Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 45 og ég skil ekki þá menn sem vilja slá höfði sínu við stein í þeim efn- um. Fullyrðing Júlíusar að ágóði af sjávarútvegi okkar fari í að halda uppi vonlausri byggðastefnu er mjög alvarleg tilraun til að skrumskæla staðreyndir, við erum í dag fyrst og síðast að fórna meg- inhluta ágóðans í að halda gang- andi í Reykjavík byggingum og menningarstarfsemi með stór- þjóðarsniði. Hvað kosta t.d. sinfóníu- hljómsveit, þjóðleikhús, háskóli, hús verslunarinnar, stórmarkaðir, já ótal stofnanir, ráð og nefndir — halda menn virkilega að pen- ingarnir verði til í leigubílum eða vaxi á trjám Hljómskálagarðsins eða Valhúsahæðar. Það er einfaldlega dýrt að vera íslendingur og setja þær kröfur sem Júlíus segir í sinni grein að fólk setji, „að eiga aðgang að fjöl- breyttu menningarlífi, leikhúsum, bióum, kaffi- og veitingahúsum, danshúsum, listasýningum og mörgu fleira". Sjálfsagt er þetta hárrétt hjá Júlíusi, en þeim sem setja þessar kröfur verður um leið að verða ljóst að þetta kostar mikið og þetta er ekki valkostur við hliðina á kosti á styrkingu frumatvinnu- greina heldur afrakstur af gengi þeirra. Það er með öðrum orðum ein- földun og skrumskæling að halda því fram að það sé óbyggðarstefna að halda núverandi fyrirkomulagi á byggð í landinu, því þjóðartekna er aflað í frumatvinnu í sjávarút- vegi og landbúnaði um landið allt. Rök um að menningarleg verð- mæti sé aðeins að finna í Reykja- vík eru della á heimsmælikvarða, en það er hinsvegar rétt að þar er að finna „dýrasta" menningarlíf á íslandi. Röksemdarfrærsla Júlíusar Sól- nes um að þrátt fyrir að sjávarút- vegur muni aukast og rífandi at- vinna yrði í öllum fiskvinnsluhús- um úti á landi myndi það engu breyta, er hjákátleg, það er og hef- ur verið rífandi atvinna. Hann segir að störf í fiskvinnslu séu dæmigerð láglaunastörf og ekkert bendi til að það muni lagast, þau séu ekki eftirsóknarverð heldur starfsins vegna og ekki líkleg til að halda fólkinu heima. Þvert á móti hljóti þéttbýlið að lokka fólk til sín í þjónustu og iðnað þar sem störfin séu betur borguð. Stórt orð Hákot, hvað skal halda með slíka röksemdafærslu, ætlar maðurinn ekki að íslend- ingar lifi fyrst og síðast á sjávar- 4. íbúar í eldri hverfum vilja geta treyst á að skipulag hverfa þeirra haldist óbreytt. Þeir vilja hafa sem mesta frið og ró f hverfum sínum gagnstætt þeim látum og moldroki sem nýbyggingar kalla á. Þær ljótu ásakanir höfum við heyrt í okkar garð að við hefðum á móti fjölfötluðum börnum. Erfitt er að skilja þann hugsanagang sem býr að baki svona ásakana en við teljum okkur ekki síður vera að vinna að hagsmunum barn- anna. Því staðsetning þessi hefur ollið ugg og undrun þeirra sem þekkja til staðhátta. 