Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Höfundur „Þriðja mannsins“ látinn Vinarborg, 10. janúar. AP. ANTON Karas, sem þekktastur er fyrir tónlistina við kvikmynd- ina „Þriðji maöurinn“, iézt í Vínarborg í gær eftir langvinn veikindi. Hann varð 78 ára gam- all. Eftir að lagið í „Þriðja manninum" sló í gegn um ger- vallan heim kom Karas víða fram fyrir kóngafólk og tign- armenn og flutti verk sín. Mönnum ber ásamt um að lagið „Þriðji maðurinn" sé áleitnasta og vinsælasta kvikmyndalag sem samið hef- ur verið frá stríðslokum og þótt lengra aftur væri leitað. Margir minnast og leiks Orson Wells í þessari mynd. Munaði litlu að árekstur flugvéla yrði Washington, 10. jnn. AP. VIÐ árekstri lá milli farþegaflugvélar frá Sovétríkj- unum og Dóminíska lýðveldinu í gær, að því er bandaríska flug- umferðarstjórnin greindi frá í morgun. Atburðurinn varð um 681 km norður af Tyrkjaeyju, fyrir norðan Bahamaeyjar. Sovézk vél af gerðinni Ilyshin frá Aeroflot var á leið frá Shannon á írlandi til Havana og mætti þá dóminískri far- þegavél, DC-10, á leið til New York frá Santo Domingo. Ekki liggur fyrir hvers vegna hæðarmunur vélanna var rangur en málið er í rann- sókn. Reagan óskaði Nixon til ham- ingju en sendi- herrastaða ekki til umræðu Wuhiagtoa. 10. jaa. AP. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti kvaðst í gær hafa hringt í Rich- ard Nixon, fyrrum forseta, til að árna honum beilla í tilefni sjötíu og tveggja ára afmælis Nixons. Reagan sagði frá þessu á blaða- mannafundi, er fréttamenn inntu hann tíðinda af því um leið, hvort til stæði að Nixon yrði farand- sendiherra, eða myndi taka á ein- hvern hátt þátt í viðræðum um vígbúnað við Sovétríkin. Reagan sagði að hvorki hafi hann boðið Nixon neitt starf af þessu tagi né heldur hefði Nixon látið orð falla í þá átt að hann hefði áhuga á málunum. Reagan hafði eftir Nixon að hann byggist ekki við að nein meiriháttar tíðindi gerðust á þessu stigi í væntanlegum Genf- arviðræðum, en það væri í sjálfu sér jákvætt að samkomulag hefði náðst um að hefja þær að nýju. ÚTVARP/SJÓNVARP GLUGGINN Þátturinn OA50 Glugginn er á dagskrá sión- varpsins í kvöld í umsjá Sveinbjarnar I. Baldvins- sonar. Honum til aðstoðar M.a. verður sýnt úr leikritinu Agnes — barn Guðs, sem nýlega var frumsýnt í Iðnó. er Hrafnhildur Schram. Litið verður inn á æf- ingu Leikfélags Reykja- vikur á bandaríska leik- ritinu Agnes — barn Guðs eftir John Pielmeier og rætt verður við Guðrúnu S. Gísladóttur sem fer með titilhlutverkið. Spjallað verður við Thor Vilhjálmsson, rit- höfund um þýðingar hans á hinum ýmsum bók- menntaverkum á síðustu árum. Þá verður sóttur heim listmálarinn og fyrrum sjómaðurinn, Eggert Magnússon. Hann tók til við að mála er hann var kominn í land og er nú að undirbúa fyrstu einka- sýningu sína í Listmuna- húsinu við Lækjargötu. Hljómsveitin Kukl flyt- ur eitt lag af væntanlegri hljómplötu sinni, en hljómsveitin sú hefur sem kunnugt er gert það gott víða um heim að undan- förnu. Rætt verður við forsprakkann, Einar Örn Benediktsson. Loks verður spjallað við Sigurjón Sighvatsson, leikstjóra Hins leikhúss- ins og flutt verður stutt atriði úr söngleiknum Litla hryllingsbúðin sem frumsýndur verður i Gamla Bíói í kvöld. U nglingaþáttur inn „Um okkur„ — tölvur efst á baugi ■■ Jón Gústafsson 00 er með þátt sinn „Um okkur“ í útvarpinu í kvöld, en þáttur þessi er með blönduðu efni fyrir ungl- inga. Að þessu sinni verður að mestu leyti fjallað um tölvur. Eggert Guð- mundsson, 17 ára áhuga- maður um tölvur og með- limur tölvuklúbbsins Syntax, kemur í heimsókn og spjallar um forritun o.fl. Þá mun hann láta tölvu leika tónlist sem er nokkuð frábrugðin hinni hefðbundnu tónlist sem við höfum átt að venjast. Þá verður spjallað við Kolbrúnu Aðalsteinsdótt- ur, danskennara og jafn- framt rætt við nokkra krakka úr sýningarflokki hennar, Dansnýjungu. Ennfremur koma í heim- sókn nokkrir krakkar úr félagsmiðstöðinni Þrótt- heimum og rætt verður við starfsmann þar, Helga