Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 23 það þannig að stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja eru kannski iðnaðarmenn, sérhæfðir á sínu handverksviði, en hafa ekki reynslu í stjórnunarstörfum og lítið sett sig inn í mikilvægi mark- aðsstarfseminnar. í slíkum tilfell- um getur samvinna Iðnþróunarfé- laga og þessara fyrirtækja komið að miklu gagni. Á fundinum var meðal annars rætt um hvernig auka mætti upp- lýsingastreymið og komu þar fram ýmsar tillögur, til dæmis að gefa staðbundnum ráðgjöfum, víðs veg- ar um Norðurlönd, kost á að hitt- ast og sækja námskeið hver hjá öðrum og koma á samskiptum á milli þeirra." Jón Unndórsson var að lokum spurður hvort einhver merkjan- legur árangur hefði orðið af starf- semi Iðnþróunarfélags Suðurnesja á þessu ári sem félagið hefur starfað, t.d. hvort einhver ný at- vinnufyrirtæki hefðu litið dagsins ljós fyrir tilstuðlan félagsins: „Ég er oft spurður að þessu og hef orðið var við að ákveðins mis- skilnings gætir varðandi starf- semi félagsins. Okkar hlutverk er ekki að standa í atvinnurekstri eða að taka að okkur stór verkefni í sjálfri framleiðslunni. Við eigum hins vegar að stuðla að bættum rekstri fyrirtæka og jafnvel stofn- un fyrirtækja ef svo ber undir. Menn leita til okkar tímabundið, t.d. um aðstoð með umsóknir úr sjóðakerfinu eða fá hjá okkur upp- lýsingar. Það getur því verið erfitt að meta hver okkar hlutur er í raun og veru. En ég get þó fullyrt að starfsemi félagsins hefur skilað árangri. Við þetta má bæta, að við höfum verið með námskeið, til dæmis um undirbúning að stofnun fyrirtækja, og um 40 manns hafa sótt þessi námskeið. Nokkrir þess- ara aðila hafa síðan farið út i rekstur. Hluti af þátttakendum var með rekstur fyrir og þeir töldu sig hafa gagn af þessum nám- skeiðum. Einnig hafa námskeiðin orðið til að forða mönnum frá að fara út í vafasaman rekstur og það er ekki síður mikilvægt," sagði Jón Unndórsson að lokum. Af athyglisverðustu málum þingsins í Reykjavík nefndi Ragn- ar efnahagssamvinnuna, norð- vestursjóðinn, landverndar- og skógræktarmál o. fl. Aðspurður sagði hann að kostnaður við rekst- ur Norðurlandaráðs, þ.e. skrifstof- ur ráðherranefndarinnar og menningarmálaskrifstofurnar, auk rannsóknastarfseminnar, næmi um 346 milljónum norskra króna á ári, eða sem svaraði fjór- um mjólkurlítrum á hvern íbúa. Kostnaði er skipt niður á þjóðirn- ar eftir mannfjölda. Um 50 manns starfa á vegum ráðherranefndar- innar í Osló en 45 í Kaupmanna- höfn. Þá starfa 30—35 manns á vegum Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi. Auk þess eru um 300 starfsmenn í hinum ýmsu stofn- unum sem reknar eru á vegum ráðsins. Ragnar Sohlman var í lokin spurður, hvort hann teldi norræna samvinnu geta haft áhrif á menn- ingu þjóðanna. Hann svaraði: „Ég er ekki sérfræðingur á því sviði, en ég tel að hver þjóð eigi að halda sinni menningu. En Norðurlanda- þjóðirnar þurfa á stuðningi hverr- ar annarrar að halda til að standa gegn áhrifum frá umheiminum, t.d. frá Bandaríkjunum." LITGREINING MEÐ CROSFIELD 5 40 LASER LYKILLINN AO VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF. Teiknaði Finnur O. Thorlacius Kveldúlfshúsin? GREIN um Kveldúlfshúsin gömlu í sunnudagsblaði vakti athygli og m.a. umræður um höfund bygginganna. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt kom að máli við blaðamann og benti á afskipti Finns O. Thorlacius bygg- ingameistara og síðar arkitekts af teikningu húsanna, eins og fram kemur í endurminningum Finns, „Smiður í fjórum löndum“. Þar segir Finnur m.a.: „Ég kom nú að máli við Jón Þorláksson verkfræðing, sem var mikill fram- faramaður í byggingarmálum og iðnaði. Hann bað mig um að vinna um sinn á teiknistofu hans og gerði ég það. Þá vann ég meðal annars að því að teikna Kveld- úlfshúsin við Skúlagötu og fékk ég þá eina krónu á tímann. Nokkru seinna ákvað Jón að reisa stórhýsi á lóð sinni við Bankastræti 11. Gerði hann sjálfur teikningarnar að því, en ég vann við þær með honum og spurði hann mig margs í því sambandi." Finnur teiknaði margar fegurstu byggingar í Reykjavík, svo sem Nýja bíó, Danska sendiráðið á Hverfisgötu 29, sem hann byggði líka, svo og Gróðrarstöðina við Laufásveg, o.fl. Gunnlaugur Halldórsson arki- tekt sá einnig teikningar af Kveld- úlfshúsunum hjá Finni Thorlaci- us. Hann kom heim til hans á ár- inu 1972 í þeim erindum að leita upplýsinga um teikningar af öðr- um húsum. Finnur opnaði þá skúffu, þar sem hann geymdi teikningar sínar, og þar lágu efst teikningar af Kveldúlfshúsunum. Um byggingarnar sjálfar sagði Gunnlaugur: „Kveldúlfshúsin eru merkilegar og menningarlegar hyggingar. Til að halda við þess- um menningarverðmætum mætti finna þeim allt annað hlutverk en hingað til, sem þá yrði verðugt hlutskipti fyrir þessar veglegu byggingar." í sunnudagsblaði var birt teikn- ing af húsunum frá 1914, þar sem Knut Zimsen skrifar á leyfi fyrir þeim. Fyrir handvömm var skorið neðan af myndinni og þar fór und- irskrift borgarstjórans. Þess má geta til viðbótar að undirgangur- inn undir Vatnsstíginn er þarna enn, sést móta fyrir opinu í hann í milliportinu. Og svo vel var til vandað að upprunalegt veggfóður í stigagangi upp á skrifstofurnar virðist vera þarna enn. PIOIMEER' Nýja línan’85 - Snganna X-A99 Kr. 63.900.- SA-950. 2x87 watta magnari. TX-950. Útvarp með FM stereo, AM-LW móttöku, ásamt töstu forvali CT-850. Tveggja mótora kassettutæki meö Dolby B og C suöminnkun. CB-989. Hátalarar 120 w hvor. PL-750. Beint dritinn, hálfsjálfvirkur og „quartz" læstur plötuspilari meö MC hljóödós. X-1500 Kr. 28.400.- PL-200. Beltadrifinn, hálfsjálvirkur plötuspilari. DC-100. Sambyggöur magnari (2x32 w) og kassettutæki meö Dolby B suöminnkunog metal stillingu. (35-15 kHz).Tx-100. Útvarp meö FM stereo, AM-LW móttöku. CS-100. 40 watta hátalarar, . __ __ _ „ „ SA-750 2x62 watta magnari. TX-950. Utvarp meö FM stereo, AM-LW ^^7 Kl* /1111 v móttöku ásamt föstu for vali fyrir allt aö 16 stöövar. „Quartz" læst meö * * * „digital tuning" stafrænni stillingu. CS-787. 80 watta hátalarar. Tveggja mótora kassettutæki með Dolby B suöminnkun og metal stillingu Beint drifinn quartz læstur plötu spilari X-A55 Kr. 38.300.- SA-550. 2x40 Watta magnari. Utvarp meö FM stereo, AM-LW móttöku. CT-350. Kassettutæki meö Dolby B suöminnkun og metal. Hálfsjálfvirkur og beltadrifinn plötuspiiari. CS-585. Hátalarar 60 W hvor. X-3500 Kr. 33.380.- DC-200. Sambyggður magnari (2x50 w) og kassettutæki meö Dolby B suöminnkunog Metal stillingu. „Digital" útvarp meö FM stereo, AM-LW móttöku og föstu forvali á 12 stöövum. PL-200. Beltadrifinn, hálfsjálfvirkur plötuspilari. HUOMBÆR HUOM-HEIM»US-SKRIfSTOfin€Kf HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.