1. Staðsetning fast upp við hraðbraut með þeim eiturgufum og hávaða sem þeim fylgir hlýtur alltaf að vera óæskileg öllum mönnum að ógleymdri þeirri slysahættu sem óhjákvæmilega fylgir slíkri staðsetningu. íbúar hér í kring hafa haft þá ógnvæn- legu reynslu að vera vitni að ferð- um hjólastólafólks frá Hátúni 12 aleinu á hraðbrautinni oft og mörgum sinnum. Ef til vill er hættan minni á þessum stað þótt nær hraðbrautinni sé því varla er gert ráð fyrir mikilli útiveru fólksins í þvf eilífa roki sem næðir þarna um beint af hafi með mikl- um saltaustri. Ekki er fólkinu heldur ætlað út- sýni því f tilraun til að verja það fyrir hávaða hraðbrautarinnar á að múra það að hluta til inni með moldarbing sem hætt er við að verði heldur ekki fegurðarauki fyrir aðra íbúa hverfisins. útvegi áfram. Hverjir eiga þá að vinna þessi störf á Faxaflóasvæð- inu? Þegar fólkið allt er flutt þangað — hverjir hafa unnið þessi störf þar undanfarið? Rétt er það að laun hafa verið og eru skammarlega lág í fisk- vinnslu, en það getur ekki verið röksemdafærsla til röskunar byggðar í landinu, heldur þarf að minnka milliliðakostnaðinn f Reykjavík — yfirbygginguna — til að hækka laun verulega hjá því fólki sem starfar við undirstöðu- atvinnuvegi. Þótt Júlíus reyni hvað eftir ann- að í grein sinni að benda á að nú- verandi röskun sé ekki æskileg, og þar er ég honum að sjálfsögðu sammála, eru vendingar í grein hans slíkar að telja verður hann sem talsmann verulegrar byggð- arröskunar sem bót á framtíðar- högum þjóðarinnar. Nauðsynlegast finnst mér að benda sterklega á að þetta eru allt saman reiknanlegar stærðir sem við erum að fjalla um og ég vil stæðhæfa að hagrænn útreikning- ur um arðsemi byggðarfyrirkomu- lags í landinu, óháð í sjálfu sér jarðskjálfta og eldvirkni, mun leiða í Ijós að núverandi fyrir- komulag er hagstætt nema að vera skyldi ívið of mikill þungi byggðar á Reykjavíkursvæðinu. Eg vona að öllum sem hugsa þessi mál sé ljóst að stórhættulegt er að draga víðtækar ályktanir af núverandi röskun, hún er eðlileg afleiðing alltof hárra gjalda af fjárfestingu höfuðatvinnugreina okkar, sjávarútvegs og landbúnað- ar, og á hinn bóginn óskiljanlegra og stjórnvilltra fjárfestinga á samdráttartíma i Reykjavík fyrir erlent lánsfé. Ég hef verið eins og Júlíus, í einn tíma, formaður landshluta- samtaka, það hér á Austurlandi. Ekki tók ég þó að mér að standa fyrir skipulagningu mannflutn- inga hingað frá höfuðborgarsvæð- inu á komandi tímum — þótt margt mætti nefna sem landshlut- inn hefur fram yfir Faxaflóasvæð- ið, s.s. veðurblíðu og nálægð við vesturhluta Evrópu. Verkefni okkar var að halda jafnvægi við aðra og standa vörð um alla viðleitni í rétta átt, eftir aðferðinni „dropinn holar stein- inn“. En viðleitni okkar hefur oft mætt illgirni ráðamanna á Faxa- flóasvæðinu. Við höfum t.d. horft upp á það hér að ferjusambandið Norður- lönd-Seyðisfjörður fór svo í taug- arnar á „óskabarni" þjóðarinnar, 2. í umsókn fyrir lóð biður for- eldrafélag fjölfatlaðra um lóð miðsvæðis vegna ferða til og frá í skóla og annarar þjálfunar en gleymst hefur að taka með í reikn- inginn snjóþyngslin og ófærðina þarna í slakkanum í miðju hverfi. Það reynist íbúum þarna í kring oft all erfitt að komast leiðar si- nnar á veturna en snjór liggur þarna á þessum slóðum yfirleitt mun lengur en víðast annars stað- ar. 3. Skemmistaðurinn Klúbburinn er í næsta nágrenni og þekkir hver maður hér í kring svefnlitlar næt- ur vegna ágangs og ónæðis gesta klúbbsins. Vonum við því að foreldrafélag fjölfatlaðra barna beri gæfu til að velja bðrnum sínum betri sama- stað. Einnig vonum við að borgaryf- irvöld muni taka manneskjulegt umhverfi fram yfir það sem fjár- hagslega er hagkvæmt. Guðrún Tómaadóttír og Ingibjörg Jónsdóttír eru húsmæður og Þór- unn Marteinadóttír nemi. