Morgunblaðið - 29.03.1985, Side 5

Morgunblaðið - 29.03.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 5 Morgunblaðið/Júlíus Málflutningi BHM-félaga fyrir Kjaradómi lokið Málflutningi 25 aðildarfélaga Launamálaráðs BHM fyrir Kjaradómi lauk í gær. Hefur málflutningur félaganna þá staðið siðan 21. mars, en þá fluttu fulltrúar Hins íslenska kennarafélags mál sitt. Að sögn Benedikts Blöndal, formanns Kjaradóms, verður niðurstöðu ekki að vænta fyrr en eftir páska, en nánari tímasetningu kvaðst hann ekki geta geflð. Myndin var tekin er síðasta félagið flutti mál sitt ásamt samninganefnd ríkisins. Fyrir boðsendanum er formaður dómsins. Aðalfundur SFR: Lægstu laun verði 20 þúsund krónur á mánuði AÐALFUNDUR Starfsmannafélags ríkisstofnana var haldinn sl. þriðjudag. Á fundinum var m.a. samþykkt að nú þegar yrði haflnn undirbúningur að uppsögn gildandi kjarasamninga og gerð sameiginlegrar kröfugerðar launa- fólks. Sem grundvöll kröfugerðar lagði fundurinn áherslu á að engin laun verði lægri en 20 þúsund krónur á mánuði, miðað við nú- gildandi verðlag og öll almenn laun hækki um sömu krónutölu. Einnig komi fullar verðbætur á öll almenn laun ársfjórðungslega. í samþykkt fundarins um kjara- mál segir: „Stórlækkaðir kaup- taxtar gerðu atvinnurekendum kleift að byggja upp launakerfi að sínum geðþótta, hækka þá hæst- launuðu en stærsti hlutinn situr eftir með stórskert kjör. Atvinnu- rekendur deila og drottna með yf- irborgunum og greiðslum undir borðið. Ýmsir ríkisstarfsmenn, einkum þeir hæst launuðu, fá tuga prósenta „dulda" hækkun sem lestíma og á annan sambærilegan hátt. Sumir fá vilyrði um hækkun ef þeir ganga úr BSRB.“ I öðrum samþykktum fundarins er þess m.a. krafist að lögin um samningsrétt BSRB verði tekin til endurskoðunar, kjaradeilunefnd lögð niður og aðildarfélög BSRB fái fullan samningsrétt um sér- kjarasamninga sína. Einnig lýsti fundurinn yfir eindreginni and- stöðu við þá fyrirætlan ríkis- stjórnarinnar að taka upp virðis- aukaskatt í stað söluskatts. Segir í ályktun fundarins að slíkt myndi leiða til hækkunar vöruverðs, álögur á almenning myndu hækka en lækka á atvinnufyrirtækjum, aðilum, sem standa ættu skil á skattinum myndi fjölga að mikl- um mun og kostnaður við inn- heimtu og eftirlit því stóraukast. Þá ályktaði fundurinn um hús- næðismál, jafnréttismál og um al- þjóðlegt stuðningsstarf. Að lokum var samþykkt tillaga á fundinum, sem heimiiar félags- stjórn að stofna verkfallssjóð með allt að þriggja milljóna króna stofnframlagi og var tillagan sam- þykkt samhljóða. íslenzka óperan: Tónleikar í minningu Péturs Á. Jónsson Hátíðartónleikar verða í fslensku óperunni laugardaginn 30. mars kl. 15.00 og er tilefni tónleikanna að um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu brautryðjanda íslenskra óperusöngvara, Péturs Á. Jónssonar. f fréttatilkynningu frá fslensku óperunni segir m.a.: Pétur Á. Jónsson í hlutverki Radam- es í Aida. „Pétur Á. Jónsson fæddist í Reykjavík 21. desember 1884. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í tannlækningum í Kaupmanna- höfn árið 1906. En hugur Péturs snerist þó brátt alveg að tónlist og söng og árið 1909 stenst hann inn- tökupróf í óperuskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Óperuferill hans byrjaði síðan í Berlín árið 1911 og var það upphaf 20 ára ferils sem aðaltenórsöngv- ari við fræg óperuhús í Þýska- landi, svo sem í Kiel, Darmstadt, Bremen og víðar. Pétur gat sér mikillar frægðar sem hetjutenór í óperum Wagners, en hlutverka- safn hans var annars ótrúlega fjölbreytt. Pétur Á. Jónsson lést í Reykjavík 14. apríl 1956." Á tónleikum í íslensku óperunni á laugardaginn koma eftirtaldir söngvarar fram: Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Garðar Cortes, Guðmundur Jónsson, Hrönn Hafliðadóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson, ólöf Kolbrún Harðardóttir og Sigurður Biörns- son. Undirleikarar eru: Olafur Vignir Albertsson og Vasa Weber. Á efnisskránni eru verk eftir m.a. Donizetti, Lehar, Schubert, Sib- elius, Verdi, Wagner, Gylfa Þ. Gíslason, Karl O. Runólfsson og Sigfús Halldórsson. VerzJunarbankinn: Aðalfundurinn samþykkti hlutafjáraukninguna AÐALFUNDUR Verzlunarbanka ís- lands samþykkti að auka hlutafé bankans úr 80 milljónum króna í 180 milljónir, en bankaráð bankans hafði gert tillögur þar að lútandi, eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá. Áður hafði aðalfundurinn sam- INNLENIT þykkt tillögu um að gefa út jöfnun- arskuldabréf að upphæð 31,1 millj. króna. Hlutafjáraukningin skal fara fram á árunum 1985, 1986 og 1987 um að minnsta kosti 33,3 millj. árlega. Núverandi hluthafa eiga rétt á að láta skrá sig fyrir hluta- fjáraukningu til 1. júlí nk. og eiga rétt á að kaupa viðbótarhlutafé er nemur tvöfaldri núverandi hluta- fjáreign þeirra, en nýti þessir aðil- ar ekki forkaupsrétt sinn má bjóða öðrum og nýjum hluthöfum aukinn hlut. Hluthöfum er gefinn kostur á að greiða hlutaféð vaxta- laust í þrennu lagi — árin 1985, 1986 og 1987. MÁTT BARA ALLS EKKl MISSA AF ÞESS- UM FRÁBÆRU VÖRUM Á ÞESSU GÓÐA VERÐI Viö erum með útsölumarkað á Vöruloftinu (Markaðshúsinu) Sigtúni 3 MARKAÐSHUSIÐ RYOVARNARSK ALINN KLUBBURINN SKOÐAÐU ÞENNAN LISTA VEL Jakkaföt frá kr. 2.500 Stakir herrajakkar frá kr. 500 Ruskinnsjakkar fóöraðir kr. 2.800 Rúskinnsjakkar loöfóðraöir kr. 2.500 Vattúlpur frá kr. 1.490 Herrapeysur frá kr. 490 Varmabolir frá kr. 450 Bolir frá kr. 50 Herraskyrtur kr. 350 Dömublussur kr. 350 Gallabuxur kr. 400 Dömupeysur fra kr. 590 Kahki-buxur kr. 790 Barnagallabuxur frá kr. 250 Barnapeysur frá kr. 150 Vinnusloppar kr. 350 Vinnublussur kr 350 Vinnusamfestingar kr. 1.150 Rafsuðugallar kr. 990 Hvítir samfestingar kr. 650 Loöfóðraöar pólarúlpur kr. 2.500 Sumarsportjakkar kr. 450 Herrasokkar kr. 50 Odyra borðiö allt á kr. 90 Mikið og gott úrval af efnum. kakhi, poplín, ullarefni kr. 100 pr. m — - ullar- efni kr. 150 pr. m. Vmis efni frá kr. 80 pr. m. BELGJAGERÐIN VÖRULOFTINU SIGTÚNI 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.