kennd við tónskáldið. í lok skólaársins þarna í Salzburg fór hann með hlutverk í frönskum einþáttungi á móti Fraulein Use- bill Todt (sem er þekkt leikkona) en hún er dóttir þess hins fræga verkfræðings og ráðherra í þriðja ríkinu, Todt, sem byggði autoban- ana og varnargarðana við Atl- antshafið. Faðir leikkonunnar, Todt, fórst í flugslysi og tók þá Albert Speer, eins og kunnugt er, við embætti hans — það voru nú meiri karl- arnir! { Mozarteum í Salzburg gætti Grunnvíkurhreppi í Norður- Isafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Jens Jónsson og Jóhanna Jónsdóttir sem er enn á lífi. Fjölskyldan fluttist síðar til Ak- ureyrar og þar átti Hulda sín bernsku- og unglingsár. Árið 1949 lauk Hulda námi í Ljósmæðraskóla íslands og eftir eins árs starf sem ljósmóðir á Fæðingardeild Landspítalans fór hún til náms erlendis í þrjú ár til þess að kynna sér nýjungar og fullnuma sig i fæðingarhjálp. Eftir heimkomuna 1953 verður Hulda umdæmisljósmóðir í Garða- og Bessastaðahreppi. Þá þegar markaði unga ljósmóðirin ný spor varðandi fæðingarhjálp og hóf skipulega fræðslu í slökun og líkamsrækt barnshafandi kvenna. Þessi starfsemi var nýmæli hér á landi og sýndist sitt hverjum. Þar kom að landlækni barst kæra vegna þessa framtaks Huldu og sterkra áhrifa frá hinum heims- fræga leiklistarstjóra Max Rein- hardt, en við hann var kenndur leikskóli í Vínarborg, áður en hann flúði til Bandaríkjanna (hann var gyðingur). Minna vinkona Breiðfjörð, sem lék mikið á Vestmannaeyjaárum sínum, kvaðst hafa haft unun af því að leika á móti Hauki í leikriti, sem hann setti upp þarna í Eyjum. Það hefur alla tíð verið líf og hreyfing í kringum afmælisbarnið hann Hauk — allt frá því að hann óx úr grasi í hjarta gömlu Reykja- víkur öndvert við Dómkirkjuna — steinsnar frá Hótel Borg á aðra hönd og Tjörninni á hina hönd. Hans verður minnzt frá upp- gangsárum Víkings. Hann hefur meira að segja heyrzt segja við einkavininn og sparifélaga og bróður í leik, Álbert Guðmunds- son ráðherra: „Ég var alltaf að reyna að kenna þér knattspyrnu, lagsi, en það tókst ekki ... “ Svona tala þeir hver við annan gamlir prakkarar og stríðsfélagar úr miðborg Reykjavíkur eins og ekkert sé — og senda hver öðrum skeyti jafnt og þétt aðeins til að skerpa vinskapinn. Haukur þótti vígur vel og fjölhæfur á vellinum í góðum skilningi, þ.e.a.s. hann var oft örsnöggur að ná boltanum frá andstæðingnum og kunni manna best að leika á mótherjann. Hann þótti skapmikill í eldlínu —r þessi dæmalausi heiðursmaður eins og hann er. Uppgangsár Víkinganna byrjuðu þrjátíu og sjö og entust fram á stríð. Síðar var Haukur knattspyrnudómari og gegndi þvi starfi yfir tuttugu ár og ennfrem- ur var hann milliríkjadómari í knattspyrnu í fjöldamörg ár. Haukur saknar og mun ávallt sakna vinar í stað, þar sem Þor- steinn Ólafsson tannlæknir, ná- granni hans, var. Þeir léku saman í Víkingi og þóttu yfirmáta snjall- ir og hafa sérstakan stíl. Það lék var henni gert skylt að standa fyrir máli sínu, sem hún og gerði. Lauk fundum hennar og land- læknis á þann veg að hann hvatti hana eindregið til þess að halda ótraúð áfram sínu brautryðjenda- starfi — enda var Vilmundur Jónsson vitur og framsýnn maður. Hulda var bæði þá og síðar vak- andi fyrir öllum nýjungum og hef- ir sótt þekkingu sina til hinna ýmsu landa, en þarna sem og oftar beindist athyglin og þekkingar- leitin að því sem til góðs mætti verða íslenskum mæðrum og börn- um og raunar báðum foreldrum, því strax á árinu 1954 gefur hún einnig verðandi feðrum kost á liómi