Grímsson. Að venju verður lesin framhaldssagan Kristján ólafur Albertsson, sem samin er af hlustendum þáttarins. Inn á milli verður svo leikin létt tón- list, aðallega íslensk. Stundin okkar — skoðunarferð um Akureyri ■i Stundin okkar 00 er að venju á “ dagskrá sjón- varps í kvöld, í umsjá Ásu H. Ragnarsdóttur og Þorsteins Marelssonar. Að þessu sinni verður farið í skoðunarferð um Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Líklega er fátt um skíðafólk í Hlíð- arfjalli núna enda verið óvenju góð tíð og lítið snjóað. Þá verður fluttur síðari hluti leikritsins Löggu- leikur eftir Þorstein Mar- elsson. Með aðalhlutverk fara systkinin Sara og Daníel. Hörður Torfason mun lesa söguna Pattarn- ir, eftir Kjartan Amórs- son, sýndar verða teikn- ingar með. Stúlkur úr Laugar- nesskóla syngja og lögð verður orðagáta fyrir áhorfendur. Smjattpatt- arnir verða að venju með eitthvað sprell í þættinum og Bjössi bolla, sem leikin er af Magnúsi ólafssyni, kemur í heimsókn. Systkinin Sara og Daníel sem leika I þættinum l dag. SJÓNVARP Zr SUNNUDAGUR 13. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsiö á sléttunni. 9. Sá betri sigrar. Bandarlsk- ur framhaldsmyndaflokkur. Þýöandi Oskar Ingimarsson. 17.00 Listrænt auga og hðndin hög. 6. Af eldi og sandi sprettur gler. Kanadlskur mynda- flokkur I sjö þáttum um listíðnað og handverk. Þýöandi Þorsteinn Helga- son. Þulur Ingi Karl Jóhann- esson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmenn: Asa H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upptöku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjónarmaöur Guömundur Ingi Krístjánsson. 20.50 Glugginn. Þáttur um listir, menning- armál og fleira Umsjónarmaður Sveinbjörn I. Baldvinsson. Stjórn upp- töku Elln Þóra Friöfinnsdótt- ir. 21.30 Dýrasta djásniö. Nlundi þáttur. Breskur fram- haldsmyndaflokkur I fjórtán þáttum, geröur eftir sögum Pauls Scott frá slöustu valdaárum Breta á Indlandi. Þýöandi Veturliöi Guönason. 22^0 Spekingar spjalla. Sex nóbelsverðlaunahafar I læknisfræöi, efna- og eðlis- fræði ræða vlsindi og heims- mál. Umræöum stýrir Bengt Feldreich. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 23ÚE5 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 14. janúar 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni: Tommi og Jenni, Sögurnar hennar Siggu, Bósi, Sigga og skess- an. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kasmlrhjörturinn. Bresk dýrallfsmynd um fá- gæta hjartartegund á Norður-lndlandi. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. 21.05 Hljómsveitaræfingin. (Prova d'orchestra) Itölsk kvikmynd frá 1979 eft- ir Federico Fellini sem einnig er leikstjóri. Leikendur: Baldwin Baas, Clara Colos- Imo, Elisabeth Labi, Ronaldo Bonacchi o.fl. I .Hljómsveitaræfingunni" segist Fellini hafa reynt aö túlka þaö undur þegar stjórnandinn skapar sam- hljóm úr sundrungu og óreiöu á hverju sem dynur. Einnig megi þjóðfélagiö draga nokkurn lærdóm af myndinni. Þýöandi: Þurlður Magnús- dóttir. 22.15 Iþróttir. Umsjónarmaður Ingólfur Hannesson. 22A5 Fréttir I dagskrárlok. SUNNUDAGUR 13. janúar 13.30—15.00 Krydd I tilveruna Stjórnandi: Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 15.00—16.00 Tónlistarkross- gátan Hlustendum er gefinn kostur á aö svara einföldum spurn- ingum um tónlist og tónlist- armenn og ráöa krossgátu um leiö. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16.00—18.00 Vinsældalisti rás- ar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. MÁNUDAGUR 14. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 14.00—15.00 Ut um hvippinn og hvappinn Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15.00—16.00 Jóreykur að vest- an Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 18.00—17.00 Nálaraugaö Reggltónlist. Stjórnandi: Jónatan Garö- arsson. 173)0—183» Taka tvö Lög úr þekktum kvikmynd- um. Stjórnandi: Þorsteinn G. Gunnarsson. Sjá dagskrá útvarps- ins á bls. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.