Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 75

Morgunblaðið - 03.03.1985, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 75 Breiðuvíkurhreppur: Tryggvi Ólafsson við tvö verka sinna á sýningunni. Tryggvi Ólafsson sýn- ir í Kaupmannahöfn Jóuihúsi. 20. febrúar. Fyrir nokkru var opnuð málverka- og klippimyndasýning Tryggva Olafssonar listmálara í Galerie Magstræde 18. Komu margir að opnun sýningarinnar, bæði fslend- ingar og Danir, enda Tryggvi löngu þekktur listmálari. Tryggvi hefur dvalist í Kaup- mannahöfn í mörg ár og verið hér búsettur, síðan hann lauk hér námi við Listaakademíuna 1966. Hann hefur haldið margar fjöl- sóttar einkasýningar í Reykjavík og Kaupmannahöfn, síðast í nóv.- des. 1983, og tekið þátt í hópsýn- ingum á öllum Norðurlöndum, Hollandi og Þýzkalandi. í fyrra keypti Carlsberg-sjóður- inn eina klippimynd Tryggva, en það þykir mikill heiður fyrir lista- menn, er verk þeirra eru valin af sjóðnum. Var myndin gefin félags- málastofnuninni Værkstedet í Soborg í október sl. og prýðir nú veggi hennar. Hreppsnefnd biður um lagfær- ingar á nýja grjótgarðinum Laugarbrekku í febrúar. TÍÐARFAR það sem af er þessum vetri hefur verið með eindæmum gott. Gkki man ég svo gott tíðarfar á þessum árstíma. Það hefur fylgst að hagviðri og hlýindi og snjólaust að heita má. Snjór kom hér fyrir áramót um mánaðamót nóvember-desember, en varði ekki lengi, og vegir voru alltaf færir bílum að heita mátti, enginn snjór hefur verið síðan á áramótum. leyndardómsfulla blæ, sem alltaf hefur verið yfir verkum hans. Það þarf innblástur, mikla umhugsun og ástundun til að sætta mynd- ræna uppbyggingu og meðfædda tilhneigingu til súrrealisma á svo sérstæðan hátt. Sýning Tryggva Ólafssonar stendur út febrúarmánuð G.L.Ásg. Þann 18. janúar var jörð algerlega klakalaus og grös far- in að lifna á túnum. Þann 19. gekk í vaxandi norð- anátt og kólnaði. Þann 21. var komið norðanrok og 8 stiga frost en alauð jörð og er svo ennþá. í kuldakastinu komst frost í 10 stig mest, klaki er nú kominn í jörð og er hann orðinn 8 tommu þykkur þar sem grafið var í jörð fyrir fáum dögum. Ein gæs kom hér í túnið hjá mér fyrir fáum dögum og hefur haldið sig á nýrækt í túninu. Heilsufar búpenings hefur verið fremur gott, nema á einum bæ hefur verið talsverð votheys- veiki, 16 kindur hafa veikst, en meirihlutann hefur tekist að lækna. Rúnar Gíslason héraðslæknir í Stykkishólmi, sem er okkar dýralæknir, hefur reynst mjög vel. Hann er dugmikill og samviskusamur dýralæknir og hefur mjög mikið að gera í starfi sínu. Ein trilla frá Arnarstapa fór á flot þann 10. febrúar, tveir menn voru á bátnum og fengu Kransai; kistuskreytingar BORGARBLÓMlÐ SKiPHOLTÍ 35 SÍMÍ 32213 þeir um 80 kg af ágætum fiski á færi. Þeir voru um þrjá tíma á sjó og fiskinn á grunnmiðum suður af Hellnanesi. Þetta er fyrsti róðurinn sem farinn er héðan á þessu ári. Bjarni Einarsson frá Hellis- sandi sem ég gat um í fréttum fyrir áramót, en hann keypti fiskverkunarhúsið á Arnarstapa á síðastliðnu ári, hefur ekki enn fengið að vita hvort hann fær Eyrina í Arnarstapa leigða, en hann sótti um hana snemma í haust. Bjarni ætlar að hefja fiskverkun í húsinu, en vantar íbúðarhúsnæði á staðnum. Von- andi rætist úr því bráðlega, að hann fái Eyrina, svo hann geti hafið fiskverkunina. Hafnarbætur á Arnarstapa sem ég hef áður getið um í frétt- um standa enn, ekki er vitað hvenær verkinu verður lokið en talsvert vantar af grjóti í garð- inn ennþá. Komið hefur upp óánægja hjá hreppsnefnd og hafnarnefnd með grjótgarðinn. Nefndamenn telja hann þrengja um of höfn- ina, að stefnan á garðinum sé ekki á þann veg, sem þeir hafi búist við. Hefur hreppsnefnd beðið um lagfæringu á þessu, en ekki er vitað hvað úr því verður. Bændur eru nú bjartsýnir á veðurblíðuna, þó að þeim sé þrengt á ýmsum sviðum. Óska ég svo öllum landsmönnum til sjávar og sveita góðs og gæfu- ríks árs. Finnbogi G. Lárusson Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteína._ Ifi S.HELGASON HF ISTEINSMHUA SKtMMOÆGI 4Ö SM 78677 Galerie Magstræde 18 er heldur þröngur rammi um stórar og skærlitar myndir Tryggva, en þar vill hann þó helst sýna. Segir hann túlkun sína lítið breytast og vart, síðan hann hætti við abstrakt- málun. Myndirnar eru flestar unnar á sl. ári, en þó eru tvær þeirra frá 1983. Listgagnrýnandi Politiken, Pierre Lúbecker, hrósar í gær sýn- ingu Tryggva og segir m.a.: Það hefur ekki orðið mikil breyting í myndum Tryggva Ólafssonar, en það er eftirtektarvert og mjög jákvætt, að hann hefur hreinsað myndmál sitt, þannig að það hefur næstum fengið sígildan skýrleik í beztu myndum hans, án þess það minnki á nokkurn hátt hinn Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöö við Hagkaup, sími 82895. VIÐ LEGGJUM SPILIN ÁBORÐIÐ ÞÚ HEFUR LÆRT NÝJA SÍMANÚMERIÐ OKKAR ENDA EINS GOTT- ÞAÐ ER EKKI KOMIÐ í SÍMASKRÁNA TKYGGING HPs"7'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.