um þessi nöfn; Hauk, Steina Olafs og Brand Brynjólfs og ýmsa fleiri í gamla Víkingi. Þetta voru líka vinir að fornum sið og með gömlum siðalögmálum, sem eru að hverfa. Það er ævintýri út af fyrir sig að koma á stofuna hans Hauks — þessa „barberstue" familíunnar frá 1901 — allar götur frá því nemendur í lærða skólanum sam- þykktu einum rómi að skipta ein- vörðungu við landann, þ.e. Árna Nikulásson, en ekki danska bart- skerann V. Balschmidt, sem hafði auglýst stofu sína í ísafold þrem dögum eftir að Árni, afi Hauks, hafi auglýst atvinnugrein sína í sama blaði. Svo að vitnað sé í gamla frétt um þetta segir á þessa leið: „... þannig dróst fyrsta ís- lenzka rakarastofa í höfuðborg- inni inn í sjálfstæðisbaráttuna meðal ungra skólapilta ... “ Það var svolítið sérstakt til skamms tíma að vera staddur á rakarastofunni, þá er Þorsteinn heitinn Ólafsson (hann er nýlát- inn) birtist allt í einu með harð- kúluhattinn sinn og lífsstíl sinn, dragandi litlu silfurtóbaksdósirn- ar með enska Gladstonesnöffinu úr pússi sínu og réttandi þær Mr. Hawk vini sínum jafnframt því sem elskulegar hnútur voru á látnar falla. Það var eins og á Vellinum í gamla daga fyrir og eftir leik eða í hléinu — það var líf í því og gáski, sem ekki má hverfa úr mannlegu félagi þrátt fyrir öll þessi illa aðfengnu félagslegu áhrif í íslenzku samfélagi nú til dags, sem má rekja til illra og slæmra gervihugsjóna — það vita flestir, hvað við er átt .. Það er visst ritúal að koma inn í þetta gamla hús við Kirkjutorg 6, sem afinn Árni byggði við hliðina á húsi Jóns Sveinssonar. Þar í þessu fornemma húsi er andrúmsloft jafnvel frá hinni öld- inni. Ellegar þá er ýmsir garpar setjast í „stólinn" eins og sjálfur Albert. Og ekki er síður forvitnilegt að sjá Steingrím ráðherra birtast — hann er líka hörkugóð auglýsing fyrir hárskurðarstofuna frá 1901 — hárið fer yfirleitt vel á lands- föðurnum á sjónvarpsskerminum. Og ekki má gleyma karakter eins hnefaleikaþjálfaranum honum Steina Gísla, sem þjálfaði meðal annars í „gentleman’s defence" þá Hrafn Jónsson (Krumma í Braut- arholti), Jón Múla, Bjarna beuty (Atlas og Jowett) og sjálfan Hauk („en það var stutt“, segir Haukur). Það er sálræn næring í því að láta Hauk klippa hár sitt og skegg — maður hefur alltaf á tilfinning- unni, að hvorttveggja grói betur en áður eftir hanteringuna i stóln- um þarna í gamla húsinu. Ekki má gleyma borðinu þekkta á Hótel Borg gegnum árin — fræðslu um fæðingu barna sinna á námskeiðum um foreldrafræðslu. Oft tekur það nokkurn tíma hjá fólki að tileinka sér nýjungar svo sem þessa fræðslu. „Én tímarnir breytast og mennirnir með,“ því nú er þessi fræðsla og nærvera föður við fæðingu barna sinna tal- in eðlileg og sjálfsögð — og í ljós hefir komið að mörgum hefur það verið góð og farsæl reynsla. Á árunum 1950—1960 og raunar löngu fyrr ríkti mikið neyðar- ástand í Reykjavík hvað snerti rými fyrir fæðandi konur. En fyrir samtök og baráttu kvenna var úr því bætt með stofnun og rekstri Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem opnað var 18. ágúst 1960. Réðst Hulda Jensdóttir þar til forystu, undirbjó og mótaði alla gerð þess. Hún innleiddi þar kenn- ingar dr. G.D. Read um foreldra- fræðslu ásamt ýmsum nýjungum sem síðar áttu eftir að verða sjálf- sagður þáttur í starfsemi fæð- ingarstofnana og heilsugæslu- stöðva hér á landi. Síðar ruddi hún kenningum franska læknisins dr. Fredric Le- uboyer braut en hann lagði mikla áherslu á barnið og umhverfi þess við fæðinguna. í þessum efnum sem og um margar nýjungar