Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 4
4_______________________________________MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Könnun á þekkingu og viðhorfi almennings til sjávarútvegs: 6,3 % telja sig hafa þekkinguna úr skólum - Því lengur, sem fólk er í skóla, þeim mun minna veit það um sjávarútveg, segir Dagbjartur Einarsson, stjórnarformaður SÍF „ÞAÐ ER Ijóst, að skólakerfið hefur brugrtizt hlutverki sínu hvað varðar frKðslu um sjávarútveginn. Því leng- ur, sem fólk er í skóla, þeim mun minna veit það um sjávarútveg. Ég efast um, að fólk geri sér nokkra grein fyrir því hve mikilvsgur sjáv- arútvegurinn er fyrir okkur, hvort það skipti máli hvort við veiðum 200.000 lestir eða 400.000 af þorski á ári. Á sama tíma og sjávarafli og verðmæti hans dragast saman heimtar fólk meiri laun eins og það skipti engu máli hverju sjávarútveg- urinn skili.“ Þetta voru orð Dagbjarts Ein- arssonar, stjórnarformanns SÍF, er kynntar voru niðurstöður úr könnun Hagvangs á viðhorfum al- mennings til sjávarútvegs á ís- landi. Meðal niðurstaðna könnun- arinnar eru þær, að einungis 6,3% aðspurðra telja sig hafa þekkingu á sjávarútvegi úr skólum. 35,6% telja sig hafa þá þekkingu úr fjöl- miðlum, 33,2% úr starfi eða af reynslu, og 22,4% telja sig hafa hana frá fjölskyldu eða vinum. Frá viðskiptaþingi Verzlunarráðs Islands. Það voru SlF, SH, Sjávaraf- urðadeild Sambandsins og LÍÚ, sem létu gera könnun þessa og kom fram ánægja hjá forráða- mönnum þessara aðilja með niðurstöðuna. Töldu þeir hana sýna, að fólk hefði verulega þekk- ingu á sjávarútvegi og gerði sér grein fyrir því, að hann væri undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar. Þeir hefðu talið viðhorf al- mennings neikvæðari en fram hefði komið í könnuninni. Meðal niðurstaðna könnunar- innar er athyglivert, að fólk telur sjávarútveginn undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinnar, en jafn- framt telja 35% að hann sé ríkis- styrktur. 53% töldu að fyrirtæki í sjávarútvegi væru álíka vel rekin og fyrirtæki í öðrum atvinnu- greinum, 6% töldu þau betur rekin en 26% verr rekin. Tæp 28% að- spurðra töldu að fiskvinnslufyrir- tæki ætti að „fara á hausinn", væri það komið í greiðsluþrot og 17,2% tóku undir það sjónarmið, væri gengið út frá lélegri stjórnun þess. Hins vegar töldu 41% að koma ætti fyrirtækinu til hjálpar, þótt ekki væri nema tímabundið. Væri á hinn bóginn um að ræða fyrirtæki, sem héldi uppi atvinnu í viðkomandi byggðarlagi, vildu 49% koma því til hjálpar en 19% láta það „fara á hausinn”. Rúm- lega tveir þriðju hlutar íslend- inga, samkvæmt könnuninni, telja að vel og sæmilega sé staðið að sölu sjávarafurða. Þá telur fjöldi aðspurðra að fiskvinnslufyrirtæki séu almennt betur rekin en út- gerðarfy ri rtæki. Samkvæmt könnuninni telur þriðjungur landsmanna ástæður gengisfellinga á íslandi slæma stjórnun efnahagsmála. Rúm 14% nefndu kauphækkanir, sami fjöldi taldi eyðslu um efni fram ástæð- una, en 10% nefndu rekstrarerfið- leika í sjávarútvegi. í könnuninni kemur ennfremur fram, að yfir 90% þjóðarinnar borða fisk að minnsta kosti tvisv- ar í viku hverri, 35% borða hann þrisvar í viku og 13% nær daglega. Verulegur munur er þó á fisk- neyzlu eftir landshlutum. í sjávar- plássum borða 44% fisk fjórum sinnum í viku eða oftar, en 26% á höfðuborgarsvæðinu. Ennfremur er fiskneyzla yngri kynslóðanna minni en þeirra eldri. Breytingar á sjóðakerfí og þróunarfélag: Ríkisforsjárkerfi í nýjum umbúðum - sagði Hörður Sigurgestsson á