Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.01.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1985 47 íþróttamaður ársins útnefndur í gær: Ásgeir Sigurvinsson kjörinn í annað skipti! ÁSGEIR Sigurvinason knattspyrnumaöur var í g»r útnefndur Iþrótta- maöur ársins 1984 af Samtökum íþróttafróttamanna. Mjótt var á mun- unum aö þessu sinni — enda var nýliöiö ár eitt þaö besta, ef ekki það besta, í sögu íslenskra íþrótta. Ásgeir hlaut 58 atkvæöi af 60 möguleg- um, aöeins þremur fleiri en Bjarni Friöriksson, júdómaöur, sem fékk 55 atkvasöi. Þetta er í annað skipti sem Ásgeir Sigurvinsson er kjörinn íþróttamaöur ársins hér á landi — áriö 1974 var hann einnig kjörinn. Ásgeiri var afhent hin glæsilega stytta sem nafnbótinni fylgir í hófi á Hótel Loftleiöum í gær, og ellefu efstu í kjörinu fengu þar gjafir frá Volvo-umboðinu á íslandi, Velti hf., en Volvo-umboöin á Noröurlönd- um fjármagna kjör íþróttamanns ársins í viökomandi landi, og síöan kjör íþróttamanna ársins á Norður- löndum, en þaö fer aö þessu sinni fram í Helsinki síöar í þessum mánuöi og veröur Ásgeir Sigur- vinsson fuiltrúi islands í kjörinu aö þessu sinni. Samúel örn Erlingsson, formaö- ur samtaka íþróttafréttamanna, lýsti kjörinu í gær. f ræöu sinni ræddi Samúel um hiö góöa íþróttaár sem aö baki er, og sagöi meðal annars: „Ég hef oft velt því fyrir mér, hvers vegna íslendingar eru þaö sem þeir eru í íþróttum. islend- ingar standa sig sífellt betur á al- þjóöavettvangi í íþróttum, en samt sem áöur telja margir fslendingar aö hægt sé aö gera mun betur. Og því hef ég velt þessu fyrir mér, hvers vegna elur liölega 200 þús- und manna þjóö sem býr ein langt noröur í Atlantshafi af sér svo góöa íþróttamenn sem raun ber vitni, og hvers vegna gerir hún þessar kröfur til íþróttamanna sinna? Þaö má líka spyrja hvers vegna íþróttamennirnir sjálfír gera svo miklar kröfur til sín. Þaö er nefnilega í raun alveg furöulegt hve hnakkakertir og sperrtir viö erum fslendingar, ekki síst þegar um íþróttir er aö ræöa. En á þessu eru margar skýringar. fslendingum er í blóö borin sú hvöt aö berjast viö óblíö náttúruöfl og gefast ekki upp. Þaö þarf ekki annaö en minnast hetjudáöar Vestmannaeyingsins Guölaugs Friöþórssonar á síöastliönu ári, þegar hann synti til lands tæplega 6 kílómetra vegalengd í sjó sem var svo kaldur aö venjulega menn tekur þaö 5—10 mínútur aö deyja ef engin hjálp berst. fslendlngar hafa barist viö náttúruöflin. Þeir hafa reynt meö sér til aö halda á sér hita, og viö finnum í islend- ingasögunum fyrsta vísinn aö íþróttakeppni Islendinga viö íbúa annarra landa, þegar Kjartan Ólafsson atti kappi viö Ólaf Nor- egskonung í sundi, og kaffæröi hann duglega, reyndar án þess aö vita hver hann var. Um tvo efstu menn í kjörinu sagöi Samúel: „Og nú færist fjör í leikinn. f ööru sæti í kjörinu varö Bjarni Friðriksson júdómaöur úr Ár- manni. Bjarni hlaut alls 55 atkvaaöi af 60 mögulegum, tölur hans voru 10, 9, 9, 9, 10 og 8. Bjarni Friö- riksson varö í þriöja sæti í 95 kg flokki ásamt V-Þjóöverjanum Christian Neureuther á Ólympíu- leikunum í Los Angeles í sumar, og er þar meö kominn ofarlega á af- rekaskrá íslenskra íþróttamanna frá upphafi. Utan afreks síns á Ólympíuleikunum vann Bjarni til margra verölauna, hann