Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 29 LesiA nm leiðtogaskiptin f stjórnarblaðinu, Prövdu. Leiðtogaskiptin í Sovétríkjunum: Moskvubúar yppta öxlum „Hvers vegna spyrðu, vina mín? Var hann skyldur þér?“ sagði níræð kona í Moskvu, þegar Nancy Traver, blaðamaður bandaríska vikurits- ins Time, veik sér að henni og forvitnaðist um viðbrögð hennar við andláti Konstantins Chernenko, forseta Sovétríkjanna, daginn sem útför hans fór fram í borginni. Ekki fannst öllum vegfarend- um við nóg af brauði, og þannig um í miðborg Moskvu, sem Tra- verður það eftir að Gorbachev ver sneri sér að með spurningar hefur tekið við. Það er líka nóg Chernenko, arftaka hans af kjöti í búðunum. Ég fæ ellilíf- Gorbachev og framtíðarhorfur i Sovétríkjunum, sjálfsagt að svara henni. Margir þeirra báðu hana að sýna skilríki sín, og einn hótaði að kalla á lögregluna. Roskið fólk kaus síður að tala við Bandaríkjamann, en hinir yngri voru samvinnuþýðari. „Svörin voru flest furðulega lík hvert öðru,“ skrifar Nancy Traver í nýjasta hefti Time. Vegfarendur vissu lítið um leiðtoga þjóðar- innar og létu sér þá vanþekkingu í léttu rúmi liggja. „Ég er hrædd um að þetta skipti okkur ná- kvæmlega engu rnáli," svaraði ein konan og yppti öxlum. Eftir Alexei, 33 ára gömlum lögfræðingi, sem féllst á tala við Traver á mannlausri biðstöð, hefur Traver: „Auðvitað gengum við út frá því að Chernenko væri sjúkur. En hver gat vitað hve al- varleg veikindi hans voru? Það eru engar slíkar upplýsingar veittar opinberlega, eins og þú veist. Þetta er ekki Bandaríkin; hér fáum við fréttirnar á skot- spónum. Það kom okkur því á óvart að hann væri látinn." Al- exei átti ekki von á breytingum. „Hvers konar breytingum?" spurði hann. „Þessir leiðtogar eru hver öðrum líkir." Misha, 23 ára stúlka sem vinn- ur í verksmiðju, sagði: „Ég hef ekki minnst einu orði á dauða hans við vini mína, og enginn þeirra hefur heldur nefnt þetta við mig. Við höfum nóg með að tala um okkar eigið líf. Það er okkar hlutverk að breyta því, ekki hlutverk leiðtoganna. Ég hef engan áhuga á stjórnmálum. Ég vissi ekki einu sinni að Chernenko hefði verið veikur." „Ég veit ekkert um Gorbach- ev,“ sagði Nína, 87 ára gömul kona. „Það eina sem ég veit er að þegar Chernenko stjórnaði höfð- eyri og Gorbachev tekur hann ekki frá mér.“ Sergei, 25 ára gamall arkitekt, bjóst ekki við miklum umskipt- um. „Hér er aðeins einn flokkur, sem fylgir sömu stefnunni og fyrr. Ég sé ekki að það breyti neinu hver var á undan og hver á eftir.“ Vasya, 15 ára skólastrák- ur, var bjartsýnni: „Ég held að það sé gott að Gorbachev er ung- ur. Hann er yngsti maðurinn í stjórnmálaráðinu. Hinir sitja allir fastir í sama farinu, en Gorbachev heyrir raddir fólks- ins.“ Lidya, 53 ára gömul kennslu- kona, benti bandaríska blaða- manninum á að þótt Gorbachev væri ungur að árum gæti allt gerst: „Það var kennari hjá okkur, sem er mánuði yngri en Gorbachev, og hann fékk allt i einu hjartaáfall á kennarastof- unni og lést fyrir augunum á mér.“ „Ég hafði ekki hugmynd um að Chernenko væri svona veikur. Ég hélt að hann þjáðist af asma eða einhverju slíku," sagði María, sem er 49 ára gömul, verkfræðingur að starfi. „Við maðurinn minn,“ bætti hún við, „búum í fjögurra herbergja íbúð. Við eigum sumarbústað og höf- um ríkisbifreið til afnota. Þess vegna höfum við ekkert haft út á Chernenko að setja. Ég vonast til að geta haft það rólegt og notalegt þegar ég kemst á eftir- laun.“ Síðasta orðið á Vlodya, þrítug- ur kennari: „Raunverulegar breytingar,“ sagði hann, „felast í því, að snúa öllu við. Það gerist aldrei.“ Og hann bætti við: „Hvaða máli skiptir það almenn- ing hver er nýjasti aðalritarinn? Ekki kjósum við hann. Hvers vegna þá að sýna því áhuga?" GENGI GJALDMIÐLA Pundið styrkist London, 26. nurz. AP. LÆKKANDI vextir á dollarainn- stæðum í Vestur-Evrópu urðu til þess, að gengi dollarans lækkaði í dag. Jafnframt komst á kreik orð- rómur um erfiðleika hja bönkum í Texas og varð það einnig til þess að veikja stöðu dollarans. Staða pundsins gagnvart Bandaríkjadollar styrktist og var það selt á 1,1807 dollara síðdegis í dag (1,1712). Gengi dollarans var að öðru leyti þannig síðdegis f dag, að fyrir einn dollara fengust 3,2090 vestur-þýzk mörk (3,2350), 2,7215 svissneskir frankar (2,7450), 9,8075 franskir frankar (9,8900), 3,6300 hollenzk gyllini (3,6565), 2.042,50 ítalskar lírur (2.056,00), 1,3760 kanadískir doll- arar (1,3810) og 256,97 jen (256,35). Sérunninn safngripur frá Glit verður kjörgripur barna þinna og stolt barnabarna á komandi öld HÖFÐABAKKA9 SÍMI 685411 SIGURGYDJAN NIKE Hjá grikkjum til forna treystu afreksmennirnir á sigurgyðjuna NIKE til árangurs. Á okkar dögum treysta helstu afreksmenn heimsins enn á NIKE. PEGASUS eru mjög alhliða íþróttaskór frá NIKE. Þeir eru búnir hinum einstaka loftsóla í hæl ásamt vertjulegum millisóla. Að framan er EVA-sóli, svo það er óhætt að spyrna duglega. Og loftið undir hælnum tryggir mýkstu fjöðrun. Rifflaðir fletir á sóla veita góða vörn gegn höggum og gefa gott grip í hálku. Hællinn er sérsniðinn eftir svonefndu „þrýstingsmiðju“-kerfi, sem er nýnæmi í hönnun og gerir skóna eins stöðuga og frekast er unnt. Pegasus eru frábærir æfingaskór, með gott tárými vel sniðinn hælkappa, sem fellur að fætinum og reimarnar má hafa á ýmsa vegu. Allt þetta hafa margir frægustu íþróttamenn okkar tíma sannreynt á undanförnum árum og þeir treysta á að NIKE skilar þeim til sigurs í harðri keppni. Þannig var það líka hjá grikkjum.___ líbl Aisturbakki hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.