Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Heilbrigðisráðherra: Hjartaskurðlækn- ingar hefjist hér á landi á þessu ári „VONIR STANDA til að hjartaskurðlækningar geti hafist hér fyrir lok þessa árs og unnið er af fullum krafti til að gera það mögulegt,“ sagði Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, er hann var spurður hvað liði undirbúningi þessa máls. Haft var eftir Símoni Steingrímssyni, framkvæmdastjóra ríkis- spitalanna, í frétt Mbl. á miðvikudag, að ekki skorti mikið á, að aðstaða til spítalanna og málin hafa þróast í rétta átt, þannig að reikna má með að hjartaskurðlækningar geti hafist hér seint á þessu ári, ef allt gengur að óskum," sagði Matthías Bjarnason. Heilbrigðisráðherra gat þess ennfremur að nokkur töf hefði orðið á hjartaþræðingunni og byggingunni og væru þær fram- kvæmdir um tveimur mánuðum á eftir áætlun. þessara aðgerða væri til hér á landi. „Ég skrifaði stjórnarnefnd rík- isspítalanna og fól henni tilteknar athuganir og lagði fram ákveðnar spurningar sem hún hefur svo svarað. I framhaldi af því hef ég aftur skrifað stjórnarnefnd ríkis- 99 Viljum selja vín í matvöru- verslunum“ MorgunblaAiA/ Július. Árangurslaus fundur í sjómannadeilunni Á föstudag var haldinn annar fundur sáttasemjara í kjaradeilu Siómannasambands íslands vegna undir- manna á fiskiskipum við útvegsmenn og Vinnuveitendasambands lslands. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði í samtali við Mbl. að sáttafundurinn hefði verið árangurslaus. Sagði hann að strax eftir helgina væru fyrirhugaðar viðræður fulltrúa sjómanna og forsætisráðherra um ýmis mál sem sneru að stjórnvöldum. son, segir Ólafur Björns- formaður Félags- matvörukaupmanna „VIÐ RITUÐUM fjármálaráð- berra bréf í fyrra, þar sem við fórum þess á leit við hann að heimilað yrði að selja matarvín ( matvönivershinum landsins," sagði Ólafur Björnsson, formað- ur Félags matvörukaupmanna. ólafur og Jóhannes Jónsson, formaður Félags kjötverslana, rituðu bréf til Alberts Guð- mundssonar hinn 31. janúar í fyrra, en svar ráðherra var á þá leið, að ekki væri hljóm- grunnur fyrir slikum ákvörð- unum innan ríkisstjórnarinn- ar. ólafur sagði, að kaupmenn heföu viljað auka við úrval i verslunum sínum, enda væru margir sem litu á kaup létt- víns sem matarkaup. „Það eru ekki allir viðskiptavinir ÁTVR að kaupa sterk vín og ef við fengjum leyfi til að selja mat- arvinin myndi það létta á út- sölustöðum ÁTVR, sem eru aðeins þrír á Reykjavíkur- svæðinu," sagði ólafur. „For- stjóri ÁTVR segir sjálfur, að útsölustaðir séu of fáir og þessi hugmynd okkar á fylgi að fagna meðal kaupmanna og viðskiptavina. Að sjálfsögðu yrði að setja reglur um slika sölu, svo tryggt yrði að fólk undir 20 ára aldri gæti ekki nálgast áfengi í verslununum." ólafur sagði, að kaupmenn ætluðu að ítreka þessa hug- mynd sína við fjármálaráð- herra, enda hlyti það að vera ÁTVR í hag, ef álag á útsölu- stöðum þeirra minnkaði og hægt væri að fresta byggingu nýrra staða. Stefnumörkun í örygg- ismálum sjómanna Samgönguráðherra framkvæmir 17 tillögur þingmanna TILLÖGUR Öryggismálanefndar sjó- manna um aðgerðir í öryggismálum sjómanna voru kynntar á blaða- mannafundi Matthíasar Bjarnasonar samgönguráðherra í fyrradag, en ráð- herra hefur ákveðið að framkvæma allar tillögurnar 17 sem nefndin skil- aði til hans í haust. Öryggismála- nefndin, sem er skipuð 9 þingmönn- um undir forsæti Péturs Sigurðsson- ar, var ákveðin í kjölfar Helliseyjar- slyssins sl. vetur. Fjölmargir aðilar í samtökum sjómanna