Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 35

Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 35 Sviss: Sovésku sendimennirnir hættulegir í umferðinni Ziirich, 1. mars. Krá Önnu Bjarnaóttur, fréttaritara Mbl. SVISSNESK stjórnvöld hafa fengiö nóg af slæmri hegóun sovéskra Elzti íbúi Sardiníu andaður, 110 ára Nuoro, Sardiníu. AP. DAMIANA Sette, elzti borgari Sardiníu, lézt aðfaranótt mánudags. Hún var 110 ára gömul. Forseti Italíu, Pertini, og Jóhannes Páll páfi II sendu heillaóskir til gömlu konunnar þegar hún varð 110 ára þann 11. ágúst sl. og blómum var varpað yfir þorpið hennar úr þyrlum henni til heiðurs. Dam- ina sat að snæðingi með fjöl- skyldu sinni eins og venjulega á sunnudagskvöldið. Síðan fannst hún látin í rúmi sínu næsta morgun. Það var 87 ára gömul dóttir hennar sem kom að móður sinni látinni, segir í frétt AP og tekið er fram að gamla konan hafi notið mikill- ar ástsældar meðal ættingja og allra þorpsbúa. sendiráósmanna í umferðinni og hafa ákveöió aö kvarta í Kreml. Tveir scndiráðsmenn hafa veriö gripnir ölvaðir vió akstur síðan um áramót. Hinn fyrri olli miklum skemmdum en hinn síðari er sagður hafa verið ölvaður af því að konan hans var gripin glóðvolg við búða- þjófnað í Zíirich sama dag. Verslun- in kaus að kæra ekki þjófnaðinn. Hann var stöðvaður í Bern í byrjun febrúar eftir að hafa keyrt áfram á rauðu ljósi. Lögreglan skipaði manninum að stíga út úr bilnum en hann neitaði. Táragasi var þá sprautað framan í hann og hann kom sér út úr bílnum. Hann þvertók fyrir að blása í blöðru en auðséð var að maðurinn var drukkinn. Sovéska sendiráðið kvartaði við svissneska utanríkisráðuneytið yf- ir meðferðinni á starfsmanni sín- um. Svisslendingar urðu að biðj- ast afsökunar á framkomu lög- reglunnar, lög landsins ná ekki til sendiráðsstarfsmanna. Hinn ökuþórinn var tekinn um miðjan janúar. Hann var á ferð um hraðbraut og tókst að aka niður 32 öryggisstólpa sem voru milli akreina. Þá sprakk á bílnum og hann skipti um dekk á næstu bensínstöð. Hann hafði ekki farið langt þegar hann fór fram úr og rispaði annan bíl á 130 km hraða. Þegar lögreglan hafði hendur í hári mannsins kom í Ijós að hann hafði áður verið viðriðinn tvo árekstra og flúið slysstað. Þeir ætla að kvarta í Kreml. Rauöakross- ■ deild Kópavogs heldur námskeiö í almennri skyndihjálp á næst- unni. Þaö fyrsta hefst mánudaginn 11. mars kl. 20.00. Þátttökugjald er kr. 600. Námsgögn innifal- in. Upplýsingar í síma 46626 og 41383. VIRÐISAUKA- SKATTUR — Kostir og gallar Félag íslenskra iönrekenda og Verslunarráð ís- lands efna til sameiginlegs kynningarfundar um viröisaukaskatt þriðjudaginn 5. mars nk. í Átt- hagasal Hótel Sögu. Dagskrá: 14.00—14.15 Mæting. 14.15— 14.30 Fundarsetning. Ragnar S. Halldórsson formaður VÍ. 14.30—15.15 Kynning á viröisaukaskatti. Árni Kolbeinsson, skrifstofustjóri fjármálaráöu- neytisins. 15.15— 16.00 Kostir og gallar virðisaukaskatts. Lýður Friöjónsson, fjármálastjóri. Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri. 16.00—17.30 Almennar umræður. Fundarslit. Fundarstjóri: Víglundur Þorsteinsson, formaöur FÍI. ^^FELAG ÍSLENSKRA '^RRÁÐ ■■■ IÐNREKENDA IV ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.