hefur það lögmál gilt að einhver hefur þurft að vera í fararbroddi og til- búinn að takast á við hvert það Hulda Jensdótt- ir forstöðukona þessu einvalaliði — hádegisverð- arborði plús morgunkaffi og að viðbættu síðdegiskaffinu. Raun- verulega á tveim stöðum — ann- ars vegar úti við gluggann sunn- anvert í salnum (morgunkaffi og síðdegis) og hins vegar hringborð- ið stóra á hægri hönd, þegar inn i salinn er komið. Þar getur að líta liðið: Hauk Jacobsen, Henrik Bier- ing, Pétur Einars, Álbert Guðm., sjálfan Hauk Óskars, Þórð Stur- laugsson, Hörð peysuframleið- anda, Sverri Bernhöft („le grand gent“) (og á laugardögum mætir stundum Stefán nokkur Hilmars- son bankastjóri) og ekki má gleyma júrista Boga Ingimars, P&ó-urunum — þeim Pétri og óla af Eyrarbakka og svo sjálfum Clausensbræðrum. Þetta er af- rennt lið. Það er oft kátt á kjalla og hnút- ur falla yfir borð og „í góðsemi vegur hver annan“, en það er eins og í Valhöll forðum meðal einherj- anna, að allir rísa fljótt úr valn- um, glaðir og sáttir hver við ann- an. Haukur — vinur minn og fóstri kærir sig ekki um neina lofgerð- arvellu með glassúr í tilefni af þessum drottinsdegi, en allra síst fer ég að skamma hann, því hann á allt gott skilið, betra, langtum betra en ýmsir aðrir á lífsleiðinni. En svo stórlyndur er hann og stórhuga eins og ái hans sira Jón Steingrímsson, að hann veit, að allt gott, sem að manni er rétt kemur frá guði eða með öðrum orðum þeim, sem öllu ræður. Haukur er gæddur slikri reisn í gleði og mótlæti lífsins — eins og hefur sýnt sig og sannazt, að sá, sem öllu ræður, hlýtur að vera alltaf með honum, þegar á reynir, eins og með eldprestinum, sem hann er sjöundi maður frá. Að Hæðardragi, Rvík, Steingrímur St. Th. Sigurðsson Afmæli vinar míns, Hauks Óskarssonar, ber að fagna með hreinum fagnaðarópum. Að eiga slíkan mann að góðum vini má jafna við guðsgjöf. Mér hefur fundist, sem vinur minn hafi ætíð haft í fullu tré við elli kellingu og vel það. Nær væri jafnvel að tala um að þótt árunum hafi fjölgað að baki Hauks, hafi hann yngst með hverju árinu. í gamla daga var hann leiðarljós margra drengja sem léku sér í fótbolta hér í Kvos- inni. Þessum drengjum og vafa- laust fleirum verður hann ætið minnisstæður frá þvi hann lék í knattspyrnulandsliðinu 1946 hér á íþróttavellinum. Vini mínum Hauki óska ég gæfu og gengis á ókomnum tímum og til hamingju með þennan merkisdag í lífi sínu. Þorkell Valdimarsson ljón sem á veginum kann að verða, og á þann veg unnist sigur i fjölda góðra mála. Árið 1962 gaf Hulda út bókina „Slökun og eðlileg fæðing“ til þess að koma þeim kenningum til sem flestra. Á Fæðingarheimili Reykjavíkur hefur alltaf verið að því stefnt að skapa hlýlegt og rólegt umhverfi og hagnýt fræðsla fyrir nýorðnar mæður og foreldra verið þar til staðar. Mikil gifta og blessun hef- ur fylgt heimilinu frá byrjun og til þessa dags undir stjórn Huldu Jensdóttur. Hulda hefur verið í stjórn Sam- bands norrænna ljósmæðra og verið fulltrúi íslenskra ljósmæðra á Norðurlanda- og alþjóðamótum Ijósmæðra og flutt þar erindi. Hulda er þjóðkunn fyrir skoðan- ir sinar, málflutning og framgang allan og baráttu fyrir hugðarefn- um sínum og fyrir að veita lið- styrk hverju því máli er hún telur að til góðs megi verða. Trúarvissa Huldu og virðing hennar fyrir lífinu og sköpunar- verki þess gerir hana sterka og farsæla konu, sem nýtur virðingar og trausts. Kæra Hulda! Heill þér sextugri, síunga kona og sómi íslenskra ljósmæðra. Steinunn Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.