Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Opið bréf til Baldurs Her- mannssonar eðlisfræðings — eftir Árna Gunnarsson Komdu sæll. Afsökun mín fyrir þessu bréfi er sú að fyrir skemmstu rakst ég á tvær greinar eftir þig í DV með stuttu millibili. Þessar greinar vöktu athygli mína svo sem til mun hafa verið ætlast, enda ritað- ar á óvenju góðu máli. Boðskapur umræddra greina var heldur ekki hversdagslegur og játa ég það, að lengi var ég í vafa um hvort tilgangurinn væri ekki bara sá að rugla lesendur í ríminu, með því að gefa þeim kost á að meta hvort ályktanir höfundar væru settar fram í alvöru eða mótsögn við raunverulega skoðun. Nú er það svo, að mér fellur að jafnaði betur við þá, sem setja skoðanir sínar fram með dálítið öfgakenndum hætti, en hina, sem gæta slíkrar varkárni, að hafa fyrirvara með hverri ályktun, og biðja nánast lesendur sína eða áheyrendur afsökunar á því að hún kunni að fara í bága við skoð- anir þeirra og geti jafnvel verið röng. Svoleiðis málflutningur er ekki líklegur til að vekja athygli né umræðu. Aftur á móti verður málflutn- ingur ævinlega að hafa rökrænan undirtón og vera settur þannig fram, að hann veki ekki spurningu um það, hvort höfundur sé drukk- inn eða bandvitlaus. Eftir að hafa síðan hlýtt á er- indi þitt „IJm daginn og veginn“ taldi ég mig nokkuð öruggan um að þú hafir ætlast til að mark væri tekið á þér og vott um víndrykkju fékk ég ekki merkt á mæli þínu. Á það ber einnig að líta, að þær hagspekikenningar, sem þú túlkar af svo grunnfærnislegu ofurkappi, eru alls ekki nýjar af nálinni og engan veginn fæddar í þinni hugmyndasmiðju, þótt þaðan komi þær í óvenju sjúklegri mynd. Ég er á þeim aldri, að ég man nokkuð til þeirra athafna- og hug- sjónamanna, sem börðust hvað harðast fyrir bættum lífskjörum þjóðarinnar. Brutust gegn tor- tryggni og íhaldssemi og vörðuðu leiðina til framfara og umbóta, með tækni, menntun og bjartsýni að leiðarljósi. Slóð þessara manna hefir myndað harðspora, sem ekki munu hverfa meðan enn er saga af íslenskri þjóð. Mín kynslóð og þó fremur sú næsta á undan hefir fengið til þess tækifæri að taka mið af meiri breidd í lifskjörum en nokkur önnur, og gera sér á þeim grundvelli hlutlausa grein fyrir áhrifum þróunar í tækni og menntun á lífskjör fólks og lífs- hamingju. Venjulegt og reyndar hefðbundið mat fólks á lífskjörum hefir um skeið byggst á heldur þröngri viðmiðun, sem tekur til möguleika á öflun fjármuna og tækifærum til að eyða þeim i neyslu á sem breiðustum grund- velli og skemmstum tíma, ásamt helst ótakmörkuðu frelsi til tján- ingar og athafna. Þetta hygg ég að séu í stuttu máli þeir þættir eða viðmiðunar- punktar, sem hafðir eru að leiðar- Ijósi þegar lífskjör fólks eru mæld og vegin, og greinilegt er að þessi hefðbundna viðmiðun fellur vel að þínum lífsskilningi. Á þeim hraða tíma tæknibyltingar, sem gengið hefir undanfarna áratugi, gengur enn og fer vaxandi, hafa neyslu- venjur fólks og heilla þjóða breyst jafnhratt því. Er ofneysia, með sínum samfélagslegu upplausnar- og hrörnunareinkennum, orðin al- varlegra áhyggjuefni nú en skort- urinn i sínum ýmsu myndum áður. Þetta sáu brautryðjendurnir ekki fyrir, og vafasamt að þeir hefðu lagt trúnað á spár um það að hin jákvæða þróun, sem þeir grund- völluðu með lífsstarfi sínu, ætti eftir að snúast upp í andhverfu sina með jafn skjótum og áþreif- anlegum hætti og raun ber vitni. Þá hygg ég að mál sé að skoða tillögur þínar og ályktanir um ís- lensk efnahags- og búsetumál. í þröngri samantekt er þetta hrá og öfgafull útfærsla á borgríkis- draumum markaðs- og frjáls- „Mér fínnst reglulega sárt til þess aö vita, að maöur, sem þrátt fyrir býsna langa skóla- menntun, skrifar og tal- ar jafngott mál eins og þú gerir, skuli túlka jafnbrenglaöan þjóöern- isskilning og raun ber vitni.