viðskiptaþingi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gyllenhammar á fundi með blaðamönnum f gærdag, isamt forstjóra Veltis, Ásgeiri Gunnarssyni. Pehr G. Gyllenhammar um orsakir minni hag- vaxtar í Evrópu en í Bandaríkjunum og Japan: Verndarstefna og aðgangur að minni mörkuðum „MJÖG fáar hugmyndir sem hafa breytt gengi fyrirUekis eða gangi ver- aldarsögunnar hafa verið skynsam- legar í þeim skilningi að þær hafi verið byggðar á útreikningi. Bestu hugmyndirnar eru mjög oft þær hugmyndir, sem hafa verið litnar hornauga sem brjálæðislegar, á þeim tíma sem þær komu fram,“ sagði Pehr G. Gyllenhammar, forstjóri V olvo-fy rirtækjasamstey punnar, meðal annars í ávarpi sínu í gær á viðskiptaþingi, þar sem hann fjallaði um framtíð Evrópu, en hann var sér- stakur gestur þingsins. Gyllenhammar kom til landsins f fyrradag. í gær átti hann fund með forsætisráðherra, snæddi há- degisverð á Bessastöðum í boði for- seta Islands og flutti auk ræðunn- ar á viðskiptaþingi ræðu í hátíða- sal Háskóla Islands i boði við- skiptadeildar. Þá átti hann einnig fund með blaðamönnum, þar sem hann sagði meðal annars er hann var inntur eftir skýringum á minni hagvexti undanfarinn áratug f Evrópu en í Japan og Bandarikjunum, hvort þar gæti komið til sterkari verka- lýðshreyfing í Evrópu. „Ég tel að fyrir þvf megi nefna nokkrar ástæður. Það eru ekki verkalýðs- félögin sem slík, heldur reglur um meðferð mála sem lúta að verka- lýðs- og vinnumarkaði, verslun og lög sem ákveða frelsi einstaklinga, sem gera ríkjum Evrópu erfitt um vik að ná viðlíka hagvexti og gerist í Ameríku og í Japan. Þetta gerir kerfið ósveigjanlegt og er iðnþróun andstætt." Gyllenhammar sagði að sú verndarstefna sem hefði sprott- ið upp í verslun f Evrópu í fram- haldi af olfuverðshækkuninni 1973 væri hemill á frekari þróun og þrátt fyrir sterka stöðu Evrópu í tæknilegum efnum væri hætta á að sú staða tapaðist vegna aðgangs Bandaríkjanna og Japans að stærri mörkuðum. Nauðsynlegt væri að draga úr hömlum á sam- skipti ríkja innan Evrópu og bæta þau í víðasta skilningi, hvað snert- ir samgöngur, fjarskipti, fjár- magnstilfærslur og annað. Gyllenhammar sagði í ræðu sinni á viðskiptaþingi verndar- stefnuna ekki vera runna undan rifjum stjórnmálamanna, heldur komna frá atvinnurekendum og launþegum sameiginlega, sem hefðu óskað eftir henni við stjórn- málamennina. Það væri hins vegar þannig að opin samkeppni væri það eina sem gæti snúið þeirri þróun við sem rfki Evrópu horfðust nú í augu við og það væri verkefni stjórnmálamannanna að gera kerf- ið þannig úr garði, að það hindraði ekki framþróun, heldur stuðlaði að henni. Nefndi hann að frá árinu 1979, á meðan hagvöxtur í Japan hefði aukist um 25% og í Banda- rfkjunum um 15%, hefði hagvðxt- urinn í Evrópu verið 8%. Benti hann á að fastakostnaður i Evrópu væri um 50% á móti 35% í Banda- rfkjunum og Japan. I lok ræðu sinnar sagði Gyllen- hammar að það væri staðreynd um mannlegt eðli að fólki fyndist mjög óþægilegt að verða að leita breyt- inga eða umskipta á högum sfnum, það væri þó mjög þroskandi, í því fælist þróunin og það skipti oft meira máli en velgengni. Þvf væru þeir erfiðleikatfmar sem rlki Evr- ópu stæðu frammi fyrir í dag ekki bara vandamál, þeir væru einnig tækifæri og minntu hann á að kfnverska táknið fyrir umskipti væri einnig táknið fyrir vonina. Sjálfstæðiskonur styðja Tarkovskí-hjónin HÖRÐUR Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, sagði í ræðu á viðskiptaþingi Verzlunarráðs ís- lands I gær, að ekki væri laust við, að með hugmyndum um „nýskipan" fjárfestingarlánasjóða