Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Fangar mánaðarins — janúar 1985 Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á málum eftir- talinna samviskufanga i janúar. Jafnframt vonast samtökin til þess að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum. Miö-Afríku lýðveidió. Theodore Bagua-Yambo. Var fangi, en er nú laus úr landi. Jemea. Tawfic ’AZ ’AZI 45 ára fyrrverandi hæstaréttardómari i Alþýðulýðveldinu Jemen. Hann er sagður hafa „horfið” eftir að hann neitaði að dæma seka nokkra póli- tiska fanga. Hann kvað upp þann úrakurð að þeir hefðu ekkert það aðhafst er bryti i bága við lögin og fyrirakipaði að þeir yrðu látnir lausir. Þetta var i marz 1972. Yfir- völd i Jemen hafa ekki gefið fjöl- skyldu hans neinar upplýsingar um hver afdrif hans urðu, og neita að hann sé i haldi. Amensty sam- tökin hafa ítrekað beðið um upp- lýsingar varðandi Tawfiz hjá yfir- völdum í Jemen, en engin svör hafa fengist. Óttast samtökin að hann sé e.t.v. ekki lengur á lifi. Suður-Kórea. Kang Jong-kon, 33 ára fyrrverandi lagastúdent. Hann hefur verið i haldi siðan i október 1975. Hann er fæddur i Japan, en foreldrar hans eru kór- eskir. Þegar hann var handtekinn stundaði hann nám við Háskóla Kóreu i Seoul. Um sama leyti og hann var handtekinn voru um 300 námsmenn, margir þeirra kóresk- ir, en með aðsetur i Japan, yfir- heyrðir. Það voru meðlimir leyni- þjónustunnar og öryggisráðs hers- ins sem yfirheyrðu þá, og var það sagt vegna aðgerða námsmanna er fólu í sér gagnrýni á stjórnina. Tuttugu og einn af þessum þrjú hundruð, þar á meðal Kang Jong- kon, voru dæmdir samkvæmt and-kommúnískum og þjóðarör- yggislögum. Þeir voru sakaðir um að hafa valdið óróa meðal náms- manna, þegið fyrirmæli þar að lútandi frá N-Kóreu og síðan veitt norður-kóreskum aðilum i Japan upplýsingar um ástand mála i há- skólanum. Rúm 14 þúsund mál þingfest í Borgardómi ’84 ÞINGFEST mál fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur á síðastlidnu ári voru 14.193, en árið áður voru 12.744 mál þingfest fyrir bæjarþinginu og 8.650 árið 1982. Afgreidd má) á síðastliðnu ári voru 12.794 samanborið við 11.842. Dæmt var i 1.092 skriflega fluttum máhim, samanborið við 876 irið áður og áskorunarmál voru skrifleg 9.423 samanborið við 8.623 árið áður. Sættir voru 755 og hafin mál voru 1.168. Af munnlega fluttum máhun var dæmt í 155 málum, sætt- ir voru 112 og hafin 84. Hjónavígslur fyrir bæjarþing- inu voru 206, leyfi til skilnaðar að borði og sæng voru 186, samanbor- ið við 193 árið áður og skilnaðar- mál voru 518 samanborið við 577 árið áður. Sifjamál vegna slita á óvígðri sambúð fjölgaði hins vegar nokkuð. Þau voru 127 á síðastliðnu ári, samanborið við 99 árið áður. 37 málum var áfryjað til Hæsta- réttar, samanborið við 45 árið 1983. Loks er að nefna að sjópróf voru 26 í bæjarþinginu á síðast- liðnu ári. ] H föfðar til Lfólksíöllum star fsgreinum! Zuricher næstí alþjóðaflugvöllur við 4o skíðastaði í Austum'ki, Sviss og Liechtenstein Við fljúgum þangað I skíðabók Peter Stuyvesant og Daily Mail segir meðal annars um nokkra pessara staða: AUSTURRÍKI Brand 2:55 Stórgóður staður fyrir byrjendur og meðalgóða skíðamenn. Góður