“ hyggjupostula Stór-Reykjavíkur, sem láðst hefir, eða mistekist, að færa erlenda menntun sína og utanaðlærðar alhæfiskennisetn- ingar til íslenskra aðstæðna. Slík- ir menn eru sjálfkrafa dæmdir til þess voðalega hlutverks að verða óhappamenn með þjóð sinni hafi þeir ekki vit til þess að þegja um misskilninginn, því ævinlega finn- ast einhverjir gapuxar til að trúa því, sem stutt er akademískum próftáknum. Að baki liggur svo einatt sú fáfengilega hreppapóli- tík sem lengi hefir þróast á þessu svæði, sem að mati jarðfræðinga felur eina mestu eldvirkni á Is- landi undir fótum þriðjungs þjóð- arinnar. Ég minnist nokkurra atvika frá næstliðnum áratugum, þegar skólarútur úr Reykjavík komu I kynningar- og skoðunarferðir út á land. Ungmenni þessi stormuðu I hóp- um um viðkomandi pláss með há- vaða og steigurlæti og leituðu uppi hópa jafnaldra sinna, sem höfðu safnast saman til að berja augum þessa töfrum ljómuðu fulltrúa há- menningarinnar. Kynning þessara hópa fór ævin- lega fram á einn veg: Aðkomu- hópurinn sló hring utan um heimamenn og fyrirliðinn hóf niðurlægingarárásina, oftast með spurningu á þessa leið: „Gvaru mörg bíó énní pleisinu?" Heima- krakkarnir horfðu hvert á annað með ódulinni skelfingu, þar til eitthvert þeirra stundi því upp að hér væri bara eitt bíó, en flýtti sér að bæta því við að það væri sýnt tvisvar í viku. Fyrirliði gestanna sneri sér með vandlega útfærðum undrunar- og fyrirlitningarsvip að sínu fólki, sem söng nú í vel þjálf- uðum kón „Vá ma’r, en drullu pleis ma’r. En sgída pleis ma’r,“ Nokkrar svipaðar spurningar í viðbót með hliðstæðum svörum innsigluðu svo algeran sigur árás- arhersins og fullkomna uppgjöf innfæddra. Við, sem eldri vorum, brostum auðvitað að þessu og töldum þetta bera vott um eðlilegan þroska þessa aldurshóps, samfara því þroskaleysi, sem auðvitað fylgir sama aldursskeiði. Auk þess, að börn eru undir vissum kringum- stæðum miskunnarlausasta fólk samfélagsins. Þess skal getið, að mjög hefir dregið úr þessum uppákomum á síðari árum, og taldi ég í einfeldni minni að þær, og sá skilningur, sem á bak við lá, væri farinn að heyra til fortíðinni. Málflutningur þinn, Baldur minn, að undanförnu og skilningur þinn á búsetu þjóð- arinnar í þessu landi hefir hins- vegar sannfært mig um hið gagn- stæða, ásamt þeim fornu sannind- um að aldur og þroski fara ekki ævinlega saman. En öllu alvar- legra er þó hitt, þegar háskóla- menntað fólk fær útrás í ríkisfjöl- miðlum með ávörp til þjóðarinnar, þar sem fólkinu úti á landsbyggð- inni utan Reykjavikur eru valin háðuleg og niðurlægjandi orð eins og: „annesjalýður, afdalafólk*. „Átthagarembingur þessa fólks stendur menningu þess og þjóðar- innar allrar fyrir þrifum, ber vitsmuni þess ofurliði og verkar eins og forheimskandi gröftur í mannssálinni." Þú talar um öfund okkar íslend- inga í garð annarra þjóða. Ekki kannast ég við að hafa orðið var við hana, nema í fáum og afmörk- uðum undantekningartilfellum, eins og þegar þú ferð fram á að íbúar dreifbýlisins verði fluttir til Reykjavíkur til þess að fá tæki- færi á að búa við „útlend lífskjör*. Þennan draum þinn, ásamt þeirri „dásamlegu reynslu, að upplifa þenslu Stór-Reykjavíkursvæðisins eins og fagnaðarerindið, í því sendiráði heimsmenningarinnar", þar sem „menning nútímans blómstrar“, hygg ég að þú fáir að eiga í friði fyrir okkur flestum hér úti á landsbyggðinni. Og fyrir mitt leyti a.m.k. segi ég eins og góður maður forðum að gefnu tilefni: „Þetta er þinn draumur en ekki minn.