varö ann- ar í 95 kg flokki á opna skoska meistaramótinu í júdó, þriöji á opna enska mótinu, Noröurlanda- meistari i opnum flokki og annar á sama móti í 95 kg flokki. Bjarni Friöriksson er fslandsmeistari 1984 í opnum flokki og 95 kg flokki. Bjarni hefur veriö þjóö sinni til sóma, og þaö leynist engum sem meö honum hefur fylgst aö þar fer drengur góöur, Innan sem utan vallar. Á flestum árum öörum heföi Bjarni Friöriksson veriö kjör- inn íþróttamaöur ársins, en í því aö veröa íþróttamaöur ársins 1984 eru margir kallaöir, en einungis einn útvalinn, og biö ég Bjarna aö taka viö þessari viöurkenningu. Og þá komum viö aö íþrótta- manni ársins 1984. Hann hefur verið kjörinn Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaöur meö v-þýska félaginu Stuttgart og íslenska landsliöinu. Ásgeir fékk alls 58 at- kvæði af 60 mögulegum, tölur hans voru 10, 10, 10, 10, 9 og 9. Ásgeir hefur veriö mjög í sviösljós- inu undanfariö ár, líklega mest allra fslendinga. Hann varö v-þýsk- ur meistari meö félagi sínu VFB Stuttgart í vor, og einróma á meö- al félaga sinna, þjálfara og and- stæöinga á knattspyrnuvellinum talinn maöurinn á bak viö þann tit- 11. Þetta var fyrsti sigur VFB Stutt- gart í þýsku deildinni i 32 ár. Sömu helgi og Stuttgart varö meistari kusu leikmenn 1. deildarinnar í Þýskalandi Ásgeir leikmann ársins. Um þá nafnbót er best aö vísa til viöbragöa knattspyrnusnillingsins enska, Kevin Keegan, sem hlaut hana á áttunda áratugnum. Keeg- an taldi þetta mestu viöurkenningu sem hann hefði fengið, þrátt fyrir aö hafa oröu breska heimsveldis- ins til samanburöar. Orsökina sagöi Keegan vera þá hversu Þjóöverjar voru þjóöhollir menn, þar þyrftu útlendingar aö sýna 1. deildin í handbolta aftur af stað um helgina ÍSLANDSMÓTID í 1. deild f hand- knattleík hefst é ný um helgina. f dag, laugardag, veróa tveir leikir ( Laugardalshöll. Kl. 14 leika KR og Víkingur sföan strax é eftir Valur og Þór. Á sunnudag veröa svo tveir leikir (Kópavogi, kl. 14. leika Breiöablík vió Þrótt og sföan Stjarnan og FH strax é eltir. í 2. deild veröa tveir leikir f dag og hefjast béöir kl. 14. Þaö er leikur Hauka og Fylkis og HK og Ármanns. í 3. deild veröa tveir leikir f dag. Kl. 14 leika í Mosfellssveit Aftur- elding og Sindri. Á sama tfma ieika Njarövík og Reynir f Njarö- vfk. Badminton: Meistaramót TBR verður í TBR-húsinu og hefst kl. 14 á sunnudaq. Júdó: Sveitakeppni Júdósambandsins fer fram í iþróttahúsi Kennaraskól- ans í dag, laugardag, og hefst kl. 14. Morgunblaðlð/Júlkis • Bjarni Friöriksson varö aö sætta sig viö annaö s»tió f kjöri um íþróttamann érsins aö þessu sinni. Hér sést hann taka viö bókargjöf af Samúel Erni Erlingssyni f g»r. þess kost aö leika meö landsliöi sínu í úrslitakeppni Evrópukeppn- innar í knattspyrnu sem mesta at- hygli vakti ailra knattspyrnuvið- buröa ársins. Stuttgart auönaöist ekki aö leika lengi i Evrópukeppn- um félagsliöa á árinu, og Ásgeir náöi aöeins aö leika einn landsleik meö Islandi á árinu. Þá var hann fyrirliöi, og Island vann einn eftir- minnilegasta knattspyrnusigur sinn frá upphafi, á Wales á Laug- ardalsvelli. Ásgeir geröi þvi garó- inn frægan á heimavelli. Þrátt fyrir aö hafa stundað at- vinnumennsku í knattspyrnu i bráöum tólf ár, og þrátt fyrir heimsfrægó