og „öfluga og sjálfstæða“ Byggðastofnun og svo- nefnt þróunarfélag væri verið að pakka ríkisforsjárkerfínu í nýjar umbúðir. Forstjóri Eimskipafélagsins sagði, að víða væri mönnum ljóst, að minnkandi ríkisafskipti og auk- ið frelsi í atvinnurekstri væru undirstaða hagvaxtar og fram- Yfirlýsing frá starfs- fólki Útsýnar Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfírlýsing frá starfsfólki Ferðaskrifstofunnar Útsýnar. „Vegna viðtals við Ingibjörgu Guðmundsdóttur í síðasta tbl. Helgarpóstsins óskar starfsfólk á Ferðaskrifstofu Útsýnar að koma eftirfarandi athugasemd á fram- færi. Okkur þykir það leitt, að Ingi- björg Guðmundsdóttir skuli hafa fundið hjá sér þörf til að opinbera vandamál sin i fjölmiðlum, er til urðu af litlu tilefni, i nokkurra mánaða starfi hennar hjá Ferða- skrifstofunni Útsýn. I umræddu viðtali koma fram skoðanir, sem við getum með engu móti tekið undir. Það viðhorf til vinnuveitanda og skortur á sjálfsvirðingu, sem Ingibjörg læt- ur í skína, teljum við, að ekki sé ríkjandi á Ferðaskrifstofunni Út- sýn. Það er umfram allt álit okkar, að ferðaþjónusta sé vandasamt og ábyrgðarmikið starf, sem vinna verði með alúð og eljusemi. Áskoranir og yfirlýsingar henn- ar, bæði í garð okkar og vinnuveit- anda, eru því bæði ódrengilegar og ómaklegar." fara. Hér á landi hefði örlað á þróun í þessa átt á allra síðustu árum. Hörður Sigurgestsson sagði f ræðu sinni, að Islendingar ynnu meirihluta ársins til þess að standa undir opinberum rekstri. Árið 1979 hefði skattheimtan numið 45% vergra þjóðartekna. Árið 1982 hefði þetta hlutfall orð- ið 50%. Ríkisforsjána mætti einn- ig skoða frá öðrum sjónarhóli, þar sem % hlutar erlendra skulda þjóðarbúsins væru lán tekin af hinu opinbera til að kosta útgjöld ríkissjóðs, ríkisstofnana, ríkisfyr- irtækja og bæjar- og sveitarfé- laga. Þá sagði Hörður Sigur- gestsson, að samfellt tímabil hag- vaxtar frá stríðslokum hefði skip- að okkur á bekk með tekjuhæstu þjóðum heims, en við hefðum sofnað á verðinum og ekki gætt sem skyldi að undirstöðum áfram- haldandi hagvaxtar. Þess vegna hefði slegið í bakseglin, ríkis- forsjáin hefði farið vaxandi og kerfin hefðu keyrt okkur í dróma. Loks sagði forstjóri Eimskipafé- lagsins, að við yrðum að endur- nýja vöxt í hefðbundnum atvinnu- greinum og hefja nýsköpun, sem ýmist myndi spretta af meiði hefðbundinna atvinnugreina eða byggja á nýjum grunni. Morgunblaðið: Innheimtu- hefti tapaðist EINN af blaóbenim Morgunblaðs- ins tapaði innheimtuhefti, er hann var á leið á skrifstofu blaðsins til að skila innheimtupeningum. Leið hans lá frá Leifsgötu og niður Barónsstig er hann tapaði heftinu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Morgunblaðsins og er fundarlaunum heitið. Sjálfstæðiskonur fagna því frum- kvæði sem nokkrar konur hafa sýnt er þær ákváðu að gangast fyrir undir- skriftasöfnun til stuðnings því, að hinn 14 ára sonur sovésku hjónanna Lari.su og Andreis Tarkovskí fái að fara til foreldra sinna. Við fordæmum hið grimmúðuga sovéska kerfi er aðskilur fjölskyldu- meðlimi með þessum hætti, þrátt fyrir undirritun ýmissa sáttmála er kveða á um hið gagnstæða. Við hvetjum því íslenskar mæður til stuðnings við baráttu þeirra hjóna með því að skrifa undir áskorun til Gorbatsjof, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins. Undirskrifta- listar liggja m.a. frammi 1 Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavlk. - (FrétUtilkjmniiig frá Undtt- nmUadi SjálfHtjeðiskvenn..)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.