Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 7 Engar efnislegar breyt- ingar í bréfi Steingríms - segir formaður samninganefndar ríkisins „SJÓNARMIÐIN sem koma fram í yfirlýsingu forsætisráð- herra breyta auóvitað engu, því þetta hafði allt komið fram áð- ur“, sagði Indriði H. Þorláks- son, formaður samninganefndar ríkisins, er hann var í gær inntur álits á afstöðu samninganefnd- arinnar eftir að Steingrímur Hermannsson hafði lýst því yfir, að taka skuli tillit til dagvinnu- launa við samanburð á kjörum ríkisstarfsmanna og manna með sambærilega menntun á al- mennum vinnumarkaði. „Bréf forsætisráðherra er út- skýring á því sem felst í sam- þykkt ríkisstjórnarinnar frá 12. mars og það kom fram á ríkis- stjórnarfundi á sunnudag, að í þessu bréfi Steingríms áttu ekki að felast neinar efnislegar breyt- ingar frá því sem fjármálaráð- herra hafði áður tjáð Launa- málaráði “, sagði Indriði. „Full- trúum kennara var gerð grein fyrir því á fundi með fjármála- ráðherra áður en þeir tóku þá ákvörðun að ganga aftur til starfa. Fjármálaráðherra sendi Launamálaráði bréf í dag þar sem þessi afstaða kemur skýrt í ljós.“ Indriði sagði ennfremur, að fjármálaráðherra hefði fallist á að skipuð yrði þriggja manna nefnd, sem vinna skuli að sam- anburði á dagvinnulaunum, líkt og Launamálaráð hafi stungið upp á. í nefndinni mun verða einn fulltrúi Launamálaráðs, Ber ekki fram kær- ur til refsiviðurlaga vegna fjarvista kenn- ara frá skyldustörfum - segir í bókun menntamálaráðherra á ríkisstjórnarfundi á sunnudag KENNARAR óskuöu eftir yfirtýsingu frá viókomandi ráðherrum og rikis- stjórninni um að öll ákæruefni vegna aðgerða Hins íslenska kennarafélags eða framhaldsskólakennara yrðu lát- in niður falla og tryggt yrði hvernig greiða skuli fyrir þá kennsluviðbót, sem fyrirsjáanleg er á önninni, svo Ijúka megi skólahaldi í vor. Varðandi hið síðarnefnda hefur verið ákveðið að kennarar fái alla yfirvinnu greidda sérstaklega, en hvað fyrra atriðið varðar lét menntamálaráð- herra bóka eftirfarandi á ríkisstjórn- arfundi á sunnudag: Á fundi í Hinu íslenska kennara- félagi í gær var samþykkt ályktun, sem væntanlega getur orðið til þess, að kennarar, sem ekki hafa kennt síðan 1. mars sl., komi til starfa á morgun. Fari svo, hef ég ákveðið að bera ekki fram kærur til refsiviðurlaga vegna fjarvista kenn- ara frá skyldustörfum frá 1. mars til dagsins í dag. Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að ég tel mjög mikilvægt fyrir nemendur, að kennsla verði ekki fyrir frekari truflunum, og vil ég fyrir mitt leyti stuðla að lausn þeirrar deilu, sem staðið hefur. Kagnhíldur Helgadóttir Ráðuneytið mun af fremsta megni leggja lið sitt til að unnt verði að Ijúka skólahaldi með eðli- legum hætti á þann veg, sem best þykir henta mismunandi aðstæð- um í hverjum skóla. Ráðuneytið hefur um skeið unnið að áætlunum um þetta efni í samráði við skóla- stjórana. Treystir ráðuneytið því, að mál þessi leysist farsællega í samstarfi við skólastjóra, kennara og nemendur." Túlkun forsætisráð- herra á samþykkt ríkisstjórnarinnar EINS OG komið hefur fram í fjöl- miðlum var það yfirlýsing Stein- gríms