og úr röðum slysavarnafélaga og skólum sjómanna hafa fagnað tillögum Öryggismála- nefndarinnar og bent á að með fram- kvæmd þeirra verði um algjöra bylt- ingu að ræða í öryggismálum sjó- manna. Alþingi og ríkisstjórn hefur ákveðið að verja 6,4 millj. kr. til ör- yggismála sjómanna á þessu ári. í tillögunum sem samgönguráð- herra hefur samþykkt og komið til framkvæmda kemur fram m.a., að endurskoðuð verði lög um Siglinga- málastofnun og verður nefnd skip- uð í málið á næstu dögum. Undan- þágur til skipstjórnar- og vélstjórn- arstarfa verði veittar tímabundið, en yfir 1000 einstaklingar fengu undanþágur sl. ár. Komið verður á fót námskeiðum í öryggismálum í öllum helstu verstöðvum landsins og verði slík námskeið fastur liður. Fjölgað verður skyldutilkynningum skipa og sektarákvæðum beitt gegn vanrækslu. Sett verða sjálfvirk bjöllutæki í íslenska flotann, Sel- call, en þá er unnt að kalla upp skip með hringingu frá landi. Allir ís- lenskir bátar verða skyldaðir til að hafa VHS-talstöð um borð. Stöðug- leiki eldri skipa verður mældur með skipulögðu átaki í þeim efnum und- ir stjórn Siglingamálastofnunar. Á næstu dögum verður skipuð nefnd til að fjalla um rannsóknir sjóslysa til þess að koma þeirri vinnu í nú- tímalegra horf. Landhelgisgæsl- unni verður heimilað að fram- kvæma skyndiskoðanir í höfnum sem úti á sjó, en yfirumsjón slíks verður þó áfram hjá Sjóslysanefnd. Björgunarnetið Markús verður lögskipað í íslensk skip til viðbótar öðrum öryggisbúnaði. Sjálflýsandi merkingar verða lögskipaðar á hlífðarfatnaði sjómanna og björg- unarvesti með hífingarhönkum og ljósi lögskipuð, svo og að reykköf- unarbúnaði verði komið fyrir þar sem því verður við komið. Hrint verði í framkvæmd lögskipun um yfirbyggða björgunarbáta á farskip og björgunargalla þeirra bjargbáta sem ekki eru yfirbyggðir. Komið verður á fót sérstökum lána- og styrktarsjóði fyrir þá sem ætla að helga starf sitt sjósókn og sigling- um. Allur sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta verður tekinn til ít- arlegrar prófunar af Tæknideild Fiskifélags íslands, gerð og mögu- leikar hverrar tegundar og stað- setning á skipum og uppsetning. Víðtæk áróðursherferð verður í ör- yggismálum sjómanna og hefst hún á næstu vikum og mánuðum. Sjá tillögur Öryggismálanefndar sjómanna sem samgönguráðherra hefur hrundið í framkvæmd á bls. 6b. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra: Húsnæöismálastofnun verður breytt í banka KÍKISSTJÓRNIN ræddi á fundi sín- um á fimmtudag fyrirhugaðar breyt- ingar á skipan húsnæðismála. Að sögn félagsmálaráðherra, Alexanders Stef- ánssonar, eru breytingar á döfinni varðandi útlánafyrirkomulag, enn- Ámi Grétar Finnsson stjórnarmaður í Landsvirkjun: Hvað ætlaði Hjörleifur að gera við rafmagnið? ÁRNI Grétar Finnsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins f stjórn Landsvirkjunar lagði þrjár spurn- ingar fyrir Finnboga Jónsson vara- mann Ólafs Ragnars Grímssonar Alþýðubandalagi í stjórn Lands- virkjunar á fundinum, þegar Finnbogi lagði fram greinargerð sína, sem greint hefur veríð frá í fréttum. Árni sagði spurningarnar tilkomnar vegna þeirrar staðreynd- ar, að alþýðubandalagsmenn hefðu f tíð síðustu ríkisstjórnar stöðugt hamrað á því að ráðast ætti f nýjar virkjanir, en aldrei gert tillögur um hvernig nýta ætti orkuna. Það kæmi sér því á óvart að fá allt í einu fullyrðingar um að þeir teldu raforkuna of mikla í landinu svo næmi beilli virkjun. Spurningarnar sem Árni Grétar lagði fram eru svohljóð- andi: 1. Hvers vegna hefur full- trúi Alþýðubandalagsins i stjórn Landsvirkjunar ekki stutt tillög- ur mfnar um að fresta Blöndu- virkjun, úr því að hann telur vera til staðar svo mikla ónotaða umframorku í raforkukerfinu? 