og gott gengi er As- geir enn sami gæöapilturinn og sá sem yfirgaf sprönguna í Vest- mannaeyjum áriö 1972. Viöbrögö hans í fjaörafokinu í Stuttgart í vor voru á sömu lund og áöur, hann saöist ekki vera nein stjarna, aö- eins einn í liöinu. Drenglyndi Ás- geirs Sigurvinssonar, góö frammi- staöa og iítillæti hafa gert hann aö einum dáöasta manni V-Þýska- lands, og ég vil segja, aö einum besta sendiherra íslendinga. mikla yfirburði til aö veröa viður- kenndir. I ööru sæti í kjöri leik- manna Búndeslígunnar varö Karl Heinz Rummenigge, hiö heims- fræga þjóöarstolt Þjóöverja, og bar mikiö á milli. Rummenigge fór síóan á samning til faliu á svipuö- um tíma, og var greidd fyrir þann samning ein hæsta peningaupp- hæö sem um getur i slíkum viö- skiptum. Rummenigge var einn þeirra sem fuilyrtu aö Ásgeir væri maöurinn á bak viö meistaratitil Stuttgart. Ásgeir Sigurvinsson varö í ööru sæti í kjöri þýskra íþróttafrétta- manna um knattspyrnumann árs- ins í Þýskalandi, á eftlr þýska landsliösmarkveröinum Tony Schumacher sem af mörgum er talinn besti markvöröur heims í knattspyrnu. Knattspyrnutímaritiö vföfræga, World Soccer, setti hann í 13. sæti yfir bestu knattspyrnu- menn heims, og aö svipaöri niöur- stðöu komust fleiri fræg knatt- spyrnutímarit. Þessu nær Ásgeir i samanburöi viö leikmenn sem áttu 24 fengu atkvæði TUTTUGU og fjórir íþróttamenn hlutu atkvseði i kjörí samtaka íþrótta- fréttamanna um íþróttamann érsins aö þessu sinni. Ellefu efstlr uróu þessir: 1. Ásgeir Sigurvinsson, VfB Stuttgart stig f (knattspyrna 58 2. Bjami Frióriksson, Ármanni Gúdó) 55 3. Einar Vilhjélmsson, UMSB (spjótkast) 49 4.-5. Einar Þorvaröarson, Val (handknattleikur) 33 4.-5. Oddur Sigurösson, KR (frjélsar fþróttir) 33 6. Bjami Sigurösson, ÍA (knattspyma) 19 7. Kristjén Arason, FH (handknattleikur) 14 8. Eövarð Þ. Eóvarösson, UMFN (sund) 12 9. Ragnar Ólafsson, GR (go«) 7 10.-11. Valur Ingimundarson, UMFN (körfuknattieikur) 8 10.-11. Þorbjöm Jensson, Val (handknattleikur) 8 Aörír sem fengu atkvssói f kjörinu aö þessu sinni voru: Tryggvi Helgason, sundmaöur úr HSK, Jónas óskarsson, iþróttafélagi fatlaöra f Reykjavík, Guörún Fema Ágústsdóttir, sundkona úr Ægi, Nanna Leifsdóttir, skíöakona fré Akureyri, Einar Ólafsson, skfóagöngumafAK fré Isafiröi, Síguröur Pétursson, golfmaöur úr GR, Kérí Elfsson, kraft- lyftingamaöur fré Akureyri, Ería Rafnsdóttir, handknattieiks- og knattspyrnukona úr Fram og Breiöabliki, Krístfn Magnúsdóttir, bad- mintonkona úr TBR, Krístjén Haróarson, langstökkvarí úr Ármanni, Siguröur Lérusson, knattspyrnumaöur úr ÍA, frís Grönfeldt, spjótkast- arí úr UMSB, og Siguröur Gunnarsson, handknattleiksmaöur Morgunblaðtö/Július • Efstu menn f kjörinu f g»r, fré vinstrí: Ragnar Ólafsson, Bjami Sigurösson, Eðvaró Þór Eövarösson, Bjami Frióriksson, Ásgeir Sigurvinsson, Kristjén Arason, Einar Þorvaröarson, Siguröur Þórarínsson, faöir Odds Sigurössonar sem er erlendis, Þorbjörn Jensson, Hílmar Hafsteinsson, formaöur Körfuknattleiksréös Njarövíkur, sem tók viö viöurkenningu Vals Ingimundarsonar, sem er í Noregi með landslióinu, og Guóni Halldórsson, formaóur Frjélsfþróttasambandsíns, sem tók viö viöurkenningu Einars Vilhjélmssonar, sem er erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.