“ Og þér er örugglega óhætt að trúa því að landlæg öfund í garð annarra þjóða er ekki orsök viðhorfs okkar Islendinga almennt í garð „svissn- eskra vildarvina okkar". Hugljómun þín vegna háþróaðs iðnaðar Svía, m.a. á sviði vígvéla, er næsta athyglisverð, að ógleymdri þeirri spaklegu ályktun að Svíar séu „merkilegri þjóð en fslendingar". Þú ert svosem með það á hreinu að „engin þjóð hafi auðgast til lengdar á sjávarútvegi, landbúnaði og byggðastefnu". Ennfremur að það sé „fáránlegt að reisa vinnslustöðvar I grennd við fiskimið með hagkvæmnisjónar- mið í huga“. Já, þekkingarsvið þitt er hvorki þröngt né þokukennt, og ekki að undra þótt Ríkisútvarpið hafi talið sér feng í því að fá að birta boðskapinn. Það er þó a.m.k. heiðarleg tilraun til að vekja þjóð- ina upp úr sinni forheimskandi „torfkofarómantík“. En víkjum nú nokkuð að draum- um þínum um Reykjavíkur-ísland og dásamlega upplifun útlendra lífskjara. Mín trú er, að þessir draumar séu fyrirfram dæmdir frá öllum möguleikum til að ræt- ast vegna þess, að þeir flokkast undir viðleitni til þeirrar athafn- ar, sem á sínum tima var nefndur dansinn kringum gullkálfinn, en er ekki framkvæmanleg í dag fyrir þá sök, að títtnefndur kálfur er ekki fyrir hendi lengur, greyskinn- ið atarna. Eins fór með þann gullklyfjaða asna, sem á sinni tið var leiddur inn í Landnám Ingólfs við Faxaflóa af útlendum vildar- vinum okkar. Hann er nefnilega dauður núna asnaræfillinn, Bald- ur minn. Steindauður. Það er al- veg fjallgrimm vissa fyrir því. Og þó að glöggir aðkomumenn telji sig sjá afkomendur hans á ráfi um föðurleifð sína er að því lítil huggun, þvi klyfjar þeirra eru önnur gildi og fánýtari. Það hefir lengi vakið furðu mína, hversu margir sjálfskipaðir hagspekingar hafa fundið hjá sér hvöt til að reyna að koma á einhverskonar stjórnun á búsetu þjóðarinnar. Hins minnist ég ekki, að hafa séð né heyrt þessa menn skýra frá því hvemig þeir hugsi sér að láta þessa „þjóðflutninga" eða búsetu- tilfærslu fara fram. En þrátt fyrir það, að ég hefi hvorki aflað mér þekkingar á sviðum viðskipta- og hagfræðivísinda, né heyrt á orði haft að ég væri gæddur meðfædd- um hæfileikum á þeim sviðum umfram aðra menn, tel ég mig koma auga á nokkur atriði, sem ráða þurfi til fullnustu samhliða því stórbrotna viðfangsefni: 1. Breyta þarf stjórnarskránni og stofna her eða lögreglurfki, sem heimilar nauðungarflutninga á LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AD VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓTHF UTVEGSMENN —VERZLANIR—VERKTAKAR - EINSTAKLINGAR Einstakt vöruúrval á einum staö. PotyfiUa FYLLIEFNI HVERFISTEINAR I KASSA OO LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR NU EINNIGI FULLKOMIN MÁLNING- ARÞJÓNUSTA ALUR LITIR OG ÁFERÐIR Á VEGGI, GÓLF, GLUGGA, VINNUVÉLAR OG SKIP. SKRUFSTYKKI ALLAR ST/ERDIR MJÖG GOTT VERÐ VEIÐARFÆRI - ÚTGERÐARVÖRUR - VÉLAÞÉTTINGAR - VERKFÆRI - MÁLNINGARVÖRUR - TJÖRUR BYGGINGAVÖRUR - SJÓFATNAÐUR - VINNUFATNAÐUR og ótal margt fleira. lÍMa-'liÍ Wl lua iilliiJ HF. Ánanaustum, Grandagaröi. Sími 28855. POlYSrR/PPA KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL GÚMMÍSKÓR, rnmaöir hUfoarfatnaour KULDAÚLPUR M/HETTU ÖRYGGISSKÓR • LOÐFÓÐRAÐIR SAMFESTINGAR ullar-nærfötin halda á FYRIR DÖMUR OG HERRA þér hita. KAPPKLÆÐNAÐUR STtLOTvlGS MARGAR GERDIR ullarnærfötin eru hlý og þægileg. Sterk, dökkblá aö lit og fást á alla fjöl- skylduna. SOKKAR MITTISÚLPUR (ULLAREFNI) ULLARPEYSUR ÍSL. ULLARNÆRFÖT — meö wr • tvöföldum SJÓFATNAÐUR fm REGNFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.