Qölskyldustaður. Barnaheimili. Góð- ur skíðaskóli. Göngubrautir. Tveir innanhúss tennisvellir. Óformlegt og Qörugt skemmtanalíf. Búrserberg 2:40 Rólegur og fallegur staður, lítill en vel skipulagður. Góður fyrir byrj- endur og meðalgóða skíðamenn. Tilvalinn fyrir foreldra með ung börn. Góður bamaskíðaskól/. Löng sleðabraut og göngubraut. Diskó- tek og dans í nokkrum hótelanna. Gargellen 3:10 Fyrsta flokks lítill sk/ðastaður. Vin- gjamlegt andrúmsloft. Góður fyrir byrjendur og meðalgóða skíða- menn. Tilvalinn fyrir fjölskyldur. Gott bamadagheimili. Fjölbreytt skemmtanalíf. Gurtis 2:30 QKZJr* Prýðilegur staður fyrir byrjendur og skíðafólk á öðru ári. Ef þið eruð á bíl geta reyndari skíðamenn fundið Qölbreyttari svæði á naerliggjandi stöðum, svo sem Brand, Schruns, Tschagguns, Gargellen og Gaschu- ren. Frekar lítið skemmtanalíf. St. Anton 4:10 Alþjóðleg skíðamiðstöð. Reyndir og góðir skíðamenn njóta sín best þarna en það er líka ágætlega hugsað um byrjendur. Skíöaskóli með 300 kennurum. Mikið og fjölbreytt skemmtanalff. Stuben 3:50 Alltaf nógur snjór. Gott svæði fyrir meðalgóöa og mjög góða skíða- menn. Þótt gert sé ráð fyrir byrjend- um er þetta ekki heppilegasti stað- urinn fyrir þá, og ekki fyrir börn. í grenndinni eru St. Anton, Zúrs og Lech og möguleikarnir því ótæm- andi fyrir þá sem eru á bíl. Fjörugt skemmtanalíf. SVISS Andermatt 3:20 Stórskemmtilegt þorp í fögru um- hverfi. Hentugt fyrir Qölskyldur. Löng „vertíð" og nógur snjór. Hentar öllum en meðaIgóðir og mjög góðir skfðamenn munu njóta mest. Utlar biðraðir nema um helgar. Skemmtanalíf óformlegt og fjörugt. Braunwald 2:10 Mjög hlýlegt og líflegt þorp. Fyrsta flokks fyrir börn. Hentar aðallega byrjendum og meðal góðum skíða- mönnum. Brekkur einkum mót suðri og mjög sólríkar. Góður skíðaskóli. Davos 4:55 Með bestu skíðastöðum í heimi. Löng „vertíð" og nógur snjór. Góðar Qallakrár. Barnaheimili og fínar barnabrekkur. Geysileg fjöl- breytni fyrir góða skíðamenn. Sextán næturklúbbar og tugir smá- bara segja sitt um skemmtanalíf. Klosters 4:30 Klosters er hrífandi staður og góður fyrir þá sem vijja minna og hlýlegra þorp en Davos. Hentar öllum skíðamönnum. Eitt af bestu skíða- svæðum í heimi. Barnaheimili. fjölbreytt skemmtanalíf. Pontresina 5:30 Hér um bil allar tegundir vetrar- íþrótta. Óvíða betri brekkur eða göngubrautir. Ágætt skemmtanalíf. Mikið af ungu fólki. Murren 5:30 Dæmigert Alpaþorp. Hentugt fyrir fjölskyldur Barnabrekkur og barna- heimili. Góðar göngubrautir. Þétt lyftunet. Hentar öllum skíðamönn- um. Óformlegt og létt skemmtanalíf. UECHTENSTEIN Malbun 2:30 Þetta einstaklega hrífandi land, milli Austurríkis og Sviss, höfðar til allra sem hafa í sér snefil af rómantík. Svona hlýtur Rúritanía að hafa verið. Þetta er lítill og frekar rólegur skíðastaður. Góður fyrir byrjendur og Qölskyldur en annars takmarkað- ur. Skemmtanalíf ekki Qölbreytt en hlýja og sjarmi yfir öllu mannlífi. Þeim sem skipuleqqja skíðaferðir sínar sjálfir bjóðum við: Ferseðla til Zúrich frá kr. 14.303 (Apex) Fluq oq bílaleiqubíl frá kr. 15.816 (m.v. 4 í bfl í viku) ARNARFLUG Lágmúla 7 Sími 84477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.