Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 76

Morgunblaðið - 03.03.1985, Síða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Norður-Kórea: Kafbátur fórst meö allri áhöfn WashinKton, 28. febníar. AP. Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að kafbátur frá Norður-Kóreu hafi farist með allri áhöfn í síðustu viku á 100 metra dýpi undan strönd- um N-Kóreu. Af hálfu Pentagon og leyniþjónustunnar er varist allra frétta um atvikið. Samkvæmt skipa- bók Jane's eiga Norður-Kóreumenn 19 gamla kafbáta, 15 kínverska kaf- báta af Rómeó-gerð og fjóra sovézka af Whiskey-gerð, en báðar tegund- irnar hafa jafnan um 54 manna áhöfn. Heimildarmaður úr varnar- málaráðuneytinu, sem aðeins féllst á að veita upplýsingar gegn nafnleynd, segir kafbátinn hafa sokkið 20. febrúar sl. Skip frá Norður-Kóreu og Sovétríkjunum hefðu reynt að ná honum upp. Enginn von væri til að áhöfnin væri á lífi þar sem Norður-Kóreu- menn ættu ekki kjarnorkukafbáta og díselkafbátar hefðu ekki nægt súrefni til svo langrar dvalar neð- ansjávar. Talsmaður Pentagon neitaði að svara spurningum um þetta atvik og heimildarmaðurinn kvaðst ekki geta skýrt frá tegund kafbátsins eða fjölda áhafnarmanna. Reynst hefur ókleift að fá embættismenn í Suður-Kóreu til að staðfesta fréttina um kafbátinn, og her- málasérfræðingur kóreska sendi- ráðsins í Washington kvaðst ekki geta rætt um atburðinn þar sem hann hefði engin fyrirmæli fengið þar að lútandi frá stjórnvöldum í Seoul. Sýning um arkitektúr í ÁSMUNDARSAL við Freyju- götu stendur þessa dagana yfir sýning, sem ber nafnið Árchitect- ure and Renewal in USA. Sýning- in fjallar, eins og nafnið bendir til, um arkitektúr og endurbætur gamalla bæjarhluta. Lýst er í máli og myndum nokkrum viðfangsefn- umn arkitekta i Bandaríkjunum, m.a. endurskipulagningu íbúða- hverfa í miðborgum, breytingu verslunarhverfis í íbúðahverfi, göngugötur, breytingu gamals húss í tónlistarhöli o.fl. Sýningin var sett saman um mitt ár 1983 og hefur áður farið til Póllands, V-Þýskalands, Tyrk- lands, Kýpur og Grikklands. Sýningin er opin frá 2.—14. mars virka daga frá kl 10.00 til 21.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 21.00. Grænland: Verkfalli hjúkrunar- fólks afstýrt Kaupmannahöfn, 27. febrúar. Frá Grænlandæ fréttaritara MorgunblatVsin.s, Nils J. Rruun. TEKIZT hefur að koma í veg fyrir vinnudeilur innan grænlenzku heil- brigðisþjónustunnar. Náðist sam- komulag á síðustu stundu milli hins opinbera annars vegar, það er lands- stjórnarinnar og stjórnar sveitarfé- laganna, og svo samtaka starfs- manna heilbrigðisþjónustunnar hins vegar. Samið var um launahækkun upp á 2 lA% en krafizt hafði verið 3% hækkunar, eins og opinberir starfsmenn höfðu fengið. Hið opinbera hafði komið með tilboð upp á 2%, þannig að með sam- komulaginu var mætzt á miðri leið. Líbýumanni sýnt tilræði í Vínarborg Vjnarborg, 28. febrúar. AP. EZZEDDIN Ghadamsi, fyrrum scndiherra Líbýu í Austurríki og andstæðingur Khadafys Líbýuleið- toga, var særður skotsári fyrir utan heimili sitt í 19. hverfi Vínarborgar í kvöld. Skotið var á Ghadamsi úr bif- reið á ferð og hæfðu hann tvær kúlur, en fjögur tóm skothylki fundust á árásarstaðnum. Var honum ekið í skyndingu á nær- liggjandi sjúkrahús, þar sem gerð var skurðaðgerð til að fjarlægja kúlurnar úr kviðarholi. Er hann lífshættulega særður. TEPPABÚÐIN ER FLUTT AÐ SUÐURLANDSBRAUT 26 Stózt og rúmgott húsnœði gerir okkur kleiít að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjón- ustu en áður. Áhersla verður lögð á að hafa á boðstólum teppi sem henta öllum, hvað varðar verð og gœði. Milliliðalaus innflutn- ingur, persónuleg ráðgjöf og góð þjónusta tryggja hagstœð kaup.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.