Morgunblaðið - 13.01.1985, Síða 38

Morgunblaðið - 13.01.1985, Síða 38
I MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 SVIPMYND Á SUNNUDEGI: Ted Hughes Djarft og inn- blásiö val nýs lárviðarskálds i Fáeinum dtfgum fyrir jólin fengu Bretar nýtt lirviðarskáld. Fyrir valinu varð Ted Hughea og með útnefningu hans má ugglaust segja að hafí verið brotið blað hvað snertir þetta tignarheiti. Ted Hughes er enginn Messías, en skáldskapur hans hefur þó yfir sér messíasarlegt yfírbragð og fjálgni sem markar endi tímaskeiðs. Hinn Ijúfí og þægilegi heimur John Betjemans er ekki lengur ráðandi. Nýja lárviðarskáldið er hvassyrt og óvægið f skrifum sínum og efnistökum og sú mynd sem Hughes dregur upp af heiminum í verkum sínum er hispurslaus og allt að því miskunnarlaus. í einu þeirra Ijóða hans sem hvað merkast er talið segir frá því þegar hann vann á bóndabæ og lýsir reynslu sinni er hann var að taka á móti lambi. Ærin gat ekki komið því frá sér og hann varð að fara inn í kindina og loks slíta hðfúðið af lambinu til að koma því út Að margra dómi magnað Ijóð og stórkostlegt en ekki beinlínis þægilegt aflestrar fyrir viðkvæmar sálir. Ted Hughes er sagður gera sér ágæta vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að bera þennan titil og þrátt fyrir að hann sé umdeild- ur þykir flestum útnefning hans heiðarleg og bera vott um dirfsku. Hughes er í raun og veru um- deildari í hópum bókmennta- manna en meðal hins almenna les- anda, því að hann er mest lesna nútimaljóðskáld Bretlands sam- kvæmt könnun sem var gerð á því efni. Bækur hans eru eftirsóttar á bókasöfnum, hann þykir afburða góður flytjandi eigin verka, þótt hann hafi ekki gert nándar nærri eins mikið af því að koma fram eins og óskað hefur verið eftir. Það virðist hafa komið flatt upp á ýmsa bókmenntamenn, að Hughes skyldi fallast á að taka við útnefningunni. En þeir sem gjörst þekkja til segja, að það beri vott um vanþekkingu á manninum og verkum hans, að hafa ályktað sem svo. Þó að hann sé jafn ólíkur for- vera sinum Betjeman og dagurinn nóttinni, er hann mikill föður- landsvinur, hefur sterka tilfinn- ingu fyrir brezkri ljóðahefð og er metnaðargjarn fyrir hönd lands og þjóðar, og arfleifð aldanna. Ted Hughes fæddist árið 1930 í Mytholomroyd i Yorkshire. Hann byrjaði að fást við skriftir i fram- haldsskóla og segist hafa verið hvattur vel og örvaður af góðum móðurmálskennara. Hann hóf háskólanám og lagði stund á ensku, sneri sér siðan að fornleifafræði og siðan mannfræði i Cambridge. Meðan hann var þar við nám fékkst hann einnig við skriftir, en vann fyrir sér við ýms störf, var garðyrkjumaður, næt- urvörður og vélritari. Skömmu eftir að hann lauk háskólanámi gaf hann út fyrstu ljóðabók sina „The Hawk in the Rain“ árið 1957 og hlaut mikla viðurkenningu fyrir hana — þótti frumlegur og snjall þá þegar. Sumarið áður en hann gaf út fyrstu bók sína kvæntist hann Sylviu Plath. Næstu sex árin ferðuðust þau hjónin saman, kenndu og skrifuðu. Þau fóru um Bandaríkin, Spán og fleiri staði. Ferðuðust einnig mik- ið um England. Þau eignuðust saman tvö börn. Þau slitu sam- vistir árið 1962 og árið eftir framdi Sylvia sjálfsmorð. Næstu ár urðu Hughes erfið og lifsreynsla hans endurspeglaðist í ljóðasafni hans „Crow“ sem kom út 1973 og vakti mikið umtal. Hugtökin blóð og dauði gengu sem rauður þráður í gegnum bókina. Sumir gagnrýnendur lofuðu ljóð- in, aðrir gerðu lítið með þau og lýstu andúð sini á „innantómu og holu væli Hughes" eins og einhver orðaði það. Eftir því sem ár hafa liðið hafa margir fengið annan skilning á bókinni og á það einna helzt við um þá sem hvað harðast deildu á hana. Árið 1970 kvæntist Hughes Car- ol Orchard og þau búa í gömlu Ted Hughes húsi í Exeter. Vinum hans ber saman um, að hjónabandið hafi veitt lífi hans þann stöðugleika sem svo átakanlega hafði í það vantað. Með árunum hefur skáldskapur hans einnig tekið breytingum, hann hefur orðið mildari og ljóðrænni, án þess f TAKMARKAÐ MAGN SENDUM í PÓSTKRÖFU MYNDIN DALSHRAUNI 13 SÍMI 54171 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.