2. Hvernig ætlaði Hjörleifur Guttormsson þáverandi orku- ráðherra Alþýðubandalagsins að nýta rafmagnið frá Blönduvirkj- un og Fljótsdalsvirkjun? 3. í bréfi Hjörleifs Guttorms- sonar þáverandi orkuráðherra Alþýðubandalagsins til Lands- virkjunar dagsett 5. október 1981 kemur fram að vænta megi að raforkuþörf hér á landi muni aukast umfram almenna mark- aðinn um 1.800 til 2.400 GWh/ári næstu 10 til 15 árin. Á hvaða forsendum byggði ráð- herra Alþýðubandalagsins þessa skoðun sína og hverjum ætlaði hann að selja raforkuna? Árni Grétar sagði aðspurður, að ekki hefði hann fengið nein svör við spurningum sínum. fremur sagði hann að verið væri að skoða, hvort ekki væri kominn tími til að hefja undirbúning að því að breyta Húsnæðismálastofnun ríkisins f hankastofnun. Alexander segir, að út- lán Byggingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna hafi aldrei verið meiri en á síðasta ári, eða tæp- lega tveir milljarðar króna. Þá er fyrirhugað að stofna sérstakan sjóð til aðstoðar við unga húsbyggjendur, sem lent hafa í erfiðleikum við að standa skil á afborgunum lána. Alex- ander segist hafa gert að tillögu sinni að aflað verði fjármuna í sjóðinn með skyldusparnaði á hátekjur og stór- eignasköttum. Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem félagsmálaráðherra hefur bor- ist frá Húsnæðismálastofnun, námu útlán Byggingarsjóðs ríkisins á síðasta ári 1 milljarði 427 millj. og 205 þús. kr. til 4.504 einstaklinga. Hefur þessi upphæð aldrei verið hærri og hið sama er að segja um fjölda lána. Árið 1982 var úthlutað lánum til 4.214 einstaklinga og er það mesti fjöldi sem úthlutað hefur verið til á einu ári fram að sfðasta ári. Þar að auki lánaði Byggingar- sjóðurinn um 140 millj. kr. í viðbót- arlán á árinu 1984 frá fyrra ári. Þá lánaði Byggingarsjóður verka- manna 409 millj. kr., sem skiptist á 183 ný lán í verkamannabústaði og 167 endursölulán. Samtals nema lánin tæpum 2 milljörðum, sem er að sögn Alex- anders talsvert yfir lánsfjáráætlun, en þar var gert ráð fyrir 1.550 til 1.600 millj. kr. Hann sagði enn- fremur að í desembermánuði hefði orðið að fresta yfir í janúar og febrúar lánveitingum fyrir u.þ.b. 400 millj. kr., aðallega til kaupa á eldra húsnæði. Félagsmálaráðherra sagði að stærsti hluti fjármögnunar lána á síðasta ári hefði verið með lántök- um. Hann sagði að kaup lffeyris- sjóðanna á ríkisskuldabréfum hefðu numið 70—75% af áætlaðri heildarupphæð, sem var um 690 millj. kr., þannig að fjármunir frá lífeyrissjóðunum hefðu skilað sér betur en ætlað hefði verið. Alexander Stefánsson var spurð- ur hverjar horfur væru á lánveit- ingum til húsnæðismála á þessu ári. Hann sagði að samkvæmt láns- fjáráætlunarfrumvarpinu væri gert ráð fyrir að lán úr byggingarsjóð- unum yrðu um 2,5 milljarðar kr. Þá væri ákveðin yfir 100% hækkun á ríkisframlagi á fjárlögum ársins 1985 til sjóðanna, eða 904 millj. kr., sem verið hefði um 400 millj. kr. á síðasta ári. Gert væri ráð fyrir að fjármunum til húsnæðislána yrði einvörðungu aflað á innlendum markaði, nema vegna tæknilána. Hann sagði stefnuna þá, að tiltölu- lega stærri hluta yrði varið á árinu til bygginga félagslegra íbúða, þ.e. leiguíbúða sveitarfélaga og annarra aðila, svo sem námsmanna og ör- yrkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.