Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 45 í 1 /s ^ VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL 11—12 FRÁ MÁNUDEGI „Móðir" vill fá fólk til umhugsunar um hvað hcgt sé að gera til þess að koma í veg fyrir að íslenskt þjóðfélag verði fjandsamlegra börnum en orðið er. Er íslenskt þjóðfélag fjandsamlegt börnum? Móðir skrifar: Ég hef búið í nokkur ár erlendis, nánar tiltekið i Svíþjóð. Á meðan á dvöl minni þar stóð eignaðist ég mitt fyrsta barn. Ég tók eftir þvi að alls staðar þar sem ég kom með barnið, alveg frá því að það var nýfætt í vagni og síðar í kerru, voru allir tilbúnir að aðstoða mig ef á þurfti að halda. Alls staðar var gert ráð fyrir barnavögnum, svo það var ekkert tiltökumál að fara niður í bæ í Stokkhólmi með lítið barn. Hægt var að ferðast hvort sem var með strætisvagni eða neðanjarðarlest. Ef ég þurfti að fara í rúllustiga var alltaf ein- hver vegfarandi tilbúinn til þess að lyfta undir vagninn. Þetta þótti sjálfsagður hlutur og gerði það að verkum að ég hugsaði ekki allt of mikið um þessa hjálpsemi og mat hana þvi ekki sem skyldi. Eg fór fyrst að meta hana, þegar ég flutti aftur til íslands þegar barnið var orðið sex mánaða gamalt. Ég ætlaði nefnilega að halda uppteknum hætti og ferðast með strætisvagninum niður i bæ og þótti sjálfsagt að hafa barnið með mér. En þá komst ég að því að hér á landi er hjálpsemi ekki í háveg- um höfð, nema síður sé. Fyrst mætti ég ónotalegheitum hjá strætisvagnabílstjórunum. Mér fannst ég vera að gera eitt- hvað stórkostlegt af mér þegar ég kom i fyrsta sinn galvösk með netta barnakerru (þó ekki regn- hlífakerru) og ætlaði með hana í strætó. Bilstjórinn átti ekki til hjálpsemi, hvað þá aðrir farþegar í strætisvagninum. Ég skammað- ist mín verulega fyrir að tefja fólkið, sem allt virtist vera að flýta sér. Ég fékk heldur enga hjálp, þegar ég þurfti að komast út. En þegar ég kom í bæinn upp- götvaði ég að gangbrautirnar við Laugaveg eru svo þröngar að þar er erfitt að koma fyrir barna- kerru. Þó sló það öll met, þegar ég kom í verslun eina og ætlaði að fá að skjóta kerrunni innfyrir dyrnar því úti var hávaðarok og rigning og var mér óljúft að skilja barnið eftir þar. Afgreiðslustúlkan kom askvaðandi á móti mér og skipaði mér að fara strax út með kerruna. Ég sagði henni að mig langaði til að lita á nokkra hluti þarna i versluninni, en það stoðaði ekkert. Á endanum fauk í mig og ég fór út Ég hef tekið eftir þvi að íslend- ingar eru gjarnir á að láta aðeins frá sér heyra ef þeim líkar eitt- hvað miður. í lesendadálkum dag- blaðanna er nær eingöngu kvartað og kveinað en lítið talað um það sem vel er gert. Ég vil hér með bæta úr þessu og vekja athygli á því hve „öskukarl- arnir“ sem hreinsa hér í Melgerð- inu eru almennilegir. Þannig er mál með vexti að ég með kerruna og hef ekki verslað þarna síðan. Þetta var mín fyrsta ferð með barnið mitt i kerru niður í bæ. Fyrst hélt ég að eitthvað væri í loftinu sem gerði alla svona ön- uga. En eftir að hafa reynt þennan ferðamáta nokkrum sinnum i viðbót og fengið sömu viðbrögð hjá vegfarendum, strætisvagna- bílstjórum og afgreiðslufólki i búðum gafst ég upp. Það er leitt að þurfa að kvarta yfír svona hlutum, en tilgangur- inn með þessum skrifum minum er að reyna að fá fólk til umhugs- unar um hvað hægt er að gera til þess að koma í veg fyrir að ís- lenskt þjóðfélag þróist alfarið í þá átt að vera fjandsamlegt börnum. Því miður þá held ég að nokkuð sé farið að bera á því. hef verið að byggja við hjá mér og því hefur fylgt alls kyns dót sem ég hef þurft að koma frá mér. Oftast hef ég reynt að troða því í ruslatunnuna, en það hefur líka komið fyrir að þurft hafi að raða þvi alls staðar i kring. En i hvert skipti sem „öskukarlarnir" koma er allt dótið tekið, þegjandi og hljóðalaust. Það er þægileg til- finning að koma að þar sem dótið var og sjá að það hafi allt verið hreinsað i burtu. Þetta er greini- lega fólk, sem vinnur starf sitt af alúð. Öndvegis öskukarlar íbúi við Melgerði i Reykjavfk skrifar: Af hverju slekkur fólk ekki á sjónvarpinu? Kona í austurbænum spyr: Af hverju slekkur fólk ekki á sjónvarpinu þegar þar er sýnt efni sem því líkar ekki? Ég tel þetta mjög auðvelda lausn, þvi enginn er skyldugur til þess að horfa á sjónvarpið. Mér datt þetta i hug þegar ég las gagnrýni á sænsku myndina Fanny og Alexander. Ég er hjartanlega sammála því að hún sé hvorki við hæfi