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! Hressír Tungnamenn á suðunámskeiðinu. Morgunbisðið/Þórhaiiur Bjamason Ungmennafélag Stafholtstungna: Fræðslunámskeið fyrir almenning Eimskip, að þeir ásamt öðrum settu á laggirnar ferju til að drepa framtak Seyðfirðinga niður — munaði minnstu að þeir dræpu sjálfan sig á því. Nú þjóta þeir hinir sömu til og ætla að þjóna okkur með beinum siglingum frá meginlandinu, af því að Seyðfirðingar gera út skip til sömu flutninga. Ég er þeirrar skoðunar að til- lögur þær sem gamla fjórðungs- þing Austfirðinga setti fram um fylkjaskipulag á íslandi sé eitt til bjargar þeim þjóðlegu verðmæt- um sem núverandi byggðarfyrir- komulag er. Styrkleiki Faxaflóa- svæðisins er nefnilega orðinn of mikill til að heildarhagsmunir sitji í fyrrirúmi í stjórnvaldsað- gerðum. Gylfi Þ. Gíslason og Jón B. Hannibalsson fluttu tillögu um sama efni í stjórnarskrárnefnd. Jónas Pétursson hefur nú stofn- að félagsskap til að standa fyrir umræðu um þessi mál, allt er þetta í réttu áttina — og vonandi að menn sjái að sér í tíma og setji gjaldeyrisbanka í hvert kjördæmi sem mælir það fjármagn sem við- komandi kjördæmi hefur til sinna þarfa og þá skulum við sjá hvar best er að kaupa'sér frið við sjálf- an sig og aðra. Egilsstöðum, 28. febrúar 1985. Erling Garðar Jónasson er rafreitu- stjóri Austurlands. BorgariKsi, 24. mare. FRÆÐSLUNEFND llngmennafélags Stafholtstungna gekkst f vetur fyrir nokkrum fræöslunámskeidum að Varmalandi. Ungmennafélagið skipaði þessa nefnd í fyrsta skipti i fyrra og stóð hún þá fyrir nokkrum námskeið- um sem þóttu góð nýbreytni í sveitalíf- inu. Námskeiðin hafa yfirleitt verið ágætlega sótt. 1 vetur hafa verið haldin 4 nám- skeið: t matreiðslu, þar sem Stein- unn Ingimundardóttir leiðbeindi, i gerð skattframtala, undir stjórn Þóris Páls Guðjónssonar, f logsuðu og rafsuðu, undir stjórn Halldórs Haraidssonar og gömludansanám- skeið. Eitt námskeið til viðbótar er fyrirhugað en það er almenn fræðsla um skógrækt og skjólbelti undir stjórn Agústar Árnasonar. í fræðslunefndinni eiga sæti: Lea Þórhallsdóttir Laugalandi, Helga Karlsdóttir Bifröst og Sveinn Jó- hannesson Flóðatanga. Starfssvæði Ungmennafélags Stafholtstungna er Stafholtstungur, Norðurárdalur og Þverárhlíð. - HBj. Njóttu öruggrar leiðsagnar í tölvuvæðingu fyrirtækisins VIÐFYLGJUM ÞÉRALLALEID Við hjá Skrifstofuvélum veitum þjónustu og ráðgjöf sem tekur mið af þörfum þínum við tölvuvæðingu. Við höfum traust viðskiptasambönd og mikla faglega þekkingu, bjóðum örugga viðhalds og sérfræði- þjónustu - þ.e. þau grundvallaratriði sem nýtast viðskiptavinum okkar um ókomin ár. Við hvetjum þig til að: ★ velja örugga leiðsögn inn í fram- tíðina. ★ Gæta þess að varanleg þjónusta sé til staðar í tengslum við búnaðinn sem valinn er. ★ Ganga úr skugga um að fjárfesting þín í byrjun nýtist komi til aukningar á búnaöi. ★ Velja samstarf við fyrirtæki sem hefur bolmagn og aðstöðu til að fylgja þér alla leið. TÖLVUR • PRENTARAR • HUGBÚNAÐUR • AUKABÚNAÐUR Við bjóðum þér samstarf til langstíma — sá er munurinn £ TOLVUDEILD SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.