Hermannssonar, forsætis- ráöherra, sem varð til þess að kennarar ákváðu að snúa aftur til vinnu sinnar á mánudag. Fer hér á eftir bréf Steingríms til Stefáns tílafssonar, formanns Launamála- ráðs BHM, þar sem túlkun forsæt- isráðherra á samþykkt ríkisstjórn- arinnar frá 12. þessa mánaðar kemur í Ijós. „Þú spyrð hvernig ég skilji eft- irgreint atriði í samþykkt ríkis- stjórnarinnar: „Tilgangur slíkra kjararann- sókna yrði að tryggja eðlilegt samræmi í kjörum milli ríkis- starfsmanna og manna í sam- bærilegum störfum á hinum al- menna vinnumarkaði." Með tilvísun til síðari sam- þykkta ríkisstjórnarinnar, m.a. þess efnis að laun fyrir dagvinnu skuli lögð til grundvallar, sýnist mér, að ekki þurfi vafi á að leika. Yfirlýsingar ríkisstjórnarinn- Steingrímur Hermannsson ar ber að skilja svo að ætlunin er að tryggja ríkisstarfsmönnum sömu heildarkjör og menn hafa við sambærileg störf og ábyrgð, m.a. að dagvinnulaun verði hin sömu þegar borin eru saman laun, sem eru fyrir fulla dag- vinnu aðeins og tekið tillit til hlunninda hverskonar." Indriði H. Þorláksson einn frá ríkinu og einn oddamað- ur, sem Indriði sagði hugsanlega verða frá Hagstofu íslands. „Vinna þessarar nefndar hefur ekki áhrif á mat manna á samn- ingum fyrr en þeir eru næst laus- ir, sem yrði í febrúar 1986, nema tilefni verði til endurskoðunar fyrr,“ sagði Indriði H. Þorláks- son að lokum. Morgunblaöiö/Fridþjófur Frá athöfninni í Dómkirkjunni í ger, er séra Bjartmar Kristjánsson vat settur inn í prófastsembætti í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Á myndinni eru talif frá vinstri: Biskup íslands, berra Pétur Sigurgeirsson, séra Bjartmar Krist jánsson, séra Þórarinn Þór, séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, sér» tílafur Skúlason vígslubiskup og séra Sigmar Torfason. Nýr prófastur settur í embætti SÉRA Bjartmar Kristjánsson var í gær, þriðjudag, settur í embætti prófasts í Eyjafjarðarprófastsdæmi við athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavik. Árlegur fundur prófasta hófst í gær, þriðjudag, í Dómkirkjunni, er Biskup Islands, herra Pétur Sigur- geirsson setti séra Bjartmar Krist- jánsson inn í embætti prófasts Eyjafjarðarprófastsdæmi, en séra Bjartmar hefur verið sóknarprestur á Laugalandi um margra ára skeið. Séra Bjartmar Kristjánsson tekui við prófastsstöðu af séra Stefán Snævarr presti og prófasti á Dalvík. en hann hætti störfum síðastliðif vor fyrir aldurs sakir. ICIK'DAIUWAT Hin stórkostlega skemmtun með hin- um frábæru félögum í RÍÓ ásamt stórhljómsveit Gunnars Þóröarsonar verður í Broadway 3. apríl, skírdag 4. apríl og II í páskum. Páskaskemmtun í Broadway er kjör- in skemmtun fyrir alla. Ljúffengur þríréttaöur kvöldveröur framreiddur og dansaö aö lokinni skemmtun. Ath.: skírdag veröur húsiö opnaö kl. 18.00 fyrir matargesti. Tryggið ykk- ur miöa og borö tímanlega í síma 77500 daglega því síðustu páska seldist upp. Stórhljómsveit Gunnars ásamt Björgvin, Sverri og ÞuríÖi leika fyrir dansi. Ein allra besta danshljómsveit sem fram hefur komið í mörg ár. Verid velkomin vel klædd í BKCADWAy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.