barna né fullorðinna, en lausnin er sem sagt að slökkva bara á tækinu. Einnig langar mig að minnast á annað í sambandi við lesendabréf um fóstureyðingar, sem birtist 3. janúar sl. Eg get ekki skilið hvers vegna konur og jafnvel ungar stúlkur eru að hátta hjá einhverj- um karli, sem þær kæra sig svo ekkert um. Síðan verða þær ófrískar og valda með þessu bæði óhamingju barna sinna og einnig sinni eigin. Þarna er það kvenfólk- ið sem býr til óhamingju sina sjálft. Um tvær konur að ræða Guðrún Agnarsdóttir alþingismað- ur hringdi: I Velvakanda 3. janúar sl. var spurt hvort sama manneskjan gæti verið í tvennum stjórnmála- samtökum og starfað fyrir hvor tveggja. Því var haldið fram að sama konan sæti i miðstjórn Alþýðubandalagsins og sem full- trúi Kvennalistans i útvarpsráði. Þetta er ekki rétt. Konumar eru tvær, en eru reyndar frænkur og bera sama nafn. Sú sem er í Ai- þýðubandalaginu býr fyrir norð- an, ef ég man rétt, en sú sem er fulltrúi Kvennalistans í útvarps- ráði er búsett í Reykjavík. Hvar fást endur- skinsmerki? S.B.Ó. hringdi: Mér til undrunar þá fást hvergi endurskinsmerki. Nú er dimmasti tími ársins og skyggni oft mjög slæmt. Fólki er ráðlagt að vera með endurskinsmerki svo það sjá- ist í myrkrinu. Þetta er ekki síst brýnt fyrir börnum og er það vel. En hvar fást þessi merki? Epli eru til margra hhita góó. Nú má fá góð og ódýr epli og upplagt að búa úr þeim eplamauk og láta í frystinn í mátulega stórum skömmtum, t.d. í plastboxum á stærð við þau, sem notuð eru undir sýrðan rjóma. Eplamauk má bragðbæta á margan hátt. Fyrir eplakökur og ábætisrétti á það að vera sætt og mi þá bæta út í vanillu, rifnum sítrónuberki eða rommdropum. Sem meðlæti með allskonar pylsum er mjög gott að sjóða heilan kanil með maukinu. En eigi að nota maukið með grillmat, Ld. grilluðum kjúklingi, bætið þá út f það dálitlu af rifinni piparrót, eða þurrkaðri og útkoman verður sérlega nýstárleg. En ef þið viljið reyna aðra óvenjulega útgáfu, Ld. með kjötbollum, blandið þá steiktum lauk í maukið. Ömmu eplakaka: Deig 300 gr hveiti, 'á tsk salt, 100 gr sykur, 200 gr smjörlíki, rifínn börkur af Vt sítrónu, 1 eggjarauða. Fylling Ca. 1 kg epli, 1 dl Ijós púðursykur, 50 gr rúsínur, 1 dl rasp, (1 eggjarauða og flórsykur). Saxið hveiti, smjörlíki, salt, sykur og sítrónubðrk saman, hnoðið eggjarauðuna í, og látið bíða á köldum stað í xk tíma. Skrælið eplin og skerið í fjórð- unga, og fjarlægið kjarnann. Sneiðið eplin í þunnar sneiðar og blandið saman við þau rúsfnum og púðursykri. Fletjið deigið út og látið þriðj- unginn af því i botn og hliðar á vel smurðu kökuformi, sem raspi hefur verið stráð á. Fyllið með maukinu og penslið deigbarm- ana með eggjarauðu. Látið svo afganginn af deiginu eins og lok yfir. Bakið í 40—45 mínútur í 190—200 gráðu hita. Látið ál- pappír yfir ef kakan verður of stökk. Stráið að lokum sigtuðum flórsykri yfir kökuna þegar hún er orðin köld. Góð svona, en ennþá betri með ískældum, þeyttum rjóma. Epla-pönnukökur 4 egg, V: tsk salt, 1 tsk sykur, 200-300 gr mjólk, rifínn börkur af Vi sítrónu, 150 gr hveiti. 4 stór, hörð (græn) epli, smjör til að steikja, flórsykur. Þeytið eggin með salti, sykri, 200 gr mjólk og sítrónuberki. Hrærið hveitið út f og örlítið meiri mjólk. Deigið á að vera þó t i nokkru þykkara en venjulegt pönnukökudeig. Skrælið eplin, skerið þau í sundur, fjarlægið kjarnana, sneiðið þau svo þunnt niður og bætið út í deigið. Brúnið smjörlíki á kökupönnu og látið ca. 2 matskeiðar af deig- inu á. Bakið kökuna, snúið henni svo við, og tætið hana í minni bita með tveimur göfflum (sjá mynd). Látið bitana á fat og haldið volgum. Stráið sigtuðum flórsykri yfir. Ef ykkur þykja þessar pönnu- kökur heldur grófar, má hafa deigið þynnra og grófrífa eplin í stað þess að sneiða þau niður í bita. Pönnukökurnar bakast þá á venjulegan hátt og eru ekki tættar niður í bita. Lifur með eplum 400—500 gr lifur, 2 laukar, 3 msk smjörlíki, salt og pipar, 2 epli. Skerið lifrina niður i þunnar sneiðar. Skerið laukinn i hringi og steikið hann ljósbrúnan í 1 msk af smjörlíki. Takið af pönnunni. Látið 2 msk smjörlíki i viðbót á pönnuna og steikið lifrina stökka við mikinn hita, ekki of lengi. Stráið salti og pipar á eftir steikingu. Skrælið eplin og léttsteikið, og látið þau ofan á lifrina með steikta lauknum. Berið kartöflu- mús með. DY JÓRUNN KARLSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.